Ég svaraði í athugasemd eina bloggrein og sagði skoðun mína. Hún varð lengri en ég bjóst við og læt hana þar með verða blogggrein, sem ég get bætt við í eftir hugrenningum.
Enginn er saklaus í stórveldapólitík
Í raun má rekja stórveldispólitíkina (í núverandi gerð) allt aftur til myndunar þjóðríkisins/stórveldisins. Fyrst Frakkland (Karlamagnus) og svo England (og Bretland 1707) en Þýskaland og Ítalía komu seinna enda mikill bútasaumur sem þurfti að vinna. Samt var þarna fyrirrennarar síðastnefndu ríki, Prússland og 2-3 stór ítölsk ríki. Rússland varð til sem stórveldi er þeir lokuðu á Mongóla í tíð Ivars grimma. Segja að þessi þróun hafi að mestu verið afstaðin á 16. öld (myndun núverandi stórvelda) en þá færðust átökin yfir til nýlendnanna í Ameríku (t.d. 7 ára stríðið) og loks til Afríku á 19. öld þegar hún opnaðist og svo Asíu.
Sama vitleysan er í gangi nú og á 17. öld, í 30 ára stríðinu sem var svaka stríð (og ég skrifaði um hér á blogginu) og hefði getað orðið upphaf Þýsklands. Þvílíkt stríð. Fyrirrennari allra morðóða stríða í Evrópu. Gjöreyðingastríð vegna fáranlegra ástæðna (og hægt að stunda vegna stærða ríkja). Sama með Napóleon styrjaldirnar og heimsstyrjaldirnar báðar. Brjáluð stríð. Miðaldarmennir voru skárri, létu sig nægja að drepa andstæðinginn á vígvellinum og kannski ræna sig til matar í þorpum á leiðinni þangað.
Ég held að flestir sjái ekki hversu gagnlaus/tilgangslaus þessi stríð eru og heildarmyndina. Og að skipa sig í lið með einhverju? Þegar sömu grautarhausarnir eru beggja megin við borðið? Versta er að nú geta þessir grautarhausar (ná alla leið til Washington) stútað jörðinni á innan við hálftíma.
Bjánarnir skiptast á að vera í liði með hverjum öðrum. Eina stundina eru Rússar vinir Þjóðverja en á morgun kannski óvinir. Sama gildir um Frakka...og aðra, allt eftir dutlungum stjórnenda ríkjanna hverju sinni. Ást - hatur samband Englendinga og Frakka stóð í aldir. Og hver er árangurinn? Er eitthvað vit í þessu? Bara af því að stjórnendur þessara stórvelda vilja vera í tindátaleik.
Sleppum við Íslendingar? Held nú ekki. Nokkrar kjarnorkusprengjur eru eflaust (án vafa í mínum huga) merktar "with love from....to Iceland" bara af því að við erum þátttakendur í bandalagi með brjálæðingunum í hinu liðinu.
Og kjölturakkarnir á Alþingi eru jafnvitlausir og allir hinir. Jafnvel verri, því að þeir reyna ekki einu sinni að vernda landið og treysta á stórveldið í vestri, sem gæti hrunið hvenær sem er eða misst áhugann á landinu eins og 2006. Þeir fylgja í blindni stríðsóðu ættingja sinna í Evrópu og setja sig á háan hest, bara vegna þess að erlendir innrásarherir gátu ekki eða höfðu ekki áhuga á taka einskins vert land eins og Ísland hefur verið í gegnum aldirnar. Bretar sögðu nei takk í tíð Jörund hundadagakonungs þegar þeim var boðið Ísalandið kalda.
Nú er sagan önnur, flugmóðuskipið Ísland er kjörið skotmark í komandi heimsátökum. Jafnvel Kínverjar hafa eflaust merkt einhverjar kjarnorkusprengjur fyrir Ísland, "deliver to Iceland from China with express".
Erum við Evrópubúar ekki allir skyldir og höfum búið í álfunni í tugþúsundir ára? Skiptir einhverju máli ef siðirnir og tungumálið eru aðeins öðru vísi en hjá fólkinu handan við fjallið? Erum við ekki öll á sömu vegferð? Og mannkynið allt ef út í það er farið? Við höfum ekkert lært síðastliðin tvö þúsund og fimm hundruð ár.
Af hverju er enginn virkilega að tala um frið? Það væri öruggast fyrir Evrópubúa og heiminn. Ekki einu sinni friðardúfurnar í VG (vinstri gagnlausir) berja í borðið og segja, hingað og ekki lengra. Greinilega enginn Jón Baldvin til lengur á Íslandi á vígvelli stjórnmálanna.
Og í guðanna bænum, hættum að segja: Allt Pút...Bide..Macr...að kenna. Þetta er þeim öllum að kenna!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | 22.2.2023 | 18:03 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Birgir.
Dimitri Med sagði að ef Hvítahússmenn passi sig ekki þá verða afleiðingarnar þær að þeir muni fuðra upp sitjandi í stólunum og malbikið umhverfis þá sjóða þá niður.
Mér finnst Dimitri oft ansi skemmtilegur.
VDH var með fælingarmáttinn á hreinu þegar hann lýsti skólagöngu sinni í Selma. Eitt stórt kjaftshögg frá hógværum og lágvöxnum þaggaði niður hávöxnum síboxandi slána í bekknum um aldur og eilífð.
Mig grunar að Rússar séu að undirbúa úr sér bræðandi risakjaftshögg á vestrið. Ekki sem stríðsfærslu, heldur sem sameinaða efnahagslega úrbræðslu. Eins konar síldarbræðslu eða haugsugu þar sem vesturlönd verða ræst út og þurrkuð upp.
Glóbaliseringin hefur búið til afar veikan og risavaxinn blett á vestrinu. Hann verður nýttur.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.2.2023 kl. 01:30
Dimitri sagði þetta þegar haukar Hvítahússins fóru að tala um og gæla við hugsunina um notkun á taktískum kjarnavopnum um daginn. "Ef við notum bara smá pínku ponsu kjarnavopn" þá reddast þetta, sögðu haukarnir.
En Rússar eru í heilögu og heilshugar hjónabandi með MAD-jafnvæginu þannig að Dimitri lýsti þarna afleiðingunum af öllum slíkum vangaveltum.
Gunnar Rögnvaldsson, 23.2.2023 kl. 01:45
Sæll Gunnar. Já, það er verið að plata okkur endalaust. Ég bara vona að þetta tímabil sé ekki eins og tímabilið frá 1900-1914, þar sem allir eru í vopnakapphlaupi og undirbúa sig undir stríð. Evrópubúar eru Evrópubúum verstir.
Aðvörun frá Serbíu: „Allir undirbúa sig fyrir stríð“ - Útvarp Saga (utvarpsaga.is)
Birgir Loftsson, 23.2.2023 kl. 11:46
Við verðum að vara okkur á að öfga-sósíalistar hafa verið einráðir um sagnfræði og skólamenntun síðan 1950. Heimsvelda þróun Evrópu er eitt af því besta sem mann-kynið hefur upplifað. Fyrir hvert eitt atriði sem voru rangt gerð, voru tíu rétt gerð og til góðs. Fólki yfirsést þetta atriði.
Dugar að minna á að öll ríki þriðja heimsins sem urðu fyrir heimsvelda áhrifunum, völdu að viðhalda vestrænum aðferðum í stjórnmálum, uppfræðslu, verkfræði, efnafræði, hugvísindum, siðfræði, og menningarfræði, frekar en að endurreisa sín eigin, og í mörgum tilfellum gerðu þau samruna úr sínum eldri saman við það sem þau héldu eftir á mjög fínan máta.
Þetta er eins og með Antífa/BLM og þrælahaldið; það voru hvítir hermenn sem fórnuðu blóði sínu til að frelsa svarta þræla.
Við kákasusfölk höfum setið undir endalausum rangsnúningi Marxista á okkar eigin [menningar] verðmætum, og smámsaman farið að taka hann upp.
Í dag þorir enginn kákasusmaður að stíg stoltur fram, vegandi af raunsæi hver við erum og hvað við stöndum fyrir, og fimm greinar kákasusfólks eru í dag rækilega sundraðar. Menn geta jafnvel ekki talið fram hverjar þessar greinar séu.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 23.2.2023 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.