Vinsælasti bloggarinn á mbl.is/blogg.is kemur með skemmtilega útfærslu á hvað blogg er í blogggrein sinni. Hann segir að blogg sé fjölmiðill. En er bloggið fjölmiðill? Hvað segir blogg.is? Í spurt og svarað er eftirfarandi lýsing:
- Hvað er blogg?
Blogg eru pistlar sem skrifaðir eru reglulega á Vefnum. Stundum eru blogg persónuleg lýsing og þá einskonar dagbók. En oft er blogg almennt sem nútíma annáll og ræðir þá um það sem er að gerast í samfélaginu, vinnunni, pólitíkinni o.s.frv. - Hvað er Blogg.is?
Blogg.is er vettvangur fyrir þá sem vilja halda úti persónulegu bloggi á íslensku á einfaldan máta. Ekki er leyfilegt að nota þjónustuna í atvinnuskyni.
Eru við ekki komin hérna að kjarnanum, að flestir, ef ekki allir bloggarar skrifa pistla út frá persónulegu sjónarhorni, eru skoðanapistlar (sbr. Tucker Carlson á Foxnews) en ekki fréttir. En munurinn á Tucker og venjulegum bloggara er að hann er launaður starfsmaður formlegs fjölmiðils.
Bloggarar er einstaklingar, ólaunaðir, sem skrifa um skoðanir sínar en blogg.is segir skýrum orðum að "Ekki er leyfilegt að nota þjónustuna í atvinnuskyni."
En allir bloggarar þurfa að lúta lögum og getað staðið fyrir máli sínu fyrir dómstólum og það á reyndar við um alla borgara sem fara fram í opinberum fjölmiðlum (og jafnvel samfélagmiðlum).
En umræddur bloggari hefur rétt fyrir sér að því leitinu til að mörkin milli fjölmiðla og þess sem einstaklingar segja hafa nánast þurrkast út. Einstaklingur getu sett upp vefsetur og búið til sinn eigin fjölmiðill. blogg.is segir að þeir haldi úti vettvangi fyrir þá sem vilja vera með persónulegu bloggi á íslensku og ekki megi nota þennan vettvang í atvinnuskyni. blogg.is er með öðrum orðum ekki fjölmiðill.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vefurinn | 15.3.2023 | 09:05 (breytt kl. 10:02) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Mest lesinn er ekki endilega sama og "vinsælastur".
Samanber þau orða sem stundum hafa verið látin falla um meintar "vinsældir" verðtryggðra lána. Ástæða þess að margir velja þau hefur ekkert með vinsældir að gera, heldur hefur fólk sem tekur slík lán ekki um annað að velja.
Að eitthvað sé í miklu magni jafngildir ekki vinsældum.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2023 kl. 14:31
Sæll Guðmundur. Hárrétt hjá þér. Ég hefði átt að orða þetta betur! Takk fyrir ábendinguna!
Birgir Loftsson, 15.3.2023 kl. 15:47
Sæll Birgir, í viðbót við þetta sem þú telur upp í ágætum bloggpistli þá er það náttúrulega fyrst og síðast sérviskan sem aðgreinir blogg frá ritstýrðri fjölmiðlun. En sjálfritstýrðir sérvitringar geta samt sem áður miðlað málunum af meiri sannleika en fjölmiðlar.
Magnús Sigurðsson, 15.3.2023 kl. 18:20
Sæll Magnús. Rétt er það hinn mest lesni bloggarinn hefur átt marga góða spretti. Mjög gaman að lesa blogg hans. En draumur hans um starf blaðamanns rætist ekki hérna á blogginu.
Birgir Loftsson, 16.3.2023 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.