Svarið er auðljóst. Nei. Ljóst er þeir sem fara með annarra manna peninga, finna ekki fyrir þá ábyrgðartilfinningu þegar fénu er eytt eins og maður sem þarf að draga pening úr eigin vasa.
Dæmigert fyrir afstöðu stjórnmála- og fjölmiðla elítuna (stundum eru skilin mjög óskýr), er að segja, ekkert mál, við höfum alveg efni á þessi. Sjá til dæmis þessa grein: Við höfum efni á Grindvíkingum Svona talar maður sem er ekki að eyða eigið fé. Hann talar fjálglega um annarra manna fé og vill að ég og þú, borgum meiri skatta. Kannski erum við ekki aflögufær sjálf til að aðstoða Grindvíkinga. Kannski verður að finna aðra leið, t.d. að hætta að eyða 15 milljörðum í útsprungið hælisleitakerfi. Fyrir 15 milljarða væri t.d. hægt að gera ein jarðgöng á ári eða endurbyggja Grindavík. Eða koma upp fleiri gjörgæsludeilum en Bráðamóttöku Landsspítalans. Eyða biðlistum sjúklinga og aldraðra, aðstoða öryrkja og fátæka, laga vegi, byggja brýr o.s.frv.
Það er nefnilega þannig að auðæfi eða fé er takmörkuð auðlind. Aldrei er til nóg af peningum til að gera allt. Það þarf alltaf að forgangsraða og sumu verður að sleppa og segja raunsæislega; við höfum ekki efni á þessu.
Ríkisrekstur og rekstur sveitarfélaga verður að vera í ákveðnu jafnvægi, hallareksturinn getur ekki verið of hár eða of lengi. Var það ekki eftir hrun að Íslendingar voru að greiða tugir milljarða í vaxtagreiðslur (minnir talan 80 milljarða kr. eitt árið). Það er sama fé og Grindvíkingum vantar. Það er að henda peninginn út um gluggann að greiða vexti af lánum.
Mikið af þessu fé sem stjórnmálaelítan er að eyða, fer í verk sem teljast ekki vera grunnvallar hlutverk ríkisins.
Til dæmis fer mikið fé í svo kallaða menningatengd verkefni. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Óperan og alls kyns menningarverkefni fá úthlutað fé úr vösum okkar og aldrei erum við spurð, ert þú tilbúinn að leggja fé í þetta?
Öll menningarstarfsemi er yndisleg og auðgar líf okkar en við getum lifað af án hennar. Það var ekki fyrr á tuttugustu öld sem listamenn fóru almennt á spena skattborgaranna en áður þurftu þeir að treysta á eigin hæfileika og velunnarar. Það er hægt að búa til skattalegt umbunarkerfi fyrir ríkt fólk sem styður menningarstarfsemi og líka fyrir listafólkið og láta ráðstöfunarfé okkar skattborgaranna í friði.
Þeir sem fóru sem lengst í að vilja takmarka afskipti ríkisvaldsins vildu ganga ansi langt. Milton Friedman heitinn sagði að ríkið hefði tvö meginhlutverk: "Tvö grunnhlutverk ríkisstjórnar væru að vernda þjóðina gegn erlendum óvinum og að vernda borgarana gegn félögum sínum.
Öryggið sem skapaðs með afskipti ríkisvaldsins, skapar umgjörð um frjálsan markað og svo má bæta við að hlutverk löggjafans er að skapa sanngjarnar samfélagsreglur (lög), þannig að allir fái að blómstra.
Í ritgerð frá 1962 sem byggir á rökum sem A. V. Dicey setti fram, hélt Friedman því fram að "frjálst samfélag" myndi fela í sér æskilegt en óstöðugt jafnvægi, vegna ósamhverfu á milli sýnilegs ávinnings og falins skaða af ríkisafskiptum; hann notar gjaldtöku sem dæmi um stefnu sem skilar áberandi fjárhagslegum ávinningi fyrir sýnilegan hóp en veldur dreifðum hópi launafólks og neytenda verri skaða. Íslensk nýleg dæmi: fjáraustur í RÚV, hælisleitendur og Grindvíkinga.
Friedman var fylgjandi því að ríkið útvegaði sum almanna gæði sem einkafyrirtæki eru ekki talin geta veitt. Hins vegar hélt hann því fram að einkageirinn gæti sinnt mörgum af þeirri þjónustu sem hið opinbera sinnir betur. Umfram allt, ef einhver almannaþjónusta er veitt af ríkinu, taldi hann að hún ættu ekki að vera lögleg einokun þar sem einkasamkeppni er bönnuð; til dæmis skrifaði hann:
"Það er engin leið til að réttlæta núverandi opinbera einokun okkar á pósthúsinu. Það má færa rök fyrir því að póstflutningur sé tæknileg einokun og að ríkiseinokun sé hið minnsta ill. Með þessum hætti mætti ef til vill réttlæta ríkispósthús, en ekki núverandi lög, sem gera það ólöglegt fyrir aðra að bera póstinn. Ef útsending pósts er tæknileg einokun mun enginn annar geta náð árangri í samkeppni við hið opinbera. Ef svo er ekki þá er engin ástæða fyrir því að stjórnvöld taki þátt í því. Eina leiðin til að komast að því er að leyfa öðrum að komast inn." Svo var gert með póstþjónustu á Íslandi, Pósturinn er ríkisrekinn en í samkeppni við aðra póstþjónustu.
Og úr því að hér er verið að tala um Friedman, þá kemur hér ein fræg ummæli hans sem sannarlega á við um tíðarandann í dag.
Milton Friedman sagði eitt sinn: "Samfélag sem setur jafnrétti framar frelsi fær hvorugt. Samfélag sem setur frelsi framar jafnrétti mun fá háa gráðu af hvoru tveggja.
Bloggar | 25.1.2024 | 16:47 (breytt kl. 17:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Thatcher reyndist ekki bara vera góður stjórnmálamaður, heldur líka hugmyndafræðingur. Hún barðist við sósíalista drauginn fyrir nokkrum áratugum og við erum enn að fást við.
Látum Thatcher hafa orðið: Sósíalismi hefur til dæmis komið upp aftur á yfirborðið í tungumáli og áætlunum hóparéttinda. Ferlið hefur gengið lengst í Bandaríkjunum: þó mig gruni að ef Bretland væri svo vitlaust að kjósa Verkamannastjórn gætum við fljótt náð því.
Í Bandaríkjunum hafa slíkar áætlanir um jákvæða mismunun ekki aðeins orðið þung byrði á hvers kyns vinnuveitendum: með því að auka gremju meirihlutans í garð minnihlutahópa hafa þær einmitt þveröfug áhrif en ætlað er.
Nátengd þessari nálgun er hin þráhyggjulega pólitíska rétthugsun sem stofnar alvarlegum fræðimönnum í hættu í svo mörgum bandarískum háskólum. Hugtök eins og sannleikur og lygi, fegurð og ljótleiki, siðmenning og villimennska hafa verið afbyggð til að víkja fyrir dómum byggða á hugmyndafræði.
Niðurstöðurnar væru fyndnar ef afleiðingarnar væru ekki svona alvarlegar."
_____
22. nóvember 1996, Fr, Margaret Thatcher.
Nicholas Ridley minningarfyrirlestur.
Þessi orð eru sögð fyrir 28 árum og standa enn. Fólk sem byggir líf sitt og annarra á einskæri hugmyndafræði, getur aldrei lifað í raunheimum án árekstra.
Bloggar | 25.1.2024 | 08:09 (breytt kl. 10:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 25. janúar 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Fær 2,5 milljónir beint í vasann
- Mála trans liti á Silfurtorgið á Ísafirði
- Hópárás í Garðabæ
- Þetta er mjög klókt hjá Selenskí
- Bænum gert að farga húsinu á kostnað eiganda
- 24,2 gráður á Egilsstöðum
- Átti alls ekki von á því að vinna
- Dæmi um að íslensk ungmenni herji á jafnaldra sína
- Ráðuneytið greitt 700 milljónir í styrki
- Skor fær ekki að hafa opið lengur
Erlent
- Handtekinn fyrir að skipuleggja skotárás
- Ástralar liðka fyrir notkun vélmenna
- Fara fram á tveggja og hálfs árs dóm yfir Gjert
- Enn óvíst hvort Pútín mæti til friðarviðræðna
- Trump rýmkar löggjöf um gerviefni í drykkjarvatni
- Kennsluvél japanska hersins hrapaði
- Fækka starfsmönnum vegna aðgerða Trumps
- ESB skorti gagnsæi
- Frakka vilja kæfa efnahag Rússlands
- Trump lentur í Katar
Fólk
- Tom Cruise næstum dottinn af flugvélavængnum
- Bræðurnir gætu átt rétt á reynslulausn
- Hoppað í fangið á VÆB
- Hera Björk kynnir stig Íslands
- Mér leið skelfilega með sjálfa mig
- Veðbankar spá því að Ísland lendi í 24. sæti
- Ísland í fyrra holli úrslitanna
- Farðu út úr bílnum mínum, tík
- Við sögðum ykkur það
- Í þessum bransa verður maður að vera sjálfsöruggur
Viðskipti
- Beint: Opinn fundur í dag um hlutafjárútboðið
- Atvinnustefnu vantar á Íslandi
- Maó formaður og Trump
- Ný skýrsla HMS bendir á sláandi kostnað
- Eigendaskipti hjá Héðni hf.
- Lækkar lyfjaverð um allt að 80%
- Flýtirinn í þessu máli finnst mér mikill
- Afkoma af tryggingum lökust á Íslandi
- Sala Íslandsbanka: Pantanir umfram grunnmagn
- Arnar ráðinn forstöðumaður hjá OK