Færsluflokkur: Sjónvarp
Enginn veit hvers vegna Fox News lagði ekki út í baráttu í réttarhöldum við tæknifyrirtækið Dominion. Samt heldur RÚV að það viti svarið. Ein skýringin, ósönnuð, er að Rupert Murdoch, aðaleigandi Fox News, hafi sagt, borgið bara, þegar honum var ljóst að hann yrði koma í eigin persónu í réttarhöldin. Hann vildi það ekki, hvers vegna er ekki vitað en hann er orðinn gamall eða 91 árs gamall sem gæti verið skýringin.
Svo er RÚV að reyna að tengja Tucker Carlson við málið, þegar hann fjallaði mjög lítið sem ekkert um það og aðrir á stöðinni mun meira og gengu lengra í skoðunum sínum á forsetakosningunum 2020. Ef fórna hafa átt peði í sambandi við málaferlin, væri nær að reka Sean Hannity sem fór hamförum eftir kosningarnar eða einhvern annan en aðal peningavél fjölmiðilsins.
Innanbúðarmenn Tucker Carlson sem fréttaskýrendur hafa talað við, telja frekar að tengja megi uppsögn hans við ræðu sem hann hélt fyrir skömmu, sem var með mjög trúarlegum undirtóni og það hafi farið alveg með Murdoch. En Carlson hefur farið í taugarnar á honum síðan konan hans fyrrverandi hélt Carlson í guða tölu.
Þáttastjórendur skilja ekkert í Fox News að semja við Dominon sem hafði ekki sterk mál á bakvið sig enda tjáningarfrelsið í Bandaríkjunum öflugra en á Íslandi. Bæturnar sem borgaðar voru eru mörg hundruð prósent hærri en markaðsvirði Dominion og mögulegs taps þess. En Fox News (þetta vissi RÚV ekki) er með digra sjóði fyrir málaferli og því munaði fjölmiðillinn ekki um að borga margfalt þessa upphæð. En Murdoch gerði stór mistök með að reka Tucker Carlson, skæðustu stjörnu sína. Áhorf hefur fallið um helming síðan, sumir segja um 60%.
Hægri sinnaðir áhorfendur flykkjast inn á Newsmax og aðrar fréttarveitur í stað Fox News. Þetta gæti verið upphafið að falli fjölmiðilsins. Tucker Carlson hægði á fall kapalsjónvarpsstöðvanna og Fox News var þar fremst í flokki með hjálp Carlsons. Þáttastjórnendur eru á því flestir að þetta sé sjálfsmorð Fox News.
Í dag er slegist um Tucker Carson, jafnvel þótt Fox News sé að leka myndbönd af honum sem eiga að sýna hann sem fordómafullan mann (líkt og RÚV) en þau sem hafa birst, hafa bara staðfest skemmtilegar hliðar og fyndna á persónunni Carlson. Bæði hægri sinnaðir stjórnmálamenn og þáttastjórnendur hafa fylkt sig á bakvið Tucker Carlson og menn telja hann eigi bjarta framtíð. Elon Musk er talið hafa rætt við hann um stofnun nýs fjölmiðils en þetta er vangavelta en ekki staðreynd!
Sjónvarp | 9.5.2023 | 08:59 (breytt kl. 10:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er grein á Foxnews sem fjallar um samskipti Donald Trump í einkaþotu sinni við blaðamann. Eitthvað sinnaði Trump við blaðamanninn og vildi hann út úr flugvélinni. Þetta er í sjálfu sér engin frétt en gæti verið vísbending um að viðskilnað Foxnews við íhaldsmenn og stefnu þeirra í Bandaríkjunum.
Einhver hreinsun á sér stað þarna, ekki bara Tucker Carlson sem var rekinn, heldur annar þáttastjórnandi, Dan Bongino, sem er líka vinsæll hægri þáttastjórandi sem fékk ekki endurnýjaðan samning.
Foxnews virðist vera í sjálfsmorðs leiðangur en þetta er eina kapalsjónvarpstöðin sem hægri menn geta leitað til í Bandaríkjunum til að fá nokkuð hlutlausar upplýsingar. Newsmax er á bullandi siglingu eftir brottrekstur Carlson en áhorf Foxnews á hraðri niðurleið.
Það þýðir ekkert fyrir Foxnews að leita á sömu mið og aðrir vinstri fjölmiðlar í Bandaríkjunum, samkeppnin eru hörð þar, fólk bregðst við með að slökkva bara á stöðunni og fara annað og á Newsmax. Og kapalsjónvarpið er hvort sem er dautt. Carlson og fleiri hægðu bara á þróunni. Netið og Podcast og aðrir miðlar eru teknir við.
Sjónvarp | 3.5.2023 | 09:08 (breytt 4.5.2023 kl. 12:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þeir sem fylgjast með bandarísku samfélagi, hafa ekki farið varhluta af fréttum af uppsögn Fox News á vinsælasta þáttastjórnanda sínum, Tucker Carlson.
Carlson hefur nú stigið fram og tjáð sig en allir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa verið uppteknir af þessari frétt síðastliðna daga en öllum var sama þegar Dom Lemon sem var aðal stjarna CNN var rekinn á sama tíma. Munurinn á þeim tveimur, er að sá fyrrnefndi er vinsælasti þáttastjórnandi Bandaríkjanna en sá síðarnefndi þáttastjórnandi á hinu fallandi CNN.
Íslenskir fjölmiðlar hafa verið þögglir um þetta brotthvarf en nú bregður svo við að Vísir fjallar um málið. Af afkvæmunum þekkið þið þá, og það á sannarlega við um Vísir, þegar maður sér heimildina á bakvið frétt fjölmiðilsins. Vísir vísar í New York Times sem heimild. Sá fjölmiðill hefur haft horn í síðu alla þá sem kallast íhaldsmenn og Tucker Carlson telst vera einn af þeim.
Hvernig sér maður að litið er neikvæðum augum á Carlson? Myndaval. Carlson er sýndur með Donald Trump og Marjorie Taylor Green sem eru andlit MAGA hreyfingunnar. Þarna er verið að mála hann út í horn öfga hægri.
Ef maður horfir svo á myndskeiðið með Carlson, sem er ósköp saklaust (sjá hér að neðan), skammar hann báða flokka en er annars jákvæður. En Vísir/New York Times verða hins vegar að finna eitthvað neikvætt um hann og því endar greinin eftirfarandi:
"Fregnir hafa borist af því að smáskilaboð Carlson, sem hafa ekki verið gerð opinber, hafi átt þátt í því að stjórnendur hjá Fox News ákváðu að láta hann fjúka þrátt fyrir vinsældir hans. Eru þau sögð hafa verið afar gróf og meiðandi, jafnvel rasísk.
Carlson hefur ítrekað gerst sekur um meiðandi ummæli um ýmsa hópa sem eiga undir högg að sækja; konur, trans fólk og innflytjendur, svo dæmi séu nefnd."
Þetta er dæmigerð aðferð vinstri wokista, að saka andstæðinginn um alls kyns fordóma. Hins vegar hefur Carlson einungis reynst vera sekur um að vera litla barnið sem bendir á keisarann og segir að hann sé nakinn þegar allir aðrir dást að því hversu flott klæddur hann er. Carlson hefur nefnilega verið óhræddur að fara í alla og kalla þá til ábyrgðar, og Repúblikanar hafa heldur ekki sloppið.
Þetta er svo sjaldgæft í nútíma fjölmiðlun, að þáttastjórandi kalli alla til ábyrgðar, að þetta þykir undravert. Fólk þyrstir i sannleikann sem það fær hvergi þveginn, og þar sem áhorfendur vita aldrei hvernig efnistök Carlson verða hverju sinni, þyrpist það að skjánum (jafnvel þótt spennandi íþróttaviðburður er í gangi) og fylgist með, enda vinsælasti sjónvarpsmaður Bandaríkjanna.
Fox News blæðir fyrir vikið og Fox Nation mun líklega blæða mest enda Carlson aðalnúmerið þar og oftast eina ástæðan fyrir að fólk borgi fyrir áhorfið.
Tucker Carlson er hins vegar rétt að byrja og nú mun hann líklega stofna eigin fjölmiðlarás, eins og margir aðir á undan, svo sem Bill O´Reilly, og verða enn vinsælli en áður.
Kapalsjónvarpsstöðvar eru nefnilega deyjandi fyrirbrigði og fólk horfir á uppáhalds sjónvarpsfólk sitt í gegnum Podcast sem er svo dreift í gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook, Rumble, Twitter o.s.frv. Brotthvarf Carlson frá Fox News flýtir aðeins fyrir fall fjölmiðilsins.
Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki
"See you soon..." Tucker Carlson releases first video message after leaving Fox News
Sjónvarp | 27.4.2023 | 09:03 (breytt kl. 14:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þau leiðinlegu tíðindi urðu nýverið að sjónvarpsstöðin N4, eina landsbyggðarsjónvarpsstöðin, hefur lagt upp laupanna. Stöðin bað ríkisvaldið um aðstoð, ef ég man rétt, um 100 milljónir kr. til að halda rekstrinum áfram. Af því varð ekki og hefur sjónvarpsstöðin því hætt starfsemi. Annar ljósvakamiðill stendur í ströngu, Útvarp saga, eina talmáls útvarpsstöðin á landinu, berst í bökkum, ef marka má að stöðin leitar að fjármagni. Ekki fekk stöðin heldur stuðning frá ríkisvaldinu en alls konar smámiðlar, sem maður hefur ekki heyrt minnst á, fengu sinn skerf.
Púkinn á fjósahaugnum, RÚV, fitnar og fitnar og aldrei er skorið niður þar á bæ. Fréttastofa RÚV og útibú hennar Kveikur, sem eitt sinn var virt og dáð, og allra landsmanna, hefur fengið á sig ýmiskonar gagnrýni, m.a. vegna fréttaflutnings af svokallað Samherjamáli. RÚV fær hátt í 8 milljarða kr. í nauðungargjöld frá almenning, kallaður nefskattur sem er lagður á almenning eldri en 16 ára og fyrirtæki landsins. Og það fyrir utan auglýsingatekjur sem geta verið talsverðar í góðæri.
Útvarpsgjaldið (í raun RÚV gjaldið), er fyrir fjárhagsárið 2023 20,200 kr. Fyrir 2022 var það 18.800 kr. Þetta umtalsverð hækkun. Á vef stjórnarráðsins segir: "Útvarpsgjaldið, sem lagt er á við álagningu opinberra gjalda ár hvert, er lagt á einstaklinga 16-70 ára, sem eru með tekjuskattsstofn yfir tekjumörkum. Gjaldið er lagt á í fyrsta skipti við álagningu ári eftir að 16 ára aldri er náð." Sjá slóð: Útvarpsgjald Þannig að þetta er verra en við fyrstu sýn, en þarna leggur ríkisvald nefskatt á ólögráða einstaklinga undir 18. ára aldurs.
Á sama tíma. Í fréttum fjárlög ríkisins fyrir árið 2023 segir: "Ekkert svigrúm er til að taka ný lyf í notkun á Landspítalanum á næsta ári og fjárveitingar nægja varla til að viðhalda í öllum tilvikum lyfjameðferð sem þegar er hafin, segir Læknafélag Íslands í umsögn um fjárlagafrumvarpið. Þá sé ekki komið í veg fyrir læknaskort á landsbyggðinni eða brugðist við hraðri öldrun þjóðarinnar." Fé vantar fyrir nýjum lyfjum og til að viðhalda meðferð
Er ekki hér rangt gefið? Hægt er nota 8 milljarða kr. til að byggja ein jarðgöng á ári, laga fjárhag Landsspítalans eða laga þjóðvegakerfið. Næg eru verkefnin. Af hverju ríður enginn stjórnmálamaður á vaðið og tekur slaginn á Alþingi? Fyrsta skrefið sem auðvelt er að stíga er að taka RÚV af auglýsingamarkaði og gefa þannig frjálsum fjölmiðlum tækifæri til að keppa á frjálsum markaði. Þeir allir eru með frábært íslenskt efni. Þetta er óskiljanlegt.
Sjónvarp | 15.2.2023 | 09:10 (breytt kl. 10:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi spurning vaknar þegar maður pælir í fjölmiðlaumhverfinu í dag. Hér eru til einkareknir fjölmiðlar sem hafa stórkostlega góða dagskrá, svo sem N4, Stöð 2, og Hringbraut, Bylgjan, Útvarp saga og fleiri. Allt fjölmiðlar með íslenskt efni og sumir bara með íslenskt efni með bestu gæðum. Talandi ekki um netið sem gefur kost á að fylgjast með öllum fjölmiðlum heims.
Og þeir sem eiga að vera verjendur frjálsa markaðins, Sjálfstæðisflokkurinn, er aðeins að íhuga að taka RÚV af auglýsingamarkaði, ekki að leggja fjölmiðlinn niður.Hugleysi er þetta.
RÚV gegnir engu öryggishlutverki í dag, hefur lélega dagskrá (mestmegið enskumælandi efni) og það þrátt fyrir að hafa 7 milljarða í meðgjöf árlega. Fréttastofan bullandi hlutdræg og með aðalþul sem hefur verið í hlutverkinu síðan 1977! Einn maður hefur ráðið sýn Íslendinga til umheimisins í næstum hálfa öld og lengi vel eina sýnin þar til Stöð 2 tók til starfa.
Ég sem frjáls einstaklingur, er neyddur með valdboði að borga árlega til RÚV, hvað er það núna, 18 þúsund krónur? Og allir hinir á heimilinu eldri en 18 ára líka. Þetta er töluverður peningur ef hugsað er út í það.
Það er alveg ótrúlegt að aldrei er skorið niður á RÚV, líka í kreppum, en hægt er að skera niður fjárveitingar til vegaframkvæmda, sjúkrahús og aðra innviði.
Fyrir 7 milljarða er hægt að gera marga hluti. Sem dæmi er hægt að bora ein jarðgöng árlega, eyða biðlista eftir skurðaðgerðum o.s.frv.
Ef ríkisvaldið vill endilega fara ofan í vasa mína og þína, af hverju ekki að hafa þann valkost að við ráðum hvaða fjölmiðill fái peninginn? Líkt og við ráðum til hvaða trúfélags (sem og háskóla) við borgum til.
RÚV hverfi af markaði og umfang skorið niður
Sjónvarp | 17.12.2022 | 13:59 (breytt kl. 14:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bill O´Reilly, hinn gamalkunni fréttamaður í Bandaríkjunum, sem hefur starfað í bransanum í margar áratugi og rekur sína eigin fréttaveitu á netinu, segir að sjónvarpsfréttir eins og við þekkjum þær í línulegri útsendingu er liðin tíð.
Reilly tók fyrir eina af aðalsjónvarpstöðvum Bandaríkjanna og tók sem dæmi að MSNBS hefur aðeins 1 milljón áhorf á fréttatíma sínum en sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum skipta hundruð milljóna. CNN er að deyja drottni sínum með nokkur hundruð þúsund áhorfendur o.s.frv. Meira segja Foxnews sem er þó mest áhorf af öllum kapalsjónvarpsstöðvunum er með fallandi áhorf.
Fólk leitar sér frétta annars staðar en hjá gömlu sjónvarpsstöðvunum. Og það gerir það á netinu, hjá einsmanna fréttastöðvunum, Potcast og samfélagsmiðlunum.
Ég stend mig að því að sneiða hjá íslenskum sjónvarpsstöðvum Stöð 2 og RÚV í leit að fréttum, því að ég fæ fréttirnar annars staðar frá og þar sem ég veit að fréttin er meira hlutlaus en hjá þessum fjölmiðlum. Af hverju á ég að hlusta á þeirra fréttaflutning(Stöð 2 og fréttastofu RÚV) sem ég veit er að bullandi hlutdrægur? Af hverju á maður að horfa og hlusta á þeirra fréttamat ("söguskýringar")á líðandi atburðum?
Til dæmis með erlendu fréttirnar, þá eru uppspretturnar endalausar og maður stendur sig á því að horfa á indverskar fréttir, breskar fréttir, bandarískar fréttir o.s.frv. og allt á netinu. Oftast eru þessar fréttir ítallegri og vandaðri. Því miður er ekki um auðugan garð að gresja á íslenskum fréttamarkaði en til eru undantekningar.
Sjá hér umfjöllun Bill O´Reilly.
The TV News is dead andi is never going to come back
Sjónvarp | 15.12.2022 | 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Árið 2022 er fyrirbrigðið ríkisfjölmiðill ennþá til. Ríkisútvarpið var stofnað 1930 og þótti mikil bylting þegar útvarpsstarfsemi hófst hérlendis. Hvers vegna ríkið átti frumkvæðið, veit ég ekki, en giska á að engir innlendir aðilar hefðu getað eða viljað stofna til útvarpsstarfsemi.
Ein meginrökin fyrir stofnun og viðhalds þessa ríkisapparats, er öryggissjónarmiðið. Að ríkið getið komið skilaboðum áleiðis til almennings vegna hættuástands. Til þess er útvarpið hentugri miðill en einkarekin dagblöð sem hér voru til (af hverju varð ekki til ríkisdagblað?). Hægt var að koma skilaboðum til almennings á rauntíma en dagblöðin kannski bara daginn eftir. Sjómenn fengu t.a.m. veðurfréttir og gátu forðað sér í land ef óvænt óveður bar að garði.
Í stríðinu kom bandaríski herinn upp tímabundinni útvarpsstöð til að miðla fréttum, áróðri og skemmtiefni. Þegar Íslendingar sömdu um áframhaldandi varnir Bandaríkjahers árið 1951 var hafist handa við að koma á fót varanlegum ljósvakamiðlum fyrir dátana segir í blaðagrein DV, sjá slóðina: TÍMAVÉLIN: Brutust inn í Kanasjónvarpið og spreyjuðu á veggi
Svo leið tíminn og upp úr 1950 kom sjónvarpið til sögunnar í BNA og í Evrópu. Þetta var og er enn vinsæll miðill en Íslendingar tóku ekki þátt strax. Það var Bandaríkjaher sem reið á vaðið með sjónvarpsútsendingar 1955.
Kanasjónvarpið er það sem Íslendingar kölluðu sjónvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. ARFTS Keflavik, eða Armed Forces Radio and Television Service Keflavik, hét hún fullu nafni og var starfrækt í rúma hálfa öld.
Sjónvarpsútsending bandaríska herstöðvarinnar á Íslandi (Útvarps- og sjónvarpsþjónusta Keflavíkur; frá 1955 til 1966 eina sjónvarpsútsendingin sem var á Íslandi). En á meðan sumir tóku því fagnandi að fá ókeypis útsendingar á góðu bandarísku efni, töldu aðrir stöðina ógna menningu og þjóðerni Íslendinga.
Íslendingar ákváðu því, líklega mest vegna menningarlegri ástæðu, peningaleg ástæða gæti líka hafa átt sinn þátt, að starfrækja íslenska sjónvarpsstöð undir stjórn íslenska ríkissins. Ríkissjónvarpið var stofnað 1966 og lokað var á opna dagskrá Kanasjónvarpsins. Held samt að það hafi starfað áfram en líklega sem kapalsjónvarp (einhvers sem veit það?). Kanaútvarpið hélt áfram að senda út óhindrað og gat maður hlustað á það á höfuðborgarsvæðinu (á meðan ég var að alast upp).
Íslendingar voru íhaldssamir og engar breytingar gerðar næstu tuttugu ár. En svo var Stöð 2 stofnuð 1986.
Á íslensku Wikipedia segir að í "...stóra BSRB verkfallinu haustið 1984 lagðist nánast öll starfsemi RÚV niður og upp spruttu nokkrar ólöglegar útvarpsstöðvar. Í kjölfarið var farið að huga að endurskoðun útvarpslaga í menntamálaráðherratíð Ragnhildar Helgadóttur. Ný lög, sem leyfðu einkareknar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, voru samþykkt á Alþingi 13. júní 1985 og tóku gildi í ársbyrjun 1986. Fram að þeim tíma höfðu verið starfandi á Íslandi tvær útvarpsstöðvar og ein sjónvarpsstöð, Rás 1 og Rás 2 og Ríkissjónvarpið."
Ríkisvaldið var nú komið í samkeppni við einkaaðila, bæði hvað varðar útvarpsrekstur en einnig í sjónvarpsreksri. Nú myndi maður halda að RÚV væri orðið óþarfi fyrirbrigði. En stuðningsmenn RÚV héldu þá því fram að það hefði öryggishlutverki að gegna og ætti þvi að starfrækja áfram.
Svo kom næsta bylting í upplýsingamiðlun, sem líkja má við uppfinningu prentverksins. Internetið nær gríðarlegri útbreiðslu í upphafi 21. aldar og hefur síðan verið ráðandi þáttur i miðlun upplýsinga. Farsímar urðu almenningseign og samruni netsins svokallaða og síma í farsímanum hefur gjörbreytt allt. Ef hætta ber að höndum, fær fólk á hættusvæði send skilaboð í farsímann, um að hætta steðji að. Með öðrum orðum, þarf ekki milligöngu ríkisfjölmiðils til að rýma hættusvæði eða vara við aðsteðjandi hættu.
Hvers vegna er þá RÚV ennþá til? Þetta er erfið spurning og verður einhver annar að svara því. Hef ekki séð nein haldbær rök fyrir áframhaldandi rekstri. Ég myndi halda að annað hvort sé að ræða íhaldssemi eða stofnunin er n.k. "ríkisdraugur", stofnun sem er orðin úreld en hefur ekki verið lögð niður; af því bara rök eða gerum ekkert í málinu.
Margar ríkisstofnanir, svo sem Bifreiðaeftirlit ríkissins, urðu úreldar, bæði vegna tæknibreytinga sem og skilyrði til samkeppni sköpuðust. Annar "ríkisdraugur" Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er ennþá starfræktur, þótt það sé löngu orðið ljóst að einkaaðilar geta mæta vel selt áfengi og tóbak á einfaldan og ódýrari hátt.
Ríkisfjölmiðill er gott dæmi um af hverju ríkisvaldið á ekki að starfa á samkeppnismarkaði. Rekstur RÚV er út úr öllu korti, dýr og ekki sjálfbær. Í frétt Mbl.is er ágætis grein sem heitir:Tekjumódel Rúv ótengt öðrum miðlum (sjá slóðina: Tekjumódel Rúv ótengt öðrum miðlum ).
Í greininni segir: "Rekstraraðilar einkarekinna fjölmiðla voru margir síður en svo sáttir þegar fjárlagafrumvarp til næsta árs var kynnt. Þar kemur fram að styrkir til fjölmiðla skuli lækkaðir um 2%, eða um átta milljónir.
Krafan um aðhald náði þó ekki til allra fjölmiðla en framlög úr ríkissjóði voru stóraukin til Rúv. Nam aukningin 8% eða um 420 milljónum króna. Telur því heildarframlagið til miðilsins ríflega fimm milljarða króna.
Þess ber að geta að aukningin til Ríkisútvarpsins nemur meira fjármagni en upphæðin sem allir einkareknir miðlar fá í sinn hlut sem er um 384 milljónir króna samtals."
Ekki fjallar blaðagreinin um tröllið á auglýsingamarkaðinum sem RÚV er. Oft er stofnunin með 2 milljarða í tekjur af auglýsingum á auglýsingamarkaði sem er lítill og brothættur. Mörg fjölmiðlafyrirtæki hafa einmitt farið á hausinn vegna þess að þau geta ekki keppt við ríkisstuttan fjölmiðil.
Ég ætla að enda þennan pistill á fréttastofu RÚV, sem er ansi athyglisvert fyrirbrigði, en hér er um að ræða "ríkisfréttir"; íslenska ríkið segir okkur fréttir, hvað sé fréttnæmt og hvað sé ekki fréttnæmt (með því að fjalla ekki um ef til vil fréttnæmt efni).
Fréttastofan var lengi vel virt og dáð, oftast með hlutlausar fréttir, en með tilkomu annarra fréttastofa, virðist hlutleysið hafa fokið út í veður og vind. Hún virðist skipar sér í lið með ákveðnum málstað hverju sinni að því sem sumum finnst. Aðrir eru hæstánægðir eða eru sama. Af hverju finnst sumum hún ekki vera hlutlaus lengur? Er það mannaráðningarnar, að ákveðinn hópur ræðst þarna inn sem hefur ákveðnar skoðanir? Eða er hún eftir sem áður hlutlaus í fréttaflutningi, og þetta er bara misskilningur eða öfund þeirra sem er illa við RÚV?
Ljóst er að stjórnvöld þurfa að hafa sérskatt, nefskatt, til að starfrækja þennan fjölmiðil. Nefskattur er venjulega lagður á einstakling yfir 18. aldri sem og fyrirtæki, óháð því hvort fólk nýtir sér þennan fjölmiðill. Fólk er með öðrum orðum þvingað til að borga þessa skatta. Fyrra fyrirkomulagið, RÚV með innheimtudeild og með fólk sem guðar á glugga, ótækt í framkvæmd. Með nefskatti getur enginn mótmælt né ekki greitt.
Er kominn tími á breytingar? Til eru margir frábærir einkareknir fjölmiðlar, sem reka vandaða íslenska dagskrá og eingöngu með íslenskt efni. Þeim tekst að halda sér á floti með mun minna fjármagn á milli handanna en RÚV.
Sjónvarp | 17.10.2022 | 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020