Færeyingar eru séðir er þeir endurnýjuðu fiskveiðisamning við Rússland. Þetta örríki er álíka fjölmennt og Ísland á 19. öld þegar við voru að stíga okkar fyrstu skref til sjálfstæðis.
Færeyska þjóðfélagið er vel rekið samfélag. Það eru t.d. 5 jarðgöng í smíðum þessa daganna, geri Íslendingar betur. Ein meiri segja neðanjarðar í Þórshöfn. Fótboltavellirnir eru betri en á Íslandi, þótt þeir eigi ekki fótboltahús en eitt er í bígerð. Þjóðarleikvangur þeirra er öfundsverður.
En snillin er að að átta sig á að þeir eru örríki sem hefur engin áhrif, sem passar sig á að halda kjafti og blanda sér ekki í slag stóru strákanna. Þetta hafa Íslendingar ekki fattað og haldið að þeir skipti máli í stórveldispólitíkinni og blanda sér í hana án þess að vera spurðir. En svo gerðu þeir það og lýstu sig þátttakendur í stríði gegn Írak og Lýbíu. Bæði arfavitlausar stríðsaðgerðir og koma hagmunum Íslendinga ekkert við. Íslendingar lýstu til að mynda ekki stríði gegn þýskaland í lok heimsstyrjaldarinnar síðari sem var snjallt. Þeir vildu ekki byrja lýðveldistíð sína á stríðsyfirlýsingu.
Annað dæmi er fiskveiðistríð Íslendinga gegn Rússlandi vegna Úkraníustríðsins sem hefur bara skaðað hagsmuni Íslendinga, ekki Rússa. Hvaða heilvita maður heldur að örríkið Ísland geti beitt stórveldi efnahagsþvingunum? Nú, ef þetta á hins vegar að vera táknrænar aðgerðir, þá verða Íslendingar að hafa efni á því og hugsa samtímis um hagsmuni sína, bæði nú og fram í tímann.
Eiga Íslendingar þá bara að þegja þegar gerð er innrás inn í annað Evrópuríki? Nei, diplómatsían á að virkja, senda mótmæli til Kremlar, taka málið upp á þingi Sameinuðu þjóðanna (þau gagnlausu samtök sem hafa ekki stöðvað eitt einasta stríð frá stofnun) og gerast milligöngumenn, bera klæði á vopnin, þar er styrkleiki Íslands.
Íslendingar stunda enga sjálfstæða utanríkisstefnu heldur eru þeir taglnýtingar stórþjóðanna. Af hverju? Jú, við eigum enga stjórnmálaskörunga sem standa í lappirnar. Sá síðasti sem við áttu er hinn umdeildi Jón Baldvin Hannibalsson sem tók afstöðu með Eystrasaltríkjunum í upplausn Sovétríkjanna. Bendið mér á leiðtoga á Alþingi í dag? Mér dettur kannski í hug Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann örflokksins Miðflokk, en hann virðist þora að taka skarið í erfiðum þjóðfélagsmálum og er virkur í stjórnarandstöðunni.
Þetta er tekið af netinu: "Eftir fall bankanna tók Sigmundur þátt í stofnun samtakanna In Defence of Iceland sem almennt gengu undir nafninu InDefence og kom fram fyrir hönd samtakanna. Samtökin sem voru óformleg grasrótarsamtök fólks sem átti það helst sameiginlegt að hafa stundað nám í Bretlandi og börðust gegn því að bresk stjórnvöld hefðu beitt hryðjuverkalöggjöf landsins gegn Íslendingum vegna bankahrunsins. Í því skyni stóðu samtökin fyrir áróðri á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, innlendum sem erlendum og stóðu fyrir stærstu undirskriftasöfnun sem fram hafði farið á Íslandi. Afhenti Sigmundur ásamt öðrum félögum í samtökunum 83.000 undirskriftir fulltrúa breska þingsins. Ásamt InDefence-hópnum og fleirum, barðist Sigmundur Davíð gegn því að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir," og má hann hafa þakkir fyrir að hafa sparað íslenska samfélagið milljarða króna í ósanngjörnum kröfum Breta og annarra "bandalagsþjóða" í því máli.
Inga Sæland virðist vera skörungur á afmörkuðu sviði sem eru málefni aldraða og öryrkja en annars sker hún sig ekki úr sem leiðtogi.
Katrín Jakobsdóttir stendur ekki með sjálfum sér né stefnu flokksins, sem sést best á viljugri þátttöku VG í störfum NATÓ. Hún lét plata sig í að vera forsætisráðherra sem hefur lítil völd samanborið við fjármálaráðherra.
Þorgerðu Katrín berst við vindmyllur og heldur að innganga í ESB sé enn á dagskrá. Óskiljanlegt að flokkurinn skuli enn vera til.
Logi Einarsson fyrrum formaður Samfylkingarinnar var gjörsamlega út úr kú með sínum málflutningi og gerði flokkinn nánast að örflokki. Veit ekkert um Kristrúnu Frostadóttir.
Bjarni Benediktsson virðist vera hugsjónarlaus búrókrati sem passar upp á völdin fyrir hagsmuni Sjálfstæðisflokksins en engir leiðtoga hæfileikar hafa komið ljós, hingað til a.m.k.
Hafa Píratar leiðtoga? Þeir hafa stimplað sig rækilega sem vinstri flokkur og virðast vera út og suður í mörgum málum.
Framsóknarflokkurinn er bara þarna eins og gömul mubbla á Alþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson virkar eins og búrikrati á mann, líkt og Bjarni Benediktsson, hugmyndasnauður.
Það er ekki nema von að stefna Íslands er reiðulaust í heiminum þegar engir leiðtogar eru til á landinu bara stjórnendur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 27.11.2022 | 13:09 (breytt 28.11.2022 kl. 09:36) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Fimm skákmenn deila efsta sæti
- Skrifstofa forseta skuli hlýta upplýsingalögum
- Þétting við Suðurhóla kynnt í skipulagsráði
- Tveir enn á gjörgæslu
- Biðu í kuldanum af ótta við að bíllinn myndi velta
- Dvöldu ólöglega í húsum í Súðavík
- „Í þjónustu þjóðar og vinnandi fólks“
- Evrópustyrkir til RÚV athugaverðir
- Margir fjallvegir ófærir
- Víða snjókoma eða slydda og gular viðvaranir
Athugasemdir
Frábær pistill Birgir, get tekið undir hver einasta orð.
Magnús Sigurðsson, 27.11.2022 kl. 15:16
Góðan dag Magnús, takk fyrir. Ég held að ég standi við þau orð að Íslendingar stundi enga sjálfstæða utanríkisstefnu heldur eru þeir taglnýtingar stórþjóðanna. Og við eigum enga stjórnmálaskörunga sem standa í lappirnar.
Birgir Loftsson, 28.11.2022 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.