Þrælaverslun í sögulegu ljósi

Þrælahald hefur tíðkast frá fornu farni. Í fornöld og sennilega lengra aftur í tímann, hafa herleiddir menn og konur verið annað hvort drepið við handtöku eða hreppt í þrældóm. Efnahagsveldi Rómverja hefði varla gengið upp án þrælahalds. Án vélarafls, var erfitt að halda uppi háþróuðum samfélögum fornaldar, sérstaklega heimsvelda eins Rómaveldis, þar sem stór hluti karlmanna gegndu herþjónustu. Hraðspólum fram í tímann og til miðalda.

Portúgalar hófu þrælakaup í Afríku um 1440 en voru í upphafi að leita að kryddi og gulli. Þeir fundu í staðinn pipar, fílabein og þræla. Portúgalar seldu í staðinn textílvörur og aðrar smávörur frá Mið- og Norður-Evrópu og hveiti frá Marokkó. Þeir voru eingöngu milliliðir í byrjun eða þar þeir gátu selt tóbak frá Brasilíu.

Hollendingar komust inn í viðskiptin, síðar einnig Englendingar og Frakkar. Englendingar urðu umfangsmestu þrælasalar á 18. öld og fluttu tvo þriðju alla þræla yfir Atlantshafið. Miðstöð þrælaverslunar var fyrst London, síðar Bristol og loks Liverpool.

Mikill hagnaður af þrælaverslun en fór þó lækkandi með tímanum. Þrælaverslunin fjármagnaði ekki iðnbyltinguna en hún var mikilvæg þáttur Atlantshaf verslunar en hún tífaldaðist á 18. öld. Þessi efling verslunar var ein af forsendum iðnbyltingarinnar.

Milli 1450-1600 voru 275.000 þrælar fluttir frá Afríku til Ameríku en milli 1600-1700 voru 1.350.000 þrælar fluttir yfir hafið. Þessi aukning stafaði af því plantekrurekstur var hafinn í stórum stíl, sem krafðist mikinn mannafla, til viðbótar við tóbaksræktunina.

Milli 1700-1800 voru 6 milljónir þræla fluttir yfir Atlantshafið til að vinna á sykurplantekrum (2/3) og námum. Alls voru fluttir um 8 milljónir þræla þar til loka þrælahalds í Brasilíu 1870.

Mikil hefð fyrir þrælaverslun í Afríku og hún hafin löngu fyrir tíma Evrópumanna.

Hvers vegna svartir þrælar?

1. Þeir settir í framandi umhverfi og því litlar líkur á að þeir myndu flýja.
2. Auðvelt að þekkja þá úr mannfjölda vegna litarháttar.
3. Þeir voru álitnir betri og áreiðanlegri verkamenn.
4. Evrópumenn vildu ekki notast við Indjána vegna þess að þeir þurftu á þeim að halda í innbyrðis stríðum, voru fámennir og þeir einnig notaðir sem þrælaveiðimenn.

Ein af orsökum þrælaverslunar á Atlantshafi: Ottómanar í Istanbúl einokuðu þrælaverslun á Miðjarðarhafi eftir 1500 að mestu leyti.
Mikil fólksfjölgun í Afríku auðveldaði þrælasöluna en hún stóð m.a. vegna þess að nýjar nytjajurtir voru fluttar inn frá Ameríku sem jók uppskeru innfæddra og innflutningur á húsdýrum.

Umfangsmikil byssusala til þjóða í Afríku breytti öllu valdajafnvægi í álfunni. Ríkjasameining varð vegna fjarverslun og hernað. Sum ríkin voru konungsdæmi, önnur aðalsveldi enn önnur samfélög réðu félög/samtök sem sín á milli kusu valdhafa. Stöðug þróun frá ættflokkaskipulagi til höfðingjasamfélags (kvaðakerfis).

Þrælaverslun: 3 leiðir til þess að verða þræll í Afríku áður en Evrópumenn komu til sögu:

1. Skuldaþrælar (seldir í þrældóm).
2. Refsiþrælar (sem refsileið).
3. Stríðsfangar (úr stríði).

Þetta var allt til staðar áður en Evrópumenn komu til sögunnar en þeir nýttu sér þetta kerfi.

Þrælahald á sér langa sögu í Evrópu, Kýpur, Sikiley (múslimskir þrælar).

Toskana á Ítalíu og Barcelona á Spáni. Páfinn hélt þræla á galileum sínum. Þrælar í skoskum námum.

Ameríska vistarbandið til 7 ára var hálfgert þrælahald (hálfánauð) en menn voru ekki langlífir sem skuldamenn. Fæstir hlutu frelsis eða lifðu af og lifðu almennt skemur en þrælar. Þetta fyrirkomulag var ódýrara en þrælahald og er ástæðan fyrir því að þrælahald varð aldrei eins háþróað og t.d. í Brasilíu og Karabíahafinu.

Vélaraflið í formi gufuvélar og tækniframfarir leiddi til þess að minni þörf var á ófrjálsu vinnuafli. Sjá má þetta í Bandaríkjunum þar sem þrælahald var aflagt með borgarastyrjöld 1965 og afnám þrælahalds í Brasilíu 1888. Ef til vill var bandaríska borgarastyrjöldin mistök, því að þróunin var í átt að aukinni vélvæðingu og þrælahald hefði lagst af hvort sem er eins og gerðist í Brasilíu og það án borgarastyrjaldar.

Á Íslandi um 1000 var þrælahald aflagt, sennilega af tveimur ástæðum. Af trúarlegum; kristni tók við og þar var það ekki liðið (samt ekki algilt, því að kristnar þjóðir síðar, leyfðu þrælahald) en líklegri ástæða var að það borgaði sig ekki að halda úti þræla og sennilega varð skortur á þeim, þegar víkingaöldin var að líða undir lok. Ódýrara er gefa þrælum frelsi og láta þá sjá um sig sjálfa. Þeir unnu betur (þeir héldu að þeir væru frjálsir og voru þar af leiðandi fúsari til starfa) og hægt var borga þeim laun sem samsvarar lágmarks framfærslu þeirra.

Þessi leið er farin í dag, en milljónir manna í heiminum vinna undir sömu skilyrði og þrælar forðum en teljast vera frjálsir, þar sem ekkert annað er í boði. Unnið er fyrir lágmarks framfærslu og ekkert umfram.

Spurningin hvort að þetta hálf ,,þrælahald" eða ánauð í dag haldi áfram, þegar fjórða iðnbyltingin gengur í garð og nánast öll störf verða í hættu að vera aflögð eða unnin af róbótum (vélmennum með gervigreind)?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband