Hvenær varð verkalýðurinn til á Íslandi? Það fer eftir því hvernig við skilgreinum verkafólk. Strangt til tekið getum við sagt að það gerðist um árþúsundið 1000 þegar Íslendingar aflögðu þrælahald og breyttu þræla í vinnufólk.
En ef við miðum við iðnbyltinguna og verkafólk í þéttbýli, er skilgreiningin þrengri og miðað er við tímabilið sem hófst 1750 og er enn í gangi.
Á Íslandi hefur hingað til hefur verið hefð fyrir að miða við 19. öldina og þá í sambandi við útgerð þilskipa, myndun sjávarþorpa og fiskvinnsla í þeim; einnig verksmiðjurekstur Norðmanna er þeir hófu hvalveiðar og settu upp verksmiðjur fyrst á Vestfjörðum en síðar á Austfjörðum.
Ég vil gerast svo djafur að miða upphafið við innréttingar Skúla Magnússonar og félaga. Stórfyrirtæki þeirra, með öllum þeim verksmiðjuhúsum sem fylgdu (44 mannvirkjum í heildina), hafði innanborð fjölda manna og já kvenna sem störfuðu fyrir fyrirtækið og fengu laun fyrir. Launavinnan varð til. Þetta var iðnaðarfólk.
Dæmi um starfsmannafjölda á einu tímabili er þegar Ari Guðmundsson varð kaupmaður í Hólmnum (Grandi í dag) og átti sæti í stjórn stofnanna, ákvað að reka sem flest starfsfólk úr starfi (honum var falið það hlutverk af hendi dönsku félagsstjórnanna að eyðileggja fyrirtækið innan frá og er önnur saga). Hann rak úr starfi 53 manneskjur og voru þá eftir 26 starfsmenn sem áttu að halda út rekstrinum og þilskipunum var jafnframt lagt. Í dag myndi þetta teljast vera stórt fyrirtæki.
Svo má geta að lokum að fyrsta íslenska hlutfélagið var stofnað 1751 á Alþingi eða 270 árum síðan. Embættismenn á Íslandi stofnuðu Hið íslenska hlutafélag á Þingvöllum sumarið 1751 og bundust samtökum um stofnun vefsmiðju á Íslandi að erlendri fyrirmynd. Án fyrirtækjarekstur, hefði verkalýðurinn enga launavinnu og í raun undir valdi bóndans komið, peningalaust, matarlítið og við lélegt húsaskjól án almennra mannréttinda eins og til dæmis að stofna til eigin fjölskyldu og lifa sjálfstætt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | 16.11.2021 | 19:55 (breytt kl. 19:55) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.