Færsluflokkur: Umhverfismál

Hamfarahlýnun og koltvísýringur (CO2)

Maður hefur fylgst með umræðunni um hlýnun jarðar og orsökun hennar.  Skiptar skoðanir eru meðal vísindamanna hvort maðurinn eigi hér sök eða ekki.

En það sem kemur á óvart er umræðan meðal leikmanna. Af hverju í ósköpunum virðast hægri menn vera efasemdamenn í þessu máli en vinstri menn trúi að maðurinn sé megin orsakavaldurinn?

Pólitískar skoðanir virðast ráða afstöðu manna í málinu. Af hverju það er, veit ég ekki. Kannski ræður afstaðan gagnvart ríkisvaldinu  hér einhverju um. Jú, baráttan gegn hamfarahlýnun jarðar krefst mikilla afskipta ríkisvaldsins og skattleggningu atvinnulífsins. Þar stendur hnífurinn í kúnni.

En hvað með vísindin sjálf?  Nú stendur maður ráðvilltur, er hamfarahlýnun í gangi eður ei? Og ég verð áfram ráðvilltur eftir að hafa skrifað þessa grein.  Eiginlega er best að taka ekki afstöðu og bíða eftir að frekari sannanir fyrir eða gegn hamfarahlýnun komi fram. Það er mín afstaða.

En ég ætla mér samt að skoða hér aðeins málið.  Ef ég skil það rétt, er koltvísýringur megin ástæðan fyrir gróðurhúsaáhrifin á jörðina. Koltvísýringur er hins vegar aðeins ein lofttegund af mörgum. Hins vegar losar koltvísýringur CO2 um 76 prósent af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Metan, fyrst og fremst frá landbúnaði, leggur til 16 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda og nituroxíð, aðallega frá iðnaði og landbúnaði, stuðlar að 6 prósentum af losun á heimsvísu.

Ok, þetta ætti að vera grunnvísindi um hvaða lofttegund leggur mest til gróðurhúsa áhrifa. Er koltvísýringur þá eiturlofttegund? Nei. án koltvísýrings væru náttúruleg gróðurhúsaáhrif jarðar of veik til að halda meðalhita á yfirborði jarðar yfir frostmarki. Með því að bæta meira koltvísýringi í andrúmsloftið er fólk að ofhlaða náttúruleg gróðurhúsaáhrif sem veldur því að hitastig jarðar hækkar. Með öðrum orðum er koltvísýringur nauðsynlegur fyrir temprað loftslag jarðar.

Kannski er spurningin eiginlega hversu mikið af koltvísýringi má vera í loftinu án þess að breyta jafnvægi hitastigs jarðar. Samkvæmt fræðslusíðu Vision Learning er lofthjúpur jarðar samsettur úr um það bil 78 prósent köfnunarefnis, 21 prósent súrefni, 0,93 prósent argon, 0,04 prósent koltvísýringur auk snefilmagns af neon, helíum, metani, krypton, óson og vetni, auk vatnsgufu.

0,04 prósent koltvísýringur í lofthjúpinum virkar ansi lág tala fyrir leikmann eins og mig, en hvað veit ég? Athafnir manna hafa aukið koltvísýringsinnihald andrúmsloftsins um 50% á innan við 200 árum. Dugar aukning á þessu litla magni til þess að hækka hitastig jarðar?

Hefur koltvísýringur verið áður svona hár? Já, á tímabili sem "...kallast Plíósen, fyrir um 3 milljónum ára, þegar sjávarborð var um 30 fetum hærra (en hugsanlega miklu meira). Plíósen var umtalsvert hlýrri heimur, líklega um 5 gráður á Fahrenheit (um 3 gráður á Celsíus) hlýrri en hitastig fyrir iðnað seint á 1800. Stór hluti norðurskautsins, sem í dag er að mestu klæddur ís, hafði bráðnað. Koltvísýringsmagn, helsta hitastigið, sveiflast í kringum 400 ppm, eða ppm." Gróf þýðing mín. Heimild: What Earth was like last time CO2 levels were so crazily high

Dýralíf og gróður var þá til og frummaðurinn gekk um jörðina. En eins og allir vita, er jörðin ekki alltaf heit, heldur virðast ísaldir koma með reglulegu millibili. Þeir sem hafa lesið Íslandssöguna kannast við litlu ísöldina í sögu landsins, frá cirka 1500-1900 en þá var nánast óbúanlegt á Íslandi og myrkasta tímabil Íslendinga gekk yfir. Mörk norðurskautsloftslagsins lá þá yfir Íslandi, ekki fyrir norðan Ísland eins og það gerir í dag.

Þegar Ísland var byggt á landnámsöld, var umtalsvert heitara en er í dag og var forsenda fyrir búsetu norrænt fólks hér. Upp úr 1200 fór loftslag kólnandi og skilyrði til búsetu minnkandi. Heiðarbúskapur minnkaði en jókst aftur á 19. öld þegar veður hlýnaði.

Ísland er á mörkum þess að vera byggilegt miðað við ef við ætlum að lifa af landbúnaði á þessu landi. Hlýnun jarðar ætti því að vera hagstætt Íslendingum. Ég man eftir að veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson hélt því fram að þessi hlýnun komi í raun í veg fyrir að næsta ísöld bresti á.

Vísindin segja að að örlítið hækkaður styrkur CO2, 280 ppm, kom í veg fyrir að ísöld hófst. Hefði styrkur CO2 verið við 240 ppm, þá, segja vísindamenn , hefði ísöld líklega hafist.

Hver er þá niðurstaða hér? Engin nema að:

1) Koltvísýringur er ekki eiturloftstegund og er nauðsynleg lofttegund.

2) Magn koltvísýring virðist skipta máli um hækkun hitastigs jarðar en spurningin lifir, hvort það sé slæmt eða ekki? Hitastigið hefur verið hærra. Það er alveg hægt að hafa áhrif á koltvísýring stig jarðar, með bindingu hans í skógum og breyta honum í t.d. steintegundir.

3) Hver er þáttur sólar í hitastiginu? Það hef ég ekki skoðað. Er þetta eðlileg sveifla í hitastig jarðar eins og við höfum séð í gegnum söguna?  Eitt er víst, ofninn fyrir jörðina er ekki stilltur á eitt ákveðið hitastig!

 

 

 

 

 


Jarðskjálftar og eldgos ekki fyrirsjáanleg vísindi

Þar sem við búum í jarðskjálfta- og eldgosalandi, er okkur kennt, a.m.k. í framhaldsskóla, jarðfræði.  Ég man að mér fannst þessi fræðigrein skemmtileg og enn kann ég undirstöðufræðin í jarðfræðinni. 

Og þar sem Ísland er sífellt breytingum umorpið, gos og jarðskjálftar á nokkra ára fresti, sumir segja eldgos á þriggja ára fresti að meðaltali, þá er sífellt verið að tala við jarðfræðinga sem sérhæfa sig í eldfjallafræði.

Athyglisverð eru svör jarðfræðinga; jú, það gæti komið gos en svo gæti það ekki komið. Þetta eru 50/50% fræði eða ágiskun. Ég gæti komið með sama svar.

En jarðfræðingum er vorkunn. Jarðfræðin er eins og sagnfræðin, hálf vísindi. Það sem gerir bæði fræðin að vísindagreinum er að það eru notaðar vísindalegar aðferðir  en niðurstöðuna er ekki hægt að endurtaka aftur og aftur eins og í hinum almennum vísindagreinum. Endanleg sönnun fæst aldrei. 

Eina sem jarðfræðingurinn getur gert er gera líkön, mæla breytur og spá í framhaldið samkvæmt vísindalegum gögnum (ekki niðurstöðum). Þetta er eins og með veðurfræðina, eldgosaspá er lík veðurspá. Það er ákveðið ferli í gangi þegar eldgos fer af stað en vegna þess að jarðskorpan er breytileg, er ekki hægt að segja til um nákvæmlega hvar eða hvort eldgos verður. Þetta er líkindafræði.

Jarðfræðinni hefur þó fleygt mikið fram og þekkingin aukist. Kannski með hjálp gervigreinar, betri mælitæki, megi segja til um eldgos upp á mínútu í framtíðinni. Á meðan verður við að bíða í óvissu eftir næsta eldgosi.  Það er ekki svo slæmt, það getur verið svolítið leiðinlegur heimur ef allt er fyrirsjáanlegt.

Ísland sannar að heimurinn er sífellt að breytast og jafnvel hratt á köflum. Við finnum vel fyrir því hér á Íslandi, á meðan Evrópubúinn á meginlandinu heldur að engar breytingar eigi sér stað.

P.S. Það er alveg óþolandi straumur þyrlna og flugvéla yfir heimili mitt í átt að hugsanlegu gossvæði. Frá morgni til kvölds. Hvað halda flugmennirnir að þeir sjái? Að eldgos brjótist út á sömu mínútu og þeir fljúgi yfir?  Er ekki hægt að beina fluginu meira yfir haf en byggð?

 

 


Pappírsfernur, skolp, sorp og umhverfisvernd

Umræða er nú í þjóðfélaginu um pappírsfernur og vannýtingu þeirra. Sagt er að þær séu notaðar í brennslu erlendis í stað endurvinnslu.  Ljóst er að hægt er að endurvinna pappír og eyðing hans í náttúrunni tekur tiltölulega stuttan tíma.

Hér er smá listi yfir hversu langan tíma það tekur náttúruna að eyða ýmsum hlutum sem við hendum frá okkur:

Dagblöð: 3–12 mánuðir

Flöskutappar: Allt að 100 ár

Mjólkurfernur: Allt að 2 ár

Dauð dýr og hundaskítur: 2 vikur

Nælon: 30–40 ár

Bleyjur: allt að 450 ár

Plast: Allt að 500 ár

Reiðhjól: Rúmlega 1.000 ár

Í grein á Vísindavefnum Hvernig er pappír endurunninn segir "... við endurvinnslu á pappír er leitast við að ná ákveðinni blöndu af trefjamassa sem miðast við þá vöru sem verið er að framleiða hverju sinni. Við framleiðslu á salernispappír er til dæmis ákveðnum hlutföllum af skrifstofupappír (meiri gæði, fleiri trefjar) blandað saman við dagblaða- og tímaritapappír (minni gæði) og svo er yfirleitt eitthvað af frumunnu efni, það er trefjum unnum úr trjám, bætt við. Þessi hlutföll breytast síðan eftir því hvaða vöru er verið að framleiða hverju sinni. Þar sem skrifstofupappír er í hærri gæðaflokki en dagblöð og tímarit er hann verðmætari."

Þannig að það vel hægt að endurvinna pappír í alls kyns pappírsvörur. En það er líka hægt að nota hann í landgræðslu. Í 171 tölublaði Morgunblaðsins segir frá ýmsum tilraunum í þá ættina, bls 18-19. Hvergerðingar sjóða jarðvegsgraut úr pappír í jarðgerð. Hann er sprautaður með haugsugu á jarðvegslausan jarðveg eftir að búið er að blanda í hann grasfræ. Af hverju var ekki haldið áfram með það verkefni í stað þess að brenna hann erlendis?

Í annarri grein sama tölublaðs; Græðum við landið með skolpi og sorpi?  segir að skolpið á Hvolsvelli er notað til að græða upp sanda og á Hólmavík væru sorpkassar með lífrænum úrgangi notaðir til ræktunnar í tilraunaskyni.

Nægt er skolpið, sorpið og pappírinn sem fellur til á höfuðborgarsvæðinu og hægt að nota í landgræðslu á svæði Landgræðslunnar við Selvog og í Ölfusi.

Ég spurði ChatGPT að gamni hversu mikið landsvæði myndu hægðir úr mönnum, minnugur þess að forfeður notuðu þær sem skarn til að bera á túni í gamla daga, þekja ef það væri borið á landgræðslu svæði. Svarið er athyglisvert og er eftirfarandi:

Við skulum reikna út fjölda daga sem það myndi taka fyrir saur frá 400.000 manns að þekja 1 ferkílómetra miðað við forsendurnar sem áður voru gefnar:

Heildarmagn saurs framleitt á dag = 400.000 manns × 100 grömm á mann = 40.000.000 grömm á dag.

Heildarrúmmál saurs sem þarf til að ná yfir 1 ferkílómetra = 1.000.000 fermetrar × 0,01 metrar = 10.000 rúmmetrar.

Til að umreikna heildarrúmmál saurs sem þarf í lítra, margföldum við með 1000 (þar sem 1 rúmmetri jafngildir 1000 lítrum):

Heildarrúmmál saurs sem þarf = 10.000 rúmmetrar × 1000 lítrar/rúmmetra = 10.000.000 lítrar

Nú getum við reiknað út fjölda daga:

Fjöldi daga = Heildarmagn saurs sem þarf / Heildarmagn saurs framleitt á dag.


Fjöldi daga = 10.000.000 lítrar / 40.000.000 grömm/dag.

Til að breyta grömmum í lítra, gerum við ráð fyrir að þéttleiki saur sé um það bil 1 gramm/ml:

Fjöldi daga = 10.000.000 lítrar / 40.000.000 grömm/dag ≈ 10.000.000 lítrar / 40.000.000 lítrar/dag

Með því að einfalda jöfnuna finnum við:

Fjöldi daga ≈ 0,25 dagar

Þess vegna, miðað við þessar forsendur, myndi það taka um það bil 0,25 daga (eða 6 klukkustundir) fyrir saur frá 400.000 manns að ná yfir 1 ferkílómetra. Hins vegar verð ég [segir ChatGPT] að ítreka að þetta er eingöngu ímyndaður útreikningur og það er hvorki ráðlagt né hreinlætislegt að hylja svæði með saur. Ávallt skal fylgja réttum hreinlætis- og úrgangsaðferðum vegna lýðheilsu og umhverfisöryggis.

Þetta er nokkuð gott svar, en gervigreindin gleymir aldrei í svörum sínum að kenna mér lexíu, ekki gera þetta eða hitt....ekki spurði ég hvort það væri siðferðislegt eða samkvæmt hreinlætisreglum að bera hægðir á örfoka land.

Auðvitað er manninn aldrei borinn beint á jörðina, hann er fyrst meðhöndlaður eins og annað sorp sem til fellur.

 


Vindmyllur á landi eða sjó?

Það er nokkuð ljóst að miklar deilur verða alltaf um vinmyllur á landi.  Ég sá slíkar í Færeyjum, efst á fjöllum og fannst mér ekki fallegt að sjá. En Færeyingar eru nauðbeygðir til að nota vindmyllur vegna skorts á virkjunarkostum.

Vindmyllur, vegna umfang þeirra, myndu eyðileggja ímynd Íslands sem ósnortna ferðamannaparadís.  Ferðamannaiðnaðurinn skapar margfalt meira fjármagn á við raforkuframleiðslu með vindmyllum. Þarna væri verið að fórna stærri hagsmuni fyrir minni.

En í Danmörku, og fyrir þá sem hafa komið til Kaupmannahafnar, þá hafa Danir reist sínar í hafi út, ekki langt frá strandlengju Amager. Eins inn í landi.  Fyrirætlanir eru um vindmyllugarð mikinn (með gervieyju sem miðstöð) í Norðursjó, og það nokkuð langt út í hafi.

Ég væri frekar hlyntari vindmyllum í sjó en landi. En hvar slíkar vindmyllur gætu verið, er spurning.

Denmark to build island as a wind energy hub

 

 


Eru loftslagsbreytingar raunverulegar?

Í útvarpsþættinum Bítið var viðtal við tvo fræðimenn um hvort loftslagsbreytingar, ef þær eru, sé af manna völdum.  Svarið við þessu er geysilega erfitt að finna. Upplýsingaflóðið er mikið og misvísandi og svo virðist sem um tvær andstæðar fylkingar séu að berjast á banaspjótum.

Annar hópurinn heldur að heimurinn sé að farast, aðeins sé tímaspurtsmál hvenær breytingar séu svo miklar að þær séu óafturkræfar. Hinn hópurinn segir að hér séu um nátttúrulegar sveiflur og maðurinn eigi lítinn þátt í breytingum, ef um breytingar eru að ræða yfirhöfuð.

Fræðimennirnir, tvær konur, sögðust hafa gert könnun um viðhorf Íslendinga til loftslagsmála. Samkvæmt niðurstöðunni var um 60% sem töldu að mennirnir væru að breyta loftslaginu til hins verra, önnur 35% töldu að bæði nátttúran og maðurinn væri að breyta loftslaginu. Þá eru bara eftir 5% sem sagði að maðurinn hefði engin áhrif.

En þessi könnun og aðrar kannanir um viðhorf skipta engu máli um raunveruleikann, hann er eins og hann er, sama hvað við hugsum. En hver er hann? Ég hef ekki hugmynd.

En það eru vísbendingar sem ber að hafa í huga. Fyrir hið fyrsta, er að vísindamenn hafa ekki rannsakað loftslag með nútíma rannsóknartækjum nema í skamman tíma. Hitastig á Íslandi hefur verið mælt skemmur en tvær aldir.  Þótt hægt sé að bora borkjarna í íshellur, til að fá vísbendingar um veðurfar fyrr á öldum, er það ekki nóg. Vísindaleg gögn eru ekki nógu víðtæk til að alhæfa. Í öðru lagi eru tímarnir einstakir, aldrei hafa eins margir menn lifað á jörðinni og í dag. Iðnbyltingin hófst fyrir 250 árum með tilheyrandi útspúun loftstegunda og hver áhrif hennar er, er ekki enn fyrirséð.

En við vitum að maðurinn er ekki eyland, og hann sannarlega leysir lofttegundir út í andrúmsloftið, en hvort það hafi áhrif til að breyta loftslagi, veit ég ekki. Miklar áhyggjur voru t.a.m. af losun ozone en nú er ozone hjúpurinn kominn í lag aftur skilst mér. Var það vegna þess að við hættum að nota ákveðin efni?

En svo er það hinn áhrifaþátturinn sem virðist alveg gleymast hér á klakanum, og það eru eyðing nátttúrunnar af manna völdum, og ég hef sannarlega áhyggjur af. Eyðing skóglendis, votlendis o.s.frv. og náttúrunnar í heild vegna framsókn mannsins, á kostnað dýra og plantna, held ég að sé meiri áhrifavaldur en spúun lofttegunda út í loftið. Mannkynið er of fjölmennt til að litla jörðin ráði við mannfjöldann. Landið þekur aðeins 29%-30% af yfirborði jarðar og það fer mikið fyrir 8 milljarðar manna.

Það er staðreynd, sem við Íslendingar þekkjum af eigin raun, að eyðing votlendis og skóglendis hefur skapað manngerðar eyðimerkur á landinu. Nátttúrueyðing.

Ferðamenn á Íslandi eru yfir sig hrifnir af eyðilendi hálendisins en athuga ekki að þetta er ekki villt nátttúra í raun, heldur manngerð eyðilegging. Það er sannarlega hægt að sannreyna. Nægar heimildir eru til sönnunnar. En af hverju erum við Íslendingar þá bara að einblína á loftslagið, en horfum ekki á skemmdarvarginn manninn sem er að eyða plöntur og dýr?

Sorgarsagan af útrýmingu dýra og platna fer fram hjá fólki í daglegu amstri.

Aðgerðir manna á landi og í sjó, hefur haft meiri áhrif en loftmengun frá iðnaði og samgöngutækjum sýnist mér sem leikmanni, en hvað veit ég? 

Ég held að ég fari ekki í neinn ofangreinda þrjá hópa, og fari í fjórða hópinn sem tekur ekki afstöðu og bíður eftir betri þekkingu og mögulega sönnun. En það er ekki þar með sagt að ekki eigi að gera neitt á meðan, það er alltaf skynsamlegt að vera fyrirhyggjusamur og gera varúðarráðstafanir eins og hygginn bóndi sem berst við nátttúruöflin dags daglega. Gagnrýnin hugsun og efahyggja á hér svo sannarlega við.

 

 

 

 

 


Kjarnorkuver á Íslandi?

Hér er hugsað út fyrir kassann. Gunnlaugur Þór Þórðarson,  umhverfis-, orku- og loftslags­ráðherra, segir í nýlegu viðtali að vegna orkuskiptanna framundan sé þörf á að bretta upp ermarnar og núverandi stefna, sem sé að sparka dolluna eftir götuna, gangi ekki upp.  Það verði að koma með lausnir sem fyrst. Ekki nægi að leggja niður álver, orkuþörfin er miklu meiri en það.

En hvað er þá til ráða?  Setja upp vindmyllugarða í ósátt við íbúa hvers svæðis? Það virðist ekki vera raunhæf lausn, því að töluverð mengun fylgir gerð vindmyllanna sem og orkunýtingin er ekki það mikil. Ein lausn gæti þó verið að setja vindmyllugarðanna út í sjó, dýralífi á landi til góða sem og íbúum. Veit ekki um mengun í hafi vegna vindmyllugarða. Þá komum við að kjarnorkuverum....

Kjarnorkuver - Hrein og græn?

Svörum nokkrum mikilvægum spurningum um hvort kjarnorkan sé hrein og græn eins og við Íslendingar vilju hafa það.  Og hver er hættan á kjarnorkuslysi?  

Kjarnorka er hreinn orkugjafi með núlllosun. Hún framleiðir orku í gegnum klofning, sem er ferlið við að kljúfa úraníum atóm til að framleiða orku. Hitinn sem losnar við klofnun er notaður til að búa til gufu sem snýst hverfla til að framleiða rafmagn án skaðlegra aukaafurða sem jarðefnaeldsneyti gefur frá sér.

Kjarnorka verndar loftgæði

Samkvæmt kjarnorkustofnuninni (NEI) forðuðust Bandaríkin að losa meira en 471 milljón tonn af koltvísýringslosun árið 2020. Það jafngildir því að fjarlægja 100 milljónir bíla af veginum og meira en allir aðrir hreinar orkugjafar til samans.

Það heldur einnig loftinu hreinu með því að fjarlægja þúsundir tonna af skaðlegum loftmengunarefnum á hverju ári sem stuðla að súru regni, reyk, lungnakrabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum.

Landfótspor kjarnorku er lítið

Þrátt fyrir að framleiða gríðarlegt magn af kolefnislausu orku, framleiðir kjarnorka meira rafmagn á minna landi en nokkur önnur uppspretta hreins lofts.

Dæmigerð 1.000 megavatta kjarnorkuver í Bandaríkjunum þarf aðeins meira en 1 ferkílómetra til að starfa. NEI segir að vindorkuver þurfi 360 sinnum meira landsvæði til að framleiða sama magn af rafmagni og sólarljósavirkjanir þurfi 75 sinnum meira pláss.

Til að setja það í samhengi, þarft meira en 3 milljónir sólarrafhlöður til að framleiða sama magn af orku og dæmigerður viðskiptakljúfur eða meira en 430 vindmyllur (afkastastuðull ekki innifalinn).

Kjarnorka framleiðir lágmarks úrgang

Það er um það bil 1 milljón sinnum meira en hjá öðrum hefðbundnum orkugjöfum og vegna þessa er magn notaðs kjarnorkueldsneytis ekki eins mikið og maður gæti haldið.

Allt notað kjarnorkueldsneyti framleitt af bandaríska kjarnorkuiðnaðinum á síðustu 60 árum gæti passað á fótboltavelli á innan við 10 metra dýpi!

