Tvær borgir á höfuðborgarsvæðinu í stað sjö sveitarfélaga

Þessi hugmynd hefur komið upp en ekki mikið rædd. 

Með því til dæmis að sameina Seltjarnarnes, Reykjavík, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp í eina borg (sem er eins og skeifa í laginu og liggja saman landfræðilega), og svo Hafnarfjörð, Kópavog, Garðabæ (með Álftanesi) í aðra borg, væri stærðarhagræðingin gríðarleg. Tvær sveitarstjórnir (borgarstjórnir) í stað sjö minnkar yfirbyggingu mikið, þjónustan ætti að vera ódýrari. Það er reyndar mikil samvinna á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en betur má ef duga skal.   

Helsti gallinn við þessa hugmynd er að ef afleiddir stjórnmálaflokkar komast til valda og halda þeim til langs tíma, líkt og í Reykjavík, geta þeir skemmt fyrir fleira fólk en ef sveitarfélögin væru smærri.

Í apríl 2022 bjuggu á höfuðborgarsvæðinu öllu 241 þúsund manns, sem er eins og meðalborg í Evrópu.

Í Reykjavík bjuggu 136,100 þúsund manns; Á Seltjarnarnesi 4,600 manns; Mosfellsbæ 13,100 og í Kjósahreppi 250 manns.  Samtals 153,950 manns í einni borg.

Í Hafnarfirði bjuggu 29,000; Garðabæ 18,500 og í Kópavogi 39,000 manns. Samtals: 86,500 manns.

Kalla mætti Reykjavíkurborg áfram sama nafni, en finna yrði nýtt heiti fyrir hina borgina. Það eru ýmsir kostir að færa stöðu sveitarfélags upp í stöðu borgar. Svo sem:

Að kynnast nýju fólki, fjölbreytt flóra mannfólks. ...
Starfsemi, svo sem listastarfsemi o.s.frv.. ...
Almenningssamgöngur hagkvæmari. ...
Stórir viðburðir. ...
Sameiginleg upplifun. ...
Hærri laun. ...
Fleiri atvinnutækifæri.

En síðan en ekki síst, sparnaður í rekstri sveitarfélagsins vegna stærðarhagkvæmni.

 


Bloggfærslur 26. apríl 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband