Dómur er fallinn í fyrsta fjöldamorđamáli Íslands?

Axlar BjörnÍslenskir fjölmiđlar hafa fjallađ um mál Marek Moszczynski sem var nýveriđ sýknađur af ákćru um ađ hafa myrt ţrjá međ ţví ađ hafa kveikt í húsi og reynt ađ bana tíu til viđbótar. 

Ţetta er reyndar annađ íkveikjumáliđ á nokkurum árum en skemmst er ađ minnast íkveikjumáls á Selfossi en ţar létust tveir í eldsvođa. 

Ţađ er full langt gengiđ ađ segja ađ ţetta sé fyrsta fjöldamorđsmál Íslandssögunnar. Ţađ er eins og í augum blađamanna byrjađi saga Íslands á 20. öldinni og ekkert hafi gerst áđur. Morđ hafa veriđ framin frá upphafi Íslandsbyggđar, sum skráđ og sum óskráđ.  Morđ sem framin voru fyrir 930 voru löglaus, ţ.e.a.s. engin lög gildu í landinu ţar til Alţingi var stofnađ á Ţingvöllum ţađ ár. Menn drápu eftir hefđareglum.

Eftir 930 til 1262 gildu ţjóđveldislög (lög samfélagsins) en eftir 1292 gildu lög ríkisvalds Noregskonungs og menn dćmdir eftir réttarreglum og lögum landsins.

Ţađ er rétt ađ fjöldamorđingjar á Íslandi eru eins og hvítir hrafnar, sjaldséđir og eiginlega ekki til. 

Raunar má segja ađ Axlar Björn sé eini fjöldamorđingi Íslands en hann var leiddur fyrir dómstól og dćmur fyrir glćpi sína. Hann var líka stórtćkur, drap a.m.k. 19 manns, ef ekki fleiri.

Björn er kenndur viđ bćinn Öxl sem er nálćgt Búđum á Snćfellsnesi. Axlar Björn var dćmdur til dauđa og drepin áriđ 1596 á Laugarbrekku. Hann var síđan grafinn í pörtum á Snćfellsnesi.

Hin málin tvö, íkveikjumálin tvö í Reykjavík og Selfossi, eru í raun mál sem segja má ađ séu mál ógćfumanna sem í annarlegu ástandi kveiktu í og ollu dauđa fólks.

En í merkingu ţess ađ vera fjöldamorđingi sem ćtlar sér ađ drepa fólk međ ráđnum hug, ţá er Axlar Björn enn í fyrsta og eina sćti á lista fjöldamorđingja.  Megi svo vera um ókomna tíđ.

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband