Mismæli Joe Bidens eða elliglöp?

 

Joe biden1

Þeir sem fylgjast vel með pólitík í Bandaríkjunum vita að umræður eru í gangi um andlegt heilsufar Joe Biden. Það hefur gengið svo langt að fyrrum læknir Hvíta hússins, sem var læknir í tíð þriggja forseta, hefur kvatt til að Joe Biden undirgengist vitsmunapróf til að skima fyrir elliglöp og þar af leiðandi hvort hann sé hæfur til að gegna embættti Bandaríkjaforseta. Joe Biden er elsti forseti Bandaríkjanna frá upphafi og sá elsti sem kosinn var í embættið.

Nýverið var hann í beinni útsendingu hjá CNN en þar átti hann erfiða tíma. Hann datt út reglulega (fékk samt hjálp þáttastjórnanda)og virðist vera ruglaður í ríminu.

Joe Biden 2

Athyglisvert er að íslenskir fjölmiðlar hafa ekki minnst einu orði á þetta. Hvers vegna skyldi það vera? Getur verið að þeir lesi eða horfi aðeins á fjölmiðla eins og CNN og The Washington Post? Ef svo er, þá fá þeir brenglaða mynd af ástandinu í Bandaríkjunum. Betra er að horfa á fjölmiðla eins og Newsmax og Foxnews sem eru greinilega andstæðingar Demókrata og Joe Biden, við vitum að þeir draga ekkert undan. Þeir eru að sjálfsögðu hlutdrægir en viðurkenna það fúslega. Svo á ekki við um The Washington Post sem var eitt sitt mjög virt blað. Þeir þykjast enn vera hlutlaus fjölmiðill en eins og við vitum er slíkur fjölmiðill ekki til.

Joe bdien 3

Kíkjum á hvað andstæðingar Joe Biden sögðu um sjónvarpsútsendingu CNN.

Tucker Carlson: Understanding Joe Definition Of "Misinformation": https://fb.watch/6WmVRuKicq/

Stinchfield: Joe Biden needs to take a cognitive test:

https://fb.watch/v/3pr_COKfB/

Benny Johnson:

Biden BRAIN BREAKS Live on CNN - America CRINGES, Then Erupts in Laughter:  https://fb.watch/v/1u-vcNTpa/

 

Hannity: https://fb.watch/6WLTvf9--S/

Hér að neðan má sjá mynstrið í stöðugt minnkandi andlegri getu Joe Bidens. Bandaríkjamenn nota hugtakið ,,gaffe" ekkert íslenskt hugtak nær til þessa orðs svo ég viti. En það má útleggjast sem ,,...óviljandi athöfn eða athugasemd sem veldur upphafsmanni sínum vandræði; klúður."

Joe biden 4

Joe Biden Most Awkward Gaffes Of All Time (Part 1):https://www.youtube.com/watch?v=z_wlQZ5N_2k

Joe Biden Most Awkward Gaffes of All Time (Part 2)

https://www.youtube.com/watch?v=fNQAbF33gFM&t=51s

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Það er greinilega ekki bara ég (og Bandríkjamenn)sem tek eftir þessu með Joe Biden. Útvarp saga er með ágætis grein um karlinn: https://www.utvarpsaga.is/biden-sifellt-rugladri-i-framkomu-talar-samhengislaust-og-thruglar-svo-fair-skilja-hvad-madurinn-segir-sist-hann-sjalfur/

Birgir Loftsson, 25.7.2021 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband