Bretland varð fyrst til að nota skriðdreka í einhverju mæli í fyrri heimsstyrjöldinni. En í síðari heimsstyrjöldinni voru það þýskar bryntækja hersveitir sem höfðu meira samþættingu skriðdreka í bardagaaðferðum sínum, t.d. með notkun talstöðva og samhæfðri taktík. Brynvarinn ökutækjahernaður átti eftir að vera mikilvægur þáttur í átökunum í síðari heimsstyrjöldinni.
Á fyrstu árum stríðsins átti Þýskaland frumkvæðið. Þýskar hersveitir beittu Blitzkrieg-aðferðum í Frakklandi árið 1940 og nýttu til fulls hraða og brynvörn skriðdreka til að brjótast í gegnum varnir óvina. Það var ljóst að skriðdrekatækni Þjóðverja hafði þróast á millistríðsára tímabilinu. Aftur á móti voru Bretar og bandamenn almennt að elta þá hvað varðar tækni og aðferðir.
Bardagarnir í eyðimörkinni í Norður-Afríku á árunum 1940 til 1943 voru mjög háðir skriðdrekum. Bretar sendu skriðdrekagerðir á borð við Crusaders, Valentines og Matildas á vettvang, sem voru allar tiltölulega léttvopnaðar og viðkvæmar fyrir vélrænum vandamálum. En frá 1942 gátu Bretland í auknum mæli notið góðs af miklum fjölda bandarískra skriðdreka, eins og Grants og Shermans.
Í síðari heimsstyrjöldinni kom til átaka brynvarðra ökutækja í mælikvarða sem aldrei hefur sést fyrr eða síðar. Skriðdrekar voru mikilvægur þáttur í flestum helstu orustu vettvöngum, frá Norður-Afríku til Rússlands og Norður-Frakklands. Þeir komu fram í nokkrum mikilvægum orrustum stríðsins, eins og El Alamein árið 1942 og Kursk árið 1943.
Sumir stærstu skriðdrekabardagar áttu sér stað í örvæntingarfullri baráttu Þýskalands og Sovét-Rússlands. Rússar áttu T-34, skriðdreka sem var vel vopnaður, fjölhæfur og framleiddur í miklu magni en voru síðri hvað varðar tækni gagnvart þeim þýsku. Hann gegndi lykilhlutverki í að hjálpa til við að snúa við stríðsgæfunni á austurvígstöðvunum í þágu Sovétríkjanna.
Á seinni árum stríðsins hafði forskot Þjóðverja minnkað. Þótt þýskar hersveitir hafi notið góðs af gríðarlegum vopnabúnaði skriðdreka eins og Tiger skriðdrekanum, þýddi iðnaðarmagn bandamanna að þeir áttu skriðdreka í meira magni. Skriðdrekahönnun bandamanna batnaði einnig, sem og taktík notkun þeirra hvað varðar brynvörn.
Það var ekkert að Tiger sem skriðdreka í sjálfu sér, heldur áherslur nasista í hergagna framleiðslu sinni. Þeir lögðu áherslu á gæði frekar en magn. Það varð þeim að falli, því að í seinni heimsstyrjöld skipti magnið meira máli en gæðin, sérstaklega þegar Sovétmenn gáfu skít í mannslífs og eigið mannfall og var sama þótt 10 skriðdrekar voru eyðilagðir á móti hverjum þýskum. Sama með bandarísku skriðdrekanna, algjört rusl í samanburði við þá þýsku.
Þeir þýsku framleiddu meira af Panther skriðdrekunum sem skipti meginmáli í hernaði þeirra (samt ekki nógu mikið) og Jagdpanther er talinn vera besti skriðdreki stríðsins, ef hægt er að taka einn út, þvi að þeir voru misþungir, brynvarðir og vopnum búnir, allt eftir tilgangi. Panzer V Panther var t.a.m. þungur og vel bryn varinn, frábær skriðdreki.
Ef við hraðspólum fram í nútímann, eins og t.d. Úkraínu stríðið er háð í dag, skipta gæðin meira máli en magnið. Ætli það sé ekki vegna þess hversu takmarkað stríðið er, en ef allsherjar stríð myndi brjótast út, myndi líklega magnið skipta meira máli.
Skriðdrekinn hentar ekki alls staðar. Hann hentar ekki í borgarumhverfi eða skóglendi, heldur á sléttum Evrasíu, Norður-Afríku og annars staðar þar sem mikið sléttlendi er. Sjá t.d. Sex daga stríðið og önnur stríð Ísraela eða Flóabardagann gegn Saddam Hussein.
Mikil óvissa ríkir um framtíð skriðdrekans. Eins og staðan er í dag, fer hann halloka gagnvart nýjustu eldflaugatækninni og dróna árásum sem og loftárásum þyrlna og orrustuþotna. En vörn þeirra batnar sífellt en skriðdrekahönnuðir hafa ekki undan að hanna skriðdreka sem geta mætt þessum ógnunum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 13.10.2022 | 13:10 (breytt kl. 13:10) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.