Borgarmyndun á Íslandi - Borgir sem upphaf þjóðríkjamyndunar

Nokkrir þættir verða til þess að þéttbýli myndast og koma þeir oft í mismunandi röð.

T.d. hof/kirkja/moskva eða tilbeiðslustaður sem dregur að sér samsafn af fólk til trúariðkana, sem dregur aftur á móti til sín kaupmenn og þetta allt dregur að sér þjóðarleiðtoga eða fursta, hirðina (herinn) og skattheimtumenn eða með öðrum orðum valdastéttina.

Dæmi: Sverrir konungur gerði Björgvin að aðsetur sitt, en þar var erkibiskupinn/dómkirkjan og millihöfn eða verslunarhöfn en Magnús konungur hafði Osló á móti.

Herbækistöðvar urðu oft að borgum, samanber limis eða landamærastöðvar Rómverja, en hermennirnir drógu að sér kaupmenn sem vildu versla við en þeir settust oft að við virkin, eignuðust konur og börn og mynduðu smá saman borgir. Dæmi Köln.

Hvað með Skálholtsstað? Örlög Íslandssögunnar eru sérstök. Það að Skálholt hafi orðið höfuðstaður Íslands sem og Hólar í Hjartardal var slæmt fyrir eyjuna Ísland. Báðir staðir voru staðsettir djúpt inn í landbúnaðarhéruð, langt til næstu hafnar en þeir voru stofnaðir þegar fískútflutningur var ekki hafinn frá Íslandi að marki. Þessir staðir, oft á stærð við þorp, gátu aldrei vaxið og dafnað, til þess voru aðdrættir of langir og erfiðir. Talað er um tvær leiðir við borgarmyndun:

 

  1. Stjórnsýslu- og viðskiptaborgir. Lifa á sveitum í kring. Feneyjar og Amsterdam byggðust fyrst og fremst á verslun og er þetta þeim sameiginlegt. Skálholt og Hólar höfðu ekki nægja aðdrætti til að stækka og lifa á sveitum í kring. Þetta viðurkenndu menn fyrst þegar landbúnaðurinn lagðist af á Íslandi í kjölfarið á Móðuharðindunum og sameinuðu biskupssetrin í eitt í Reykjavík.

 

  1. Framleiðsluborgir sem verða til vegna iðnaðar og lifa ekki á sveitum í kring. Þessar borgir urðu einkum til á 18. öld og síðar. Þó voru til framleiðsluborgir áður, sbr. hollensku borgirnar. Framleiðsluborgir hefðu getað myndast á Íslandi við sjávarsíðuna ef verslunin hefði verið frjáls og fiskveiðar frjálsar. En svo var ekki. Þetta tafði þéttbýlismyndun á Íslandi allt til seinni helmingi 19. aldar. Reykjavík kom fyrst með alla þætti borgar, sem er stjórnsýslueining bæði veraldlegs valds sem og geistlegs, höfn, iðnaður og framleiðsla í lok 18. aldar.

 

Engin tilviljun að Reykjavík er eina borg Íslands, þótt segja megi að Kópavogur og Hafnarfjörður nálgist það kalla megi borgir. Áður fyrr var miðað við íbúafjöldann 25 þúsund manns eða 50 þúsund. En borg þarf að hafa meira en ákveðinn íbúafjölda. Hún þarf að hafa höfn/flugvöll, iðnað, framleiðslu, vera stjórnsýslueining og hafa þjónustu á öllum sviðum. Í því samhengi er Hafnarfjörður meiri borg en Kópavogur þótt íbúafjöldinn er minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband