Eins og þið vitið sem nennið að lesa blogg mitt, þá hef ég fjallað mikið um varnarmál á blogginu. Ég hef skrifað um varnarmál í hartnær 25 ár og oftast fyrir daufum eyrum. Sent inn við og við greinar á dagblöðin um málefnið og stundum vonast eftir að herstöðva andstæðingar myndu "hjóla í mig", bara til að skapa umræðu. Svo hefur ekki verið en herstöðvaandstæðingar hafa fengið töluverða umfjöllun á sama tíma, blaðaviðtöl og sjónvarpsviðtöl. En aldrei eru þeir sem eru á öndverðu meiði en þeir, teknir í viðtöl, til að fá andstæð sjónarmið.
Við vitum að herstöðva andstæðingar vilja Ísland úr NATÓ og rifta tvíhliða varnarsamningi við BNA, en hvað svo? Ég giska á að þeir (veit það samt ekki alveg, því þeir eru þöglir um praktíkina) að Ísland byggi öryggi sitt á samninga Sameinuðu þjóðanna og væntanlega hlutleysisyfirlýsingu. En síðan hvenær hefur Sþ. stöðvað stríð? Sósíalistar tala um friðarbandalag en hverjir myndu vilja vera í því? Óraunhæft, því að allir vilja vera í NATÓ.
En við höfum farið þessa leið, hlutleysisleiðina, milli 1918-1940, og hvað leiddu hún okkur til? Hernám (sem betur fer vinsamlegra þjóðar), en við vitum að Þjóðverjar voru virkilega að pæla í innrás í landið. Hvað hefði þá gerst? Barist í bæjum og mannfall meðal óbreyttra borgara. Íslenska lýðveldið ákvað að fara ekki hlutleysisleiðina við stofnun þess 1944, enda hlutleysisstefnan full reynd. Það tók nokkur ár að ákveða leiðina og hún svo farin, stofnaðilar NATÓ 1949 og varnarsamningur við Bandaríkin 1951.
Svíar, Finnar og Svisslendingar hafa stundað hlutleysisstefnu og stutt hana með öflugum herjum, ekki herleysi. Nú eru Svíar og Finnar að ganga í NATÓ. Það er ljóst að hlutleysisstefnan er hjóm eitt, ef ekkert afl/hervald er þar á bakvið. Það þarf ekki einu sinni innrásarher, heldur bara glæpasamtök, málaliða eða hryðjuverkamenn, til að valda miklum ursla.
Þetta virðast Íslendingar skilja upp til hópa. Í blaðagrein á Eyjunni, sem ber heitið Mikill stuðningur hjá kjósendum allra flokka við aðild að NATÓ kemur fram að "Meirihluti kjósenda þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi er fylgjandi aðild Íslands að NATÓ. Þetta á einnig við um kjósendur Sósíalistaflokksins og VG en báðir flokkar hafa á stefnuskrá sinni að Ísland segi sig úr NATÓ." Þar segir jafnframt að "Fram kemur að 71,6% svarenda styðji aðild að NATÓ en 11% eru á móti aðild. 17,3% hafa ekki skoðun á málinu....Vinstri græn hafa að stefnu að Ísland segi sig úr NATÓ. Í því ljósi er er mjög athyglisvert að 53% kjósenda flokksins styðja aðild að NATÓ. Af þeim eru 20% mjög hlynnt aðild. 23% eru henni andvíg og 24% hafa ekki skoðun á málinu."
Er ekki kominn tími á að forysta VG endurskoði stefnuskrá sína? Eða er stefna flokksins að fara ekki eftir vilja kjósenda flokksins? Hann tapar ekkert fylgi á að gera það ekki. Og eins og ég hef komið inn á áður, taka VG þögglir þátt í varnarsamvinnu vestrænna ríkja en muldra við og við, en við erum friðelskandi þjóð sem vill frið (hver vill það ekki?).
Það geysar stórstríð í Evrópu, í bakgarði okkar og umræðan hér á landi, um varnir landsins, er í skötulíki á sama tíma. Er það ekki undarlegt? Kannski vantar umgjörðina, fagstofnun sem skapar ósjálfrátt umræðu og þá er ég að tala um Varnarmálastofnun Íslands og endurreisn hennar.
Stofnanaleysi, sérfræði þekkingarleysið og í raun engar eigin varnir skapar umræðuleysi; her- eða öryggisveitir, eru skynsamleg skref fram á veg. Ísland er n.k. viðundur í hernaðarbandalaginu NATÓ. Ísland notað það til að plokka peninga (hverjir borga í raun ratsjárstöðvarnar, varnaræfingar og önnur mannvirki?). Á meðan Bandarikjaher var hér, var markmiðið að græða á varnarliðinu. Þegar herinn fór 2006, var ekki mest kvartað yfir að landið yrði þar með berskjaldað, heldur hversu slæm efnahagsleg áhrif það yrði fyrir Suðurnesjamenn!
Því miður eru blikur á lofti, jafnvel þriðja heimsstyrjöldin framundan, ef Kína og Bandaríkin fara í stríð. Hvað gera bændur þá?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.6.2022 | 11:47 (breytt kl. 12:06) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.