Þar sem við búum í jarðskjálfta- og eldgosalandi, er okkur kennt, a.m.k. í framhaldsskóla, jarðfræði. Ég man að mér fannst þessi fræðigrein skemmtileg og enn kann ég undirstöðufræðin í jarðfræðinni.
Og þar sem Ísland er sífellt breytingum umorpið, gos og jarðskjálftar á nokkra ára fresti, sumir segja eldgos á þriggja ára fresti að meðaltali, þá er sífellt verið að tala við jarðfræðinga sem sérhæfa sig í eldfjallafræði.
Athyglisverð eru svör jarðfræðinga; jú, það gæti komið gos en svo gæti það ekki komið. Þetta eru 50/50% fræði eða ágiskun. Ég gæti komið með sama svar.
En jarðfræðingum er vorkunn. Jarðfræðin er eins og sagnfræðin, hálf vísindi. Það sem gerir bæði fræðin að vísindagreinum er að það eru notaðar vísindalegar aðferðir en niðurstöðuna er ekki hægt að endurtaka aftur og aftur eins og í hinum almennum vísindagreinum. Endanleg sönnun fæst aldrei.
Eina sem jarðfræðingurinn getur gert er gera líkön, mæla breytur og spá í framhaldið samkvæmt vísindalegum gögnum (ekki niðurstöðum). Þetta er eins og með veðurfræðina, eldgosaspá er lík veðurspá. Það er ákveðið ferli í gangi þegar eldgos fer af stað en vegna þess að jarðskorpan er breytileg, er ekki hægt að segja til um nákvæmlega hvar eða hvort eldgos verður. Þetta er líkindafræði.
Jarðfræðinni hefur þó fleygt mikið fram og þekkingin aukist. Kannski með hjálp gervigreinar, betri mælitæki, megi segja til um eldgos upp á mínútu í framtíðinni. Á meðan verður við að bíða í óvissu eftir næsta eldgosi. Það er ekki svo slæmt, það getur verið svolítið leiðinlegur heimur ef allt er fyrirsjáanlegt.
Ísland sannar að heimurinn er sífellt að breytast og jafnvel hratt á köflum. Við finnum vel fyrir því hér á Íslandi, á meðan Evrópubúinn á meginlandinu heldur að engar breytingar eigi sér stað.
P.S. Það er alveg óþolandi straumur þyrlna og flugvéla yfir heimili mitt í átt að hugsanlegu gossvæði. Frá morgni til kvölds. Hvað halda flugmennirnir að þeir sjái? Að eldgos brjótist út á sömu mínútu og þeir fljúgi yfir? Er ekki hægt að beina fluginu meira yfir haf en byggð?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Umhverfismál | 10.7.2023 | 12:58 (breytt kl. 13:15) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.