Að hengja bakarann fyrir smið! Nei, það átti hvorki að hengja Pence né drepa Pelosi

Það er ekki öll vitleysan eins. Haldið hefur verið fram hér á blogginu að raunveruleg valdaránstilraun hafi átt sér stað 6. janúar í Capitol Hill - þinghúsi Bandaríkjanna. Það er helst til langt gengið. Í öllum bandarískum fjölmiðlum er talað um "riots", ekki "coup d état".

Í bloggskrifinu segir: "Það fór ekkert á milli mála, hver ætlunin var með árásinni á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021: 

Í ótal myndskeiðum sem teknar voru á staðnum var öll hegðun árásarmanna sú að fremja valdarán, og meðal þeirra myndskeiða voru hangandi tilbúin hengingaról fyrir Mike Pence varaforseta, sem  Trump sakaði um þjóðarsveik, og áköf voru hróp helstu forsprakka um að ganga frá Pelosi forseta fulltrúadeildarinnar. 

Donald Trump hvatti í aðdragandanum til þess að farið yrði til þinghússins og látið til sín taka, en fylgdi því síðan eftir með því að gera ekkert til að afstýra því sem gerðist."

Ef þetta hafi verið raunin, sem er algjörlega ósannað, væri búið að færa sönnur á það. Það hefur ekki verið gert. Um 600 manns hafa verið ákærðir, fyrir húsbrot eða ofbeldisfulla hegðun. Enginn fyrir valdaránstilraun.

Í öllum alvöru valdaránum væri samsæri plottað og vopnavaldi beitt. Enginn var handtekinn með skotvopn á staðnum, eina manneskja sem drepin var, var óvopnuð kona, skotinn af færi af lögreglumanni þinghússins.

Donald Trump sagði, ef menn sem ætla sér að fjalla um þetta í alvöru myndu vísa í orð hans, fólki að "...safna saman fyrir framan þinghúsið og mótmæla friðsamlega".  Að sjálfsögðu var Trump ósáttur og mótmælti kosningaúrslitum en hann má það. Það gerði Hillary Clinton líka og svo var einnig í seinustu Alþingiskosningum sem klúðruðust. Í lýðræðisríki má mótmæla niðurstöðum úrslita. Það er ekki valdaránstilraun! Svo að það sé haldið til haga, þá hefur Trump algjörlega mistekist að sanna víðtækt svindl í forsetakosningunum en að sjálfsögðu var eitthvað um slíkt, eins og gerist ávallt í bandarískum kosningum. 

Staðreyndir um 6. janúar

Þann 6. janúar 2021 hélt Donald Trump forseti „Save America“ fund sinn um hádegisbil á Ellipse þar sem hann ítrekaði Pants on Fire fullyrðingu sína um að hann hefði unnið kosningarnar 2020. Trump bauð mannfjöldanum að „ganga niður til Capitol Hill“ þar sem fulltrúardeildin (húsið) og öldungadeildin héldu sameiginlegan fund til að staðfesta kosningaúrslitin fyrir Joe Biden. Múgur braut inn í þinghúsið og lokaði þinginu klukkustundum saman. Eftir árásina á þinghúsið, ákvað fulltrúardeildin undir forystu demókrata að ákærða Trump 13. janúar 2021; hann var sýknaður 13. febrúar 2021 í öldungadeildinni. Frá miðjum nóvember 2021 hafa meira en 600 manns verið ákærðir fyrir glæpi sem tengjast óeirðunum.

Svo má velta fyrir sér hverjir það voru sem hvöttu til inngöngu í þinghúsið og hafa FBI flugumenn verið tengdir því en FBI harðneitar að veita upplýsingar um þátt sinn og hvað fulltrúar þeirra gerðu þann daginn. Talað hefur verið um Ray Epps og þátt hans í upphafi óreiðanna. Sumir segja að hann sé flugumaður FBI og ætlunin hafi verið að kast rýrð á fylgjendur Donalds Trumps með að efna til óeirða. Málið fór svo fljótt úr böndunum.

Spurningar vakna. Af hverju hefur Epps ekki verið ákærður eða handtekinn? Stór hluti fólksins sem handtekið var og sett í fangelsi, gerði ekki annað en að fara óboðið inn í þinghúsið sem eru mun minni sakir en Ray Epps er borinn. Aðrir segja hann vera leiðtoga hægri aðgerðarsinna og alls ótengdur FBI. Hér vantar inn í myndina þátt FBI og því erfitt að afsanna eða sanna meint tengsl hans við stofnunina.

Hér eru athyglisverð myndbönd um hans þátt:

Massie Confronts Dems About Ray Epps: 'Why Is There No Interest In Him?'

Tucker: The curious case of Ray Epps and the January 6 Committee

Önnur staðreynd er að Nancy Pelocy harðneitaði að auka öryggigæslu í þinghúsinu og kringum það, en það er á hennar ábyrgð að gæta öryggi þess sem þingforseti. Hún afþakki liðsveislu sem Trump bauð henni með að senda a.m.k. 10. þúsund þjóðvarðliða til stuðnings lögregluliðsins en menn höfðu veður af að það gæti komið til átaka þennan dag. Skrítin valdaránstilraun það, að bjóða fram herlið gegn eigin valdaránsmönnum!

Svo hafa menn gleymt meinta áhlaupinu á Hvíta húsið, þegar óeirðarseggir brutu og brömluðu (kveiktu í frægri kirkju um leið) allt sem á vegi þeirra var og leyniþjónustan leist ekki meira á blikuna en svo, að Trump var fluttur í öryggishverfingu undir Hvíta húsinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Hér er tímalína 6. janúar:

https://www.bbc.com/news/world-us-canada-56004916

Birgir Loftsson, 14.10.2022 kl. 15:12

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Það er alveg ótrúlegt hvað FBI og CIA geta gert sem og aðrar leyniþjónustustofnanir.  Þetta eru ríki í ríkinu, fella ríkisstjórnir um allan heim, efna til styrjalda og taka líka þátt í hernaðarátökum.

FBI hefur hingað til tekist að halda að mestu andliti, en ekki má gleyma ólöglegum upplýsingasöfnunum John E. Hoover um þjóðfræga einstaklinga, sem hann notaði til að kúga þá og tryggja valdsess sinn. Sjá mátti þetta í bíómynd um hann, sem heitir J. Edgar, með Leoardo DiCaprio, þar sem ritari hans kappkostaði að eyða leyniskjölum hans við dauða hans.

Ekki má gleyma ,,Military industrial complex" sem Eisenhower afhjúpaði í lokaræðu sinni.  Bandaríska ríkisapparatið er orðið stjórnlaust skrímsli sem er hættulegt sjálfu lýðræðinu.  Fáir forsetar hafa reynt að fara í það, Carter sagðist ekki ráða neinu og eftirrennarar hans hafa sagt það sama. Eini forsetinn sem hefur reynt raunverulega, er sjálfur óþekktarormurinn Donald Trump, utangarðsmaðurinn í Washington. Sjáum hvað varð um hann.

Birgir Loftsson, 14.10.2022 kl. 17:21

3 Smámynd: Loncexter

Donald Trump er skárri en "forrest gump"

Loncexter, 14.10.2022 kl. 17:48

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Forest Gump var a.m.k. "Street smart"og hafði lukkuna með sér, annað en núverandi ábúandi 1600 Pennsylvania Avenue NW, Washington!

Birgir Loftsson, 14.10.2022 kl. 20:36

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Hér rek ég atburðarásina í smáatriðum....

https://biggilofts.blog.is/blog/biggilofts/entry/2274096/

Birgir Loftsson, 14.10.2022 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband