Kúgun minnihlutans skv. Margaret Thatcher

Vísiorð Margaret Thatcher eru mörg og þær eru margar frægar ræðurnar hennar. Hér kemur ein sígild.

Í gamla daga deildu pólitískir rithöfundar um eitthvað sem kallað var "vernd minnihlutahópa“.

En lýðræði snýst um meira en meirihluta eða minnihluta hópa. Það snýst um rétt sérhvers einstaklings til frelsis og réttlætis: "Rétt sem byggir á Gamla og Nýja testamentinu, sem minna okkur á reisn hvers einstaklings, rétt hans til að velja og skyldu hans til að þjóna."

Þessi réttindi eru gefin af Guði en ekki ríkisgefin.

Þetta eru réttindi sem hafa verið þróuð og viðhaldið í gegnum aldirnar af réttarríki okkar: "Réttarríki sem verndar einstaklinga og minnihlutahópa; réttarríki sem er sement frjálss samfélags."

En það sem ég held að við sjáum núna er öfugur vandi, og við höfum ekki tekist almennilega á við það ennþá – vandamálið um vernd meirihlutans.

Vegna þess að það hefur komið upp sú tískuskoðun, sem hentar mörgum sérhagsmunahópum, að það sé óþarfi að sætta sig við úrskurð meirihlutans: "Að minnihlutanum eigi að vera alveg frjálst að leggja í einelti, jafnvel þvinga, til að fá dómnum snúið."

Þessi orð voru sögð 1984 og eiga svo sannarlega við samtímans. Eru ekki fámennir minnihlutahópar vaðandi uppi og heimta sérréttindi? Eiga þeir ekki greiðan aðgang að fjölmiðlum sem virka eins og magnarar á málstað þeirra? Frekja minnihlutans með ósanngjarnar kröfur? Íslensk stjórnvöld eru dauðhrædd við sérhagsmunahópa, sérstaklega ef þeir eru háværir með hjálp fjölmiðla. Þau hlaupa út og suður ef öskrað er nógu hátt.

Ábyrgð fjölmiðla er mikil í svona málum. Þeir gefa frekju sérhagsmunahópanna rödd sem annars myndi ekki vera hlustað á, einmitt vegna ósanngirni krafa þeirra.

____

26. nóvember, 1984, Margaret Thatcher.
The Second Carlton Lecture ("Why democracy will last").

https://www.margaretthatcher.org/document/105799


Deilan um Taívan

Hér koma tvær andstæðar skoðanir. Byrjum á svartsýninni og endum á bjartsýninni.

Forstjóri Blackwater, málaliðahersins bandaríska, Erik Prince, greinir frá því hvers vegna Kína mun líklega ráðast inn í Taívan árið 2024.

Fyrir því eru nokkrar ástæður og vísbendingar.

Fyrsta vísbendingin er að Kínverjar eru að selja eignir erlendis og efla getu sína til að standast viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna.

Önnur vísbending er að Kínverjar eru að safna matvælabirgðir til eins og hálfs.

Þriðja vísbending er að Xi, leiðtogi Kína, ítrekar í ræðum sínum að Kínverjar verði að undirbúa sig undir átök, hvers konar átök kemur ekki fram, geta verið efnahagsleg eða hernaðarleg.

Xi hefur tryggt að allir valdaþræðir liggi til hans og hann hefur því óbundnar hendur til aðgerða.

En ástæðurnar fyrir mögulega innrás í Taívan á þessu ári skv. Prince?  Jú, veðurglugginn fyrir innrás er í maí eða júní en þá blása vindar úr hagstæðri átt. Prince gerir ráð fyrir að Kínverjar beiti flugumenn til að gera allt óvirkt rétt fyrir innrás.

Einnig hefur helsti andstæðingur þeirra, Bandaríkin, aldrei verið með eins veikburða ríkisstjórn og nú (og í sögunni?). Biden er ekki með okkur í þessum heimi, Bandaríkjamenn eru uppteknir af öðrum óvinum, í Miðausturlöndum og Úkraínu. 

Svo er líklegt að Trump sé að komast til valda og það þýðir lágmark 10% innflutningsgjöld á kínverskar vörur skv. orðum Steve Bannon.

En það eru skiptar skoðanir á þessu. Aðrir segja litla möguleika á að Kínverjar hefji stríð sem gæti farið á beggja vegu. Kínverjar líta svo sjálfir að þeir séu umkringdir óvinum og geti lítið hreyft sig, sem er rétt ef litið er á landabréfakortið. Þeir séu í raun í vörn.

