Sturlunga er áhugavert samsteypurit sem er sett saman úr mörgum sögum sem kalla má samtímasögur. Ég hef oft verið spurður að því af hverju ég hafi látið hernaðasögu Íslands (bók mína) hefjast um 1170 og ekki farið aftur á tíma víkinga sem ótvírætt eru spennandi tímar. Fyrir því er einföld ástæða. Ef ég hefði gert það, þá hefði ég farið út fyrir svið sagnfræðinnar og inn á svið bókmenntafræðinnar eða íslenskunnar.
Ég hefði þurft að styðjast við niðurstöður íslenskra fornleifarannsókna en þær eru af skornum skammti hingað til til að geta skrifað ,,víkingasögu".
Þess má geta að um 1170 komu Sturlungar fram á sjónarsviðið og þeir hófu skipulegan hernað í skilningi herfræði (en ekki fæðar- og hefndarvíg einstaklinga og ætta sem er eiginleg félagssaga) og því eðliegt að miða við þann tíma. Hernaðarsagnfræði er í öðrum skilningi herfræði sem gerist á ákveðnu tímaskeiði en er eftir sem áður herfræði í sjálfu sér.
Hér kemur hins vegar efni um Sturlunga sem ég hef tekið saman á netinu. Sem sagt ekkert efni frá sjálfum mér nema að hluta til en samt frábær samantekt um þessa frábæru valdaætt sem voru mínir forfeður í móður- og föðurætt.
Ég hef reyndar unnið nokkrar ritgerðir tengdar Sturlungaöldinni, en læt þær liggja milli hluta hér og nú.
Hér kemur samantektin:
Þessar helstu valdaættir voru:
Haukdælir, sem voru staðsettir í Árnesþingi
Oddaverjar í Rangárþingi
Ásbirningar í Skagafirði
Svínfellingar á Austurlandi
Sturlungar sem eru kenndir við Sturlu Þórðarson í Hvammi í Dölum.
Persónur:
Sturlu Þórðarsonar (Hvamm-Sturlu) Sturlungi.
Sighvatur Sturluson Sonur Sturlu Þórðarsonar goða í Hvammi í Dölum
Sturla Sighvatsson- Sólveig Sæmundsdóttir
Þórður kakali Sighvatsson sonur Sighvats Sturlusonar.
Snorri Sturluson - sonur Sturlu Þórðarsonar goða í Hvammi í Dölum.
Órækja Snorrason sonur Snorra Sturlusonar.
ÞorgilsBöðvarsson skarði-af ætt Sturlunga, sonur Böðvars Þórðarsonar Sturlusonar.
SturlaÞórðarson sagnaritari sonur Þórðar Sturlusonar.
-----------------------------------------------------------------------
Hrafn Oddsson hirðstjóri Seldæli sem giftist inn í ætt Sturlunga.
Eyjólfur ofsi Þorsteinsson(d. 19. júlí 1255) var einn af foringjum Sturlunga eftir að Þórður kakali hvarfúr landi 1250. Kona hans, Þuríður, var óskilgetin dóttir Sturlu Sighvatssonarog frillu hans Vigdísar Gíslsdóttur.
-------------------------------------------------------------------------
Kolbeinnungi Arnórsson - Ásbirningur
Brandur Kolbeinsson þremenningur Kolbeins unga.
-------------------------------------------------------------------------
GissurÞorvaldsson jarl Haukverji.
-------------------------------------------------------------------------
ÞórðurAndrésson- Oddverji og óvinur Gissurs jarls.
Herfarir:
Sauðafellsför 1229, 310-315.
Apavatnsför 1238, 399-400.
Herhlaup þeirra Gissurar og Kolbeins unga í Dali, 403.
Reykholtsför 1241, Snorri veginn.
Reykhólaför 1244, 504-10.
Flugumýrabrenna 1253.
Orrustur um landsyfirráð:
Bæjarbardagi 1237, 390-93.
Örlygsstaðabardagi 21. ágúst 1238, 417-426.
Flóabardagi 25. júní 1244, 512-29.
Hauganesbardagi 19. apríl 1246.
Þverárbardagi 1255.
Sturlungaölder tímabil í sögu Íslands sem er venjulega talið ná frá 1220 þegar SnorriSturluson kom út til Íslands frá Noregi og hóf mikla eignasöfnun, til 1262 þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd með Gamla sáttmála.[1] Tímabiliðer kennt við Sturlunga, þá ætt sem var mest áberandi framan af. Það einkenndist af miklum átökum milli helstu höfðingjaætta Íslands um eignir og völd svo sumir höfundar hafa jafnvel gengið svo langt að tala um borgarastyrjöld í þvísamhengi.
Bakgrunnur. Þegarleið á 12. öld fór stöðugleiki og grunnur íslenska samfélagsins, sem byggðist ájafnvægi milli höfðingja, að raskast. Goðorð erfðust og gengu kaupum og sölum og völdin söfnuðust á færri hendur en áður. Þessi þróun hófst í Skagafirði og Árnesþingi og er hugsanlegt að stofnun biskupsstóla í þessum héröðum hafi haft einhver áhrif á það. Segja má að Ísland hafi smátt og smátt orðið samsafn laustengdra borgríkja, þó án skýrra landfræðilegra marka.
Bændur og búalið neyddust til að beygja sig undir vald stórbænda, sem seildust eftir æ meiri völdum. Um leið lenti höfðingjum æ oftar saman og átökin urðu víðtækari.Í erjum og orrustum sögualdar höfðu bardagamenn hverju sinni yfirleitt ekkiv erið nema nokkrir tugir en á Sturlungaöld voru háðar stórorrustur á íslenskan mælikvarða, þar sem hundruð eða jafnvel þúsundir manna börðust. Ýmiss konarbandalög urðu til og griðrof og svik urðu algeng.
Aðdragandi. Sturlungaöld er kennd við Sturlu og afkomendur hans, Sturlunga, sem framan af áttu heimkynni á Vesturlandi, en aðrar helstu ættir Sturlungaaldar voru Haukdælir í Árnesþingi, Oddaverjar í Rangárþingi, Svínfellingar á Austurlandi og Ásbirningar í Skagafirði, auk þess sem Vatnsfirðingar og Seldælir á Vestfjörðum eru oft nefndir til.
Hin eiginlega Sturlungaöld er raunar ekki talin hefjast fyrr en um 1220 en ræturnar liggja þó lengra aftur og segja má að fyrsta vísbendingin um rósturnar sem í vændum voru megi sjá í deilum Hvamm-Sturlu Þórðarsonar við Pál Sölvason um 1180. Sturla var höfðingi á uppleið sem ætlaði sér stóra hluti og lét ekki hlut sinn fyrir neinum. Hann þótti sýna mikla óbilgirni í deilum sínum við Pál en þeim lauk með því að Jón Loftsson í Odda, leiðtogi Oddaverja og mikillsáttasemjari, úrskurðaði í málum þeirra og bauðst um leið til að fóstra Snorra, yngsta son Sturlu.
Rétt eftir aldamótin 1200 lét svo Ásbirningahöfðinginn Kolbeinn Tumason kjósa Guðmund Arason til biskups á Hólum og taldi að hann yrði sér leiðitamur en það var öðru nær. Með þeim varð brátt fullur fjandskapur sem lauk með falli Kolbeins í Víðinesbardaga 1208. Ættmenn hans héldu þó áfram fjandskap við biskup og var hann á stöðugum hrakningi um landið og til útlanda næstu áratugi. Einnig má nefna víg Hrafns Sveinbjarnarsonar (1213), sem dró langan hefndarhala á eftir sér.
Snorri og Sturlungar
Hvamm-Sturla átti þrjá syni; Þórð, Sighvat og Snorra, sem allir urðu valdamiklir goðorðsmenn, Þórður á Snæfellsnesi, Snorri í Borgarfirði og Sighvatur fyrst í Dölum og síðar í Eyjafirði. Þeir voru mjög áberandi í átökum Sturlungaaldar,einkum Snorri og Sighvatur, ásamt Sturlu og Þórði kakala, sonum Sighvats ogKolbeini unga, leiðtoga Ásbirninga og Gissuri Þorvaldssyni, foringja Haukdæla.Kolbeinn og Gissur voru báðir tengdasynir Snorra um tíma.
Snorri var í Noregi á árunum 1218-1220, gerðist þar handgenginn Skúla jarli Bárðarsyni og tókst á hendur það hlutverk að gera Ísland að skattlandi Noregs. Upphaf Sturlungaaldar er gjarna miðað við heimkomu Snorra til Íslands 1220 en hann aðhafðist þó fátt til að sinna hlutverki sínu næstu árin, heldur stundaði ritstörf og er talið að hann hafi skrifað sín helstu stórvirki á þeim árum.
Sighvatur og Sturla.
Nóg var þó um átök: Sighvatur Sturluson og Sturla sonur hans fóru í Grímseyjarför 1222 til að hefna fyrir víg Tuma Sighvatssonar, sem fylgismenn GuðmundarArasonar biskups höfðu drepið en biskup hafði svo flúið til Grímseyjar. Björnbróðir Gissurar Þorvaldssonar var drepinn á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1221 af Oddaverjum.
Synir Hrafns Sveinbjarnarsonar brenndu Þorvald Vatnsfirðing, tengdasonar Snorra Sturlusonar, inni árið 1228 til að hefna fyrir föður sinn og synir Þorvaldarreyndu svo að hefna hans í Sauðafellsför 1229 en voru sjálfir felldir nokkrum árum síðar.Eftir lát þeirra settist Órækja sonur Snorra að á Vestfjörðum og var yfirgangssamur mjög.
Sturla Sighvatsson fór í suðurgöngu til Rómar árið 1233 til að gera yfirbót fyrir sig og föður sinn vegna illrar meðferðar á Guðmundi Arasyni biskupi í Grímseyjarför og var þar leiddur fáklæddur á milli höfuðkirkja borgarinnar og hýddur fyrir framan þær. Á heimleið kom hann við í Noregi og var þá falið af Hákoni konungi að taka að sér það verk sem Snorri hafði ekki sinnt, sem sé að koma Íslandi undir konung. Sturla lét þegar til sín taka þegar heim kom, hóf þegar að auka við veldi sitt og tókst meðal annars að hrekja Snorra föðurbróður sinn og Þorleif Þórðarson frænda sinn úr landi eftir Bæjarbardaga 1237. Órækju hafði hann áður reynt að blinda og gelda og síðan rekið hann úr landi.
Örlygsstaðabardagi og dauði Snorra
Sturla lagði svo til atlögu við Gissur Þorvaldsson 1238 og tókst að ná honum á sitt vald í Apavatnsför og lét hann sverja sér hollustueið en sleppti honum svo. Gissur taldi sig ekki bundinn af nauðungareiðum. Þeir Kolbeinn ungi tóku höndum saman og í Örlygsstaðabardaga í Skagafirði, fjölmennasta bardaga sem háður hefur verið á Íslandi, féllu feðgarnir Sighvatur og Sturla, svo og fjórir aðrir synir Sighvats.
Síðan tóku Gissur og Kolbeinn á sitt vald Eyjafjörð, Þingeyjarsýslu og Vesturland, þar sem Sturlungar hðfðu áður ráðið öllu. Voru þeir valdamestu menn landsins næstu árin en Svínfellingar réðu Austur- og Suðausturlandi og Seldælir hluta af Vestfjörðum.
Snorri var í Noregi og var handgenginn Skúla jarli en þar höfðu orðið umskipti því Skúli jarl og Hákon konungur voru orðnir ósáttir. Eftir að fréttir bárust til Noregs af óförum Sturlunga í Örlygsstaðabardaga og dauða Sighvatar og sona hans vildi Snorri snúa heim en konungur bannaði það. Út vil ek, sagði Snorri og fór heim sumarið 1239 þrátt fyrir bann konungs. Var sagt að Skúli hefði sæmt hann jarlsnafnbót en engar heimildir eru til sem sanna það.
Stuttu síðar, í nóvember 1239 gerði Skúli jarl misheppnaða uppreisn gegn Hákonikonungi, sem lauk með því að Skúli var veginn vorið eftir. Konungur taldi Snorra landráðamann við sig vegna vináttunnar við Skúla og sendi Gissuri Þorvaldssyni boð um að flytja hann til Noregs eða drepa hann ella. Gissur fór að Snorra í Reykholti og lét drepa hann þar haustið 1241. Var það Árni beiskur,liðsmaður Gissurar, sem greiddi honum banahöggið.
Flóabardagi, Haugsnesbardagi ogFlugumýrarbrenna
Þórður kakali, sonur Sighvats Sturlusonar, hafði verið í Noregi en sneri heim 1242 og á næstu árum tókst honum með skæruhernaði gegn Kolbeini unga, sem hafði lagt undir sig allt veldi föður hans og bræðra, að efla styrk sinn. Hápunktur þeirra átaka var Flóabardagi, eina sjóorrusta Íslandssögunnar, árið 1244. Kolbeinn lést ári síðar og gaf í banalegunni Þórði eftir veldi föður hans í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu.
Þórður felldi svo frænda Kolbeins og arftaka, Brand Kolbeinsson, í Haugsnesbardaga árið 1246. Hann réði eftir það öllu Norðurlandi og frá 1247-1250 var hann valdamesti maður landsins því konungur hafði kyrrsett Gissur Þorvaldsson í Noregi.En árið 1250 kallaði konungur Þórð til Noregs og kyrrsetti hann en Gissur kom heim 1252.
Gissur vildi sættast við Sturlunga og samið var um giftingu Halls sonar hans og Ingibjargar dóttur Sturlu Þórðarsonar og var brúðkaup þeirra haldið á Flugumýrihaustið 1253, en óvinir Gissurar undir forystu Eyjólfs ofsa, sem var giftur dóttur Sturlu Sighvatssonar, reyndu að brenna Gissur inni í Flugumýrarbrennu en tókst ekki, þótt kona hans og synir létust í brennunni.
Áframhaldandi átök
Næstu árin gekk á með skærum og bardögum, vígum og níðingsverkum. Gissur fór til Noregs og setti hinn unga höfðingja Odd Þórarinsson af ætt Svínfellinga yfir ríki sitt á meðan en Eyjólfur ofsi og Hrafn Oddsson, sem giftur var annarri dóttur Gissurar, fóru að honum í Geldingaholti í Skagafirði í janúar 1255 og drápu hann. Um sumarið börðust svo Þorvarður Þórarinsson, bróðir Odds, ogÞorgils skarði, sonarsonur Þórðar Sturlusonar, við Eyjólf ofsa í Þverárbardaga og felldu hann.
Landsmenn voru orðnir mjög þreyttir á átökum höfðingja og sögðu jafnvel að þeir vildu helst engan höfðingja hafa yfir sér. Þórður kakali lést í Noregi 1256. Gissur kom heim með jarlsnafnbót sem konungur hafði veitt honum en hún dugði honum lítið. Þorgils skarði var drepinn 1258, síðastur af hinum herskáu leiðtogum Sturlunga, en föðurbróðir hans, Sturla Þórðarson sagnaritari, lifði eftir og skráði sögu Sturlungaaldar.
Gamli sáttmáli
Loks kom þar 1262 að Íslendingar samþykktu að ganga Noregskonungi á hönd og þar með lauk þjóðveldistímanum. Um leið sættust þeir Gissur og Hrafn Oddsson, sem þá var helstur andstæðinga hans. Austfirðingar samþykktu raunar ekki að verða þegnar Noregskonungs fyrr en 1264 en þó er alltaf miðað við 1262. Samningurinn sem þá var gerður hefur gengið undir nafninu Gamli sáttmáli og eru elstu varðveittu handrit hans frá 15. öld.
Á síðustu árum hefur komið fram sú kenning að Gamli sáttmáli, að minnsta kosti í þeirri mynd sem hann hefur varðveist, sé alls ekki frá 13. öld, heldur hafi hann verið saminn á 15. öld til að styrkja málstað íslenskra höfðingja vegna ágreinings um verslun við Noregskonung.
Sighvatur Sturluson (1170 1238) var einn helsti höfðingi Sturlunga á fyrri hluta 13. aldar. Hann var sonur Sturlu Þórðarsonar (Hvamm-Sturlu) og Guðnýjar Böðvarsdóttur konu hans og albróðir þeirra Þórðar og Snorra Sturlusona.
Sighvatur ólst upp í Hvammií Dölum og bjó þar framan af, á Staðarfelli, í Hjarðarholti og á Sauðafelli, en árið 1215 flutti hann til Eyjafjarðar, settist að á Grund og varð héraðshöfðingi Eyfirðinga og Þingeyinga.
Árið 1222 fór hann ásamt Sturlu syni sínum í herför til Grímseyjar, þar sem Guðmundur Arason biskup hafði þá búið um sig, til að hefna fyrir dráp elsta sonar síns, Tuma, sem biskupsmenn felldu á Hólum þá um veturinn. Kirkjan leit þá för alvarlegum augum og sættir náðust ekki fyrr en Sturla fór fyrir hönd þeirra feðga beggja í suðurgöngu til Rómarborgar í yfirbótarskyni fyrir Grímseyjarför.
Þegar Sturla kom aftur heim 1235 hóf hann þegar tilraunir til að ná landinu öllu undir sig og faðir hans og bræður drógust inn í þá baráttu og átök Sturlu við Gissur Þorvaldsson og Kolbein unga, sem lauk með Örlygsstaðabardaga 1238. Þar féll Sighvatur og fjórir synir hans. Sighvatur, sem farinn var að nálgast sjötugt, féll sunnanvið gerðið á Örlygsstöðum, þar sem Kolbeinn ungi og menn hans unnu á honum.
Sighvatur var skáldmæltur enmjög lítið er varðveitt af kveðskap hans. Kona hans var Halldóra Tumadóttir, systir Kolbeins og Arnórs Tumasona og því föðursystir Kolbeins unga, og áttu þau sjö syni og tvær dætur, Steinvöru Sighvatsdóttur húsfreyju á Keldum ogSigríði Sighvatsdóttur húsfreyju á Grund. Elsti sonurinn, Tumi, var drepinn áHólum 1222 sem fyrr segir, Þórður kakali var í Noregi, en hinir fimm voru allir þátttakendur í Örlygsstaðabardaga. Sturla féll þar, Markús særðist til ólífis og var svo veginn á Víðivöllum, Þórður yngri og Kolbeinn flúðu í kirkju á Miklabæog voru teknir þaðan og höggnir með öxi föður síns, Stjörnu. Tumi yngri náði að flýja en var drepinn fáeinum árum síðar.
Sturla Sighvatsson (1199 1238) var íslenskur höfðingi á 13.öld. Hann var einn helsti foringi Sturlunga og tók við goðorði þeirra um 1220,en Sighvatur faðir hans fluttist þá í Eyjafjörð. Þeir feðgar áttu í deilum við Guðmund Arason Hólabiskup, og veturinn 1222 var Tumi Sighvatsson eldri, bróðirSturlu, veginn af mönnum biskups á Hólum. Biskup sigldi með lið sitt ti lGrímseyjar um vorið til að reyna að komast undan hefnd feðganna, en þeir Sighvatur og Sturla eltu hann þangað og náðu honum eftir mikið blóðbað og fóru hraklega með hann.
Sólveig Sæmundsdóttir Árið 1223 kvæntist Sturla Solveigu dóttur Sæmundar Jónssonar í Odda en Snorri Sturluson föðurbróðir hans mun einnig hafa haft hug á henni. Þau bjuggu á Sauðafelli í Dölum. Sturla liðsinnti sonum Hrafns Sveinbjarnarsonar þegar þeir brenndu Þorvald Vatnsfirðing inni 1228 tilað hefna fyrir föður sinn. Í janúar næsta vetur komu synir Þorvaldar að Sauðafelli að næturlagi, en Sturla var ekki heima. Þeir drápu og meiddu marga heimilismenn. Sturlu bárust fréttir af Sauðafellsför þar sem hann sat í laug á Reykjum í Miðfirði. Sturla spurði, hvort þeir gerðu ekki Sólveigu. Þeir sögðuhana heila. Síðan spurði hann einskis.
Suðurganga Sturlu. Á endanum fór svo að þeir Sturla og Guðmundur biskup sættust og var hluti af sættinni að Sturla skyldi fara til Rómar á fund páfa til að gera yfirbót vegna illrar meðferðar á biskupi í Grímseyjarför. Suðurganganhófst árið 1233 og eftir viðkomu í Noregi gekk Sturla suður til Rómar, þar sem hann skriftaði og var leiddur fáklæddur milli höfuðkirkna og hýddur. Tók hann þeirri meðferð karlmannlega en flest fólk stóð úti og undraðist, barði á bjósts ér og harmaði þegar svo fríður maður var svo hörmulega leikinn og máttu eigi vatni halda bæði konur og karlar. Sturla kom við í Noregi á heimleiðinni og gerðist lendur maður Hákonar konungs og tók að sér að koma Íslandi undir veldi hans.
Örlygsstaðabardagi.Við heimkomuna hóf hann þegar að auka við veldi sitt og tókst meðal annars að bola Snorra föðurbróður sínum úr landi og leggja veldi hans undir sig. Þá sneri hann sér að Gissuri Þorvaldssyni, foringja Haukdæla, og sveik hann á Apavatnsfundi og þvingaði hann til að sverja sér trúnaðareið. Gissur taldi sig þó á enganhátt bundinn af eiðnum og gerði þegar bandalag við Kolbein unga, foringja Ásbirninga. Er Sturla hélt norður í Skagafjörð til að leggja undir sig ríki Kolbeins, ásamt föður sínum, söfnuðu þeir Gissur og Kolbeinn mun fjölmennaraliði sem einnig var betur búið. Þeir feðgar biðu ósigur í Örlygsstaðabardaga og féllu þar. Sturla hafði gamalt spjót sem hét Grásíða sér til varnar en það var svo lélegt að það bognaði hvað eftir annað og þurfti hann að stíga á það til aðrétta það. Margir menn unnu á honum en það var Gissur Þorvaldsson sem veittihonum banahöggið.
Með Solveigu konu sinni átti Sturla dæturnar Guðnýju húsfreyju í Garpsdal og Þuríði konu Hrafns Oddssonar og soninn Jón. Einnig átti Sturla dæturnar Þuríði, konu Eyjólfs ofsa, og Ingunni, konu Sæmundar Ormssonar Svínfellings.
Snorri Sturluson (1179 23. september, 1241) var íslenskur sagnaritari,skáld og stjórnmálamaður. Hann var mikilvirkur fræðimaður og meðal annarshöfundur Snorra-Eddu. Hann var einnig höfundur Heimskringlu er segir sögu norsku konunganna og hefst þar á hinni goðsagnakenndu Ynglinga sögu og rekur síðan sögu konunganna fram til samtíma síns. Einnig er talið líklegt að hann sé höfundur Egils sögu Skallagrímssonar. Snorri bjó lengst af í Reykholti í Borgarfirði.
Uppruni. Snorri var yngsti sonur Sturlu Þórðarsonargoða í Hvammi í Dölum og síðari konu hans Guðnýjar Böðvarsdóttur. Albræður hans voru þeir Þórður og Sighvatur og hann átti líka tvær alsystur og fjöldahálfsystkina. Þegar Snorri var þriggja ára bauð Jón Loftsson í Odda, sonarsonur Sæmundar fróða, honum fóstur eftir að hafa verið fenginn til að skera úr erfðadeilu sem Hvamm-Sturla átti í og ólst Snorri því upp á því mikla fræðasetri sem Oddi var á þeim tíma og hlaut þar menntun sína.
Auðsöfnun og völd. Jón, fóstri Snorra, dó þegar hann var 18 ára en hannv arð samt áfram í Odda. Sæmundur sonur Jóns og Þórður bróðir Snorra komu þvítil leiðar nokkru síðar að Snorri giftist Herdísi, dóttur Bersa auðga á Borg áMýrum og fékk hann með henni mikið fé í heimanmund og goðorð föður hennar þegarhann lést árið 1202. Þau bjuggu fyrst í Odda, frá 1202 á Borg á Mýrum en árið 1206 flutti Snorri í Reykholt en Herdís varð eftir á Borg.
Þegar Snorri komst yfir Reykholt jókst auður hans og áhrif og ekki síður þegar Þórður föðurbróðir hans lét honum eftir hálft goðorð sitt sem hann átti í Borgarfirði, og fleiri goðorð eignaðist hann að fullu eða hluta. Gerðist hann þá höfðingi mikill, því að eigi skorti fé, segir Sturla Þórðarson bróðursonur hans í Íslendinga sögu. Hann var lögsögumaður tvisvar, 1215-1218 og 1222-1231.
Sturlungaöld. Sumarið 1218 sigldi Snorri frá Íslandi til Noregs. Skúli jarl Bárðarson var þá valdamesti maður í Noregi, enda var Hákonkonungur aðeins 14 ára. Snorri dvaldi hjá Skúla jarli um veturinn og urðu þeirmiklir vinir. Var Snorri gerður að hirðmanni konungs og naut mikillar hylli.Einnig heimsótti Snorri Eskil Magnússon og konu hans Kristínu Njálsdóttur íSkara um sumarið 1219. Þau voru bæði skyld konungsættinni og gáfu Snorra góð asýn inn í sögu Svíþjóðar. Þegar Snorri fór heim 1220 gaf Skúli jarl honum skip og margar aðrar gjafir. Höfðu þeir Skúli og Hákon konungur þá farið fram á að Snorri leitaðist við að koma Íslandi undir vald Noregskonungs.
Heimkoma Snorra er vanalega talin marka upphaf Sturlungaaldar en þó virðist hann ekki hafa gert ýkja margtn æstu árin til að uppfylla óskir konungsins og jarlsins. Sennilega hefur mikið af starfsorku hans árin eftir heimkomuna farið í að skrifa stórvirkin sem einkum hafa haldið nafni hans á lofti, Eddu, Egilssögu og Heimskringlu. Hann var enginn ófriðarmaður þótt áhrifa hans gætti víða á bak við tjöldin í róstum þessa tímabils.
Sturla bróðursonur hans var aftur á móti orðinn fyrirferðarmikill, ekki síst eftir heimkomu sína úr suðurgönguárið 1235, þar sem hann kom við í Noregi og hafði þar gerst lendur maður Hákonar konungs og tekið að sér að koma Íslandi undir hann, enda þótti konungi Snorra lítið hafa orðið ágengt. Sturla hrakti Snorra frá Reykholti 1236 og árið eftir, þegar Snorri hafði yfirgefið Þorleif Þórðarson frænda sinn rétt fyrirBæjarbardaga, sigldi hann til Noregs.
Þar höfðu þó aðstæður breyst því Skúli jarl og Hákon konungur voru orðnir ósáttir. Snorri var í Noregi tvo vetur en 1239, eftir að frést hafði af óförum Sturlunga í Örlygsstaðabardaga,vildi Snorri snúa heim en konungur bannaði það. Út vil eg, sagði Snorri, hafðiorð konungs að engu og sneri heim.
Stuttu eftir heimför Snorragerði Skúli jarl misheppnaða uppreisn gegn Hákoni konungi, sem lauk með því að Skúli var veginn. Konungur taldi Snorra landráðamann við sig og fékk Gissur Þorvaldsson það hlutverk að senda Snorra út til Noregs eða drepa hann ella.Sumarið 1241 dó Hallveig kona Snorra og upphófust þá deilur um arf milli Snorra og sona Hallveigar, Klængs og Orms, sem voru jafnframt bróðursynir Gissurar.Klængur og Gissur fóru að Snorra í Reykholti og lét Gissur menn sína vega hann 23. september 1241. Var það Árni beiskur sem hjó Snorra banahöggið.
Fjölskylda. Snorri var tvíkvæntur. Fyrri kona hans (g. 1199) var Herdís Bersadóttir (d.1233), en eins og áður segir er talið að hún hafi orðið eftir á Borg þegarSnorri fór í Reykholt og skildu þau síðar. Börn þeirra voru Hallbera, sem fyrst giftist Árna óreiðu Magnússyni og síðar Kolbeini unga og skildi við báða menn sína, og Jón murti (eða murtur) Snorrason, sem þótti efnilegur en dó í Noregi21. janúar 1231 af áverka sem hann fékk í drykkjuróstum.
Seinni kona Snorra var Hallveig Ormsdóttir (um 1199 - 25. júlí 1241). Faðir hennar, Ormur Jónsson Breiðbælingur, var goðorðsmaður á Breiðabólstað í Fljótshlíð og sonur Jóns Loftssonar fóstra Snorra. Hún var ekkja er þau Snorri gerðu með sérhelmingafélag 1224 og átti tvo unga syni en börn þeirra Snorra dóu öll ung.
Snorri átti einnig nokkur börn með frillum sínum. Þar á meðal voru Órækja Snorrason, Ingibjörg fyrri kona Gissurar Þorvaldssonar og Þórdís, seinni kona Þorvaldar Snorrasonar íVatnsfirði.
Verk. Snorri var sagnfræðingur, skrásetjari goðsagna, rithöfundur og skáld. Ritverkhans eru:
Heimskringla er safn konungasagna og er þar fjallað um konunga Noregs frá Hálfdani svarta (um 850) fram til Sverris konungs, sem var við völd á seinustu áratugum 12. aldar. Heimskringla er helsta heimildin um sögu Noregs á þessum öldum og hefur haftmikil áhrif á þjóðarímynd Norðmanna. Talið er að Snorri hafi byrjað á verkinu þegar hann kom heim frá Noregi árið 1220.
Snorra-Edda er handbók eða kennslubók í skáldskaparlist og þar er fjallað um norræna goðafræði og goðsagnir og skiptist í Gylfaginningu, Skáldskaparmál og Háttatal. Í upphafi verksins er fjallað um sköpun heimsins og rætur ásatrúar.
Ólafs saga helga hinsérstaka er ævisaga Ólafs konungs helga Haraldssonar sem dó 1030.
Hugsanlega Egils saga. Þótt engar beinar sannanir séu um að Snorri sé höfundur Egils sögu Skallagrímssonar er margt talið benda til þess.
Kolbeinn Arnórsson (1208 22. júlí 1245), sem ætíð var kallaður Kolbeinnungi til aðgreiningar frá Kolbeini Tumasyni föðurbróður sínum, var skagfirskur höfðingi á 13. öld.
Hann var af ætt Ásbirninga, helstu valdaættar í Skagafirði á Sturlungaöld, sonur Arnórs Tumasonar goðorðsmanns á Víðimýri og konu hans, Ásdísar (eða Aldísar) Sigmundardóttur frá Valþjófsstað. Faðir hans lést í Noregi 1221 og varð Kolbeinn því mjög snemma höfðingi ættarinnar. Hann bjó í Ási, á Víðimýri og á Flugumýri.
Kolbeinn deildi við Guðmund Arason biskup eins og föðurbróðir hans og nafni hafði gert. Lét hann hneppa biskupinn í varðhald og sat hann þar uns hann dó 1237. Helstu óvinir Kolbeins voru þó Sturlungar. Eftir að Sturla Sighvatsson hóf valdabrölt sitt gengu þeir Kolbeinn og Gissur Þorvaldsson í bandalag gegn honum og Sighvati föður hans og mættu Sturlungar örlögum sínum í Örlygsstaðabardaga. Eftir bardagann var Kolbeinn allsráðandi norðanlands. En árið 1242 kom Þórður kakali, bróðir Sturlu, til landsins og sýndi brátt leiðtogahæfileika sína; þótt hann væri mjög fáliðaður fyrst í stað tókst Kolbeini ekki að vinna sigur á honum. Þeim laust saman í Flóabardaga 1244 og fór Þórður halloka, enda með meira en helmingifærri menn, en tókst þó að sleppa. Kolbeinn sigldi til Vestfjarða og tók eða eyðilagði öll skip sem hann fann þar. Hann náði þó ekki Þórði og lést sjálfur ári síðar, 22. júlí 1245. Sumarið eftir má segja að veldi Ásbirninga hafi lokið í Haugsnesbardaga. Þar féll foringi þeirra, Brandur Kolbeinsson, frændi Kolbeins unga.
Kolbeinnungi var fyrst giftur Hallberu, dóttur Snorra Sturlusonar og síðar Helgu, dóttur Sæmundar Jónssonar í Odda. Þeir Gissur Þorvaldsson voru því báðir fyrrverandi tengdasynir Snorra. Kolbeinn var barnlaus.
Brandur Kolbeinsson (1209 - 19. apríl 1246) var íslenskur höfðingi á 13. öld, goðorðsmaður á Reynistað í Skagafirði af ætt Ásbirninga.Faðir hans var Kolbeinn kaldaljós Arnórsson og móðir hans Margrét dóttirSæmundar Jónssonar í Odda. Voru þeir Brandur og Kolbeinn ungi þremenningar að ætt.
Kolbeinn ákvað á banabeði sumarið 1245 að Brandur frændi hans skyldi fá öll mannaforráð í Skagafirði og tók hann þar með við ríki Ásbirninga, það er Skagafirði og Húnaþingi. Vorið eftir kom Þórður kakali með mikið lið til Skagafjarðar en Brandur tók á móti með næstum jafnfjölmennt lið og mættust þeir í Haugsnesbardaga. Þar beið lið Brands lægri hlut og féllu um sjötíu manns en nærri fjörutíu úr liði Þórðar.
Brandur komst á hest enn áðist á milli Syðstu-Grundar og Mið-Grundar og var færður upp á grundina fyrir ofan Syðstu-Grund og höggvinn þar. Þar var síðar settur upp róðukross. Sumarið 2009 var aftur settur upp róðukross fyrir ofan Syðstu-Grund og var hann vígður 15. ágúst. Jón Adolf Steinólfsson skar krossinn út og hafði Ufsakrist sem fyrirmynd.
Kona Brands var Jórunn Kálfsdóttir Guttormssonar. Kolbeinn ungi lét drepa föðurhennar og bróður fyrir það eitt að Kálfur var vinur Sighvatar Sturlusonar og var það talið til verstu níðingsverka Sturlungaaldar. Synir þeirra hjóna,Brandur og Þorgeir, voru barnungir þegar faðir þeirra féll.
Þórður Sighvatsson kakali (1210 1256) var íslenskur höfðingi á 13. öld, af ætt Sturlunga. Hann var einn sjö sona Sighvatar Sturlusonar.Þegar faðir hans og bræður voru felldir á Örlygsstöðum 1238 var hann í Noregi og hafði dvalist þar við hirð konungs.
Árið 1242 sneri hann heim og þótt Kolbeinn ungi hefði þá lagt ríki Sturlunga undir sig og réði öllu á Norðurlandi, fór Þórður þegar að safna liði gegn honum. Það gekk hægt í fyrstu en þó fékk hann smátt og smátt menn til fylgis við sig, einkum úr Dölunum og af Vestfjörðum. Í júní 1244 hélt hann með skipaflota frá Ströndum áleiðis til Eyjafjarðar til að reyna að ná föðurleifð sinni, en á sama tíma kom Kolbeinn ungi siglandi úr Skagafirði með mikið lið og mættust flotarnir á Húnaflóa. Upphófst þá Flóabardagi. Honum lauk með því að Þórður hörfaði undan en áður hafði Kolbeinn beðið afhroð.
Kolbeinn lést ári síðar og gaf í banalegunni Þórði eftir veldi föður hans í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Átökum var þó ekki lokið. Brandur Kolbeinsson, frændi Kolbeins unga, tók við völdum í Skagafirði og tókust þeir Þórður kakali á í Haugsnesbardaga 1246.Þórður hafði betur en Brandur féll og lauk þar með veldi Ásbirninga. Þar með réði Þórður öllu Norðurlandi.
Gissur Þorvaldsson, höfðingi Haukdæla og valdamesti maður á Suðurlandi, var annar helsti óvinur Sturlunga en ekki kom þó til átaka á milli þeirra Þórðar, heldur varð það úr að þeir fóru til Noregs og skutu máli sínu til Hákonar konungs. Hann úrskurðaði Þórði í vil og sendi hann til Íslands til að reyna að ná landinu undir veldi Noregs, en kyrrsetti Gissur. Næstu þrjú árin bjó Þórður í Geldingaholti í Skagafirði og var valdamesti maður á Íslandi. Konungi þótti honum þó ganga seint að koma landinu undir krúnuna og var hann kallaður aftur til Noregs 1250, en Gissur sendur heim í staðinn. Þórður var næstu árin í Noregi og líkaði það illa, en konungur leyfði honum ekki að fara heim fyrr en árið 1256. Áður en til heimferðar kæmi varð Þórður þó bráðkvaddur (11. október 1256). Þórður giftist ekki en átti nokkur börn.
Viðurnefnið kakali er talið geta þýtt einhver sem klakar eða gaggar og gæti bent til þess að Þórður hafi stamað. Fleiri skýringar eru þó til á viðurnefninu.
Gissur Þorvaldsson (1208 1268), oft nefndur Gissur jarl, var íslenskur höfðingi á Sturlungaöld. Hann var af ætt Haukdæla, sonur ÞorvaldarGissurarsonar í Hruna og Þóru yngri Guðmundsdóttur, konu hans. Hann tók ungur við Haukdælagoðorði, varð helsti foringi Sunnlendinga og gerði bandalag viðKolbein unga, leiðtoga Ásbirninga í Skagafirði, gegn Sturlungum. Unnu þeir sigur á liði Sturlunga í Örlygsstaðabardaga 1238 og urðu við það valdamestu höfðingjar landsins, ekki síst eftir að Gissur lét drepa Snorra Sturluson 1241 að kröfu Hákonar Noregskonungs.
Gissur hafði gerst lénsmaðurkonungs og eins var um Þórð kakala Sighvatsson, sem var helsti höfðingi af ættSturlunga sem eftir lifði. Eftir Haugsnesbardaga 1246, þar sem Þórður vann sigur á Ásbirningum, héldu þeir Gissur og Þórður til Noregs um haustið og skutu máli sínu til konungs, sem úrskurðaði Þórði í vil og kyrrsetti Gissur í Noregi.Var hann sýslumaður í Þrándheimi næstu árin en fór þó í suðurgöngu til Rómar 1248. Þórður fór heim og var nær einráður á Íslandi næstu árin en 1250 kallaði konungur hann út aftur og nú var það hann sem var kyrrsettur. Gissur fór afturá móti heim 1252 ásamt Þorgils skarða Böðvarssyni og átti að reyna að koma landinu undir veldi Noregskonungs. Hann vildi reyna að sættast við óvini sínaen þeir voru ekki allir sama sinnis og haustið 1253 gerðu þeir aðför að honum á Flugumýri í Skagafirði, þar sem hann var þá sestur að, og reyndu að brenna hann inni. Gissur slapp úr Flugumýrarbrennu með því að fela sig í sýrukeri en missti alla fjölskyldu sína.
Konungur stefndi honum aftur til Noregs 1254 því að honum þótti seint ganga að koma Íslandi undir krúnuna.Gissur sneri aftur heim með jarlsnafnbót en varð ekkert ágengt og það var ekki fyrr en 1262 sem Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd og samþykktu Gamla sáttmála,sem stundum var nefndur Gissurarsáttmáli. Hann átti í nokkrum erjum eftir a ðheim kom, einkum við Oddaverjann Þórð Andrésson, sem hann lét drepa 27.september 1264. Þar lýkur Sturlungu og er fátt vitað um síðustu ár Gissurar, sem þá bjó á Stað í Reynisnesi (Reynistað) og lést 12. janúar 1268. Hann mun hafa áform að að ganga í klaustur en lifði ekki svo lengi; gaf þó Reynistað til stofnunar nunnuklausturs fyrir dauða sinn.
Fyrri kona Gissurar, sem hann giftist 1224 þegar bæði voru 15-16 ára var Ingibjörg,dóttir Snorra Sturlusonar, og áttu þau einn son sem dó ungur. Þau skildu.Fylgikona Gissurar, sem hann kvæntist loks 1252, var Gróa Álfsdóttir og áttu þau synina Hall og Ísleif en einnig átti Gissur soninn Ketilbjörn. Gróa og synirnir þrír fórust öll í Flugumýrarbrennu. Eftir brennuna tók Gissur sem frillu Ingibjörgu Gunnarsdóttur frá Geitaskarði í Langadal og unni henni brátt mikið. Talið er að þau hafi eignast eina dóttur, Þóru.
Þorgils Böðvarsson skarði (1226 22. janúar 1258) var íslenskur höfðingi á 13. öld. Hann var af ætt Sturlunga, sonur Böðvars Þórðarsonar Sturlusonar og Sigríðar Arnórsdóttur Tumasonar, systur Kolbeins unga. Viðurnefnið kom til afþví að Þorgils var fæddur með skarð í vör en fyrr á öldum var ekki algengt að þeir sem þannig var ástatt um kæmust á legg.
Árið 1244 fór Þorgils til Noregs og var við hirð Hákonar konungs, sem lét lækni græða skarðið í vör Þorgils og er það fyrsta lýtaaðgerð sem vitað er til að gerð hafi verið á Íslendingi. Árið 1252 sendi konungur Þorgils til Íslands með Gissuri Þorvaldssyni og áttu þeir að reyna að koma landinu undir vald konungs. Þorgils reyndi að ná yfirráðum yfir ríki því sem Snorri Sturluson frændi hans hafði ráðið í Borgarfirði og settist að í Reykholti. Hann var óvæginn og harður, bakaði sér óvinsældir og hraktist á endanum út á Snæfellsnes á föðurleifð sína, Stað á Ölduhrygg.
Eftir að Gissur fór aftur til Noregs eftir Flugumýrarbrennu vildi Þorgils reyna að ná yfirráðum í Skagafirði, sem hann taldi sig eiga tilkall til þar sem hann var Ásbirningur í móðurætt, en Eyjólfur ofsi Þorsteinsson vildi einnig ná völdum í Skagafirði.Þeir börðust á Þveráreyrum í Eyjafirði 1255 og þar féll Eyjólfur. Nokkru síðar var Þorgils orðinn höfðingi yfir öllum Norðlendingafjórðungi. Hann lenti þó fljótt í deilum við Svínfellinginn Þorvarð Þórarinsson á Grund, tengdason Steinvarar Sighvatsdóttur á Keldum, sem gerði kröfu um arf eftir Þórð kakala bróður sinn. Deilunum lauk með því að Þorvarður tók Þorgils af lífi á Hrafnagili í Eyjafirði aðfaranótt 22. janúar 1258. Eftir víg hans hraktist Þorvarður burt úr Eyjafirði.
Þorgilsskarði var ókvæntur en átti dóttur, Steinunni, með Guðrúnu Gunnarsdóttur frillu sinni, systur Ingibjargar sem var fylgikona Gissurar Þorvaldssonar síðustu ár hans.
Sturla Þórðarson (29. júlí 1214 30. júlí 1284) var lögsögumaður,lögmaður, sagnaritari og skáld sem bjó á Staðarhóli í Saurbæ.
Uppruni og æska. Sturla var sonur Þórðar Sturlusonar og frillu hans Þóru og áttu þau fleiri börn saman, þar á meðal Ólafs Þórðarsonar hvítaskálds, en Sturla var yngstur.
Þórður átti einnig skilgetinn son, Böðvar, og fékk hann meirihluta arfs eftir föður þeirra er hann dó 1237, en Sturla hafði áður erft ömmu sína, Guðnýju Böðvarsdóttur, sem ól hann upp fyrstu árin, í Hvammi til 1218 og síðan í Reykholti. Snorri Sturluson,sonur Guðnýjar og föðurbróðir Sturlu, hirti þó þá fjármuni og urðu þeir bræðurnir, hann og Þórður, ósáttir út af arfinum en þeir sættust þó seinna og varð Sturla nemandi Snorra og ólst upp hjá honum að einhverju leyti.
Átök Sturlungaaldar. Sturla var talinn friðsemdarmaður en var þó þátttakandi í mörgum helstu viðburðum Sturlungaaldar. Hann barðist með Sighvati föðurbróður sínum og sonum hans í Örlygsstaðabardaga, hann var í liði Þórðarkakala er hann sneri heim frá Noregi.
Þegar Gissur Þorvaldsson kom til landsins 1252 og vildi leita sátta við Sturlunga var Sturla helsti leiðtogi þeirra og þeir sömdu um að Ingibjörg dóttir Sturlu, sem þá var 13 ára, skyldi giftast Halli syni Gissurar. Brúðkaupið var haldið á Flugumýri haustið 1253 en Sturla var farinn þegar brennumenn riðu í garð svo að hann varð ekki vitni að Flugumýrarbrennu.
Lögsögumaður, lögmaður og rithöfundur
Sturla var lögsögumaður 1251-1253, fékk Borgarfjörð að léni er Gissur varð jarl 1258 en missti hannskömmu síðar í hendur Hrafns Oddssonar. Hann átti síðan í erjum við Hrafn semlauk með því að Sturla hraktist til Noregs 1263. Þar var honum falið að skrifasögu Hákonar gamla. Hann fór heim árið 1271 með lögbókina Járnsíðu og kann aðhafa átt þátt í að semja hana en hún mætti mótstöðu og var ekki lengi í gildiog Jónsbók kom í staðinn áratug síðar.
Hann varð lögmaður allslandsins 1272-1276. Síðasta árið eða árin þótti mönnum hann vera afskiptalítill og leyfa Hrafni Oddssyni og Árna biskupi að fara sínu fram og skrifaðiÞorvarður Þórarinsson konungi umkvörtunarbréf. Úr varð að landinu var skipt ítvö lögmannsumdæmi og varð Sturla lögmaður norðan lands og vestan en JónEinarsson sunnan og austan. Árið 1277 fór Sturla aftur til Noregs og var þáfalið að skrifa sögu Magnúsar lagabætis. Hann kemur lítið við sögu næstu árinþótt hann væri lögmaður og er til dæmis að engu getið í sambandi við deilurnarsem urðu um Jónsbók. Eftir að hann sagði af sér lögmannsstarfi 1282 flutti hann út í Fagurey á Breiðafirði og dvaldi þar síðustu æviárin.
Hann skrifaði Íslendingasögu, rit sem síðar varð miðjuþáttur Sturlunga sögu. Hún er sjálfstætt verk og er oft birt sem slíkt. Einnig var hann konunglegur sagnaritari og skrifaði Hákonar sögu Hákonarsonar og sögu Magnúsar sonar hans. Hann skrifaði líka eina gerð Landnámabókar og orti kvæði og vísur sem sum hafa varðveist.
Fjölskylda. Kona Sturlu var Helga Þórðardóttir. Auk Ingibjargar áttu þau dótturina Guðnýju, sem giftist Kálfi Brandssyni á Víðimýri, syni Brands Kolbeinssonar, og synina Þórð,sem var hirðprestur Magnúsar lagabætis, og Snorra á Staðarhóli.
Hrafn var af ætt Seldæla, elsti sonur Odds Álasonar á Söndum, sem Órækja Snorrason drap, og konu hans Steinunnar, dóttur Hrafns Sveinbjarnarsonar. Hann bjó fyrst á Eyri í Arnarfirðien síðar á Sauðafelli, í Stafholti og seinast í Glaumbæ í Skagafirði. Hann var í liði Þórðar kakala í Flóabardaga og var á skipi með Svarthöfða Dufgussyni,mági sínum.
Hrafn var af ætt Seldæla, elsti sonur Odds Álasonar á Söndum, sem Órækja Snorrason drap, og konu hans Steinunnar, dóttur Hrafns Sveinbjarnarsonar. Hann bjó fyrst á Eyri í Arnarfirði en síðar á Sauðafelli, í Stafholti og seinast í Glaumbæ í Skagafirði. Hann varí liði Þórðar kakala í Flóabardaga og var á skipi með Svarthöfða Dufgussyni,mági sínum.
