Athugasemdakerfi Moggabloggsins

Menn (konur og karlar) nota Moggabloggið í margvíslegum tilgangi.  Flestir eru með hugleiðingar um dægurmál sem eru á efst á baugnum hverju sinni.

Sumir hvetja til þátttöku lesenda sinna og hafa svo kallaðan athugasemdareit neðan við blogggrein sína. Aðrir gefa engan kost á andsvar og vilja hafa blogg sitt sem n.k. einræðu eða blaðagrein sem ekki er hægt að svara nema að skrifa aðra bloggrein á móti.

Svo er það þriðji hópurinn sem fer bil beggja. Hann leyfir athugasemdir...eftir samþykki bloggarans.  Það getur því verið bið á andsvari eða höfnun. Þetta getur verið svolítið slæmt, því ef maður vissi fyrirfram að bið er á birtingu athugasemdarinnar og hún háð dutlungum bloggarans, þá held ég að ég birti ekki athugasemd. En maður lærir með tímanum á bloggaranna.

Ég hafði í upphafi það þannig að menn geta gert athugasemdir við blogggreinar mína og þær birtast strax. En eftir eitt ár, var ég að fikta í stillingum á bloggsíðu minni og ákvað að hafa það þannig að athugasemdirnar væru háðar samþykki mitt. Ekki var ætlunin að þagga niður athugasemdir og gerði ég þetta án mikillar íhugunar.

En þá skrifaði einn lesenda minna að ég væri harður talsmaður málfrelsis og þetta væri ekki í anda þess. Ég tók sneiðina til mín og breytti athugasemda möguleikanum í snarasta. Nú getur hver sem er gert athugasemdir við blogg mitt án afskipta minna. Í raun þýðir hik á birtingu athugasemdar óbeina ritskoðun og því er ég ekki fylgjandi. 

Ég hef sjálfur gert athugasemdir við blogggreinar bloggara hér, hjá þeim sem það gefa kost á. En þeir eru innan við 10 talsins sem ég geri athugasemd við. Þeir eru valdir vegna þess að þeir skrifa reglulega og eru með áhugaverðar blogggreinar.  En oft er ég ósammála þeim og segi svo. Stundum sammála og segi svo.

Þeir, þessir heiðursmenn, nánast undantekningalaust leyfa mér, rausaranum, að tjá mig og eiga þeir þökk fyrir.  Ég hef bara einu sinni lent í því hér á blogginu að lokað var á mig og það fyrir sakleysislega athugasemd að því mér fannst. Sá fékk í staðinn heila blogggrein mína í andsvar.  Síðan hefur ég ekki gert athugasemd hjá honum, enda bíður hann ekki upp á opna umræðu.

Athugasemdakerfi bloggsins og samfélagsmiðlanna er góðra gjalda vert. Það hvetur til þátttöku almenning í opinberri umræðu, þótt stundum gusti um frjálsa umræðu.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það sem mér finnst verst er að leyfa "nafnleysingjum" að fá að vaða yfir mann og annan og oftar en ekki eru það nafleysingjarnir sem eru orðljótastir og komast upp með það vegna nafnleyndar.  

Sigurður I B Guðmundsson, 11.8.2023 kl. 16:18

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Góður punktur Sigurður, en mér skilst að hægt sé að fjarlæga ljótar athugasemdir.  Sé að sumir hafa enga mynd. 

Birgir Loftsson, 11.8.2023 kl. 16:23

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Algerlega sammála þér Birgir.

Athugasemdir eru að mínu mati það sem gefur blogginu gildi og þá opin umræða. 

Athugasemdir fá mann oft til að íhuga út frá örðu sjónarhorni  birtist oft í þeim hafsjór fróðleiks,. 

Einstöku sinnu finnst manni athugsemd afvegaleiða bloggpistil af ásettu ráði og þá slæmt ef maður er ekki viðlátinn til til að halda kúrsinum.

Þetta eru samt alger undantekningatilfelli og þá oftast nafnlaus. En oftar en ekki eru þeir sem koma fram undir nafnleynd með ágæta innlegg og oft upplýsingar sem ég hefði ekki viljað verða af.

En ég sammála þér með þá sem birta athugasemd eftir sitt samþykki, þá er nánast sama hvað bloggið er gott, það er varla vert athugasemda.

Mér finnst samt þeir verstir sem leifa athugasemdir en birta þær aldrei. Og nóta bene eru kannski þeir sem minnast á málfrelsið.

Magnús Sigurðsson, 11.8.2023 kl. 17:27

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Einmitt Magnús og ástæðan fyrir að ég ákvað að skrifa þessa bloggrein. Erum við að tala um sama bloggara?

Birgir Loftsson, 11.8.2023 kl. 19:31

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er ekkí ómögulegt.

Magnús Sigurðsson, 12.8.2023 kl. 05:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband