Skerjarflugvöllur er eini raunhæfi kosturinn

Reykjavíkurflugvöllur

 Af hverju er mönnum fyrirkomið að setja flugvöllinn í Skerjafjörð? Hann væri hvergi fyrir byggð og hægt að klára uppbyggingu í Vatnsmýrinni. Sú landsala myndi borga uppbyggingu Skerjaflugvöllinn. og hægt að bjóða upp á millilandaflug. Nei, borgarstjórnarmeirihlutinn vill frekar byggja blokkir á skerjunum.

Nú hefur komið í ljós vitleysan með Hvassahraunið.  Ómar Ragnarson hefur varað lengi við að setja flugvöllinn í útjaðri höfuðborgarsvæðisins, hvor sem það  er í Hvassahrauni og Hólmsheiði. Ástæðurnar eru einfaldar. Hvassviðrasamara er á þessum stöðum, auk þess lægi flugvöllurinn á Hólmsheiði hærra í landinu.  Báðir flugvellirnir yrðu lokaðir oftar en núverandi flugvöllur. 

Nú er betur að koma í ljós að báðir flugvallakostirnir eru slakir ef skoðað er hugsanlegt hraunflæði úr eldgosum.  Hólmsheiðarflugvöllur væri í hættu af Hengilsvæðinu en Hvassahraunsvöllur af gossvæðunum í kringum Keili.

Annar valkostur væri Bessastaðatangi en þar er nægt pláss fyrir flugvöll. Einnig eru sker norður af eyrinni af Bessastöðum sem kallasst Hólmar. Þeir standa oftast upp úr sjó, a.m.k. er það fjarar. 

 

Yfirlitsmynd 1

 

 

 

 

 

 

 

 

Hugsanlegt flugvallarstæði

 

Yfirlitsmynd 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Sumt fólk vill ekki læra af reynslunni né sjá það sem er fyrir augum þess. Dagur: Hvassahraun einna ákjósanlegast - Viðskiptablaðið (vb.is)

Birgir Loftsson, 9.3.2021 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband