Svo virðist álitsgjafi Útvarps sögu ekki halda. Rætt var við Bjarna Hauksson í þættinum Heimsmálin um stöðuna við botni Miðjarðarhafs.
"Bjarni segir að til þess að geta hertekið norðurpart Palestínu eins og Ísraelsher hefur gefið út að hann ætli sér að gera kosti það að minnsta kosti 100.000 fótgönguliða þarf með öllum þeim stuðningi sem þeim fylgi og varalið upp á að minnsta kosti 200.000 hermenn og er vandi Ísraelsmanna sá að þeir hafa einungis 300 þúsund hermenn virka svo það yrði engin eftir til þess að verja norður landamærin eða austurlandamærin.
Þetta þýði að Ísraelsher geti í raun ekki herfræðilega séð, fest sig á einhverjum einum vígstöðvum."
Sjá slóðina:
Heimsmálin: Ísrael hefði ekki getuna til að ráðast inn í Palestínu án aðstoðar
En hefur Bjarni rétt fyrir sér? Hefur hann rannsakað fyrri stríð Ísraela? Öll þeirra stríð voru í raun háð við fleiri en einn andstæðing í einu. Sjálfstæðisstríðið sem var háð 1947-1949 var háð við marga andstæðinga í einu.
Sínaístríðið 1956. Þótt andstæðingurinn hafi bara verið einn, Egyptaland, þurfti Ísraelher að vera með mikinn viðbúnað við önnur landamæri sín, enda umkringdir óvinaþjóðum.
Sex daga stríðið 1967. Ísrael barðist við Egyptalandi, Sýrlandi og Jórdan eftir er Ísraeli hófst átök við umliggjandi lönd.
Yom Kippur stríðið 1973. Ísrael varð fyrir óvæntri árás nágrannaríkja sinna. Yom Kippur stríðið var aðallega við Egyptaland og Sýrland, og hófst á Yom Kippu hátíðinni. Ísrael vann stríðið á endanum en með mestu erfiðleikum.
Fyrri Líbanónstríðið var háð 1982 og var háð í Suður-Líbanon. Enn var um einn andstæðing að ræða en þeir þurftu að hafa allan varan á gagnvart Sýrlandi.
Öll ofangreind átök unnu Ísraelar, alltaf gegn erfiðum andstæðingum.
Svo eru það Gaza átökin sem Ísrael hefur háð við Hamas samtökin síðan þau komu til sögunnar.
Aðgerðin kastað blý (2008-2009): Þetta var þriggja vikna hernaðaraðgerð sem Ísraelar hófu í lok desember 2008 til að bregðast við eldflaugaárásum frá Gaza. Átökin leiddu til talsverðs mannfalls og skemmda á innviðum á Gaza.
Aðgerðin varnarsúlan (2012): Í nóvember 2012 hófu Ísrael hernaðaraðgerð eftir aukningu á eldflaugaárásum frá Gaza. Átökunum lauk með vopnahléi sem Egyptaland hafði milligöngu um.
Aðgerðin hlífðarbrún (2014): Þetta voru mikil hernaðarátök sem hófust í júlí 2014 og stóðu yfir í 50 daga. Markmið Ísraels var að stöðva eldflaugaárásir frá Gaza og eyðileggja Hamas-göng. Átökin leiddu til verulegs mannfalls, eyðileggingar og til vopnahlés.
Hinn mikli endurkomumars (2018): Þetta var röð mótmæla meðfram landamærum Gaza og Ísraels sem hófust í mars 2018. Mótmælunum var mætt með viðbrögðum ísraelska hersins, sem leiddi til mannfalls.
Átök Ísraels og Hamas brutust út í maí 2021. Í maí 2021 var enn ein mikil aukning ofbeldis milli Ísraels og Hamas. Átökin hófust með spennuástandi í Austur-Jerúsalem sem leiddi til eldflaugaárása frá Gaza og loftárása Ísraela. Þessi 11 daga átök leiddu til vopnahlés, með verulegu mannfalli og skemmdum á báða bóga.
Og nú árið 2023, með áhlaup Hamas inn í Ísrael. Enn hafa Ísraelar ekki gert innrás í Gaza en það virðist vera tímaspurtsmál hvenær svo verður.
