Fyrir þá sem hefur fundist ég reka þetta mál, stofnun íslensks her, af harðfylgni, og það beri keim af stríðsæsingi eða tindáta aðdáun, þá fer það víðs fjarri.
Ég hef alltaf talið að smiðshöggið á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga hefði aldrei verið slegið. Fullvalda ríki, ekki leppríki eða fylgdar hnöttur erlends stórveldis, sinnir öryggi borgara sinna innanlands með lögreglu og út á við með herafla.
Hlutleysi ríkis í heiminum í dag, sem er svo samtvinnaður, að hægt er að komast í kringum hnöttin á 45 klst, er vonlaust. Það þýðir að Ísland er ekki lengur eyland. Við sjáum það á fjölda útlendinga sem eru búsettir hérna og útlendra ferðamanna sem skaga hátt í 2,5 milljónir.
A.m.k. þrír sérfræðingar úr utanríkisráðuneytinu, tveir frá HÍ, þrír fyrrverandi ráðherrar og fyrrum forseti Íslands hafa gagnrýnt núverandi varnarstefnu. Tveir ráðherrar hafa varið hana á veikum grunni og ekki efnislega. Svo má benda á Mbl. sem fór á stúfanna og til utn. og spurði um raunverulegar fyrstu varnir. Það var fátt um svör. En voru gömlu Íslendingarnir svona grandvaralausir?
Jón Sigurðsson, sjálfstæðishetja okkar gerði sér grein fyrir mikilvægi hers í sjálfstæðisbaráttu sinni, að hann hvatti til stofnun íslensks hers. En þá voru Íslendingar með vísi að her, Herfylkinguna í Vestmannaeyjum með 103 manns undir vopnum.
Kíkjum á tvo helstu íslenska sjálfstæðissinna, Jón Sigurðsson og Valtý Guðmundsson.
Varnarmál voru Jóni hugleikinn af ýmsum ástæðum.
Fyrir hið fyrsta er að hann áleit að sérhvert ríki þyrfti á góðum vörnum að halda og sjálfstjórnað land þýddi varið land.
Í öðru lagi kynntist hann hermennsku af eigin raun og vissi út á hvað slík þjónusta gengur enda var það skylda hvers stúdents að ganga í stúdentahersveitir konungs. Þessum hersveitum var komið á fót árið 1807 til að verja Kaupmannhöfn fyrir Bretum.
Í þriðja lagi voru Napóleon styrjaldirnar Íslendingum ferskar í huga enda hafi fámennur hópur undir forystu Jörund hundadagakonung sýnt veikleika danskra varna á Íslandi og getuleysi Dana gagnvart flotaveldi Breta.
Jón Sigurðsson skrifaði einmitt um meinta getuleysi Dana í fyrsta tölublaði Nýrra félagsrita árið 1841 og ályktaði að landsmönnum væri hætta búin af þessu getuleysi Danakonungs.
Hann sagði:
Þess er einkum að gæta að mér virðist um varnir á Íslandi, að þar er ekki að óttast aðsóknir af miklum her í einu, og þar þarf að eins fastar varnir á einstöku stöðum, þar sem mestar eignir og flest fólk er saman komið. Það bera sumir fyrir, að ekki stoði mikið varnir á stöku stöðum, þegar óvinir geti farið á land hvar sem stendur annarstaðar, en þess er að gæta, að útlendir leita fyrst og fremst á hafnir, eða þá staði sem landsmönnum eru tilfinnanligastir, einsog menn sáu á ófriðarárunum seinustu að þeir leituðu á Reykjavík og Hafnarfjörð...
Hann lagði einnig til Íslendingar hefðu smáflokka hermanna dreifða um landið réðust til atlögu þar sem óvinaher kæmi að landi.
Sjá fyrra blogg mitt um Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson og varnir Íslands
Hér komum við að þætti Valtýs Guðmundssonar.
Á lokaspretti sjálfstæðisbaráttunnar um 1900 fóru íslenskir ráðamenn að huga af alvöru að vörnum landsins samfara því að landið fengi fullt sjálfstæði.
Þorvaldur Gylfason segir í Fréttablaðinu þann 19. júní 2003 að rök þeirra, sem töldu Ísland ekki hafa efni á því að slíta til fulls sambandinu við Dani fyrir 100 árum, lutu meðal annars að landvörnum og vitnar hann í Valtý Guðmundsson sem sagði árið 1906 að fullveldi landsins stæði í beinu sambandi við getuna til varnar og sagði m.a. að þó að þjóðin
,,gæti það í fornöld [staðið sjálfstæð], þá var allt öðru máli að gegna. Þá var ástandið hjá nágrannaþjóðunum allt annað, og meira að segja hefði engin þeirra þá getað tekið Ísland herskildi, þó þær hefðu viljað. Það var ekki eins auðgert að stefna her yfir höfin þá eins og nú.
Þorvaldur telur að þarna hafi Valtýr reynst forspár að því leyti að Íslendingar hafi aldrei þurft eða treyst sér til að standa straum af vörnum landsins. Lýðveldi var ekki stofnað á Íslandi fyrr en útséð var um hvernig vörnum landsins yrði fyrir komið enda þótt nokkur ár liðu frá lýðveldisstofnuninni 1944 þar til varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin 1951.
Uppkast að lögum um ríkisréttarsamband Íslands og Danmerkur var samþykkt 1908. Samkvæmt þriðju grein uppkastsins áttu ,,[h]ervarnir á sjó og landi ásamt gunnfána" að vera sameiginleg málefni þjóðanna tveggja, að undanskildum sjálfsvörnum Íslendinga eftir 57. grein stjórnarskrár Íslands.
Sjá blogg mitt um Valtýr Guðmundsson:
Hlutleysisstefna Íslands deyr og þróun erlendrar hersetu frá 1940 til 1951
S
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | 13.3.2023 | 14:29 (breytt kl. 14:51) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Innlent
- Segir sig úr Viðreisn: Komið illa fram við mig
- Dvalið í 46 húsum í nótt
- Vandræðagangur á ferðamönnum
- Raforka til garðyrkju hækkar um 25%
- Sigmundur og Þorgerður tóku minnst þátt
- Ríkið endurgreiði þrotabúi Torgs 14 milljónir króna
- Ómissandi skyldustopp í jólaösinni
- Tókst að stöðva rennslið við rafmagnsmastrið
Athugasemdir
Þó ég telji þessar röksemdafærslur á villigötum, og við erum algjörlega á öndverðum meiði með þetta málefni, vona ég að þú takir ekki atriði sem ég set í bloggi mitt til þín sérstaklega. Ég fagna þeim greinum sem þú ritar um þetta, sem eru málefnalegar, en þær afhjúpa hversu djúpt herblætismeinið er í samtíma okkar hérlendis.
Engin ykkar sem um þessi mál ritar, hafa þó skorið inn að beini eða komist svo mikið sem í nánd við ástæður þess að landferður - ekki lýðveldisins heldur konungsríkisins - sáðu að her á Íslandi væri flækjuduld (Psychotic complex).
Bestu kveðjur
Guðjón E. Hreinberg, 13.3.2023 kl. 15:11
Afsakið ritvillur - ég vélrita of hratt, og það er ekki hægt að laga athugasemdir eftirá.
Guðjón E. Hreinberg, 13.3.2023 kl. 15:12
Sæll Guðjón, takk fyrir athugasemdir þínar. Það skiptir engu máli þótt við séum ekki sammála. Rökræðan er góð og ég fagna að geta rætt málin án æsing.
Ég hef lesið heimspeki og kennt heimspekisögu og lært aðeins í sálfræði. Ég held að við þurfum að fara inn á mannlegt eðli til að komast að niðurstöðu hvort við þurfum varnir eða ekki. Og niðurstaðan mín er að heimurinn er vondur og grimmur. Allir eru að drepa alla og éta alla. Þá er ég ekki bara að tala um manninn, heldur dýrin líka. Ef ég væri geimvera að koma til jarðar og sæi allar þessar skepnur (og maðurinn er sú versta) í morðæði sínu, myndi mér ekki lítast á blikuna og snúa snarlega við.
Á meðan ég get ekki treyst því að nágranni minn komi ekki yfir til að ræna af mér, beita ofbeldi eða drepi, þá held ég að ég læsi áfram útidyrnar. Og ég ætla ekki að treysta nágranna mínum stóra í vestri til að gæta eigin hús.
Hvað hefðir þú til dæmis gert í Tyrkjaráninu? Sagt Hættið þessu? Heldur þú ræningjarnir hefðu snarhætt og snautast út í skip? Nei held ekki. Ég helda flækjuduldin sé bara sú að vilja ekki verða undir og drepinn af útlendum (eða íslenskum) villimönnum. Smá öryggi í ótryggum heimi.
Birgir Loftsson, 13.3.2023 kl. 17:16
Tyrkjaránið segirðu? Hehe ég hefði flúið til Grindavíkur, en alls ekki til Bessastaða - treysti að þú þekkir þá sögu. En ekki allir átta sig á að þessi atburður snérist aldrei um þrælahald, heldur að skipta út valdaelítunni í Vestmannaeyjum fyrir nýja og auðsveipnari Dönum. Svipað og þegar Bretar og síðar Bandaríkin fleygðu landsfeðrum Íslenska konungsríkisins fyrir Quislínga Lýðveldisins.
Þjóð eins og okkar, sigrar með hugsun, ekki vopnum.
Hér er því miður engin hugsun lengur.
... þú veist að Arkívið mitt verður aðal námsefni í allri Heimspeki á næstu öld.
Guðjón E. Hreinberg, 14.3.2023 kl. 15:30
Talandi um Grindavík, þá komu sjóræningjarnir þangað líka og tóku fólk, þar á meðal ættingja forfeðra minna en ég er af Járngerðarstaðarætt.
Birgir Loftsson, 15.3.2023 kl. 09:37
Er ég að rugla saman við Austfirði, það var einhvers staðar sem þeim var sparkað aftur út á sjó ...
Guðjón E. Hreinberg, 15.3.2023 kl. 22:25
Guðjón, getur verið.
Birgir Loftsson, 16.3.2023 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.