Hann kvæntist Þuríði (um1228 1288), dóttur Sturlu Sighvatssonar og Solveigar Sæmundardóttur árið 1245 og settust þau að á Sauðafelli í Dölum. Þá var Kolbeinn ungi fallinn frá, Þórður kakali hafði náð völdum og Hrafn gat fengið hluta af mannaforráðum Sturlu í Dalasýslu. Þegar Þórður fór til Noregs 1250 skipti hann umsjón með veldi sínu á milli stuðningsmanna sinna og réðu þeir Hrafn, Sturla Þórðarson og Þorleifur Þórðarson í Görðum fyrir Vesturlandi. Þegar Þorgils skarði kom til landsins 1252 kom til átaka um völd á milli hans, Hrafns og Sturlu.
Hrafn var boðinn til brúðkaups Ingibjargar Sturludóttur og Halls Gissurarsonar á Flugumýri haustið 1253 en þegar hann kom í Skagafjörð kom sendimaður Eyjólfs ofsa, svila hans, og sagði honum frá því að fyrirhugað væri að fara að Gissuri og vildi fá hann til að vera með. Hrafn neitaði og reyndi að hafa brennumenn ofan af áforminu en sagði heldur ekki Gissuri frá nema undir rós. Hann var kominn til Hóla þegar brennan var en hitti brennumenn þar á eftir og fór með þeim þaðan til Eyjafjarðar.
Hrafn og Gissur sættus tvorið 1254 en Gissur sagði seinna að hann vissi ekki hvað hefði hlíft Hrafni á þeim fundi því hann hefði áður verið ákveðinn í að meiða hann, blinda eða gelda. Gissur fór út þá um sumarið en um veturinn fóru svilarnir Hrafn og Eyjólfur ofsi að Oddi Þórarinssyni í Geldingaholti, sem Gissur hafði sett yfirNorðurland, og drápu hann. Þorvarður Þórarinsson bróðir Odds og Þorgils skarði söfnuðu liði og börðust við betur búið og fjölmennara lið Odds og Eyjólfs á Þveráreyrum í Eyjafirði í júlí 1255. Eyjólfur féll á Þverárfundi en Hrafn flúði og staðnæmdist ekki fyrr en í Skagafirði.
Um 1260 flutti Hrafn sig íStafholt og hrakti fyrst Snorra son Sturlu Þórðarsonar úr héraðinu og svo Sturlu sjálfan úr landi 1263. Gissur Þorvaldsson og Hrafn sættust endanlega á Alþingi 1262. 1270 gerði Magnús konungur Hrafn og Orm Ormsson Svínfelling handgengna menn sína og hirðstjóra og skipaði þeim allt Ísland en Ormur drukknaði við Noreg sama ár svo að Hrafn var einn hirðstjóri. Hann átti í hörðum deilum við kirkjuvaldið síðustu árin (staðamál síðari) og lét hvergi undan í þeirri baráttu. Árið 1288 fóru þeir Staða-Árni biskup saman til Noregs og þar dó Hrafn árið eftir.
Synir Hrafns og Þuríðar voru þeir Jón korpur í Glaumbæ í Skagafirði og Sturla riddari en dæturnar hétu Hallkatla, Valgerður og Þorgerður.
Eyjólfur ofsi Þorsteinsson (d. 19. júlí 1255) var einn af foringjum Sturlunga eftir að Þórður kakali hvarf úr landi 1250. Hann var frá Hvammi í Vatnsdal og kona hans, Þuríður, var óskilgetin dóttir Sturlu Sighvatssonar og frillu hans Vigdísar Gíslsdóttur. Kolfinna Þorsteinsdóttir, systir Eyjólfs, var líka ein af frillum Þórðar kakala.
Þegar Gissur Þorvaldsson sneri heim frá Noregi 1252, vildi hann sættast við Sturlunga, meðal annars með því að gifta Hall son sinn Ingibjörgu Sturludóttur. Eyjólfur ofsi bjó þá í Geldingaholti í Skagafirði en Gissur kvaðst ekki vilja hafa hann í héraðinu. Flutti hann þá að Möðruvöllum í Hörgárdal og virtist í fyrstu ætla að sætta sig við veru Gissurar í Skagafirði. Kona hans manaði hann þá í votta viðurvist að hefna föður síns, og safnaði Eyjólfur þá liði. Nóttina eftir að brúðkaupsveislunni lauk kom hann með flokk manna úr Eyjafirði og brenndi bæ Gissurar á Flugumýri. Kona Gissurar og synir brunnu þar inni en hann slapp sjálfur. Gissur leitaði hefnda eftir Flugumýrarbrennu en tókst ekki að ná Eyjólfi.
Eftirað Gissur hvarf til Noregs 1254, deildu Eyjólfur og Þorgils skarði um yfirráð yfir Skagafirði. Þeim lauk með Þverárfundi, bardaga á Þveráreyrum í Eyjafirði 19. júlí 1255, þar sem Eyjólfur féll.
Þórður Andrésson (d. 27. september 1264) var íslenskur höfðingi í lok Sturlungaaldar og bjó á Stóruvöllum. Hann var af ætt Oddaverja, sonur Andrésar Sæmundssonar (um 1200 - 26. maí 1268) goðorðsmanns í Eyvindarmúla og Skarði, sonar Sæmundar Jónssonar í Odda, en móðir Þórðar er óþekkt. Þórður var helsti foringi Oddaverja upp úr miðri 13. öld en bræður hans, þeir Magnús Agnar,Eyjólfur og Brandur fylgdu honum að málum. Þórður átti í deilum við Gissur Þorvaldsson og reyndi oftar en einu sinni að brugga honum banaráð, sendi meðal annars sonum Brands Kolbeinssonar bréf og vildi fá þá til að ganga í bandalag við sig og bana Gissuri en þeir létu Gissur vita.
Bræður Þórðar sóttu að Gissuri haustið 1264 þar sem hann var fáliðaður á ferð við Hvítá (Þórður var sjálfur skammt undan) en Gissur slapp frá þeim og safnaði liði. Komið var á sáttafundi en Gissur afvopnaði bræðurna og fór með þá að Þrándarholti íGnúpverjahreppi. Þar var Þórður höggvinn en bræðrum hans gefin grið. Áður en Þórðurvar tekinn af lífi bað hann Gissur að fyrirgefa sér það sem hann hefði gert áhlut hans en Gissur svaraði: Það skal ég gera þegar þú ert dauður.
Þórður hefur verið kallaður síðasti Oddaverjinn því að þótt bræður hans lifðu eftir og margir aðrir af ættinnivar valdaskeiði hennar endanlega lokið við lát hans.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | 15.11.2022 | 08:14 (breytt kl. 09:52) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Innlent
- Megum búast við rigningu, slyddu eða snjókomu
- Ökumaður undir áhrifum lenti í umferðaróhappi
- Brýtur upp ásýnd miðbæjarins
- Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár
- Andlát: Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen
- Búseti kærir Reykjavíkurborg
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
Erlent
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér
Athugasemdir
Fín samantekt.
Guðjón E. Hreinberg, 15.11.2022 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.