Staðan í Úkraníu stríðinu

Í nútímastríði, skiptir framleiðslugeta og aðföng á hergögnum öllu máli, ekki endilega "mannauðurinn". 

Tökum dæmi: Ísrael var að tapa stríðinu gegn Aröbum 1948 en mánuði eftir að stríðið hófst fengu þeir vopnasendingu frá Tékkóslóvakíu sem breytti gang stríðsins. Þeir unnuð stríðið einmitt vegna þessara vopnasendinga. Sama átti við seinni stríð Ísraela. En það er merkileg staðreynd að birgðir nútíma herafla eyðast frekar fljótt. Er það líklega vegna þess hversu vopnin eru dýr og vopnabúrin því lítil. 

Sama er með Úkraníu, þeir vinna stríðið á því að fá hergögn frá Evrópuríkjum og Bandaríkjunum. Þau streyma nú inn og munu gerbreyta stríðinu eftir nokkra mánuði.  Á sama tíma eru Rússar að hreinsa úr vopnabúrum sínum og þurfa að notast við handónýta hertæki, s.s. úrelda skriðdreka. Mannskapurinn er meira eða minna dauður, særður eða niðurbrotinn andlega af áæltuðum 200 þúsund manna innrásarher (gerðu sömu mistök og BNA í Írak, alltof lítill her til að taka stórt land og hernaðarmarkmiðin ekki skýr).  

Allar hernaðaraðgerðir Rússa hafa misheppnast hingað til og þótt þeir sæki á í austurhéruðunum tímabundið, hafa þeir ekki getu til að halda þessum landsvæðum þegar Úkraníumenn hefja gagnsókn nú í sumar með nýjum vopnabirgðum.

Hjá Úkraníumönnum er um að ræða allsherjar stríð og allur heraflinn kallaður til vopna (og þjóðin öll) en Rússar vilja ekki enn viðurkenna að þetta sé stríð og hafa takmarkaðan aðgang að varaliði.

Volodymyr Zelenskyy sagði reyndar nýlega að þeir gætu ekki tekið Krímskaga aftur hernaðarlega (enda hafa þeir engan rétt á honum, íbúar hans árið 2014 voru aðeins 15,6% Úkraníumenn (Rússar 68%) og íbúarnir kusu gegn áframhaldandi veru í Úkraníu. Sögulega séð (síðastliðin 300 ár) hefur skaginn verið undir stjórn Rússlands). 

Það sem er dálítið skrítið með Rússa er að þeir geta eytt heilli heimsálfu með kjarnorkuvopnum en þeir hafa enga getu til að taka nágrannaríki með hervaldi. Besti hluti rússneska hersins er stórskotaliðið sem beitir sömu aðferðir og stórskotalið Napóleons; samanþjöppuð skothríð og að skjóta allt í tætlur án tillit hverjir verða fyrir skothríðinni. Napóleon var reyndar skárri, hann skaut óvinaherina í tætlur og markmiðið var gjöreyðing þeirra, en í nútímastríði Rússa er allt skotið í tætlur og almenningur þarf að súpa seyðið. 

Til samanburðar þá eru stríð Rússa og Bandaríkjamanna gjör ólík. Bandaríkjamenn reynda a.m.k. að velja úr skotmörk (hræddir við almenningsálitið) á meðan sviðin jörð er markmið rússneska hersins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Þessi rás er frábær viðtöl við hershöfðingja um stríðið.

https://fb.watch/dr15jxeV8j/?fs=e&s=cl

Birgir Loftsson, 4.6.2022 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband