Bandaríkin hafa ekki riðið feitum hesti af heimsbrölti sínu. Nánast undantekningalaust hafa þeir tapað stríðum eða gert jafntefli síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Í Kóreu stríðinu gerðu þeir jafntefli en þar háðu þeir stríð við Kínverja og skjólstæðinga þeirra, N-Kóreu (Sovétríkin á bakvið). En þessi stríð hafa öll verið háð í Fjarskanistan og í raun engin hætta við heimalandið eins og Kaninn kallar Bandaríkin.
Í Víetnam tæknilega séð unnuð þeir stríðið og fóru út með reisn en atburðarrásin leiddi til að í raun töpuðu þeir því tveimur árum síðar. Bandaríkjaher var í molum, mórallinn í göturæsinu og upp hófst endurbyggingastarf. Herkvatttir menn kvattir og atvinnumannaher komið á fót. En svo kom kærkomið stríð, gerð varð innrás í smáríkið Grenada í Suður-Ameríku, það unnið og svo Panama.
Svo var staðið í smáátökum það sem eftir var 20. aldar, sérsveitum aðallega beitt eða flughernum, sbr. Serbíu í Kosóvó átökunum. 21. öldin byrjaði ekki vel fyrir Bandaríkin, 9/11 hryðjuverkaárásin startaði öldina með hvelli og í kjölfarið voru gerðar innrásir í Írak og Afganistan. Í báðum tilfellum hafa Bandaríkjamenn þurft að hörfa með skottið milli lappirnar, árangurinn ekki eftir erfiðið. Svo var Líbía gerð að borgarastríðslandi með loftárásum NATÓ. Staðgengilsstríðið í Úkraníu gengur ekki vel og munu Úkraníumenn tapa.
Ekki er hér um glæstan feril að ræða fyrir Bandaríkjamenn, En samt sem áður, hvar væri heimurinn án Bandaríkjanna? Ansi nöturlegur heimur og erfitt til þess að hugsa. Hvar væru Evrópuþjóðir þá staddar eða vestrænt lýðræði? Sovétríkin hefðu tekið yfir Vestur-Evrópu í lok seinni heimsstyrjaldar en eina sem kom í veg fyrir það var þátttaka Bandaríkjamanna með innrásinni í Normandí. Breska heimsveldið í raun fallið, gjaldþrota andlega og peningalega. Japanir væru álfuveldi sem þeir hefðu stjórnað með járnaga og -hendi. Harðstjórnirnar réðu í raun mestallan heiminn.
Bandaríkin eru mjúkt heimsveldi. Þeir hertaka ekki lönd, láta sig nægja að deila og drottna á bakvið tjöldin, líkt og Rómverjar forðum. Þeir hafa því efni á að vinna allar orrustur en tapa stríðum. En þeir vilja eitthvað fyrir sinn snúð og umstangið og því leita þeir við að tryggja sig aðgang að auðlindum víðsvegar um heiminn.
Svo er ekki að fara fyrir Ísraelmenn. Þeir mega, og hafa gert, tapa orrustum. En þeir mega ekki tapa eitt einasta stríði. Ef þeir gera það, hóta óvinir þeirra því að gereyða ísraelsku þjóðina og það eru ekki orðin tóm.
Frá stofnun hafa Ísraelmenn staðið í stríði. Í dag er það kjarnorkuvopnin sem halda aftur af andstæðingum Ísrael en jafnvel sá fælingarmáttur hefur ekki aftrað Íran að hóta árás á landið og vilja til að taka á sig kjarnorkuvopnaárás Ísrael. Eina sem þeim vantar er að koma sér upp írönskum kjarnorkusprengjum sem þeir vinna hörðum höndum við að koma sér upp, með dyggri aðstoð ríkisstjórnar Joe Bidens.
Hér er listi stríða sem Ísraelar hafa staðið í frá stofnun ríkisins. Og nú er enn eitt stríðið að bætast við.
Sjálfstæðisstríðið var háð 1947-1949. Ísrael var stofnað sem sjálfstjórnarlands árið 1948 eftir skipulagða hertöku í Palestínu og sjálfstæðisyfirlýsingu. Stríðið markaði stofnun Ísraels og leiddi til átakanna í kjölfar þess.
Sínaístríðið 1956. Ísrael sameinaði styrk sín við Bretland og Frakkland í átökum við Egyptaland árinu 1956. Markmiðið var að binda endir á þjóðnýtingu Suez skurðsins og yfir Suður-Sínaí. Stríðið endaði með alþjóðlegum samkomulagi og friðarsamkomulagi árið 1957.
Sex daga stríðið 1967. Ísrael herjaði á Egyptalandi, Sýrlandi og Jórdan eftir er Ísraeli hófst átök við umliggjandi lönd. Forvarnaraðgerðir kölluðu Ísraelar þetta. Ísrael náði að eignast landssvæði, þar á meðal Vesturbakkann, Sínaískagann og Gazahérðið, sem það hafði ekki áður.
Yom Kippur stríðið 1973. Ísrael varð fyrir óvæntri árás nágrannaríkja sinna. Yom Kippur stríðið var aðallega við Egyptaland og Sýrland, og hófstá Yom Kippu hátíðinni. Ísrael vann stríðið á endanum en með mestu erfiðleikum.
Fyrri Líbanónstríðið var háð 1982. Ísrael sóttu inn í Líbanon árið 1982 í kjölfar áskorunanna frá PLO (Palestínska frelsissamtakanna) og Hizbollah samtakannna. Átökunum lauk með friðarsamningi.
Gazastríðin. Ísrael hefur verið viðhafandi átökum við Hamas, islamskan hryðjuverka samtökunum á Gazasvæðinu, Ísrael yfirgaf svæðið á sínum tíma en hafa farið inn aftur til að berja á Hamas. Þetta hefur leitt til margra árása og árása milli báðra hliða. Ísraelar segjast nú standa í raunverulegu stríði við Hamas en við eigum eftir að sjá hvernig þeim átökum líkur.
Friðarsamningar Ísraels við Arabaríkin hafa ekki verðið gerðir á grundvelli veikleika Ísraela. Heldur þvert á móti, á grundvelli hernaðarstyrks ríkisins. Israelar misstu andlitið við árás Hamasliða nú á dögunum. Þeir verða að beita hörku en fá um leið umvöndun umheimisins. Gaza verður hertekið, tímabundið a.m.k. og ný stjórn komið á. Hvorki Egyptar né Ísraelar vilja vera með hersetuliðið á svæðinu, til þess er þetta of heit púðurtunna.
Írönsku stjórnvöld hefur tekist ætlunarverk sitt að hluta til, eyðileggja friðarferlið sem er í gangi. En kannski tekst þeim það ekki og tvær blokkir andstæðra fylkinga verði áfram. Annars vegar undir forystu Sáda og hins vegar undir forystu Írans. Uppgjört virðist óumflýjanlegt við Íran. Hvorki Sádar né Ísraelar vilja sjá kjarnorkuveldið Íran.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Saga, Stríð | 17.10.2023 | 12:09 (breytt 19.10.2023 kl. 08:20) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Hér er athyglisvert viðtal: "Af hverju hatar öfga vinstrið Ísrael?
https://fb.watch/nKt1L23DMy/
Birgir Loftsson, 17.10.2023 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.