Það eru tæknilegar ástæður fyrir að innrás verði erfið. Kínverski herinn þarf að fara yfir hafsvæði en innrásir yfir haf eru alltaf erfiðar. Sjá eyjahopp bandaríska flotans í seinni heimsstyrjöld en japönsku eyjarnar voru vel víggirtar, þótt agnarsmáar voru og taka þeirra kostaði ógnarátak. Sama gildir um Taívan sem hefur varið síðastliðin 70 ár í að víggirða sig, grafa sig inn í fjöll o.s.frv.

Svo þarf kínverski herinn að mæta bandaríska flotanum sem er enn einn sá öflugasti í heimi. Hann er í bandalagi við nánast öll nágrannaríki Kína og svo má ekki gleyma Japan sem er orðið hernaðarveld á ný (í leyni). Hins vegar gera öll stríðslíkönd ráð fyrir að Kínverjar sigri stríðið í fyrstu atrennu a.m.k.

Spurningin er, sem Japanir þurftu að svara í seinni heimsstyrjöld, hvort Bandaríkjamenn vilji fara í langvarandi stríð við Kína þegar Taívan er tapað? Bandaríkjamenn ákváðu að taka slaginn við Japan og unnu á endanum í langvarandi stríði. Miðað við hversu herskáir Bandaríkjamenn eru í dag í fjölmiðlum, þá þyrstir marga stjórnmálamenn í Bandaríkjunum að taka slaginn nú þegar. Púff!

Akkelishæll Kínverja er hversu háðir þeir eru olíuflutningum sjóleiðis og næsta auðvelt er fyrir Bandaríkjamenn að loka verslunarleiðum um hafsvæði Asíu. En olían sem þeir fá frá Rússum landleiðis, er hún nægileg? Rússar útvega Kínverjum mesta magnið af olíu í dag eða 18% en Sádar koma fast á hæla þeirra með 15%.

 

Í raun skiptir Taívan engu máli fyrir Kína efnahagslega, utan örgörvanna sem eru framleiddir í landinu. En bæði Kínverjar og Bandaríkjamenn keppast nú við að koma sér upp eigin framleiðslu getu á hátækni örgjörvum (allir geta gert ódýra og einfalda örgjörva), svo að þetta skipti ekki svo miklu máli í framtíðinni.

Taívan skiptir hins vegar máli fyrir Kínverja pólitískt. Taívanska stjórnin er leifar andstæðinga þeirra úr borgarastyrjöldinni og fullur sigur fyrir byltinguna er ekki náð fyrr en eyjan er komin undir vald Kína. Það verður að gerast fyrir 2049, á hundrað ára afmæli kínverska kommúnistaflokksins.

Ágreiningur Kína og Bandaríkjanna er stórvelda togstreita. Svona togstreita hefur verið til svo lengi sem það hafa verið til stórveldi. Stórveldið reynir að fylla upp í tómarúm, ef það myndast.

Sjónarhorn Kínverja:   Við erum umkringdir óvinaþjóðum og við þurfum að tryggja aðföng í gegnum skipaleiðir okkar. Við viljum ekki vera háðir siglingaleiðum og því búum við til nýja landleið sem ber heitið belti og vegir. Fyrirmyndin er silkivegurinn.

Sjónarhorn Bandaríkjanna: Við eigum hagsmuni að gæta í Asía eins og í Evrópu. Við þurfum að halda aftur af öflugasta stórveldinu í Asíu sem er Kína. Við þurfum að tryggja áhrif okkar, vernda bandamenn okkar og efnahagshagsmuni.

Hvað svo sem menn ákveða, vonandi að halda friðinn, er stríð mikil áhætta fyrir kínverskan og bandarískan efnahags, enda efnahagsbönd landanna sterk og mikil. Ríkin eru mjög háð hvoru öðru efnahagslega og það yrði reiðarslagur fyrir bæði ríkin ef til stríðs kemur.

Þetta gæti líka verið upphafið að þriðju heimsstyrjöldinni. En það er nokkuð ljóst, að ef bandaríkski herinn verður upptekinn í einu stóru stríði, er hætt á að andstæðingar þeirra fari af stað og þá er voðinn vís fyrir heimsfriðinn.


Bloggfærslur 22. febrúar 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband