Eiga stéttafélög að skipta sér af pólitískum dægurmálum?

Í Bandaríkjunum hafa verið uppi harðar deilur um skólamál undanfarin misseri. Málið varð pólitískt deiluefni í miðjum covid faraldrinum, þegar stórir hópar grunnskólanema voru sendir heim og látnir stunda heimanám.  Þá komust margir foreldrar að því (urðu þátttakendur í námi barna sinna) að það sem var verið að kenna í skólunum var kennsluefni gegnsýrt af hugmyndafræði ný-marxisma. Íhaldssamir foreldrar urðu margir hverjir reiðir og fóru með málið til skólanefnda. 

Bandarískar skólanefndir ráða miklu um hvað kennt er í grunnskólunum og virðast margar hverjar vera vinstri sinnaðar og því varð harður slagur milli þessara tveggja aðila. Málið rataði í fjölmiðla og svo siguðu Demókratar FBI á foreldra og vildu kalla íhaldssama foreldra "domestic terrorists" eða innlenda hryðjuverkamenn. Það þótti Repúblikönum of langt gengið og herjuðu á stjórnendur FBI í staðinn.

Fór svo í síðustu miðkjörtímakosningum að mikið uppgjör átti sér stað og skipt var um skólanefndir í stórum stíl en þær eru kosnar til starfa, ekki valdar. Skilaboðin voru: Við viljum ekki ný-marxíska innrætingu barna okkar og fari eigi að námskrá.

En nú vilja Repúblikanar fara enn lengra og svipta Kennarasambandi Bandaríkjanna fjárframlög frá alríkisstjórninni.

Í frétt á Foxnews segir, í lauslegri þýðingu, frá málinu: "Þingmaður í Texas kynnti á miðvikudag lög sem myndi banna alríkisfjármögnun stéttarfélaga kennara.

Lögin "No Federal Funding for Teachers’ Union Act", kynnt af Repúblikananum Ronny Jackson, frá Texas, kveða á um að "engir alríkissjóði megi veita til stéttasamtökum þar sem meðlimir eru menntunarfræðingar."

Hér er menntunarfræðingur skilgreindur sem einhvern sem er ráðinn í grunnskóla, framhaldsskóla eða æðri menntun."

Hvers vegna er að leggja þetta frumvarp fram og hver er rökstuðningurinn þingmannsins?

"Að stuðla að gerð kynþáttanámsskráa og kynjaruglingi táknar sannarlega ekki gildi mín eða gildi foreldra, nemenda og kennara í mínu umdæmi. Alríkisstjórnin ætti ekki að gefa eina krónu til stofnana sem nota áhrif sín til að styrkja stjórnmálamenn demókrata í stað nemenda og foreldra. Löggjöf mín er mikilvægt fyrsta skref til að draga úr áhrifum gráðuga kennarastéttar leiðtoga og til ábyrgðar og til að endurheimta foreldraréttindi í menntamálum.“

Þetta leiðir hugann að Íslandi. Þegar farið er inn á vefsetur Kennarasambands Íslands er ekki annað en að sjá að sambandið sé faglegt og hafi almenna stefnu í ýmsum málum sem varða skólasamfélagið og fari eftir þeirri stefnu sem stjórnvöld móta hverju sinni.  Hér má sjá stefnumálin:

Fræðslustefna

Innra starf, félagsmál og þjónusta

Jafnréttisstefna

Kjarastefna

Persónuverndarstefna

Samfélagsmiðlastefna

Siðareglur

Skólastefna

Vinnuumhverfismál

Umhverfisstefna

 

Kíkjum á samfélagsmiðlastefnuna, fer hún í bága við almenna stefnu stjórnvalda?  Þar segir:

"Kennarasamband Íslands er með öflugt starf á samfélagsmiðlum enda góð leið til að ná hratt og vel til félagsmanna. Megináhersla er á að upplýsa og fræða félagsmenn og auka umræðu um menntamál."

Ekkert við þetta að athuga og hér beinir sambandið athyglinni að hagsmunamálum félagmanna.

En svo kom stjórn kennarasambandsins með ályktun um daginn um hitamál - dægurmál í fjölmiðlum. Þar tók stjórnin eindregna afstöðu til málsins sem var í umræðunni.

Þá vaknar spurningin hvort hún sé ekki að fara út fyrir verksvið sitt? Tala forystumenn fyrir hönd allra félagsmanna (engin kosning var um málið meðal meðlima)og eiga þeir yfir höfðuð að ræða dægurmál? Er ekki hlutverk þeirra að einbeita sér eindregið og einungis að menntamálum og hagsmunamálum kennara?

Þetta á ekki bara við um stéttafélag kennara, heldur önnur stéttfélög. Hvar liggja mörkin?  Var til að mynda ekki góð þróun að stéttafélögin drógu sig úr landstjórnarpólitíkinni og einbeintu sér eingöngu að hagsmunamálum umbjóðenda sinna?

Á pólitísk hugmyndafræði að móta stefnu stéttarfélags sem ef til vill ekki allir félagsmenn eru sáttir við og eru skyldugir að borga til? Þetta er spurning sem félag eldri borgara hefur glímt við. Eigum við að stofna stjórnmálaflokk til að gæta hagsmuni meðlima okkar eða eigum við að vera áfram hagsmunagæslufélag í þrengstu merking hugtaksins?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Stéttarfélög eru aðferðin sem Marxistar notuðu til að breyta Þjóðríkjum í kommúnistaríki og borgurum í [d/h]uglausar skepnur.

Guðjón E. Hreinberg, 22.11.2022 kl. 00:10

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag Guðjón. Spurning hvort að skylduaðild að stéttafélagi sé brot á félagafrelsi en það er til ákvæði í stjórnarskránni um félagafrelsi.  Í 74. gr. segir: Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmætu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra. Það er því hægt samkvæmt þessu að skylda mann í stéttarfélag en Sjálfstæðismenn vilja breyta þessu með nýjum lögum.

Birgir Loftsson, 22.11.2022 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband