Fundur Frelsis og fullveldis í Kópavogi 25. maí 2023

Mér var boðið á umræðufund málfundarfélagsins í Kópavogi í gærkvöld. Fundarefni var sjálft frelsið og fullveldið (þ.e. Íslands).

Frummælendur voru Sigríður Á. Andersen fv. alþingismaður (sem hefði orðið frábær formaður Sjálfstæðisflokksins ef örlögin hefðu fengið að ráða), og Jón Þór Þorvaldsson, formaður félag íslenskra flugmanna. Fundarstjóri var Jón Magnússon fv. alþingsmaður.

Fundurinn stóð hátt í 3 klst og leiddist mér ekki sekúndu. Frummælendur voru málefnalegir og skemmtilegir áheyrnar. Ég lærði margt af Jóni um flug þetta kvöldið og hætturnar sem steðja að því með afskiptasemi ESB af flugmálum Íslendinga, í lögsögu sem kemur EES-samningum ekkert við.

Sigríður kom inn á bókun 35 (sem ég vissi "allt" um fyrir) en það kom mér á óvart að hún átti þátt í gerð frumvarpsins umdeilda sem nú liggur fyrir á Alþingi og vonandi dagar uppi í lok þings. En hún kom að gerð frumvarpsins sem lögfræðingur, ekki endilega fylgjari (að ég held) sem er allt annar handleggur.

Í lok fundar fengu fundargestir að koma með eigið innlegg. Margt fólk steig í pontu og það var ekki síður áheyrilegt en frummælendurnir.

Ég fór því heim nokkur ánægður með að hafa "eytt" kvöldinu á þessum málfundi en varð hugsi um hvað var áorkað?  Jú, auðvitað er fyrsta skrefið að ræða hlutina, koma saman sem grasrótarhreyfing og hafa þannig áhrif. 

Á fundinum var í salnum sem var fullur, líklega 50+ manns. Allt fólk sem lætur sig varða "...að efla réttlát og frjálst samfélag í fullvalda þjóðríki með almannahag að ljósi". Hvernig fólk talaði á fundinum var algjör andstæða við tal stjórnmálamannanna á Alþingi.

En...kem ég aftur að spurningunni hverju var áorkað? Fulltrúi Heimsýnar steig í pontu og kom með tilkynningu. Hvaða félag er það myndi almennur borgari spyrja? Ég veit það, en það bara vegna þess að ég er í samfélagsrýni alla daga. Hér kemur lýsing samkvæmt bloggi félagsins:

"Heimssýn - hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins."
 
Þetta er sum sé annað málfundarfélag og kannski meira, samtök.
 
"Frelsi og fullveldi" og "Heimsýn" eru félög sem eru afar merkileg og þyrftu að vera meira sýnileg. Það er ekki nóg að messa fyrir tugum manna, heldur þarf almenningur að vita af störfum þessara félaga.
 
Stundum tekst slíkum samtök gríðarlega vel upp, sbr. samtökunum gegn ICESAVE. Þessi samtök hreinlega breyttu Íslandssögunni og tókst að virkja forsetaembættið og þjóðina með sér í baráttunni við aðildarþjóðir ESB sem ætluðu að kaffæra íslenskt efnahagslíf með ósanngjörnum kröfum og Bretar settu hryðjuverkalög á Ísland.
 
En samtök sem vilja hafa áhrif á þjóðfélagið, þurfa að vera sýnileg og hafa áhrif.  Það eru þrjár leiðir í spilinu:
 
1) Virkja fjölmiðla og vera sýnilegir í viðtalsþáttum. Breiða út boðskapinn.
2) Mótmælasamkundur og almennir borgarafundir.
3) Stofna stjórnmálahreyfingu um "frelsi og fullveldi" Íslands en eins og ég hef áður sagt, líkur baráttunni aldrei. Og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn steinrunninn og virðist láta fullveldi Íslands litlu máli skipta, þarf nýjan og öflugan "sjálfstæðisflokk".
 
Það eru bara tvö öfl sem hreyfa þjóðfélagslegum málum áfram, annars vegar valdakerfið með Alþingi í broddi fylkingar en hins vegar þjóðin sjálf sem hefur áhrif með kosningavali sínu sem og opinberum mótmælum.
 
