Það er merkilegt hvað tilfinningaþrungin umræðan getur verið um þetta stríð. Það stendur okkur nærri enda í túnfæti Evrópu í austri. En það hlýtur að vera hægt að ræða það án þess að skipa sér í fylkingu og horfa ískalt á stöðuna í dag.
Eins og öll stríð, gerist það ekki bara sísona. Menn sem fara í stríð telja sig hafa ástæðu, hvort sem hún er raunsæ eða ekki. Stundum eru ástæðurnar sem gefnar fáránlegar, stundum eru þær studdar sögulegum rökum og stundum jafnvel til að koma í veg fyrir innrás.
Vandamálið með Úkraínu og Rússland og samskipti þeirra er hversu samofin saga þeirra er. Kænugarður hefði í stað Moskvu geta orðið höfuðborg Slava á 10. öld og verndari rétttrúnaðarkirkjunnar en svo varð ekki vegna atburðarásar sögunnar. En borgin varð eftir sem áður öflug og að lokum höfuðborg Úkraínu. Ég ætla ekki að rekja sögu hennar enda væri það efni í bók en koma með sögupunkta (sjá hér að neðan). En úr því að saga flestra Evrópuríkja í núverandi formi nær ekki lengra aftur í tímann en 100-200 ár (þar á meðal Ísland), læt ég nægja að rekja söguna á 20. öld. Landamæri og þjóðréttarstaða þeirra nær hvort sem er stutt aftur í tímann. Staðreyndir leynast alltaf í bakgrunninum.
Úkraína - næststærsta land í Evrópu eftir svæði á eftir Rússlandi - var um stundarsakir sjálfstætt snemma á 20. öld, áður en hún varð hluti af Sovétríkjunum árið 1922.
Eftir hrun Sovétríkjanna lýstu Úkraínumenn enn og aftur yfir sjálfstæði sínu árið 1991.
Sem hluti af samningaviðræðum við nýmyntuð rússnesk stjórnvöld eftir Sovétríkin, skilaði Úkraínu kjarnorkuvopnum frá Sovéttímanum til Rússlands og leyfði Rússum að halda Svartahafsflota sínum staðsettum á Krímskaga samkvæmt leigusamningi.
Úkraína á tímum eftir Sovétríkin hélt síðan áfram að þróa efnahagsleg og diplómatísk tengsl sín við Vestur-Evrópu. Árið 2008 gaf NATO í skyn að Úkraína og fyrrum Sovétlýðveldið Georgíu yrðu aðild að framtíðinni. Rússar réðust inn í Georgíu skömmu síðar.
En átökin eins og við þekkjum þau hófust árið 2013, þegar Viktor Janúkóvítsj, þáverandi forseti Úkraínu, dró sig út úr væntanlegum efnahagssamningi við Evrópusambandið og ákvað þess í stað að gera samning við Rússland.
Mótmælin sem urðu til þess neyddu Janúkóvitsj frá völdum árið 2014. Sumir segja að vestræn ríki hafi staðið á bakvið þessi mótmæli og þetta hafi verið valdarán, a.m.k. líta Rússar þannig á málið.
Sem svar bauð Vladimír Pútín Rússlandsforseti stuðning við rússneskumælandi aðskilnaðarsinna í Donetsk og Luhansk, sem eru hluti af Donbass -héraði í austurhluta Úkraínu.
Pútín lýsti samtímis yfir að Krímskaga, sem hafði verið hluti af sósíalíska lýðveldinu Úkraínu á Sovéttímanum (gjöf Krjúfsef (Khrushchev)), væri hluti af Rússlandi - og réðst inn á skagann í lok febrúar og mars 2014. Forsagan er þessi: Árið 1954 gaf Nikita Khrushchev Sovétleiðtogi Úkraínu gjöf: Krímskaga. Á þeim tíma virtist þetta vera venjubundin aðgerð, en sex áratugum síðar hefur þessi gjöf afleiðingar fyrir bæði löndin. Flutningurinn fékk litla athygli, aðeins málsgrein í Pravda, í hinum opinbera sovéska dagblaðinu, 27. febrúar 1954.
En innlimun Pútíns á Krímskaganum, sem staðsettur er meðfram norðurströnd Svartahafs, var fordæmd almennt af alþjóðasamfélaginu, sem viðurkennir enn að landið sé hluti af Úkraínu. Sögulega séð og samkvæmt íbúasamsetningu, tilheyrir skaginn frekar Rússlandi en Úkraínu en það er önnur saga sem ég hef rekið hér áður í grein sem ber heitið Hver á Krímskaga? Sjá slóðina: Hver á Krímskaga? - biggilofts.blog.is
Bardagarnir, sem hafa haldið áfram af og til þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé frá 2015, og hafa kostað um 14.000 manns lífið.
Hraðspólum áfram til ársins 2022 og Pútín viðurkenndi formlega tvær uppreisnahéruð Donetsk og Luhansk, sem sjálfstæð ríki nýverið - og skipaði rússneskum hermönnum að fara inn í Donbas í svokallaðri "friðargæslu".
Tilskipunin kom í kjölfar sjónvarpsræðu þar sem Pútín lýsti því yfir að Úkraína væri ekki sjálfstæð þjóð heldur frekar órjúfanlegur hluti Rússlands, stofnuð af Sovétríkjunum.
Vilji Rússa er ótvíræður: Þeir vilja ekki að landamæri NATÓ liggi á landamærum Úkraínu og Rússlands og þeir voru og eru tilbúnir að fórna mannlífum til að tryggja þessi landamæri. Rússar segja að NATÓ hafi svikið samkomulag um að færa bandalagið ekki að landamærum Rússlands síðan Sovétríkin liðu undir lok.
Ætlunarverk Pútíns, eins og staðan er í dag, virðist hafa misheppnaðist, því að nú stefnir í að Finnland og Svíþjóð gangi í NATÓ og þar með landamæri bandalagsins að Rússlandi í Skandinavíu. Hann hefur veikt stöðu Rússlands innanlands (þjóðarbrot geta farið af stað) og út á við (fyrrverandi sovét lýðveldi geta farið af stað með innbyrðis uppgjör sem og önnur nágrannaríki) með vangetu rússneska hersins. Jafnframt hefur valdajafnvægi stórveldanna raskast.
En ef við tökum mið af hvað telst vera grunnur að þjóðríki, þá er það menning, tungumál, trúarbrögð og siðir, getum við sagt að Úkraínumenn hafi öll þessi sérkenni. Þótt Rússland hafi ráðið meira eða minna Úkraínu síðan 1709, þá eiga þeir, ekki frekar en Englendingar eiga rétt á að ráða yfir Skotlandi, rétt á að ráða yfir Úkraínu ef íbúar kjósa annað.
Varðandi austurhlutann, þar sem meirihlutinn er rússneskumælandi, vandast málið. Ég kýs alltaf friðarsamninga en stríð. Einhver leið hlýtur að vera til að komast samkomulagi, t.d. með löglegum kosningum í umdeildum héruðum. Úkraínumenn og Rússar verða að finna leið til að búa saman sem nágrannar, rétt eins og nágrannar í íbúðagötu þurfa að gera. Hvorugum aðila á að finna eigið öryggi ógnað.
Saga Úkraínu (heimild: tungumalatorg.is ásamt viðbætur mínar)
Það svæði sem nú telst til Úkraínu hefur verið í byggð lengst aftur í forneskju.
3 öld f.Kr. Gotar koma til Úkraínu og kölluðu þá landið Oium.
370 Húnar ráðast inn í landið.
454 Kænugarður sigrar Húna í bardaganum við Nedao.
5.-6. öld Slavneskir ættbálkar, mögulega leifar af Kænugarðsmenningunni settust að á svæðum Úkraínu og langt fram á 6. öld.
7. öld Kænugarður er stofnaður af manni að nafni Kyi. Khazarar ráða ríkjum í Úkraínu fram á 9. öld.
9 öld Víkingar taka yfir Kænugarð og stofna ríki sem kallast Kievan Rus. Þar ráða Varangískir prinsar fram á 14. öld.
988 Vladimir mikli, hertogi af Kænugarð, gerist kristinn og kristnar þjóð sína um leið.
11. öld Kievan Rus er landfræðilega stærsta ríki Evrópu og er þekkt meðal Evrópubúa sem Ruthenia. Hnignun eftir dauða Yaroslav.
12. öld Innri átök meðal hinna fjölmörgu furstadæma Rus leiddi til hnignunar.
1169 Keisaradæmi Vladimirs herjaði á Kænugarð í miðri valdabaráttu keisaradæmanna.
1239-1240 Tatarar herja á Kænugarð og leggja hann í rúst. Þeir voru afar grimmir og fólk flúði frá landinu.
13. öld Í stað Kievan Rus komu furstadæmi Halych og Volodoymyr-Volynskyi.
14. öld Pólverjar og Litháar börðust gegn innrásum Mongóla. Landið varð þekkt sem Úkraína, sem þýðir landamæri.
1360 Prinsinum af Kænugarði er endanlega steypt af stóli. Olgerd, prinsinn af Litáen frelsar Kyivschyna og Podillya frá Tatörum. Þau falla undir stjórn Litáen.
1387 Pólland ræður yfir Halychyna
1569 Allt landsvæði Úkraínu er undir yfirráðum Litáen.
1590 Kósakkar gera fyrst uppreisn.
1630 1648 Kósakkar gera uppreisn gegn Pólverjum, og frelsun Úkraínu frá Póllandi hefst. Kósakkar taka við völdum.
1657 Svíar og Úkraínumenn sameinast gegn Rússum.
1709 Rússar sigra sameiginlegan her Úkraínumanna og Svía og leggja undir sig Úkraínu.
1863 Úkraínska er bönnuð formlega af Rússum.
1917 Bylting í Rússlandi. Keisaranum er steypt af stóli og kommúnistaríki er stofnað.
1921 Austurhluti Úkraína verður hluti af Sovétríkjunum og Sovéska sósíalíska lýðveldið Úkraína er stofnað. Vesturhlutinn verður hluti af Póllandi og Rúmeníu.
1929 Stjórnvöld hefja að sölsa undir sig jarðir. Allar jarðir sem tilheyrðu úkraínskum bændum eru teknar. Þeir sem vildu ekki láta jörð sína af hendi eru handteknir og drepnir.
1932-33 Stalín leggur hald á allt mjöl Úkraínumanna, og 3-5 milljón manns svelta til dauða.
1941-44 Þjóðverjar hertaka Úkraínu.
1943-44 Rússar snúa aftur og miklir þjóðflutningar eiga sér stað (m.a. til Englands, Frakklands, Kanada og Bandaríkjanna). Vestur Úkraína verður einnig hluti af Sovétríkjunum.
1986 Kjarnorkuslysið í Chernobyl.
1990 Lýst er yfir fullveldi Úkraínu.
1991 Úkraína lýsir yfir sjálfstæði.
1994 Úkraína undirritar sáttmála við NATO.
1996 Stjórnarskrá Úkraínu gengur í gildi.
2014 - Janúkóvitsj forsætisráðherra hrökklast frá völdum.
2014 Stríð í austurhluta Úkraínu.
2022 Rússland gerir innrás í Úkraínu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 11.10.2022 | 17:33 (breytt kl. 18:01) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.