Sturlunga og upphaf samtímasögu Íslands

sturlunga-minnkudSturlunga er áhugavert samsteypurit sem er sett saman úr mörgum sögum sem kalla má samtímasögur.

Ég hef oft verið spurður að því af hverju ég hafi látið hernaðasögu Íslands (bók mína) hefjast um 1170 og ekki farið aftur á tíma víkinga sem ótvírætt eru spennandi tímar. Fyrir því er einföld ástæða. Ef ég hefði gert það, þá hefði ég farið út fyrir svið sagnfræðinnar og inn á svið bókmenntafræðinnar eða íslenskunnar. Ég hefði þurft að styðjast meira við niðurstöður íslenskra fornleifarannsókna en þær eru af skornum skammti hingað til til að geta skrifað ,,víkingasögu".

Þess má geta að um 1170 komu Sturlungar fram á sjónarsviðið og þeir hófu skipulegan hernað í skilningi herfræði (en ekki fæðar- og hefndarvíg einstaklinga og ætta sem er eiginleg félagssaga) og því eðliegt að miða við þann tíma. Hernaðarsagnfræði er í öðrum skilningi herfræði sem gerist á ákveðnu tímaskeiði en er eftir sem áður herfræði í sjálfu sér.

Einnig má segja að þar með hafi samtímasaga hafist en ritöldin hófst skömmu áður eða í upphafi 12. aldar. Að sjálfsögðu hófu menn að skrifa með tilkomu kristni og hættu að nota rúnaletur en eiginleg ritöld hófst með Hafliðaskrá en samkvæmt því sem Ari fróði segir rituðu Hafliði Másson og aðrir lögbókina Hafliðaskrá (sem innihélt m.a. Vígslóða) á heimili Hafliða á Breiðabólstað í Vesturhópi veturinn 1117–18 og er það fyrsta fyrsta þekkta ritið á íslensku. Stuttu seinna var Íslendingabók Ara fróða rituð og svo hvernær var komið skipulag á íslensku ritmáli?

Íslenska útgáfa Wikipediu segir svo: ,,Fyrsta málfræðiritgerðin eða Um latínustafrofið  er sú fyrsta af fjórum íslenskum ritgerðum um málfræði í Ormsbók Snorra-Eddu. Hún var, eins og segir í ritgerðinni sjálfri, „skrifuð til þess að hægara verði at rita og lesa sem nú tíðist og á þessu landi bæði lög og áttvísi eða þýðingar helgar eða svo þau hin spaklegu fræði er Ari Þorgilsson hefir á bækur sett af skynsamlegu viti“.

Nafn sitt fær ritgerðin einfaldlega vegna þess að hún er fremst þessara fjögurra í handritinu. Hún þykir einnig merkust ritgerðanna fjögurra, og er að öllum líkindum frá síðari hluta 12. aldar. Fræðimenn hafa ekki verið á einu máli um hvenær ritgerðin var samin og hefur tímabilið 1130–1180 verið nefnt. Höfundur verksins er ekki kunnur, en hann er oftast nefndur „fyrsti málfræðingurinn“."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband