Ranajit Guha talar um í grein sinni um að söguritun sem heldur á lofti merki hinnar indversku og þjóðernissinnuðu yfirstéttar hafi um langt skeið tröllriðið samfélagið, en henni megi svo skipta í nýlendusinnaða yfirstéttarhyggju (e. colonialist elitism) eða borgaralega-þjóðernisinnaða yfirstéttarhyggju (e. bourgeois-nationalist elitism) en báðar stefnurnar séu hugmyndafræðileg afurð breskra yfirráða á Indlandi en hafa lifað af allar valdabreytingar og hafa verið samlagaðar við ný-nýlendusinnuðu (e. neo-colonialist) og ný-þjóðernistefnulegu (e. neo-nationalist) formi í Indlandi.
Þessir aðilar hafa leitað í smiðju breskra höfunda sem fyrirmynd að sagnaskrifum. Yfirstéttarleg sagnaskrif með þjóðernislegum einkennum sé einkum indversk að uppruna, þó að eftirhermur meðal frjálslyndra sagnfræðinga í Bretlandi og annars staðar hafa tekið hana upp í einhverju mæli.
Báðar þessar útgáfur eiga það sameiginleg að halda því fram að tilurð indversku þjóðar og þróun þjóðernislegar vitundar sem stýrði þessa tilurð, hafi aðallega eða alfarið verið afrek indverskrar yfirstéttar. Hin nýlendusinnaða og ný-nýlendusinnaða sagnaritun hefur þakkað þessum árangri breskum nýlenduyfirráðum, þ.e. stjórnarformi, stjórnargerð og stefnu, stofnanir og menningu en hjá þjóðernissinnuðum og nýþjóðernissinnuðum skrifum hefur árangrinum aðallega verið þakkað indverskri yfirstétt, indverskum stofnunum, gerðum og hugmyndum.
Það sem þessar stefnur eiga sameiginlegt er að lýsa indverskri þjóðernishyggju sem ,,þróun lærdóms eða hún hafi þróast og framfarast í gegnum það að indverska yfirstéttin varð þátttakandi í stjórnmálum með þátttöku í hinu ýmsu stofnunum og samsvarandi menningar fyrirbærum sem nýlendustjórnin hafði innan sinna vébanda til að stjórna landinu. Einnig hefur því verið haldið fram, af þessari yfirstéttarsinnuðu sagnaritun, að indversk þjóðernishyggja hafi leitt fólkið frá ánauð til frelsis.
Það sem Ranajit Guha er hér að reyna að halda fram er að saga indverskrar þjóðernishyggju hafi verið skrifuð sem eins konar andleg sjálfsaga indverskrar yfirstéttar.
Yfirstéttasinnuð sagnaritun er þó ekki alveg gagnlaus segir hann. Hún hjálpar okkur t.d. að átta okkur betur á gerð nýlenduríkisins, suma þætti hugmyndafræði yfirstéttarinnar svo eitthvað sé nefnt og svo það að hún hjálpar okkur að skilja hugmyndafræðilegan karakter sagnaritunarinnar sjálfrar.
Hins vegar getur þessi gerð af sagnaritun ekki hjálpað okkur við mörg önnur úrlausnarefni, t.d. að útskýra indverska þjóðernishyggju fyrir okkur, þ.e. framlag fólksins sem það lagði fram sjálft óháð yfirstéttinni til skilnings á gerð og þróun þessarar þjóðernisstefnu. Hún hunsar til dæmis þátttöku indversk almennings, stundum í hundruðum þúsunda eða milljóna, í þróun og starfi þjóðernishreyfingarinnar sem var stundum án allra þátttöku eða afskipta indverskrar yfirstéttar, t.d. í and-Rowlatt uppreisninni 1942.
Og það sem er greinilega vanrækt í hinni yfirstéttarsinnuðu sagnaritun er stjórnmálaþátttaka hinu lægri settu í samfélaginu, fólkið sjálf og fyrirmenn þess.
Það sem Ranajit Guha er hér að reyna að segja, þátttaka fólksins ,,neðan frá í stjórnmálum hafi hingað til (1981) verið vanrækt.
Það er þessi almenningsvæðing (e. mobilization) andstöðunnar gegn nýlenduyfirráðum Breta; hún hafi ekki verið tekin með í reikninginn en hún er annars eðlis en sú yfirstéttarlega.
Sjá má hina fyrri hreyfingu t.d. kristallast í bændauppreisnum, og síðan ekki síst andstöðunni gegn indversku yfirstéttinni sjálfri.
Ranajit Guha vill leggja meiri áherslu á muninn sem var milli undirstéttanna og yfirstéttarinnar og þeirrar staðreyndar að indversk borgarastétt mistókst að vera málsvari þjóðarinnar. Hins vegar voru undirstéttirnar ekki nógu öflugar til að klára það verk sem borgarastéttin mistókst að gera, að taka af fullu afli þátt í baráttunni fyrir frelsun þjóðarinnar. Það sé rannsóknin á þessum sögulegu mistökum þjóðarinnar til að verða til á eigin forsendum (alþýðunnar og borgarastéttarinnar) sem sé hinn miðlægi vanmáttur sagnaritunar, sem fjalli um nýlendutímabil Indlands, að eiga við. Hin hefðbundna fæst ekki við þetta vandamál og verður því fyrir vikið máttlaus.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | 26.1.2021 | 14:18 (breytt kl. 14:19) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.