Bandaríkjaþing með þingyfirheyrslur vegna óþekktra loftfara (UFO/UAP) - Geimverufræðin almennt

Nú er ekki móðins að kalla óþekkt loftför "fljúgandi furðuhluti" eða gamla heitinu UFO (e.unidentified flying object), heldur er nýja hugtakið UAP (e.unidentified aerial phenomen) eða óþekkt loftför í minni þýðingu. Bein þýðing væri: "óþekkt fyrirbæri í lofti".

Eins og um margt annað, eru Íslendingar áhugalitlir um hluti sem eru utan veruleikasvið þeirra. Tómlætið er mikið en kannski ekki algjört. 

Bloggritari fékk áhuga á þessu sviði geimfræða sem unglingur. Þegar farið var á bókasafnið var lítið úrval lesefnis, bækur um efnið fyllti hálfa hillu á Bókasafni Hafnarfjarðar eða bókasöfn í Reykjavík.  En svo kom internetið til sögunnar. Allt breyttist á svip stundu. Heimurinn opnaðist, sérstaklega til vesturheims en bloggritari fylgist t.d. náið með bandarískri pólitík í gegnum netið.  

En líka jaðarfræði eins og geimverufræðin sem flestir Íslendinga líta á sem samsæriskenningar sem aðeins geggjaðir samsæriskennismiðir aðhyllast.

Þar sem mínir nánustu vita um áhuga minn, fékk ég loksins íslenska bók um fyrirbrigðið sem heitir "Geimverur" eftir Sævar Helgi Bragason. Þvílíkt sölutrikk eða vörusvik, hef ég ekki lent í bókakaupum.  Bókin fjallar ekkert um geimverur, heldur kappkostast við að afneita þeim og er aðeins blablabla um leitina að lífi í geimum sem er allt annað en þau geimverufræði sem ég hef lesið. Dæmigerð afstaða Íslendings, tekur viðfangsefnið ekki alvarlega. Bókin fór í ruslið (eina bókin sem ég hef hent í ruslið á ævi minni). 

En Bandaríkjamenn taka viðfangsefnið alvarlegra, en færri vita að það gera einnig aðrar þjóðir, eins og t.d. Bretar, Frakkar og Rússar. Fremstu sérfræðingar á þessu sviði koma frá þessum þjóðum en Kínverjar kunn vera líka áhugasamir. Það er ýmislegt sem sést á himni og það þarf ekki endilega að vera geimverur í feluleik, það geta verið ýmis loftfyrirbrigði, mörg náttúruleg. Það þarf því að skilja hismið frá kjarnanum. Þar eru Bandaríkjamenn kannski fremstir í flokki, a.m.k. er áberandi fréttaflutningur þaðan um fyrirbrigðið. 

Kaninn hefur smá saman verið að lyfta leyndarhjúpinn af þessum málaflokki og viðurkennt að það er ekki allt sem sýnist. Fyrst var það flugher Bandaríkjanna sem sýndi myndbönd af svo kölluðum Tik Tok loftförum sem brjóta öll náttúrulögmál, eru ýmis ofansjávar eða í hafdjúpi á augnabliki. Svo eldingarleikur orrustuþota við disklaga (oftast þannig í laginu, en stundum eins og vindlingur eða þríhyrningslaga) og tapa oftast hann á svipstundu. Sumir segja að þríhyrningslaga förin séu í raun á vegum bandaríska flughersins og séu manngerð.

Nú er málið komið inn á borð Bandaríkjaþings en þingyfirheyrslur hafa verið í gangi í vikunni og fjölmiðlar uppfullir af frásögnum. Í meðfylgjandi Youtube myndbandi (eitt af ótal mörgum) má sjá vitnisburð fjögurra sérfræðinga um málið. 

Þess má geta að lokum að barátta hefur verið innan bandarísku stjórnsýslunnar síðastliðina áratugi um hvort eigi að birta svona vitnisburð eða ekki.  En það er ljóst að Bandaríkjamenn hafa rannsakað fyrirbrigðið vísindalega, sjá t.d. "Project Blue Book" en "Project Blue Book" var kóðaheiti fyrir kerfisbundna rannsókn bandaríska flughersins á óþekktum fljúgandi hlutum frá mars 1952 þar til henni lauk 17. desember 1969. Verkefninu, með höfuðstöðvar í Wright-Patterson flugherstöðinni, Ohio, var upphaflega stýrt af Edward J. Ruppelt kaptein og fylgdi eftir verkefnum af svipuðum toga eins og "Project Sign" stofnað árið 1947 og "Project Grudge" árið 1949. Project Blue Book hafði tvö markmið, nefnilega að ákvarða hvort UFO væru ógn við þjóðaröryggi og að greina vísindalega gögn sem tengjast UFO.

Til að einfalda málið má segja að geimverufræðin skiptist í þrjá hluta. 1) Óþekkt loftför.  2) Geimverur. 3) Meint brottnám fólks af hendi geimvera. Fyrir þá sem eru áhugasamir er hér besta lesefnið um viðfangsefnið UFO/UAP, geimverur og brottnám.

Byrjum á UAP fyrirbrigðinu: "The UFO Experience: A Scientific Inquiry" eftir J. Allen Hynek. Þessi bók er skrifuð af lykilpersónu í UFO-rannsóknum og kynnir flokkunarkerfi Hyneks fyrir "UFO-sýnir" eða UFO vitnisburð, þar á meðal hinn fræga "Close Encounters" kvarða.

"UFOs: Hershöfðingjar, flugmenn og embættismenn fara á skrá" eftir Leslie Kean. Er með trúverðugar frásagnir og greiningar frá embættismönnum hersins og stjórnvalda um UFO-sýnir.

"Dagurinn eftir Roswell" eftir Philip J. Corso. Umdeild bók þar sem fullyrt er að geimverutækni sem hafi náðst eftir Roswell-slysið hafi áhrif á nútímatækni.

Rán geimvera á mannfólki: "Missing Time" eftir Budd Hopkins. Ein af elstu bókunum til að kanna fyrirbærið brottnám geimvera, nota dáleiðslu til að afhjúpa glataðar minningar.

"Communion" eftir Whitley Strieber. Djúp persónuleg frásögn af meintri mannránsupplifun Striebers sjálfs. Ég sá myndina í bíó, ef ég man rétt í Regnboganum. Christofer Walken lét Striebers snilldarlega.Var til á einni videoleigu á Íslandi.

"Abduction: Human Encounters with Aliens" eftir John E. Mack. Þessi bók er skrifuð af Harvard geðlækni og skoðar sálfræðilegar og andlegar hliðar á reynslu af brottnámi.

Samsæriskenningar og yfirhylmingar stjórnvalda: "The Flying Saucer Conspiracy" eftir Donald Keyhoe. Keyhoe var meðal þeirra fyrstu til að halda því fram að stjórnvöld væru að fela sannleikann um UFO.

"Area 51: An Uncensored History of America's Top Secret Military Base" eftir Annie Jacobsen. Rannsakar hlutverk svæðis 51 í fróðleik um UFO, þó einblínt sé á jarðbundnar skýringar.

Hér koma tvö frægustu brottnámsmálin: Brottnám Betty and Barney Hill (1961). Hills hjónin fullyrtu að þeim hafi verið rænt af geimverum í dreifbýli í New Hampshire þegar þau keyrðu heim um nótt. Í dáleiðslu lýstu þau því að þeir voru teknir um borð í geimfar og látnin fara í læknisskoðun. Þetta var fyrsta rænt geimverumálið sem hefur verið almennt auglýst, með „stjörnukortinu“ sem Betty sagðist hafa séð um borð í farinu.

Brottnám Travis Walton Abduction (1975).Þegar Walton vann í Apache-Sitgreaves þjóðskóginum í Arizona hvarf Walton í fimm daga. Hann hélt því fram að honum hafi verið rænt af geimverum og gert tilraunir um borð í UFO. Mál Waltons var sýnt í kvikmyndinni Fire in the Sky og er enn ein vel skjalfesta og umdeildasta mannránssagan. Þessi mynd var aldrei sýnt í íslensku kvikmyndahúsi en var til á videoleigum.

Hér koma fyrri skrif mín um viðfangsefnið:

Drifkerfi geimskips versus Space-X

Bob Lazar og frumefni 115 sem hann nefndi fyrir meira en áratug er bætt við lotukerfið

Geimskip og aðrir óútskýrðir hlutir

Fréttir af geimverum og geimskipum í Bandaríkjunum

Bandaríkjaþing rannsakar "fljúgandi furðuhluti (FFH) og geimverur"


Bloggfærslur 16. nóvember 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband