Íslendingurinn og ríkið

Íslendingurinn varð til löngu áður en íslenska ríkið. Hér var ekkert skipulagt samfélag til fyrr en 930 og hafði einstaklingurinn þá haft það ágætt í 60 ár og lifað frjálst án ríkisafskipta. Engar sögur fara af hvernig menn leystu ágreining þessi ríkislausu ár en eflaust fóru menn eftir hefðum úr heimahögum.

Svo tók við tímabil Þjóðveldisins en þjóðveldisöld eða goðaveldið er tímabil í Íslandssögunni frá stofnun Alþingis árið 930 til undirritunar gamla sáttmála árið 1262/64. Þá var ekkert framkvæmdarvald til (engin ríkisstjórn) og dómsvaldið og löggjöfin í höndum einstaklingana.

Þegar Noregskonungur komst til valda 1262/64 á Íslandi, var vald hans afar takmarkað. Hann gerði bókstaflega ekki neitt til framkvæmda en stillti til friðar. Völdin lágu enn og aftur hjá íslenskum valdhöfum.

Svo var fram til siðbreytingar, konungsvaldið var takmarkað. En það breyttist með siðbreytingunni og sérstaklega þegar konungur komst yfir auðævi kirkjunnar í kjölfarið. Efnahagslegt vald (verslun, skattar og landeign) hans jókst og lítið kom til baka, engar framkvæmdir eða úrbætur til landsins. Nú fór yfirstéttin að vera háð konungi og sjá má það af bréfaskiptum þess tíma, að undirlægjuhátturinn jókst. Mesta eymdartímabil sögunnar fór í hönd næstu tvær aldir. Valdið lá í Kaupmannahöfn og peningarnir fóru þangað.

Það var ekki fyrr en með upplýsingunni og gjaldþrota land, sem dönsk stjórnvöld urðu að gera eitthvað. Valdið til innlendra stjórnvalda kom smá saman til baka sem og efnahagslegt frelsi. Framfaratíð hefur ríkt hér frá byrjun 19. aldar með sínum áföllum inn á milli en stefnan hefur verið upp á við.

Valdið hefur verið að færast niður á sveitarstjórnarstig síðastliðna áratugi og er það vel. Staðarbúar vita betur hvað hentar sínum aðstæðum en fjarlægt Reykjavíkurvald / Kaupmannahafnarvald. Farið er betur með fé og frelsi einstaklingsins er meira.

Ríkisvaldið hefur aldrei kunnað að búa til peninga, aðeins eyða þeim. Það beitir valdi til að hrista peninga úr vösum borgaranna til framkvæmda, sumar góðar en aðrar arfavitlausar. Við höfum ekkert um það að segja hvernig peningunum er eytt.

Þar sem einstaklingurinn hefur fengið að vera í friði fyrir stjórnvöldum og hann fengið að sinna sínum viðskiptum, hefur verið efnahagsleg velgengni. Frelsið til athafna helst í hendur við lýðræði. Við erum íbúar þessa lands, ekki þegnar en einnig borgarar. Valdið kemur frá meirihluta borgaranna, ekki Alþingis eða ríkisstjórn.

Nú ætti að færa valdið meira niður á sveitarstjórnarstigs / landshlutastigs og helst beint í hendur borgaranna með beinu lýðræði. Almenningur er óvitlaus og er fullfær um að taka upplýstar ákvarðanir enda velmenntaður. Með auðkenningu í farsíma er jafn auðvelta að taka fjárhæðir úr netbanka og kjósa um lands- eða sveitarstjórnarmál. Kannski ættu sveitarstjórnir að riða á vaðið og leyfa beinar íbúakosningar?

Þetta ættu stjórnvöld að hafa í huga, að skipta sér sem minnst af einkahögum einstaklingsins og ekki binda hendur hans með alþjóðlegum skuldbindingum nema með sameinuðu samþykki meirihluta einstaklinga í þessu samfélagi sem kallað Ísland!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband