Umræðan um Moggabloggið

Nú hefur samræðutorgið blog.is (Moggabloggið) verið gagnrýnt af þekktum fjölmiðlamanni á Facebook sem er annað samræðutorg sem hefur einnig reynst vera umdeilt og það sem verra er, beitt ritskoðun á "óæskilegar" skoðanir.Svo á einnig við um Twitter sem ekki bara gróf andstæðar skoðanir í ruslakistu netsins, heldur hnaut aðstoðar FBI við njósnir og útilokanir. Sjá grein mína: Barist um málfrelsið á Twitter

Ég hef ekki orðið var við Morgunblaðið hafi beitt ritskoðun á skrif einstaklinga á blogginu og ber það blaðinu/fjölmiðlinum góðan vitnisburð enda hefur það lifað af 100 ár á síbreytilegum fjölmiðlamarkaðinum.

Nú eru þessir miðlar opinberir vettvangar og fólk frjálst að tjá sig eins og því sýnist svo fremur það brýtur ekki á rétt annarra eða hvetur til ofbeldis. Það er merkilegt en málfrelsið er betur varið í Bandaríkjunum en á Íslandi sem er efni í aðra grein.

Það sem ég sagði í grein minni um Twitter (áður en Elon Mask tók yfir) er eftirfarandi:

"Alls staðar er tekist á um málfrelsið, í háskólum, í skólum almennt, í viðskiptum, í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og í samskiptum fólks almennt, í daglegu tali manna á milli. Meira segja berst þessi barátta hér inn á bloggið. Við sem skrifum hér, vitum hvað mál ég er að tala um.

Það hallar á málfrelsið sem er grunnstoð lýðræðis.  Það er hin frjálsa hugsun og skoðannaskipti sem leiða til efnahagslegra framfara. Er það tilviljun að vestræn ríki eru enn brautryðjendur á svið tækni og vísinda en einræðisríkin skapa lítið sem ekkert, og stela sem mest og copy/paste það sem þau stela? Er það ekki staðreynd að kommúnisminn og efnahagsstefna hans varð gjaldþrota á endanum, því þrátt fyrir valdboðið að ofan, skorti hugsunafrelsi einstaklingsins sem einmitt skapar verðmæti."

Umræddum fjölmiðlamanni er frjálst að hafa eigin skoðanir og viðra þær, alltaf gaman að heyra aðrar hliðar á málum, en það er óþarfi og ósanngjarnt að draga heilan umræðuvettvang niður í svaðið, bara vegna þess að honum mislíkaði skrif einhvers. Þá er tvennt í stöðunni fyrir hann að gera: annað hvort að hrekja skoðanir hans (sem besta leiðin að sýna fram á villu hans vegar) eða hins vegar að draga hann fyrir dómstóla.  Þetta eru leikreglunar. Ég myndi vilja sjá hann hrekja skoðanir bloggarans lið fyrir lið í stað kvartana með enga efnislega rökfærslu að baki.

Rökfræði var kennd í aldir á Íslandi sem hluti af hinar svokölluðu sjö frjálsu listir eins og erlendis; það er málfræði, rökfræði, mælskulist, stærðfræði, flatarmálsfræði, stjörnufræði og tónlist. Á blogginu á fara saman rökfræði og mælskulist. Kvartanir án röksemdarfærslu eru bara hróp og köll, sama í hvaða miðli þær birtast.

Kannski megum við þakka fyrir að hafa samræðutorg eins og Moggabloggið, ekki virðast fjölmiðlarnir sjálfir vera hlutlausir og segja rétt frá (stundum þegja þeir um fréttnæma atburði).

Ég get fullyrt að við fáum brenglaðar myndir af umheiminum hér á Íslandi, hreinlega vegna skort á fjölbreytni fjölmiðla á landinu. Þökk sé netinu, get ég horf á indverska, arabíska, ástralska, breska, bandaríska (og færeyska!) fjölmiðla og reynt þannig að fá rétta mynd af hvað er að gerast í umheiminum. En ég get líka farið á podcast og aðra samfélagsmiðla og fengið viðbótarupplýsingar (sem oft á tíðum eru betri en hjá opinberum fjölmiðlum). Dæmi: Joe Rogan video podcast on Spotify. Rætt er við alla og ítarlega, allt að 3 klst viðtöl.

 


Bloggfærslur 9. apríl 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband