Ég hef aldrei haft sérstakan áhuga á Andrew Tate, aðeins heyrt talað um hann, ekki hægt að komast hjá því, enda er hann reglulega í fréttum. Það sem ég vissi er að hann er boðberi karlmennskunnar og er ópólitískur. Einnig að andstæðingar hans saka hann um að vera með eitraða karlmennsku, hvað svo sem það er. Karlmennskan virðist verið lítið upp á dekki þessa daganna og verra er ef (karl)menn séu sterkir andlega og líkamlega og miðaldra og hvítir.
En ég vissi líka að hann er í framlínunni í woke - umræðunni, þátttakandi í menningarstríðinu sem nú geysar og sér ekki fyrir endan á hvernig mun fara.
Ég setti Andrew Tate ósjálfrátt í huganum í sama flokk og Jordan Peterson. Sá síðarnefndi var, þegar ég heyrði fyrst af honum, nánast djöfullinn sjálfur. Síðan hef ég lært, eftir að hafa hort á ótal myndbönd af Jordan Peterson, að hann er hreinlega snillingur, vel máli farinn og hann byggir málflutning sinn á kínískri sálfræði enda var hann hámenntaður háskóla prófessor er hann birtist á sjónarsviðið.
Málflutningur Tates og Peterson er svipaður, hvatning til ungra manna að "taka til heima hjá sér" áður en þeir fara út í lífið og taka þátt í samfélaginu. Þeir báðir leggja áherslu á að ungir karlmenn séu sjálfsöryggir, kunni að segja nei, rækti líkamann og sál, séu ábyrgðir gagnvart fjölskyldu, konu og barna. Þetta kom mér á óvart með Tate. Kíkjum aðeins nánar á manninn með hjálp Wikipedíu.
"Emory Andrew Tate III (fæddur 1. desember 1986) er bandarískur og breskur áhrifavaldur og fyrrverandi heimsmeistari í sparkboxi. Eftir feril sinn í sparkboxi byrjaði hann að bjóða upp á námskeið og aðild sem hægt var að kaupa í gegnum vefsíðu sína og varð síðan frægur sem stjarna á netinu sem ýtir undir eitraða karlmennsku. Tate lýsir sjálfum sér sem kvenhatari og hefur leitt til þess að hann hefur verið rekinn frá ýmsum samfélagsmiðlum.
Þann 29. desember 2022 voru Tate og bróðir hans, Tristan, handteknir í Rúmeníu ásamt tveimur konum. Tate og bróðir hans eru grunaðir um mansal, skipulagða glæpastarfsemi og nauðgun. Rúmenska lögreglan ber fyrir sig að hópurinn hafi þvingað fórnarlömb til að búa til greitt klám fyrir samfélagsmiðla."
Ákæran á hendur Tates hljómar skelfileg og maður ímyndar sér að þarna sé á ferðinni vændishringur og Tate sé melludólgur sem svívirðir konur. En hann dregur upp allt aðra mynd af sjálfum sér í viðtalinu við Carlson. Hann segir að hin raunveruleg ákæra á hendur sé mansal en það feli í sér að hann hafi nýtt sér tvo Tiktok aðganga kvenna sér til fjár með þeirra samþykki. Það er dálítið skrýtinn ákæra í ljósi þess að hann er forríkur og enga peninga er að hafa af Tiktokinu.
Tate er ákærður fyrir að beitt "loverboy" aðferðina eða elskuhuga aðferðina til að sannfæra þessar tvær konum um að nota Tiktok aðgang þeirra til að auðgast. Þetta er í raun og veru auðgunarbrotsákæra sem hefur farið fram hjá almenningi. Fréttaflutningur fjölmiðla á Vesturlöndum er bara svona lélegur að sannleikurinn verður alltaf undir eða hálfsannleikur birtist. En myndin er skýr: Tate er vondi karlinn sem á sér enga málsvörn. Þetta er vandinn við fjölmiðla í dag, aldrei er kafað dýpra eftir sannleikanum. Hann er helst að finna á samfélagsmiðlunum, ekki fjölmiðlum.
Nú þegar maður hefur kynnt sér báðar hliðar, sem á alltaf að gera, stendur maður eftir í óvissu. Er Tate drullus... eða engill? Svarið við því veit ég ekki, hef ekki enn myndað mér lokaskoðun á manninum og hef í sjálfu sér engan áhuga. Held að ég muni ekki fara að leita sérstaklega eftir honum á netinu.
Annað er að segja um Jordan Peterson, sem mér finnst koma sterkari og sterkari út úr öllum viðtölum og þáttum. Ég held áfram að leggja við hlustir þegar Peterson birtist en 50/50% líkur á að ég skrolla áfram niður ef ég sé viðtal við Tate.
En ástæðan fyrir að ég minnist á Tate, er að ég hef séð þrjú viðtöl við hann nýverið hjá áhrifavalds- og fjölmiðlastjörnum, þeim Tucker Carlson, Joe Rogan og Pier Morgan. Ég fylgist með þessum samfélagsmiðlastjörnum og því hef ég ekki komist hjá að hlusta á Tate.
Tate komst ágætlega út þessum viðtölum og sérstaklega hjá Pier Morgan sem var æstur í að tengja hann við og fá álit hans á Alex Jones, sem Morgan virðist leggja mikla fæð á. Morgan kom frekar illa út þessu viðtali enda kann Tate að svara fyrir sig. Sjá hér að neðan.
Miðað við þessi þessi þrjú viðtöl, skil ég ekki af hverju Tate er person non grata í samfélagmiðlaheiminum. Carlson spurði Twitter sérstaklega um hvort viðtal hans við Tate verði ekki öruggleg birt á samfélagsmiðlinum sem og var veitt. Viðtal hans var tekið nýverið.
Andrew Tate í viðtali hjá Tucker Carlson
Hér er Joe Rogan að tala við Andrew Tate:
Joe Rogan AI Experience Episode #003 - Andrew Tate
Hér er Pier Morgan að reyna að taka Tate í bakaríið:
Andrew Tate DEFENDS Going On Alex Jones Podcast
Staðan í menningarstríðinu í dag
Lærdómurinn af þessari umfjöllun er sá, að ekki er allt sem sýnist. Að nornaveiðar nútímans (einn einstaklingur er tekinn fyrir og hent á bál samfélagsmiðla og fjölmiðla vegna rangra skoðanna) er ekkert ólíkar ofsókna fyrrir alda.
Fyrr á tíð voru menn hræddir við sjálfstæðar konum með þekkingu og þeim því hent á bálið (nornaveiðar). Svo voru þeir sem höfðu rangar trúarsskoðanir og þeim var líka hent á bálið. Svo voru það þeir sem boðuðu vísindi og þeim annað hvort hent á bálið eða í fangelsi. Og þegar kom fram á 20. öld var þeim sem höfðu rangar pólitískar skoðanir (til vinstri eða hægri, skiptir engu) ofsóktir, drepnir eða hrepptir í fangelsi.
Nú, þegar ágreiningurinn um pólitíska stefnu 20. aldar lauk, kommúnismi og einræði flokksins eða kapitalismi og lýðræði, varð mannskepnan að finna og búa til ný ágreiningsefni.
Dustað var rykinu af Frankfurt stefnunni, sem legið hafði upp í hillum háskólaprófessoranna um margra áratuga skeið, og henni ýtt úr vör. Nú er það ný-marxisminn sem er upp á pallborðinu og vei þeim sem eru á móti. Með hjálp nútíma læknisfræðinnar var þriðja kynið búið til og nýjum hugtökum bætt við í orðasafn ný-marxískrar fræða.
Ráðist er á öll hefðbundin gildi og gengið lengra en hjá hippakynslóðinni. Stríði var lýst yfir, einhliða af hendi ný-marxistanna, en málsvarar hefðbundina gilda og hefða heldur seinir til andsvars. Fyrstu viðbrögð þeirra var að samþykkja allt, þeigja og vonast eftir að lífið haldi bara áfram.
En eins og er með alla byltingarmenn, kunna þeir sér ekki meðalhóf og ákafinn svo mikill að troða verður boðskapnum niður í kok andstæðinganna með góðu eða illu. Svart er hvítt og hvítt er svart. Jafnvel að boða ríkisstarfsmenn á námskeið eins og forsætisráðherra boðaði um daginn við litla hrifningu. Þá verður jafnvel hófsemdarmönnum um og of. Sumir byrja að andæfa en aðrir rífa kjaft eins og Tate og fleiri í hans dúr.
En fyrir okkur hin, hinn venjulegi borgari, Jón og Gunna, þurfum við að hlusta á alla vitleysina sem vellir fram í menningarstríðinu. En það er ákveðið skemmtanagildi í þessu og hægt að skrifa um þetta fram og aftur eins og hér er gert.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.7.2023 | 13:13 (breytt kl. 13:23) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
A.T. er bara eitthvað nafn, búið til af Elítunni, til að viðhalda Elítunni.
Guðjón E. Hreinberg, 12.7.2023 kl. 15:55
Nú skil ég ekki Guðjón?
Birgir Loftsson, 13.7.2023 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.