Ísraelar verða að sigra í komandi átökum, annars er friðurinn úti gagnvart Arabaheiminum. Stórkostlegur friðarárangur hefur náðs milli Ísrael og Sunní múslimaþjóðir, Abraham friðargjörðin. Virtist friðarsamningur milli Sáda og Ísraela vera í sjónmáli er þessi átök brutust út og virðast einmitt vera beint gegn friði milli Ísraels við Araba. Ísraelar virðast hafa skipað sér í lið með súnní araba eins og áður sagði.
En spurningin er, getur Ísrael hertekið Gaza og barist á mörgum vígstöðvum í einu? Já, sagan segir okkur það. Hermaskína Ísraels er jafnvel öflugri en áður, t.d. Iron Dome loftvarnarkerfið. Svo er það Iron Bean loftvarnarkerfið sem tekur við og á að geta skotið niður allar eldflaugar með leysigeislum með litlum kostnaði. Íraelar þurftu að draga það fram í núverandi átökum, þótt það sé enn á tilraunastigi.
Álitið er að Ísrael hafa kafbáta vopnaða kjarnorkusprengjum sem geta gert árásir á Íran. Þeir eiga fimm Dolphin-class kafbáta, allir með getu til að bera kjarnorkuvopn og nú í sumar var sjósettur INS Drakon kafbátur í Þýskalandi fyrir Ísraela sem getur borið langdrægar eldflaugar.
Flugmóðuskipa flotarnir tveir sem bandaríski flotinn hefur staðsett við botni Miðjarðarhafs á einmitt að hóta Hezbollah samtökunum loftárásum ef þeir fara af stað með hernaði. Líklega þora þeir ekki í stórátök við Ísrael, minnugir fyrri ósigra en hafa miklu herstyrk Ísrael við landamæri Líbanon eins og þeir vilja.
Líklega þróast málið svona: Ísraelher hertekur Gaza svæðið, en þeir hafa hólfaskipt svæðið í fjögur hólf og þeir taka eitt hólf í einu. Erfið átök sem þeir gefa sér tíma í, sbr. fyrri átök. Engin átök verða við aðra aðila, þótt spennustigið verður hátt. Stjórn Hamas á Gaza verður afnumin og samtökin upprætt.
Svo er að sjá hvort ráðamenn í Miðausturlöndum séu að horfa fram á veginn eða láti þetta tilvik ráða ferðinni. Friðurinn verður áfram óstöðugur, Arabaheimurinn áfram tvískiptur í tvær fylkingar og hættan á kjarnorkustríði eykst með hverju degi með kjarnorkuvopnaþróun klerkastjórnarinnar í Íran. Hvorki Ísraelar né Sádar geta sætt sig við það. Áfram logar kveikurinn á púðurtunnunni.
Hér er farið yfir stöðuna: What If Israel Has to Fight a War on Five Fronts?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stríð | 19.10.2023 | 10:00 (breytt kl. 13:49) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Ísraelinn er örugglega sáttur við að Hezbolla er að berjast við þá þarna með hangandi hendi, annars væru þeir í smá vanda.
Gaza taka þeir auðveldlega.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.10.2023 kl. 16:05
Þetta er svæðisstríð. Heildarmyndin breytist ekki.
Birgir Loftsson, 19.10.2023 kl. 19:06
Það er vissulega peningur í kyrrstöðu.
Ef Gaza er þarna ennþá á morgun, þá verðu hægt að nota Hamas í allskonar pólítískum tilgangi í ísrael.
Hamas er líka sérlegt gæludýr UN.
Hagsmunir UN, Hamas og ráðandi afla í Ísrael fara saman. Fólkið.... fokk það.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.10.2023 kl. 19:53
IDF rak sig á bæði 2006 og 2014 að herinn hefur engan innri styrk, þeir ráða ekki við einar vígstöðvar, hvað þá tvennar.
Sem er jákvætt, því þá geta þessir morðóðu fasistar farið að hugleiða samkomulag, og non-zero-sum, lausnir; eða vensl við fólkið í kringum sig.
Guðjón E. Hreinberg, 20.10.2023 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.