Nú á að selja gömlu varðskipin Ægir og Tý til Grikklands. Það eru góðar fréttir að ekki eigi að rífa skipin niður. En það er spurning hvort að örlög þeirra séu fyrir það eitthvað betri. Ef ég man rétt, þá var gamli Þór seldur til Miðjarðarhafs, þar sem átti að breyta skipinu í diskóskip. Ekki virðuleg örlög og betra hefði verið að nota það sem skotskífu fyrir fallbyssur nýju varðskipanna.
Nú er ég ekki að segja að það eigi eða þurfi að varðveita öll gömul skip. En Ægir og Týr eru systurskip og því mætti hugsa sér að varðveita annað. Vél Ægis er ekki í góðu standi og því hentar Týr betur til varðveislu. Það mætti jafnvel nota Ægir sem varahlutageymsla fyrir Týr.
Ekki fékkst hátt verð fyrir bæði skipin, aðeins kr. 51 milljónir eða sem svarar tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu.
Gefa mætti skipin til sjóminjasafns, þess vegna erlendis, með þeim fyrirvara að þau yrðu varðveitt.
Talandi um varðveislu gamalla skipa, þá er rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson, smíðað 1970,komið á aldur. Kjölur var lagður að nýju hafrannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar í skipasmíðastöðinni Astileros Armon í Viga á Spáni í byrjun febrúar og kemur nýr Bjarni Sæmundsson til landsins 2024.
Hvað ætla menn þá að gera við gamla skipið? Vonandi fer það á sjóminjasafn enda veit ég ekki til að neitt rannsóknarskip sé varðveitt á Íslandi í dag.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Saga | 24.7.2023 | 14:02 (breytt kl. 14:03) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.