Ég hef áður fjallað um hvernig sum tímabil í mannkynssögunni geta verið fanatísk og pólitík/rétttrúnaður gersýra samfélög þannig að frjáls hugsun er bönnuð og refsað fyrir slíka tilburði.
Nú eru við í slíku tímabili sem hefur verið að verið að gerjast síðastliðna fimm áratugi og upphafið má rekja til bandaríska háskóla og ný-marxíska hugmynda sem urðu til innan veggja háskólastofnanna þegar gamli marxisminn virkaði ekki. Skipt var út hugtökum, s.s. hinn kúgaði (í stað hinn arðrændi verkamaður) og kúgari (oftast í líki hvíts miðaldar manns) í stað kapitalista.
Þessar hugmyndir náðu engu flugi lengi vel og héldust innan ákveðina elítuhópa í háskólasamfélaginu. En með aukinni ásókn fólks í háskólanám og sérstaklega í húmanísku fræðin, og síðan en ekki síðst, tilkomu samfélagsmiðlanna, hefur orðinn stórbreyting á. Þessar hugmyndir, í engum tengslum við veruleikann, hafa náð slíku flugi að almenningur er orðinn hræddur við að tjá skoðanir sínar af ótta við að vera "cancel" eða úthýstur af almenningstorginu sem er nú á netinu í formi samfélagsmiðla.
Nornaveiðar kallaðist þetta á tímum árnýaldar þegar ákveðinn hópur var tekinn fyrir (þá var það aldraðar eða bara konur almennt, sem voru veikar félagslega) og hann ofsóttur og bókstaflega brenndur á báli fyrir "galdra" eða réttara sagt rangar hugsanir.
Nú hafa nornaveiðarar breytt sig í grínaraveiðara. Grínistar, hirðfífl nútímans, eru teknir fyrir og þeim refsað fyrir "rangan húmor"! Benny Hill, David Allen og Monty Pithon eru gott dæmi um þetta en þessir frægu grínarar hafa verið teknir fyrir og útskúfaðir úr "grínheiminum" vegna þess að hugmyndir þeirra eru "úreldar".
Ég skora á ykkur að horfa á þennan þátt, https://www.facebook.com/watch/?v=1130336677555142 sem tekur fyrir annars vegar fyrir grínistann David Allen sem var lengi vel sýndur á RÚV á föstudögum og Monty Python hópinn sem skapaði ódauðlegt grín og er talinn vera hápunktur breskt gríns. Allir þessir menn eru gagnrýndir fyrir "rangar hugmyndir" og hafa verið útskúfaðir fyrir húmor sinn.
En afhverju eru menn (kvenmenn og karlmenn) að grínast? Jú, lífið fyrir mannkynið á jörðinni hefur verið og er einn táradalur. Í stundum óbærilegum aðstæðum, reyna menn að létta á sálinni og gera gott úr vondu. Samfélagsádeilan er ákveðinn vendill sem léttir á félagslegri spennu á milli hópa, það getur bara hreinlega verið fjölskylduhúmór sem léttir á spennu innan fjölskyldu.
Góðu fréttirnar eru þær, að siðvandarnir, húmorslausa fólkið, með sínu ofstæki, mun ganga svo fram af almenningi að hann hættir að hlusta á bullið. Þegar er byrjað andóf gegn ofstækisfólkinu og sumir byrjaðir að þora að andmæla.
Hér kemur einn pólitískur brandari, sem sumum mun eflaust finnast fyndið en öðrum ekki, en þannig eru brandarar bara...
Joe Biden, Vladimir Putin og Boris Johnson lentu í næstum dauða reynslu saman.
Þeir hittu Guð og hans nánustu engla, sem sögðu þeim að tími þeirra væri ekki liðinn enn en að hver þeirra gæti spurt einnar spurningar.
Biden fór fyrstur. Hann spurði Guð, hvenær lýkur heimsfaraldri kórónuveirunnar? Guð gerði englum sínum tákn. Þeir fóru í burtu og eftir 30 sekúndur komu þeir aftur og hvísluðu í eyra Guðs. Guð svaraði Biden Ekki á kjörtímabili þínu.
Pútín fór næstur. Hann spurði: "Guð, hvenær mun kommúnisminn ná kapítalismanum sem ríkjandi heimskerfi?" Guð gerði merki til engla sinna og þeir fóru í burtu. Eftir 10 mínútur komu þeir aftur og hvíslaðu í eyra Guðs. Guð svaraði Pútín "Ekki þínu tímabili í embætti".
Johnson fór síðastur. Hann spurði Guð, hvenær munu leiðtogar heimsins vera heiðarlegir og láta sér annt um fólkið í stað þess að vinna eingöngu við að fylla vasa sína? Guð gerði englum sínum tákn og þeir fóru burt. Eftir fimm tíma komu þeir örmagna til baka og hvíslaðu í eyra guðs. Guð svaraði Johnson: Ekki í MINNI valdatíð. Hahaha, þetta er fyndið....lengi lifi David Allen, Benny Hill og Monty Pyton.
Flokkur: Bloggar | 11.8.2022 | 12:46 (breytt kl. 12:54) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.