200 grein mín á blogginu og eitt ár að baki

Ég sé að ég byrjaði að skrifa blogg þann 10.11.2020, fyrir næstum einu ári síðan. Ástæðan fyrir að ég fór á bloggið var að Facebook lokaði á glósugerð en ég skrifaði heilu ritgerðirnar þar og margt annað. 

Ég er fyrst og fremst að skrifa fyrir sjálfan mig og það sem ég er að stúdera hverju sinni. Þar sem ég hef áhuga á öllu milli himins og jarðar, eru efnistökin mjög fjölbreitt.  Ég sé þó að fólk er að lesa efni mitt og er það velkomið en ekki nauðsyn fyrir frekari skrif. Samkvæmt talningu, þá eru að meðaltali um 50 lesendur að hverri grein, veit ekki hvort það er mikið eða lítið, en eins og áður sagði, er ekki markmiðið að safna lesendur. 

Á þessu eina ári, hef ég skrifað 200 greinar sem er nokkuð mikið. Stefnuyfirlýsing mín kom fram í fyrstu grein minni: Málfrelsið - aðeins ætlað fáum? En þar kemur strax fram að ég styð frjálsa umræðu og líka óþæginlega umræðu. Málfrelsið á ekki að vera undir hæl lagt og eftir mati einhvers eða hóp fólk niðri í bæ.  Málfrelsið (sem á undir högg að sækja um þessar mundir) á að vera algilt en menn eiga þó að vera tilbúnir að standa fyrir máli sínu fyrir dómstóla og ef þeir eru það ekki, þá er betra að sleppa skrifunum. Gagnrýnin skrif og málflutningur stendur undir sjálft sig en eins og í siðuðu samfélag ber fólk að sýna kurteisi og vera málefnalegt.  Við það skapast fjörug samfélagsumræða sem er lýðræðinu til góðs.

En þótt ég skrifa fyrir sjálfan mig, langar mig að bjóða þeim, sem þetta nenna að lesa, að biðja mig um að skrifa um efni sem viðkomandi langar að fá umfjöllun um.  Línan er laus eins og sagt er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þú hefur oft fjallað um það sem væri áhugavert að þú færir betur útí, samanburður á þróun jafnaðarstefnunnar í nútímanum og þróun kommúnismans, og ógæfunnar af honum. Hvernig margar stefnur sem áttu að færa frið og jöfnuð minna nú á öfgastefnur fortíðarinnar.

Svo er það annað, mér finnst margt á okkar tímum minna á aðdraganda hrunsins 2008. Þá mátti ekki segja að teikn væru á lofti um kreppu, það var kallað ímyndarvandi. Nú koma aldrei slíkir spekingar í Silfrið. Fjölmiðlar eru orðnir rýrari, jafnvel Útvarp Saga hefur minni breidd, finnst mér. Er það hluti af pólitískri rétthugsun?

Ingólfur Sigurðsson, 2.11.2021 kl. 04:02

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir.

Ég hvet þig til að halda ótrauður áfram að kryfja nýtt og gamalt með ómenguðu hugarfari.

Að mörgu leyti tek ég undir skoðanir Ingólfs, hér á undan mér og bæti frekar í, þegar að bilun og óheilyndum á Vesturlöndum kemur, án þess að nefna þau upphátt, en alltaf eru Íslendingar öfgafyllstir allra.

Jónatan Karlsson, 2.11.2021 kl. 06:53

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyirr innlitið Ingólfur Sigurðsson og Jónatan Karlsson.  Já, ég mun halda áfram á sömu braut. Ég hef fjallað um kommúnismann (Gúllagið og blóðakra Kambódíu) en einnig áhrif hans í nútímanum í formi ný-marxismann sem enn sem komið er bara stefna hugarfarsins (birist sem ógnastefna á köflum) en gæti endað í að andstæðingarnir verði drepnir í samfélagi framtíðarinnar.

Það eru stefnur þarna sem fólk veit lítið um, þótt þær séu í fjölmiðlum daglega. Sýnir að rannsóknarblaðamennska á Íslandi er í skötulíki. Þá er ég að tala t.d. um Antífa og BLM og kenningar eins og RRT sem fáir kunna skil á. Ég reyni að vera eins hlutlaus og hægt er en gagnrýni kemur fram í þessum yfirferðum enda er ég ekki að skrifa háskólaritgerð, heldur rýni.

Já, ég hef lítillega um lesið um að kreppa gæti verið framundan en ég veit ekki nógu mikið til að geta fjallað um þetta efni af viti. Geri það um leið og ég sé eitthvað bitastætt efni.

Um stefnur almennt, þá er það að segja að jafnvel saklausustu stefnur gætu reynst skeinuhættar í höndum rangra aðila. Fólk sem fylgir ákveðinni stefnu blind er FÓLK Í HLEKKJUM HUGARFARSINS og það er slæmt.  Lífið er flókið og stefnur (hugarstefnur eða t.d. efnahagsstefnur) geta ekki endurspeglað veruleikann nema að litlu leyti. 

Ég segi eins og Sókrates, leitum sannleikann með díólektriskri nálgun og umfram allt GAGNRÝNI HUGSUN. 

Birgir Loftsson, 3.11.2021 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband