Svo virðist vera að Írabullið sé byrjað upp á nýtt. Þessi alþýðu kenning var vinsæl á sínum tíma hjá sjálflærðum grúskurum og maður hefði haldið að nóg væri komið. En svo er ekki. Má hér nefna Landnámið fyrir landnám eftir Árna Óla. Svo breiða fjölmiðlar út vitleysuna.
Kíkjum aðeins á bók Þorvalds Friðrikssonar sem er að vekja svo mikla athyglis, að hún nær út fyrir landsteinanna (sjá slóð hér að neðan). Hún ber heitið Keltar - Áhrif á íslenska tungu og menningu.
"Í þessari bók er boðið upp á nýja sýn á Íslandssöguna, innsýn í það sem hefur að miklu leyti verið hulið; hina miklu hlutdeild Kelta í íslenskri menningarsögu. Nýlega kom í ljós með greiningu erfðaefnis að meira en helmingur íslenskra landnámskvenna voru Keltar. Hér er fjallað um önnur stórtíðindi, það keltneska í íslenskri tungu og í örnefnum á Íslandi. Fjöll, firðir, dalir og víkur, hreppar og sýslur skarta keltneskum nöfnum. Nöfn húsdýra, fugla, fiska og blóma á Íslandi sem eru ekki norræn heldur keltnesk. Framburður íslenskrar tungu er ekki norrænn heldur keltneskur. Þá er fjallað um keltneska kristni og fyrsta hellamálverkið sem fannst á Íslandi; helgimynd í papahelli sem er eldri en norrænt landnám. Þessi bók sætir því miklum tíðindum.
Þorvaldur Friðriksson er menntaður fornleifafræðingur og starfaði um árabil á fréttadeild Ríkisútvarpsins." Svo mörg voru þau orð.
"Í kenningunni, sem tekið er fram að sé umdeild, er dregin í efa sú viðtekna söguskýring að Ísland sé alfarið norrænt að uppruna og að því hafi verið komið á fót fyrir um 1.100 árum eftir útbreiðslu fólks frá Skandinavíu." Sjá slóð: Umdeild kenning um Ísland vekur athygli erlendis
Hver hefur nokkurn tímann sagt að landnámið á Íslandi hafi alfarið verið norrænt? Strax frá upphafi sagnaritunar á Íslandi og með fyrsta íslenska "sagnfræðinginum" eða réttara sagt sagnaritaranum Ara fróða Þorgilssyni, var því slegið föstu að hér hafi komið keltneskt fólk með norrænu fólki eða að minnsta kosti hér verið keltneskir papar. Svo hefur einnig háttað um Noreg, Svíþjóð og Danmörk, að þeir hafa tekið með sér hertekið og stundum frjálst fólk frá Bretlandseyjum öllum. Hvaða nýju sannindi eru þetta?
Þorvaldur dregur miklar álykanir af byggingalagi húsa og mannvirkja á Íslandi. "Lokaverkefni Þorvaldar í fornleifafræði, sem hann lærði í Svíþjóð, var um keltneskar byggingar á Íslandi, borghlaðin hús eins og til dæmis fiskbyrgi, fjárborgir og sæluhús. Þessi byggingarstíll er mjög algengur á Írlandi, Skotlandi og eyjunum þar um slóðir en nánast óþekktur í Skandinavíu." Getur verið önnur skýring? Getur verið að staðhættir og ný heimkynni hafi ráði hér málum? Til dæmis eru íslensku torfbæirnir einstakir og byggingastíll þeirra, þótt t.d. bandarískir landnemar og Skandinavar hafi einnig reist slík hús, þá er hinn íslenski einstakur og aðstæður réðu hér miklu um efnisval og byggingalag. Hvort sem er á sléttum Bandaríkjanna eða Norður-Skandinavíu, þar sem skort var á timbri, þá fóru menn þessa leið. Þetta er kenning eða vísbending, ekki staðreynd.
Enn reynir Þorvaldur, eins og margir á undan honum, að tengja saman gelíska menningu við hina íslensku með orðsifjum. Ef keltnesk menning hefur verið svona öflug, afhverju var töluð hér hreinræktuð norræna á ritunartíma Íslendingasagnanna og annarra fornbóka? Og minjarnar eru norrænar. Hér var hreinræktuð germönsk menning af skandinavískum uppruna. Það er fáranlega fá orð sem koma úr keltnesku og það þrátt fyrir að við vitum að margir landnámsmanna komu úr eyjaklöskum norðanverðum Bretlandseyjum og mikinn samgangur milli Norðurlanda og Bretlandeyja í um þrjár aldir. Af hverju?
Skýringin er einföld og ég hef rakið hana hér áður á blogginu.
Eyjan hans Ingólfs - nokkur umhugsunarefni
Í grein minni sagði ég: "Ásgeir segir að keltar hafi verið meðal fyrstu landnámsmanna og komið í fyrri af tveimur bylgjum fólksflutninga til landsins. Í síðari bylgju hafi fólk frá Vestur-Noregi verið undirstaðan, svo mjög að til landauðnar horfði og Noregskonungs setti á brottfaraskatt. Þetta þarfnast frekari rannsókna. Fólksflutningar úr Noregi hafa ekki hætt við ákveðið ártal og rannsaka þarf hvað gerðist frá árinu 930 til 1000.
Írland, Skotland, Wales og England lokuðust að miklu leyti fyrir norrænt fólk á 10. öld nema eyjarnar fyrir strönd Skotlands. Engir fólksflutningar keltneskt fólk hafa átt sér þá stað til Íslands. Aðeins fólk úr þessum eyjum og Noregi hafa getað flutt til Íslands. Í greininni: Raðgreindu erfðamengi úr 25 landnámsmönnum á vef RÚV (31.05.2018) segir: "Fleiri Íslendingar voru af keltneskum uppruna við landnám en greina má af erfðaefni Íslendinga nú á dögum. Við erum að sjá 43 prósent keltneskan uppruna meðal landnámsmanna, versus í dag þá erum við að sjá 30 prósent." Þetta kemur saman við þá kenningu að lokað hafi verið fyrir flutning keltneskt fólks til landsins og síðari hópar norræna manna hafi minnkað hlutfallið niður."
Niðurstaða
Niðurstaðan eins og hún er í dag, að fleiri en ein bylgja landnámsmanna hafi komið til Íslands á landnámsöld og eftir hana. Í fyrstu bylgjunni voru landnámsmennirnir blandaðir Keltum með sifjum eða írsku þrælahaldi. Einhver orð hafa lifað af frá þessu landnámi en það sem skipti sköpum um að hér varð hreinræktuð norræn menning var seinni landnámsbylgjur, sem komu úr Noregi og samanstóð af bændum sem "sníktu sér far" vestur á bóginn en fyrr samanstóð af norrænum höfðingjum úr Bretlandseyjum ásamt fylgdarliði, norrænu og keltnesku.
Margar vísbendingar eru um þessa þróun. Svo sem í upphafi hafi verið hér keltnesk áhrif og byggð Kelta eins og sjá má af Kjalnesinga sögu og í upphafi hafi kristni verið á landinu. En landið varð heiðið um miðbik 10. aldar. Afhverju? Norrænir menn voru orðnir það fjölmennir að þeir liðu ekki kristni eða hún dáið út vegna þess að keltnesku þrælarnir voru að hverfa úr sögu vegna samkeppni við nýkomna bændur úr Noregi (eða þeir hurfu vegna þess að þeir eignuðust ekki afkvæmi) en hinir sem voru með keltneskt blóð, runnið saman við meginfjöldann.
Það þurfti að koma á kristni aftur um árþúsundið 1000, með látum að því virðist vera (tvær andstæðar fylkingar) og það vegna kristinboðs úr Noregi og trúboða þaðan.
En það verður að eiga sér stað frekari fornleifarannsóknir og sérstaklega á beinagrindum eftir 1000 og bera þær saman við beinagrindur fyrir þúsund (og greftunarsiðum sem sjá má úr gröfum). DNA rannsóknir ættu að varpa ljósi á hvernig íslenski kynstofninn þróaðist fyrstu þrjár aldirnar. Fornleifarannsóknir á Íslandi styðja ekki kenningar um keltneska menningu á Íslandi. Ef svo væri, væru til aragrúa minjar til um slíkt. Ekki einu sinni til minjar um papa, sem þó ætti að vera einhverjar líkur á að þeir hefðu komið til Íslands, en var það í það miklu mæli að það er mælanlegt?
Ef til vill ættu fornleifafræðingar að einbeita sér meira að vísindarannsóknum sínum sem fornleifafræðin er óneitanlega og leyfa sagnfræðingunum um að draga misgáfulegar ályktanir um hvað ber fyrir augum? Ég er heldur ekki með svarið og þetta sem ég er að segja er líka kenning.
Og svo til fróðleiks:
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | 4.1.2023 | 19:05 (breytt 7.1.2023 kl. 12:42) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Niðurstaða sagnfræðinga var að myndin hefði skekkt , til dæmis vegna drepsótta EN einnig vegna félagslegt úrval. Með öðrum orðum átti undirstéttin lítinn sem engan möguleika á að koma afkvæmum á legg. Til þess þurfti það eiga nægar eignir. Svona var þetta langt fram á 19. öld. Írskir þrælar voru eign eða hlutir og þeir áttu litla sem enga möguleika á að eignast afkvæmi. Þess vegna er það ekki alveg í hött að segja að Íslendingar séu afkomendur höfðingja!
Birgir Loftsson, 5.1.2023 kl. 14:49
Að lokum. Ég vildi sjá hversu áreiðanleg DNA skimun er til að rekja uppruna fólks. Það er að segja í tímaröð. Til dæmis hefur komið í ljós að rekja má uppruna norræna manna til Kákasus svæðisins en þeir hafi flutts vestur á bóginn. Þetta kemur saman t.d. við Snorra-Eddu sem rekur uppruna norræna goða austur til þess svæðis og þar með norræna manna? Góð spurning. En því miður er ég ekki nógu fróður um Frum-Germanni til að koma með ályktun.
Birgir Loftsson, 5.1.2023 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.