Maðurinn sem fjölmiðlar elska að hata - Donald Trump

Donald Trump var nýverið á svokallað Town Hall hjá CNN.  Slíkar samkomur eru ætlaðar til að fólk geti spurt stjórnmálamenn spjörunum úr um pólitík þeirra og fyrir hvað þeir berjast. En þessi samkoma snérist upp í einvígi milli vinstri sinnaða fjölmiðilinn CNN, sem væri samkvæmt skilgreiningu Vísis "fjarvinstrisinnaður",  og Donald Trump.

Trump hefur kallað fjölmiðilinn falsfjölmiðil í gegnum árin og virðst hafa tekist að beygja hann, því áhorf á CNN er í lægstu lægðum eftur 7 ára rimmu en nú átti að taka ljónið inn í ljónabúrið og temja það.  Ljónið beit sannarlega frá sér og menn eru á því að hann hafi borið sigur af hólmi úr þessu einvígi.

En Trump er enginn dýrlingur og hann er harðfenginn með eindæmum. Hann er dæmigerður New York-ari og rífur kjaft við alla sína andstæðinga en er tryggari en tröll við stuðningsmenn sína. Hann er þannig persóna, að annað hvort hatar maður hann eða elskar, ekkert er þar á milli.

En afhverju elska stuðningsmenn hans persónuna Trump, með alla sína galla (og kosti)? Það er nefnilega komnir aðrir tímar en voru fyrir 30-40 árum þegar forsetar voru nánast í guða tölu, þeir sáust nánast aldrei nema í mjög stýrðum atburðum í fjölmiðlum. En með tilkomu internetisins og farsímanna, eru forsetarnir berskjaldaðir þegar þeir detta upp í móti þegar þeir ganga upp landganga í flugvél eða hrasa um hjól sín.

Í ljós kemur að forsetarnir eru mannlegir og þeir hafa sína kosti og galla. Kjósendur sjá þetta og hafa sætt sig við að heilagleikur embættisins er ekki lengur mögulegur.  Í því ljósi er skiljanlegt að maður eins og Trump, sem hefur sýnt óviðureigandi hegðun í gegnum tíðina gagnvart konum og andstæðingum sínum, er fyrirgefið mistök sín og afglöp í einkalífi sínu og hann metinn eftir verkum í embætti.

Líkja má Donald Trump við Andrew Jackson forseta (sem sagði um hugrekkið: Einn maður með hugrekki nær meirihluta) en sá fyrrnefndi er kettlingur í samanburði við Jackson  hvað varðar hneykslismál.

En stjórnmálamaður eins og Trump er ekki nýr af nálinni. Slíkir menn hafa verið til í öllum lýðræðisríkjum, öllum tímum, menn sem eru ekki vandaðir að meðulum en hnjóta lýðhylli.  Menn sem teljast vera menn fólksins, eru þó auðmenn en eru álitnir utangarðsmenn gagnvart elítunni.

Tökum dæmi, Júlíus Sesar, Napóleon Bonaparte og þarf ég að telja fleiri upp?  Niccolo Machiavelli sagði að er betra að vera óttaður en elskaður, ef maður getur ekki verið hvoru tveggja. Stjórnmál hafa engin tengsl við siðferði. Annaðhvort ætti að meðhöndla menn af rausn eða eyða, því þeir hefna sín fyrir smávægileg misgjörðir og öll þessi spakmæli eiga við um Donald Trump.

Ef stjórnmálamaður er bæði hataður og elskaður í senn, hlýtur hann að vera gera eitthvað rétt samkvæmt stuðningsmönnum sínum en gegn vilja andstæðinganna.

Sagt er að dæma eigi menn eftir verkum, ekki orðum. Það á sannarlega við um Trump. Hér er listi yfir "afreksverk" stjórnar Trumps:

Trump Administration Accomplishments

Atvinnulífið blómstraði og atvinnuleysi í sögulegu lágmarki, líka hjá minnihlutahópum. Skilaði fyrir framtíðina meiri fyrirheit og tækifæra fyrir borgara af öllum uppruna. Færði störf, verksmiðjur og iðnað aftur til Bandaríkjanna. Sló mettölur á hlutabréfamarkaði.

Endurreisn og fjárfesting í dreifbýli Bandaríkjanna. Náði efnahagslegri endurkomu með því að hafna almennum lokunum í Covid faraldrinum.

Skattaívilnanir fyrir miðstéttina: Fór með 3,2 billjónum dala í sögulegum skattaívilnunum og endurbætti skattalögin. Störf og fjárfestingar streyma inn á tækifærissvæði.

Gríðarlegt afnám hafta: Endaði eftirlitsárásinni á bandarísk fyrirtæki og starfsmenn. Tókst að draga til baka íþyngjandi regluverk.

Bandaríkjamenn höfðu meiri peninga í vasanum.

Sanngjörn og gagnkvæm viðskipti: Tryggði sögulega viðskiptasamninga til að verja hagsmuni bandaríska starfsmenn. Greiddi harðar aðgerðir til að takast á við ósanngjarna viðskiptahætti og setti Bandaríkin í fyrsta sæti.

Sögulegur stuðningur við bandaríska bændur.

Sjálfstæði Bandaríkjanna í orkumálum. Losaði olíu- og jarðgasmöguleika Bandaríkjanna úr læðingi. Aukið aðgengi að ríkulegum náttúruauðlindum lands til að ná orkusjálfstæði.

Fjárfesting í verkamönnum og fjölskyldum Bandaríkjanna: Hagkvæm og hágæða barnagæsla fyrir bandaríska starfsmenn og fjölskyldur þeirra og svo framvegis. Nenni ekki að telja allt upp.  Hann reisti landamæramúr við landamærin að Mexíkó. Andstæðingar hans segja að hann hafi bara reist 53 mílur af nýjum múr, en hið sannan er að hann reisti u.þ.b. 500 mílna langan múr en hann skipti út gamlar girðingar.

En gagnvart heiminum er það að segja að hann koma á friði í Miðausturlöndum með Abraham samkomulaginu (einstakt), neyddi NATÓ-ríkin til að eyða meira í varnarmál (sem betur fer miðað við ástandið í Úkraníu.  Bandaríkin stóðu ekki í neinu stríði meðan Trump var við völd og hann lagði grunninn að brotthvarfi Bandaríkjahers frá Afganistan (sem Biden klúðraði svo eftirminnilega) og kunni lag á einræðisherrum heimsins, þannig að þeir þorðu ekki að ibba gogg.

Berum þetta saman við ástandið í heiminum í dag. Bandaríkjamenn hafa aldrei staðið eins höllum fæti síðan í lok seinni heimsstyrjaldarinnar og fóturinn undir veldi þeirra, Bandaríkjadollarinn, er undir samstiltri árás fjölda ríkja, líka þeirra sem eiga að heita bandamenn þeirra. Og Bandaríkin standa í staðgengilsstríði í Úkraníu og menn orða það sem ekki má orða, beitingu kjarnorkuvopna.

En menn sem koma hlutunum í verk, eru umdeildir og Trump verður alltaf umdeildur sem stjórnmálamaður. Og hann verður seint vinsæll á Íslandi. En kemur hann á friði aftur í heiminum? Ef svo, þá er hann velkominn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband