Joe Biden fer í sumarfrí á meðan Afganistan brennur

Ég hef margoft fjallað um Joe Biden hér á blogginu og það ekki að tilefnislausu. Að mínu mati er hann slakasti forseti sem Bandaríkin hafa getið af sér síðan Gerald Ford og Jimmy Carter voru við völd, þó er margir þarna inn á milli slakir. George W. Bush var einn slíkra en Joe Biden slær þá alla við. 

Hér á þessum vettvangi hefur verið rakin slakur forsetaferill, sem þó er  stuttur, og virðist ferillinn vera slóð mistaka sem eiga eftir að koma Bandaríkjamönnum í kollinn síðar.

Ferillinn byrjaði ekki vel, fyrsta daginn voru gefnar út forsetatilskipanir,allar beindust að því að eyðileggja eða afleggja verk forrvera hans, sama hversu góð þau voru. Þetta var met tilskipana en slíkar tilskipanir eru nokkuð valdamiklar, líkt og reglugerðir sem ráðherrar gefa út hér á landi.

Nýjasta fíaskóið er stríðið í Afganistan. Skipulagsleysið og flýtirinn er svo mikill, að varnir landsins hrynja eins og spilaborg þessa daganna. Talað er um að landið falli innan mánaðar. Bandaríkjaher þarf að senda inn þrjú þúsund manna herafla til að bjarga undanhaldið.

Ég las að masterplanið hafi verið lagt 2018-19 sem er að leyfa talibönum að taka stór landsvæði og teygja þannig á innviði talibana en þeir munu eiga, líkt og aðrir sem reyna að stjórna öllu landinu, í erfiðleikum með að halda því saman, og herja á þá þannig.

En landinu verður ekki haldið án yfirráða í lofti. Afganskar öryggisveitir (almennir hermenn flýja bara og eru gagnlausir) ráða ekki við talibani nema fá aðstoð úr lofti. Ef ég réði för, myndi ég nota þetta tækifæri, þegar talibanar hafa svikið öll loforð, að koma aftur inn með flugher Bandaríkjanna og herja á þá úr lofti. Talibanar eru ekki lengur í felum, eru berskjaldaðir og útteygðir. Höggið væri rothögg og hægt að útrýma stóran hluta herafla talibana en þeir eru taldir vera um 75 þúsund talsins.

En þessi grein er um Joe Biden. Hann virðist ekki hafa miklar áhyggjur af gangi stríðsins og þeirri staðreynd að það stefni í versta undanhald Bandaríkjahers frá upphafi. Það þarf að fara aftur í Kóreustríðið og virða flótta Bandaríkjahers frá landamærum Kóreu og Kína fyrir sér eða orrustuna um Bulge í seinni heimsstyrjöld, til að sjá sambærilega atburði. Jafnvel þeir blikna, því að nú tapar þeir ekki orrustum, heldur heilu stríði.

Mér skilst að Joe Biden ætli að taka sér tveggja vikna sumarfrí á meðan Afganistan tapast. Joe Biden fullyrti að afganski herinn myndi fyllilega ráða við talibana, nú þegar það reynist ekki vera rétt, er tími kominn á að láta sig hverfa af sjónarsviðinu og bíða eftir stormurinn gangi yfir. Þetta er svipuð taktík og hann notaði þegar hann var í forsetaframboði, hann hélt sig heima við í Wilmington, nánast alla kosningabaráttuna, undir þeim formerkjum að ekki væri hægt að halda rallý vegna Covid hættu. Hann og demókratar vissu sem var, stór hluti þjóðarinnar kysu frambjóðanda demókrata, sama hver maðurinn væri. Þannig vann Joe Biden forsetakosningarnar.

Á töflunni hér að neðan, má sjá þunnskipaðan föstudaginn þrettánda í dagskrá Joe Bidens.

Joe Biden

Við fyrstu sýn, virðist Joe Biden vera meinlaus að sjá og flestir héldu að hann væri miðjumaður sem myndi miðla málum. En það mat reyndist vera rangt, því að menn tóku ekki með í myndina að Joe Biden er orðið ellihrumur og þjáist líklega af minnisafglöpum. Slíkan mann er hægt að stjórna eins og strengjabrúðu sem og viss hópur róttækra demókrata gerir.

Mikilvægt er að valdamesti þjóðarleiðtogi heims, sem er jafnfram æðsti stjórnandi Bandaríkjaherafla, sé með fullu fimm, skarpur og geti tekið skjótar áhvarðanir en síðan en ekki síst að hann standi vaktinu, fari ekki í sumarfrí þegar stríðið er að tapast.

Það var pínlegt að horfa á Joe Biden að reyna að komast inn í Hvíta húsið fyrir tveimur dögum. Hann fékk leiðbeiningar frá leyniþjónustumönnum um hvaða inngang hann ætti að nota, en samt ráfaði hann út á tún (í bókstaflegri merkingu) og inn um annað inngang! Það er kannski skiljanlegt að hann rati ekki, hann eyðir öllum helgum í heimabæ sínum Wilmington og þekkir lítið til húsaskipan Hvíta hússins.

Joe Biden ratar ekki inn í Hvíta húsið

Hægt er að skrifa langa grein um annað mesta fíaskó Joe Biden, en það eru opnu landamærin við Mexíkó. Mikill mannlegur harmleikur á sér stað þar. Íslendingar höfðu meiri stjórn á sínum landamærum þegar þeir ráku breska og þýska veiðiþjófa af Íslandsmiðum.

 

 

 

 

 

 

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Talibanar áttu víst að vera ógn við Bandaríkin og þess vegna var gerð innrás í landið. Obama sagði hins vegar um ISIS þegar mönnum þótti Bandaríkin taka á þeim með hangandi hendi: Haldið þið að stríðsmenn með vélbyssur á pallbílum séu ógn við Bandaríkin?

Helgi Viðar Hilmarsson, 14.8.2021 kl. 20:48

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Nú er Afganistan fallið. 20 árum eytt til einskins. Það er ekki nóg að hafa stærsta her í heimi, það þarf að beita honum á réttan hátt. Innrás í landið voru mistök. Beita hefði átt sérsveitum og elta upp hryðjuverkamenn og eyða og láta þar við sitja.

Nú er sagt að ef Bandaríkjaher hefði skilið eftir 5 þúsund manna herafla, hefði afganski herinn ekki misst vonina og gefist upp. Einn hershöfðinginn sagði að ef BNA hefði haldið þessum mannskap áfram í landinu, beitt lofthernaði eins og þeir hafa gert síðastliðin 20 ár, hefði sókn Talibana verið stöðvuð.Nú er akkurat aðaltímabil hernaðar Talibana en þeir hafa hægt um sig á veturna.

Afganar verða að ráða sinni framtíð sjálifr. Annað hvort verða þeir sáttir við stjórn Talibana eða borgarastyrjöld brýst út aftur en þetta verða þeir sjálfir að ráða fram úr.

Birgir Loftsson, 15.8.2021 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband