Íslenskum stjórnmálaflokkum gengur illa með því að standa ekki við hugsjónir sínar

Það er alveg klárt að VG og Sjálfstæðisflokknum gengur illa þessa daganna í skoðanakönnunum vegna þess að kjósendum þessara flokka finnst þeir hafa svikið sig. VG er orðinn NATÓ flokkur, formaðurinn baðar sig í athyglinni sem fylgir NATÓ fundum og finnst allt í lagi að vera í varnarbandalagi.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki staðið í lappirnar með hælisleitenda mál sín og bendir á aðra sem sökudólga en flokkurinn hefur haft dómsmálaráðuneytið síðastliðin 8 ár.  Þegar útlendingalögin gölluðu voru samin, var það ekki 2017?, vissu allir mætir menn að þau væru léleg og margar holur í löggjöfinni. Síðan þá eru komnir 100 milljarðar í tilhæfalausar hælisumsóknir.

Framsóknarflokkuinn passar sig á að þegja og það gerir Samfylkingin líka. Á meðan flokkarnir þegja, hækkar fylgið í skoðannakönnum eða a.m.k. stendur í stað. Að segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert er góð leið til vinsælda (og brosa fallega eins og formaður Samfylinginnar) en ekki endilega gott fyrir samfélagslega þróun. Að láta reika á reiða er ekki góð stjórnun. John F. Kennedy sagði eitt að "aðeins þeir sem þora að gera mikil mistök geta náð miklum árangri."

Varaformaður Samfylkingunnar sagði í útvarpsviðtali á Sögu í vikunni að þeir gerðu markviss í að fara ekki í "öll mál" og þegja. Sigmundur Davíð sagði að stjórnmálin hefðu farið í frí í covid faraldrinum og ekki komið aftur fyrr en eftir dúk og disk. Umbúðapólitík hafi verið stunduð. Málefnin eða hugsjónirnar stungnar í skúffuna eins og VG og Sjálfstæðismenn gerðu.

Samfylkingarmenn og Framsóknarmenn verða einhvern tímann að opna á sig munninn. Sjáum hvort að fylgið minnki ekki eitthvað við það. Samfylkingin hefur boðað skattahækkanir við valdatöku, eins og almenningur og fyrirtæki borgi ekki nógu mikla skatta. Og flokkurinn ætlar taka pening úr vasa millistéttarinnar og setja í vasa lágstéttarinnar með millifærslu kerfinu sem þeir elska og fundu upp. Skattar og skattar er eina sem stjórnmálamönnum dettur í hug. Aldrei að skera niður eða sýna ráðdeild í útgjöldum.

Hvers vegna eru stjórnmálamenn í pólitík ef þeir hafa engar hugsjónir? Bara að vera í fínu innijobbi? Baða í sig í ímynduðum völdum? Stunda hagsmunagæslu?


Bloggfærslur 4. febrúar 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband