Samband Íslands við Bandaríkin

1280px-Iceland_USA_Locator.svg

Íslenskir fjölmiðlar standa sig frekar illa í fréttaflutningi frá Bandaríkjunum. Þeir missa af mörgu mikilvægum málum sem eru í brennidepli í landi hinu frjálsu en það sem gerist í Bandaríkjunum kemur okkur við. Ástæðan er einföld, þróun í menningu eða stjórnarfari, smitar út frá sér og kemur fyrr eða síðar til Íslands. Við erum líka á áhrifasvæði bandaríska heimsveldisins.

Svo er það að Íslendingar eru mjög háðir Bandarikjunum og velvild Bandaríkjamanna. Viðskipti og hervernd er það sem við sækjum til Bandaríkjanna og við þurfum meira á þeim að halda, en þeir á okkur.

Án Bandaríkjanna þyrftum við að koma okkur upp varnir sjálfir og það er kostnaðarsamt. Það er staðreynd að Íslendingar geta ekki varið landið einir, þeir þurfa aðstoð vinveittra ríkja. Í fréttum í dag er sagt frá að pólski flugherinn sjái um loftrýmisgæslu lands um þessar mundir en í gegnum NATÓ samstarfið, sem Bandaríkjamenn stýra og eru driffjöðurinn í, sækjum við okkar vernd. Við erum líka með tvíhliða varnarsamning við BNA samhliða NATÓ aðild. Enginn dirfist að ráðast á Ísland, á meðan á því stendur.

Þar sem Ísland er mjög  vinstrisinnað land, sósíalísk áhrif eru mikil á stjórnmálastéttina, hefur það verið mjög vinsælt að hnýta í vinaþjóðina fyrir ýmsar sakir, því að Bandaríkin hafa hingað til verið ímynd alls sem íslenskir sósíalistar hata. Það er einstaklingsframtakið, markaðshagkerfi og frelsið sjálft. En andúðin í garð Bandaríkjanna má einnig rekja til þjóðernishyggju og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.

Það var mjög viðkvæmt mál í íslenskum stjórnmálum að bandarískur her sat landið er íslenska lýðveldið var stofnað 1944. Það var erfitt að koma þeim her úr landi í stríðslok en það tókst. Það líka eins og blaut tuska að fá bandarískan her aftur til landsins 1951.

Þannig að viðhorf og samskipti Íslendidnga við Bandaríkin litast af nokkrum viðhorfum og þörfum; þjóðernishyggja, sósíalisma, vináttu, ótta, varnarþörf og margt fleira og segja má að sambandið er ástarsamband (með dálítilli andúð og ótta).

Við óttumst en um leið dáumst við að forysturíki frjálsra þjóða í vestrinu. Við megum hins vegar þakka fyrir að þrátt fyrir allt og öll stríð Bandaríkjanna, er heimsveldi Bandaríkjanna ,,mjúkt" og það sækist ekki eftir löndum til búsetu (nágrannar Bandaríkjanna líta kannski öðrum augum en Bandaríkin stækkuðu mikið á 19. og 20. öld). Skemmst er að minnast umræðuna um kaup á Grænlandi. Bandaríkin hafa haldið áhuga á Íslandi síðan um miðja nítjándu öld. Árið 1868 skrifaði William H. Seward í bandaríska utanríkisráðuneytinu skýrslu þar sem hugleitt var kaup á Íslandi frá Danmörku.

Við erum vonandi orðin það rótgróin í alþjóðasamfélaginu að sjálfstæði landsins er ekki lengur falt stórveldi.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband