Einn frægasti sakamaður Íslandssögunnar - Jón Hreggviðsson

Þegar menn eru nú að rifja upp Guðmundar- og Geirfinnsmálið, sem er líklega frægasta sakamál sögunnar og fjöldi fólks bendlað við málið, sekt eða saklaust, þá rifjast upp annað frægt sakamál, mál Jón Hreggviðssonar. Flestir þekkja sögu hans, eða réttara sagt skáldsögu útgáfuna af honum. Ég verð að viðurkenna að svo er einnig farið um mig. Sagan hans í útgáfu Halldórs K. Laxness í Íslandsklukkunni er eftirminnileg. En þetta er söguleg skáldsaga byggð reyndar á heimildavinnu Halldórs. Hér kemur smá sögulegur fróðleikur um Jón en maður verður að fara í rannsókn til að gera heilstæða sögu af honum en það geri ég ekki hér.

Á vef Þjóðskjalasafn Íslands segir: „Jón Hreggviðsson (f. 1650) bjó árið 1683 á Fellsöxl í Skilmannahreppi, en 1703 á Efri Reyni í Akraneshreppi og var á sama stað þegar jarðabók var tekin í Borgarfjarðarsýslu 1706. Við vitum hvernig hann leit út því Guðmundur Jónsson sýslumaður, sem var honum kunnugur, lýsti Jóni með eftirfarandi hætti á alþingi 1684: „Í lægra lagi en að meðalvexti, réttvaxinn, þrekvaxinn, fótagildur, með litla hönd, koldökkur á hárslit, lítið hærður, skeggstæði mikið, enn nú afklippt, þá síðast sást, móeygður, gráfölur í andliti, snarlegur og harðlegur í fasi.“ Laxness hagnýtir sér þessa sakamannslýsingu og sömuleiðis vitnisburð jarðabókarinnar til að lýsa bæjarstæðinu á Reyni sem skáldið lætur heita Rein.

Jón Hreggviðsson strauk úr haldi frá Bessastöðum þar sem honum var gefið að sök að hafa myrt böðul Guðmundar sýslumann Jónssonar, Sigurð Snorrasson að nafni.

Hittist hann fyrir hér innan lands, skal hann hverjum manni óhelgur, ef hann leitast við að verja sig, og er að ósekju, "hvort hann fær heldur sár, ben eður bana".“

Tímalína

12. október 1683 - Á Hvalfjarðarströnd fannst böðullinn Sigurður Snorrason látinn í læk og var bóndinn Jón Hreggviðsson skömmu síðar dæmdur fyrir að hafa myrt hann.

1586 - Jón Hreggviðsson kom til landsins aftur með konunglegt verndarbréf og leyfi til að skjóta máli sínu til hæstaréttar.

1708:  Jón Hreggviðsson sendi Árna Magnússyni bréf þar sem hann lýsti glímu sinni við réttvísina.

Meira hef ég ekki komist að án þess að fara í rannsókn. Það væri eflaust skemmtilegt að rannsaka sögu hans, án þess að blanda H.K. Laxness í málið. Hér að neðan, í eftirfarandi heimildum, mætti byrja leitina.

Heimildir

  • Alþingisbækur Íslands VI, 1640-1662. Reykjavík 1933-1940, bls. 710-713, bein tilvitnun af bls. 711-712.
  • Alþingisbækur Íslands VIII, 1684-1696. Reykjavík 1949-1955, bls. 33-35, bein tilvitnum af bls. 35.
  • Annálar 1400-1800 I. Reykjavík 1922-1927, bls. 395-396 (Vallaannáll).
  • Eiríkur Jónsson, Rætur Íslandsklukkunnar. Reykjavík 1981, bls. 17, 56-63, 82-84.
  • Jóhann Gunnar Ólafsson, „Óbótamál Jóns Hreggviðssonar á Rein. Aldarfarslýsing“, Helgafell 2 (1943), bls. 284-296.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband