Mesta skipbrot bandarískrar utanríkisstefnu frá upphafi

Bandaríkjamenn tala um að klúðrið í Afganistan og framtíðar afleiðingar sé mesta skipbrot sem Bandaríkin hafa orðið fyrir frá upphafi. Meira segja Demókratar sjálfir og frjálslindu fjölmiðlarnir eru að komast að þeirri niðurstöðu.

Gerður hefur verið samanburður á brotthvarf Bandaríkjamanna frá Saigon 1975 með falli borgarinnar og endanlegan sigur Norður-Víetnams á Suður-Víetnam. Framgangurinn er svipaður, flótti sendiráðsmanna ásamt víetnamskum stuðningsmönnum frá þaki sendiráðsins og frá landinu, líkt og í Kabúl en lengra nær samanburðurinn ekki.

Í fyrsta lagi er umfangið vandans í Kabúl risavaxinn í samanburði, og tugir þúsunda manna eru strandaðir í landinu, í stað nokkur hundruð í Víetnams en þar tókst að koma öllum úr landi. Ekki er séð fyrir að svo verði í Afganistan og er talið að Joe Biden ætli að fara úr landinu 31. ágúst, hvort sem einhverjir eru eftir eður ei.

Í öðru lagi lauk Víetnam stríðinu þar með en afleiðingar falls Kabúl mun bergmála næstu áratugi. Víetnamar voru fengnir að losna við Bandaríkjamenn og sendu enga hryðjuverkamenn til að herja á Bandaríkin, en svo verður í kjölfar þessa misheppnuðusta undanhalds Bandaríkjanna (sem er gjörsamlega úr höndum Bandaríkjamanna sem verða að treysta á góðvild hryðjuverkamanna). Múslimskir hryðjuverkamenn eru í skýjunum yfir sigrinum og nú færist vígvöllurinn til Bandaríkjanna sem hafa sloppið við hryðjuverkaárásir síðastliðin 20 ár, einmitt vegnað þess að þau færu stríð til hryðjuverkamannanna.

Í þriðja lagi fara allir einræðisherrar og einræðisríki af stað. Þetta gæti í versta tilfelli kostað þriðju heimsstyrjöld þegar Kína lætur verða af því að taka Taívan, nú er tækifæri, ef það gefst einhvern tímann, þegar á forsetastólnum situr elliær forseti sem veit ekki hvar hann er staddur hverju sinni (í bókstaflegri merkingu).

Í fjórða lagi er þetta mesta áfall NATÓ og annarra hernaðarbandalaga sem Bandaríkin eru í, traustið er algjörlega farið. Stærstu NATÓ ríkin eru farin að tala um að vígbúast á eigin vegum.

Í fimmta lagi er að skella stjórnarkreppa í Bandaríkjunum, því að líklegt er að Joe Biden verði kærður fyrir embættisafglöp eða verði vikið úr embætti vegna vanhæfi til að gegna því vegna heilsubrest (andlega vanhæfur).

Á Íslandi er horft á yfirborðið en ekkert kafað djúpt í málið. Fréttamennska á Íslandi er skelfilega léleg. Það vantar alla dýpt og fréttaskýringaþætti, hvort sem þeir eru íslenskir eða erlendir eru ekki sýndir í íslenskum fjölmiðlum.

Margir Bandaríkjamenn kusu Joe Biden, bara til að losna við Donald Trump, en grímur eru að renna á þá eftir sjö mánaða stanslaus mistök stjórnar Joe Bidens. Ríkisstjórn hans hefur ekki einu sinni stjórn á landamærunum, þar streyma milljónir í gegn og breiðir út covid um allt land (ásamt eiturlyfum og glæpum), né á covid faraldrinum sjálfum né á efnahagsmálum.

Hvert málið á fætur annað, hefur misheppað en eina sem þeim hefur tekist, er að eyða trilljónum dollurum í meintan efnahagspakka sem enginn veit hvernig á að borga til baka.

Óðaverðbólga, orkuskortur (þeir eru að biðja Sáda um að redda sér olíu) eftir þeir eyðulögðu olíuiðnaðinn sem Donald Trump hafi gert sjálfbæran og BNA voru meira segja farin að flytja út olíu og gas.

Búast má við að hausar fari að fjúka fljótlega, úr æðstu stöðum Bandaríkjahers og leyniþjónustunnar.

 

 

Joe

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband