Getur tekið 3 mánuði fyrir NATÓ að senda herlið ef til innrásar kemur

Sérfræðingar eru á sama máli og ég að varnarmál Ísland hafi verið vanrækt.

Í frétt mbl.is segir að ..."Íslend­ing­ar verða að láta af tepru­skap í umræðunni um varn­ar- og ör­ygg­is­mál hér á landi.

Íslend­ing­ar verða að láta af tepru­skap í umræðunni um varn­ar- og ör­ygg­is­mál hér á landi. Heims­mynd­in er að breyt­ast og við því verður að bregðast. Ef um­mæli for­sæt­is­ráðherra Eist­lands reyn­ast sönn, um að það taki allt að þrjá mánuði fyr­ir Atlants­hafs­banda­lagið  (NATO) að bregðast við inn­rás í Eystra­salts­ríkið, þurfa Íslend­ing­ar að fara að íhuga stöðu sína sem smáríki með ekk­ert varn­ar­lið.

Mik­il­vægt er að skoða varn­ar­samn­inga og hefja sam­töl, m.a. við Evr­ópu­sam­bandið eða Banda­rík­in, um aukið varn­ar­sam­starf.

Þetta kom fram í máli Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, for­manns Viðreisn­ar, í pall­borði á fundi ungliðanefnd­ar Varðbergs, Staða varn­ar- og ör­ygg­is­mála á Íslandi, sem fór fram í Há­skól­an­um í Reykja­vík fyrr í dag.

Auk Þor­gerðar Katrín­ar sátu einnig Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, og Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráðherra, við pall­borðið. Geir Ove Øby, full­trúi í Atlants­hafs­banda­lag­inu, hélt fram­sögu­er­indi.

All­ir við pall­borðið voru sam­mála um mik­il­vægi þess að gera út­tekt á varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um á Íslandi. Þá töldu þau varn­ar­mál al­mennt hafa verið van­rækt hér á landi.

Heims­mynd­in er að breyt­ast og við því verður að bregðast. Ef um­mæli for­sæt­is­ráðherra Eist­lands reyn­ast sönn, um að það taki allt að þrjá mánuði fyr­ir Atlants­hafs­banda­lagið  (NATO) að bregðast við inn­rás í Eystra­salts­ríkið, þurfa Íslend­ing­ar að fara að íhuga stöðu sína sem smáríki með ekk­ert varn­ar­lið.

Mik­il­vægt er að skoða varn­ar­samn­inga og hefja sam­töl, m.a. við Evr­ópu­sam­bandið eða Banda­rík­in, um aukið varn­ar­sam­starf.

Þetta kom fram í máli Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, for­manns Viðreisn­ar, í pall­borði á fundi ungliðanefnd­ar Varðbergs, Staða varn­ar- og ör­ygg­is­mála á Íslandi, sem fór fram í Há­skól­an­um í Reykja­vík fyrr í dag.

Auk Þor­gerðar Katrín­ar sátu einnig Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, og Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráðherra, við pall­borðið. Geir Ove Øby, full­trúi í Atlants­hafs­banda­lag­inu, hélt fram­sögu­er­indi.

All­ir við pall­borðið voru sam­mála um mik­il­vægi þess að gera út­tekt á varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um á Íslandi. Þá töldu þau varn­ar­mál al­mennt hafa verið van­rækt hér á landi."

 

https://www.facebook.com/367725539535/posts/pfbid0g2ErbYwuDAaE2dHcvScdeHMS1MTmWaAk2VJKjSFZAipdLXcVd7f9aR3ks2vkqo8Bl/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Í þjóðaröryggisráði Íslands situr ófaghæft fólk sem veit ekkert um hernaðar sögu. En hér er fólkið ekki langt frá veruleikanum.

https://www.ruv.is/frett/2022/06/25/thjodaroryggisrad-metur-thorf-a-vidveru-varnarlids

Birgir Loftsson, 25.6.2022 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband