Trump og NATÓ

Hér er athyglisverð frétt sem fjölmiðlar finnst gaman að velta sér upp úr. En það er samskipti Trumps og NATÓ. Það kom berlega fram er hann var forseti að honum fannst NATÓ ríkin draga lappirnar í framlög til varnarmála.  Flest ríkin greiddu um 1% af vergri landsframleiðslu til varnarmála en yfirlýst markmið var 2%. 

Það er þessi setning sem gerði allt vitlaus er Trump sagði í ræðu á kosningafundi í Suður-Karólínu á laugardag að hann byði Rússum að ráðast gegn hverju því aðildarríki Nató sem honum þætti ekki vera að leggja sitt af mörkum fjárhagslega til bandalagsins.

Málið á sinn aðdraganda. Förum aftur til ársins 2019 er Trump var enn forseti. 

Í frétt frá Hringbraut frá 2019 segir að NATO vill að hvert aðildarríki hernaðarbandalagsins greiði 2 prósent af vergri landsframleiðslu sinni í varnarmál. Á leiðtogafundi NATO Í Wales árið 2014 skuldbundu leiðtogar allra aðildarríkja sig til þess að láta 2 prósent af vergri landsframleiðslu renna til varnarmála innan áratugs og var skuldbindingin undirrituð á fundinum.

"2 prósent af vergri landsframleiðslu á Íslandi eru rétt rúmlega 56 milljarðar króna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2019 eru tæplega 2,2 milljarðar eyrnamerktir varnarmálum og því ljóst að Ísland er, að minnsta kosti enn sem komið er, víðs fjarri þeim sem markmiðum sem það hefur skuldbundið sig til að ná fram gagnvart NATO. Árið 2024 ætlast NATO til þess að Ísland verði byrjað að uppfylla þessa skuldbindingu sína á ársgrundvelli." segir í frétt Hringbrautar.

Mun Ísland ná þessu markmiði á þessu ári? Það er nokkuð ljóst að það mun ekki gera það. Of miklir peningar fara í Grindarvíkur vandann og hælisleitenda vandann til þess að því markmiði verði náð. Ríkissjóðurinn er þar að auki galtómur og rekinn á lánsfé erlendra lánadrottna.

Og það kreppir einnig að öðrum Evrópuþjóðum efnahagslega. Þær þurfa að kaupa orku á yfirsprengdu verði eftir að gasleiðslan í Eystrasalti (voru tvær sem voru skemmdar) var sprengd í tætlur. Allur iðnaður og framleiðla byggist á ódýrri orku. Hún er ekki einu sinni til á Íslandi, í sjálfu orkulandinu.

Evrópuþjóðirnar eru alvarlega að íhuga og sumar eru byrjaðar að vígbúast þrátt fyrir efnahagserfiðleika. Ráðamenn segjast óttast innrás Rússa. Inn á þessa hræðslu spilar spunameistarinn Trump og hótar að fjármagna ekki né styðja Evrópuþjóðir ef til stríðs kemur. Og bjánarnir - sem kallast blaðamenn, lepja þessa vitleysu upp og magna stjórnmálamenn til aðgerða. 

Það er algjörlega útilokað að Bandaríkjamenn komi ekki vinaþjóðum í NATÓ til aðstoðar í stríði. Þeir eru skuldbundir samkvæmt samningum að koma til aðstoðar. Og þeir komast ekki hjá að berjast í Evrópu, því að Bandaríkjamenn hafa margar herstöðvar í Evrópu, allri Evrópu nánast, og það verður ráðist á þær ef til stríð kemur. Það er öruggt.  Og spunameistarinn Trump spilar á fjölmiðla eins og píanó.  Það vita allir að Trump beitir þá samningatækni að hóta, spila með, og þykkjast vera óútreiknalegur, til að ná sínu fram. Og það er að Evrópuþjóðirnar efli varnir sínar og leggi meira fé í varnarmál. Og það hefur tekist. 

Trump hafði rétt fyrir sér að Evrópuþjóðirnar yrðu að efla framlög sín, því það reyndist rétt mat er Úkraínu stríðið braust út.

Evrópuþjóðir hafa vanrækt varnir sínar í áratugi og treyst á hernaðarveldið Bandaríkin til þess að koma til varnar ef hætta steðjar að. Þetta er kennsla í "real politik" fyrir vestræna stjórnmálamenn að raunveruleikinn er grimmur og aldrei eigi að treysta á aðra til að sjá um varnarmál sín. Engum er treystandi í þessum heimi.

Nú er að taka til hendinni fyrir Evrópuþjóðir, þar á meðal Ísland, að efla varnir sínar. En svo er það spurning hvort það eigi að ganga alla leið og Evrópa komi sér upp kjarnorkuvopna búr eins og nú er talað um? Frakkar og Bretar eiga kjarnorkuvopn en er það nóg?

Bretar eiga 225 kjarnorkusprengjur en Frakkar 290, sem við vitum um. En hernaðarmáttur þeirra er nokkuð mikill, því að bæði löndin eiga kjarnorku kafbáta. Bretar eiga sex og tveir eru í smíði en Frakkar eiga fjóra.  Tvær þjóðir eru að bætast við í NATÓ, Svíþjóð og Finnland en báðar þjóðirnar eru öflugar hernaðarlega séð. Samanlagður hernaðarmáttur aðildaríkja NATÓ sem eru 32 er nokkuð mikill, án aðkomu Bandaríkjanna.

En stríðið í Úkraínu hefur grynnt á vopnabirgðir Evrópulanda og þau eru því að vakna af þyrnirósasvefninum langa frá lokum kalda stríðsins. 


Bloggfærslur 12. febrúar 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband