Þeir sem hafa lesið blogg mín hér, vita sem er að ég er algjörlega á móti stríðinu í Úkraníu og tel að ef réttur forseti hafi setið við völdin í Bandaríkjunum, hefði þetta stríð aldrei átt sér stað. En það er önnur saga.
En stefna íslenskra stjórnvalda í þessu máli kemur mér algjörlega á óvart. Það að litla Ísland, sem þykist vera boðberi friðar, skuli taka afstöðu með öðrum deiluaðila, í máli sem kemur Íslandi einungis óbeint við, er fyrir neðan allar hellur. Hefur utanríkisráðherra okkar yfirhöfuð nokkuð lesið mannkynssöguna?
Gleymum aldrei þeirri staðreynd, að um leið og diplómatsían, tal ríkja sín á milli, líkur, taka stríðsátökin við. Stríð er bara framhald á stjórnmálastefnu með annarri leið sagði Carl von Clausewitz um stríðsátök og stjórnmál. Það er að segja, ef menn gefast upp á að tala saman, þá er farið í stríðsátök og það er ekki hætt fyrir en annar aðilinn er örmagna og gefst upp.
Skýrasta dæmið um þetta er aðdragandinn að fyrri heimsstyrjöldinni. Það stríð var eitt mesta bjánastríð sögunnar, farið í stríðsátök á vægast satt hæpnum forsendum; Sært stolt stórvelda, þau vildu prófa ný vopn, stríðið átti að klárast fyrir jól, bandalagsflækja o.s.frv.
Það er hægt að afstýra stríð með diplómatsíu, stilla til friðar með diplómatsíu og koma á frið með diplómatsíu. En til þess þurfa ríki að tala saman. Það er ekki gert með því að loka á diplómataleiðina, heldur því andstæða, halda dyrunum opnum (sbr. landhelgisdeilurnar við Breta en við lokuðum sendiráði okkar á tímabili sem gerði ekkert gott).
Nú eru Íslendingar ekki beinir þátttakendur í stríðsátökunum (fyrir utan fjáraustur til Úkraníu). Það væri því tilvalið, sem friðelskandi þjóð, að vera friðarstillar, koma á frið! Utanríkisráðherra hlotið friðarverðlaun Nóbels fyrir milligöngu fyrir frið. Nei, Ísland er stórveldi, ekki örríki, og þarf því ekki að gæta að stöðu sinni í samfélagi þjóðanna auk þess að vera herlaust og upp á náð og miskunn annarra bandalagsþjóða um varnir. Er þá ekki betra að vera ósýnileg og sitja á hliðarlínunni?
Gleymum því ekki að öll stríð ljúka á endanum og ríki sem berjast á banaspjótum einn daginn, munu taka upp þráðinn annan daginn. Það gerðu Bandaríkin við Norður-Víetnam o.s.frv.
Jafnvel Þýskaland, með 26 milljónir manndrápa á baki sér í seinni heimsstyrjöldinni í Sovétríkjunum og hryllilegustu glæpi sögunnar í farteskinu gagnvart gyðingum, hafa getað leitað sátta við Sovétríkin/Rússland og Ísrael eftir stríðið. Rússland og Úkranía munu eiga í samskiptum í framtíðinni, hjá því verður ekki komist. Samskiptasaga Rússlands og Úkraníu ná árþúsund aftur i tímann og eru flókin og erfið úrlausnar. Innrásin birtist ekki úr lausu lofti.
Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að taka upp þráðinn á ný eftir þessi átök? Er það viturlegt að troða illsakir við stórveldi eins og Rússland? Erum við búin að gleyma viðskiptabann okkar á Rússland með fiskafurðir sem Rússar svöruðu með eigið viðskiptabann á Ísland?
Rússland sem stóð með okkur gegn Bretum í landhelgisdeilunum og við höfum alltaf átt góð samskipti við (líka við harðstjórn Stalíns). Hvað hangir á spýtunni? Utanríkisráðherrann er greinilega enginn stjórnvitringur né friðarstillir. Er ekki betra að hugsa um morgundaginn?
Lærdómurinn sem við getum dregið af mannkynssögunni er að mannskepnan gerir sömu mistökin aftur og aftur. BL
Loka sendiráðinu í Moskvu og vilja rússneska sendiherrann burt
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Evrópumál | 9.6.2023 | 22:20 (breytt 11.6.2023 kl. 16:58) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
a) Með kaupum á olíuflutningabílum handa Úkróhernum gerðumst "við" beinir þáttakendur í stríðinu.
b) Utanríkisráðherra "okkar" flaggar Úkrófánanum í jakkaboðung sínum og lýsir því þar með yfir að Ísland sé aðeins hérað í Úkraínu.
Íslendingar eru nú með beinum hætti þáttakendur í blóðugri styrjld, og ekki í fyrsta sinn: Lýðveldið tók beinan þátt í ólögmætu stríði gegn Írak og 20 ára ólögmætu hernámi á Afganistan.
Guðjón E. Hreinberg, 9.6.2023 kl. 23:01
Amen Guðjón.
Hér eru íslenskir kvenleiðtogar að fá friðarverðlaun Samtaka kvenleiðtoga....
https://m.facebook.com/story.php?story_fbid=pfbid0U6bC7iJaS5aLFLbtVMV93epSeX9LNYf2VW1kw3QY6ysjDfu9xEyrhemagC6R2Vx3l&id=590160381
Birgir Loftsson, 10.6.2023 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.