Svo á þjóðin sjálf að eiga hauk í horni í formi forseta lýðveldisins. En það er ekki sama hvaða maður situr í því embætti. Mun hann stöðva lög byggð á bókun 35? Eða er núverandi forseti enginn haukur, aðeins friðþægingar dúfa sem vill ekki rugga bátnum og geðjast öllum og hafa það notarleg við bókaskrif á Bessastöðum?  Það verður fróðleg  að sjá hann að verki þegar á reynir. Ætla þó ekki að afskrifa hann með öllu strax.
 
Niðurstaða mín er að ESS-samningurinn hefur gengið sér til húðar.  Annað hvort þurfum við að segja upp samningum eða endurskoða hann með samningum og skerpa á sjálfstæði Íslands í öðrum málum en um var samið í samningum. ESB er sífellt að ganga lengra í skerðingu fullveldis ESB-þjóða en einnig þjóða sem eru bundnar sambandinu í gegnum EES.  Það hagar sér eins og hrekkjusvín sem verður ekki stöðvað nema með blóðnasir af hendi fórnarlambsins.
 
Stjórnmálamenn Íslendinga hafa gleymt að þetta er allt í okkar höndum; við getum hafnað bókun 35 og við getum hafnað mengunarskatta ESB á flug. Láta reyna á dómstólaleiðina eins og Sigríður lagði til, enda leið siðaðra manna að fara þá leið og er í sjálfum samningum bent á að sé rétta leiðin. Ekkil láta ókjörna embættismenn rífa kjaft á Íslandi eins og Ursula von der Leyen gerði og setja skilmála og afarkosti.
 
Nú er bara að stand í lappirnar....það er alltaf í hendi að segja sig frá EES-samningum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Af hverju ættum við að hafna réttri innleiðingu bókunar 35 sem myndi tryggja að dómari sem fór öfugu megin fram úr um morguninn geti ekki svipt okkur réttindum okkar?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2023 kl. 20:20

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Af því Guðmundur að EES-samningurinn vinnur gegn íslenskum hagsmunum og lýðræði. Við eigum að segja upp samningnum eða semja upp á nýtt. 

Birgir Loftsson, 26.5.2023 kl. 20:33

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þá verðum við að vera ósammála um það. En ef EES-reglum hefði verið fylgt þá hefðu bankarnir ekki getað hlunnfarið heimilin eins og þeir gerðu í kjölfar hrunsins. Sérstaklega ekki ef bókun 35 hefði verið rétt innleidd í upphafi.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2023 kl. 20:36

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Ég get ekki betur en ESB - ríkin hafi farið með himinskautum í ICESAVE málinu gegn Íslandi. Öllum skítabrögðum beitt gegn örríkinu Ísland og það útilokað úr samfélagi ESB-þjóða.

Ef íslenskur almenningur hefði ekki risið upp, það gæti hann ekki ef hann er bundin af EES-samningnum, þá værum við enn að borga skuldir óreiðumanna eins og Davíð Oddsson sagði forðum. Íslenska lýðræðið bjargaði okkur þá.

EES- samningurinn er meira en 30 ára gamall. Er ekki tilefni til endurskoðunar að þínu mati í ljósi síðustu tveggja mála? Eða er hann bara frábær og þarnast engar breytingar, þótt mestu breytingar í mannkynsögunni hafi átt sér stað á tímabilinu?

Er Ísland enn flokkað sem hryðjuverkaríki í Bretlandi? Hvað varð um endalok þess mál?

En þér er velkomið að koma með athugasemdir og líka að vera ósammála. Til þess eru athugasemdir hafðar við mitt blogg, svo maður fái endurgjöf lesenda.

Ég hef gaman af því sem þú heldur fram og ég er meira en reiðubúinn að samþykkja gild rök (það vita allir í kringum mig að ér er alltaf fyrstur að viðurkenna mistök). En á meðan ég er ekki sannfærður, þá er ég ekki sannfærður! Amen.

P.S. Takk fyrir innlitið Guðmundur.

Birgir Loftsson, 26.5.2023 kl. 21:46

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þetta krossgötulið eru hræsnarar.

Guðjón E. Hreinberg, 26.5.2023 kl. 23:39

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Hvaða fólk er krossgötulið?  Fylgjendur ESB?

Birgir Loftsson, 27.5.2023 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband