Þessi hugmynd hefur komið upp en ekki mikið rædd.
Með því til dæmis að sameina Seltjarnarnes, Reykjavík, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp í eina borg (sem er eins og skeifa í laginu og liggja saman landfræðilega), og svo Hafnarfjörð, Kópavog, Garðabæ (með Álftanesi) í aðra borg, væri stærðarhagræðingin gríðarleg. Tvær sveitarstjórnir (borgarstjórnir) í stað sjö minnkar yfirbyggingu mikið, þjónustan ætti að vera ódýrari. Það er reyndar mikil samvinna á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en betur má ef duga skal.
Helsti gallinn við þessa hugmynd er að ef afleiddir stjórnmálaflokkar komast til valda og halda þeim til langs tíma, líkt og í Reykjavík, geta þeir skemmt fyrir fleira fólk en ef sveitarfélögin væru smærri.
Í apríl 2022 bjuggu á höfuðborgarsvæðinu öllu 241 þúsund manns, sem er eins og meðalborg í Evrópu.
Í Reykjavík bjuggu 136,100 þúsund manns; Á Seltjarnarnesi 4,600 manns; Mosfellsbæ 13,100 og í Kjósahreppi 250 manns. Samtals 153,950 manns í einni borg.
Í Hafnarfirði bjuggu 29,000; Garðabæ 18,500 og í Kópavogi 39,000 manns. Samtals: 86,500 manns.
Kalla mætti Reykjavíkurborg áfram sama nafni, en finna yrði nýtt heiti fyrir hina borgina. Það eru ýmsir kostir að færa stöðu sveitarfélags upp í stöðu borgar. Svo sem:
Að kynnast nýju fólki, fjölbreytt flóra mannfólks. ...
Starfsemi, svo sem listastarfsemi o.s.frv.. ...
Almenningssamgöngur hagkvæmari. ...
Stórir viðburðir. ...
Sameiginleg upplifun. ...
Hærri laun. ...
Fleiri atvinnutækifæri.
En síðan en ekki síst, sparnaður í rekstri sveitarfélagsins vegna stærðarhagkvæmni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Sveitarstjórnarkosningar | 26.4.2023 | 09:09 (breytt kl. 12:35) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
"spanaður í rekstri ..." Veit ekki betur en Reykjavík sé eina sveitafélagið sem sífellt eykur skuldir sínar af sveitafélögum höfuðborgasvæðisins.
Hins vegar má alveg sameina eitthvað og þá helst að taka Grafarvog, Grafarholt, Úlfarsfell og Kjósina og sameina það Mosfellsbæ. Þannig næst betra jafnvægi í stærð sveitafélaganna á höfuðborgasvæðinu.
Rúnar Már Bragason, 26.4.2023 kl. 12:18
Rúnar, það er stærðarhagkvæmni af stærra sveitarfélagi, en eins og ég benti á, getur afleidd hugmyndafræði (venjulega er hún til vinstri) leitt til lélegs reksturs. Og þess vegna tala ég um tvær borgir, fólk getur valið með fótunum. Ég mun aldrei vilja búa í Reykjavík aftur, eins og ég gerði sem barn. En Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður eru oftast stjórnað af hægri flokkum og hagur þeirra er góður.
Birgir Loftsson, 26.4.2023 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.