Lögregluríkið Ísland?

Police

 Þessi spurning vaknar þegar íhugað er réttur lögreglu til að stöðva för almennra borgara, þ.e.a.s. hefta ferðafrelsi þeirra, og krefjast þá um skilríki.

Í stjórnarskrá Ísland er réttur hvers ríkisborgara á Íslandi til að ferðast frjálst för sinni tryggður en ekkert er fjallað nákvæmlega um valdheimild stjórnvalda í því sambandi, það er að segja að hvort einstaklingurinn geti neitað að afhenda skilríki ef lögreglan heftir för. Þetta er aðeins almennt orðað, um frelsissviptingu.

Í 3. mgr. 67. grein stjórnarskráarinnar segir: ,,Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum. Hver sá sem hefur verið sviptur frelsi á rétt á að fá að vita tafarlaust um ástæður þess.“

Enn fremur segir: ,,Hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skal án undandráttar leiða fyrir dómara.….Hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skal hann eiga rétt til skaðabóta…. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skuli dómari, áður en sólarhringur er liðinn, ákveða með rökstuddum úrskurði hvort hann skuli sæta gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald er frelsissvipting grunaðs mann, en hún er heimil til bráðabirgða með dómsúrskurði.“

Í 71. gr. stjórnarskráarinnar segir: ,,Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu….Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.

Það má skilja svo að lögreglan megi ekki hindra för ríkisborgara, það er svipa hann (ferða)frelsis nema um lögbrot er að ræða. Eftir stendur spurningin hvort Íslendingum beri skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það?

Á vísindavefnum er fjallað um þetta mál í grein sem heitir: ,, Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það?“

Þar segir: ,,Í 15. gr. lögreglulaga er mælt fyrir um rétt lögreglu til að hafa afskipti af borgurunum við nánar tilgreindar aðstæður og með hvaða hætti. Í 5. mgr. 15. gr. laganna er sérstök heimild fyrir lögreglu til að krefjast þess að menn segi á sér deili en ákvæðið hljóðar svo: ,,Lögreglu er heimilt að krefjast þess að maður segi til nafns síns, kennitölu og heimilisfangs og sýni skilríki því til sönnunar.“ Af ákvæðinu má leiða að lögregla getur almennt krafist þess að menn segi á sér deili, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða útlendinga, gangandi vegfarendur eða farþega í bíl og ekki er skilyrði að grunur sé um ólögmæta háttsemi.“

Lykilatriðið í þessu máli er að ,,…ekki er skilyrði að grunur sé um ólögmæta háttsemi“! Með öðrum orðum getur lögreglan, að eigin geðþótta, stöðvað för borgara án þess að til liggi rökstuddur grunur um ólögmæta háttsemi eða grunur um hugsanlegt lögbrot. Þetta er mikil valdbeitingarheimild sem lögreglan hefur til að stöðva frjálsa för borgarans og ef til vill hafa menn ekki íhuga þetta mál nákvæmlega, því að íslenskt samfélag hefur verið fremur friðsælt síðan lýðveldið var stofnað.

Til samanburðar skulum við taka Bandaríkin. Allir halda að bandaríska lögreglan hafi gífurleg völd og geti gert ansi margt ótakmarkað. En svo er ekki. Það gilda mismunandi reglur um heimild lögreglunnar eftir ríkjum Bandaríkjanna en öll ríkin eiga það sameiginlegt að byggja sínar reglur á ákvæðum bandarísku stjórnarskráarinnar og þá er vísað í fyrsta viðauka eða breytingu og 4 viðauka/breytingu um rétt borgara til að neita að afhenda eða sýna skilríki.

Talað er um ,,stöðva og bera kennsl á“ löggjöfina í Bandaríkjunum sem heimilar lögreglu, lögum samkvæmt að bera kennsl á einhvern sem þeir telja með góðu móti að hafa framið glæp eða er um það bil að fara að fremja glæp. Ef það er ekki rökstuddur grunur um að glæpur hafi verið framið, er framinn eða er um að bil að fara að gerast, er ekki hægt að krefja einstaklinginn um auðkenningu, hvorki að gefa upp nafn eða framvísa skilríki, jafnvel í ,,stöðva og bera kennsl á“ ríkjum. Ferðafrelsi bandaríska ríkisborgarans er algjört í þessu sambandi og ekki nægilegt fyrir lögreglumanninn sem stöðvar för borgarans, að segja að ,,grunur“ liggi á eða um ,,grunsamlega“ hegðun liggi að baki afskipti lögreglunnar. Grunsemd er ekki grundvöllur glæps eða er glæpur. Hún er bara tilfinning, ekki staðreynd og röksemd sem dugar fyrir dómstóla.

Ef lögreglan í Bandaríkjunum stöðvar för borgarans, þá ber lögreglumaðurinn að gefa upp eigið nafn og númer lögregluskjaldar og gefa strax upp ástæðu fyrir hindrun á för borgarans. Ef ekki er gefin upp gild ástæða, getur borgarinn kært viðkomandi lögreglumann og hann jafnvel neitað að tjá sig yfirhöfuð. Þessi réttindi eru tryggð í fjórðu breytingunni á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem bannar óeðlilegum leit og hindrun för ríkisborgara og krafist er þess að rík ástæðan sé fyrir heftum á ferðafrelsi, jafnvel þótt svo sé aðeins um stundarsakir og hún eigi að vera réttlætanleg og studd af líklegum orsökum.

Af þessum má sjá að bandarískir ríkisborgarar njóta meiri réttinda gagnvart valdníðslu stjórnvalda en íslenskir. Ekki er gert skilyrði að grunur sé um ólögmæta háttsemi eins og áður sagði. Hins vegar geta íslenskir lögreglumenn hindri för borgaranna að vild og jafnvel er hægt að hreppa fólk í fangelsi í allt að 24 klst. áður en leitað er til dómara. Á meðan getur lögreglan gefið upp hvaða ástæðu sem er fyrir handtöku og haldið viðkomandi föngnum.

Af ákvæðinu í lögreglulögunum má leiða að lögregla getur almennt krafist þess að menn segi á sér deili, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða útlendinga, gangandi vegfarendur eða farþega í bíl og ekki er skilyrði að grunur sé um ólögmæta háttsemi. Svarið við spurningunni í titli greinarinnar er því já, Ísland er lögregluríki, því að réttur lögreglunnar er ríkari en réttur ríkisborgaranna. Þarf ekki að fara að skoða þetta?

Það skal taka fram að íslenska lögreglan fer afskaplega vel með vald sitt og traust almennra borgara á störf hennar er mikið. Þessar hugleiðingar eru ekki beint sérstaklega til hennar, aðeins löggjöfina sem liggur að baki starf hennar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband