Ég held að fæstir geri sér grein fyrir að síðastliðin 82 ár höfum við Íslendingar verið á áhrifasvæði Bandaríkjanna. Sú saga byrjaði rétt áður en Bandaríkin drógust inn í seinni heimsstyrjöldina þegar Íslendingar "báðu" Bandaríkjaher um að taka við þeim breska en raun var sú að það voru Bretar sem grátbáðu Kanann að taka við af sér, því þeir voru svo uppteknir sjálfir í stríði við Þjóðverja.
Allar götur síðan höfum við verið á áhrifasvæði Bandaríkjanna og þeir í raun ráðið utanríkisstefnu okkar, a.m.k. að hluta til. Þeir eru ástæðan fyrir því að við erum í NATÓ.
Áður vorum við á áhrifasvæði breska heimsveldisins, síðan í Napóleonstyrjöldunum þegar ljóst var að Danir réðu engu um yfirráðin yfir norðurhöfin. Bresk áhrif voru úr sögunni 1941 þegar Kaninn tók við. Það liðu ekki mörg ár þar til breska heimsveldið var liðið undir lok.
En við þurftum að sparka "herverndarliðin" tvö, Breta og Bandaríkjamenn úr landinu eftir stríð (strangir samningalotur) og síðustu hermennirnir hurfu ekki fyrir en 1947 af Reykjavíkurflugvelli. Við tóku bandarískir, "borgaralegir" starfsmenn á Keflavíkurflugvelli sem störfuðu þar til Bandaríkjaher steig aftur á íslenska grundu í skjóli nætur 1951.
Herseta Bandaríkjahers stóð samfleytt í 55 ár eða þar til þeir sögðu bless, kvöttu hvorki kóng né prest, þrátt fyrir að íslenskir ráðamenn hefðu farið á hnéin. Áður þóttumst við hafa ráð Bandaríkjamanna í hendi okkar, þar sem Ísland væri svo mikilvægt fyrir varnir Bandaríkjanna í kalda stríðinu (en ekkert var hugsað út í íslenska hagsmuni). Bara gefið svo að Ísland yrði sjálfkrafa varið.
Sagnfræðingar hafa verið duglegir að skoða heilu tímabilin og gefa þeim heiti. Sumt hafa staðist tímans tönn, önnur ekki. Til dæmis var tímabilið eftir íslenska þjóðveldið gefið heitið "norska öldin", en öld getur þýtt tímabil frekar en hundrað ár. Svo var einnig farið með 15. öldina og sú öld kölluð enska öldin í sögu Íslands. Íslenskir sagnaritarar þessa tíma kölluðu þetta tímabil sveinaöld. Næsta tímabil þýska öld o.s.frv.
En það er ekki fjarri sanni að kalla tímabilið eftir 1941 "bandarísku öldina" og hún er ekki enn liðin. Við lifum á henni enda enn undir hernaðarhæl Bandaríkjanna sem og efnahagslegum. Kannski nær Monroe kenningin líka yfir Ísland?
En heimveldi koma og fara. Svo er einnig farið með þjóðríki. Það er ekki einu sinni öruggt að landið Ísland haldist undir einni stjórn (sjá Írland). Gæta verður hagsmuni Íslands frá degi til dags og síðan en ekki síst að horfa á stóru myndina, horfa aftur í tímann og reyna að rýna í framtíðina. Tíminn stendur ekki í stað.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | 13.3.2023 | 17:43 (breytt 14.3.2023 kl. 08:37) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.