Þann úrgang er einnig hægt að endurvinna og endurvinna, þó að Bandaríkin geri það ekki eins og er.

Hins vegar gætu sumar háþróaðar kjarnakljúfahönnunir sem verið er að þróa nýtt notað eldsneyti.

NICE Future Initiative er alþjóðlegt átak undir ráðherranefndinni um hreina orku sem tryggir að kjarnorka verði hugsuð við þróun háþróaðra hreinna orkukerfa framtíðarinnar.

Öryggi kjarnorkuvera og kjarnorkuslys

Hér komum við að mesta áhyggjuefninu. Hversu örugg eru kjarnorkuver?

Kjarnorkuver eru meðal öruggustu mannvirkja í heimi. En slys geta orðið sem hafa slæm áhrif á fólk og umhverfi. Til að lágmarka líkur á slysi aðstoðar IAEA aðildarríkin við að beita alþjóðlegum öryggisstöðlum til að efla öryggi kjarnorkuvera.

Mikil framþróun hefur verið í hönnun kjarnorkuvera og þau orðið mun öruggari en áður. Ekki er að marka kjarorkuveraslysið í Japan, þar ollu nátttúruhamfarir slysinu þar. Ekkert kjarnorkuveraslys hefur átt sér stað í Úkraníu, í miðjum stríðsátökum.

AP1000 er án efa fullkomnasti kjarnakljúfur í heimi. Hann er hannaður til að kæla sig niður á aðgerðalausan hátt vegna stöðvun fyrir slysni og forðast fræðilega slys eins og þau í Chernobyl orkuverinu í Úkraínu og Fukushima Daiichi í Japan.

Öruggasta gerð kjarnorkuvera er svo kallaðir "bráðnunar salt" kjarnaofnar. Þeir eru taldir vera tiltölulega öruggir vegna þess að eldsneytið er þegar uppleyst í vökva og þeir starfa við lægri þrýsting en hefðbundnir kjarnakljúfar, sem dregur úr hættu á sprengiefnis bráðnun.

Finnar eru með sex kjarnorkuver - Hvernig  geyma Finnar kjarnorkuúrgang sinn?

Finnar hafa aðstöðu á Olkiluoto, eyju fyrir vesturströnd Finnlands, og ætla að geyma úrgang í djúpri neðanjarðar geymslu frá og með 2023. Þeir munu pakka allt að 6.500 tonnum af úrani í koparhylki. Dósunum eða hylkunum verður komið fyrir í neti jarðganga sem skorin eru úr granítbergi 400 metra neðanjarðar; dósunum/hylkjunum verður pakkað inn með leir. Þegar aðstaðan hefur verið innsigluð - sem finnsk yfirvöld áætla að verði árið 2120 - ætti hún að einangra úrganginn á öruggan hátt í nokkur hundruð þúsund ár. Þá verður geislunarstig hennar skaðlaust.

Sum sé, áhættan vegna kjarnorkuvera og losun kjarnorkuúrgangs er þekkt stærð og vandinn hefur verið leystur.

En ég er þar með ekki að hvetja til að komið verði hér á eitt stykki kjarnorkuver, en bendi á að hægt er að fara út úr kassanum í hugsun....en ég sé þetta ekki gerast. Frekar eyðileggur íslenska ríkið hálendið áður en farið yrði í að reisa kjarnorkuver...en aldrei að segja aldrei var sagt eitt sinn.

Eitt kjarnorkuver gæti farið langt í að leysa aukna orkuþörf Íslendinga næstu 100 árin. Dæmigerður kjarnakljúfur framleiðir 4,332,000 MWh af rafmagni en annars er þetta mismunandi. Vinnslugeta rafmagns á Íslandi  2021 var um 21 TWstund samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar og er þá miðað við meðalvatnsár. Rafmagnssala á því sama ári nam hins vegar 19,1 TWstund eða nánar til tekið 19.830 GWst. Rafmagnið í landinu var því alls ekki uppselt það árið. Síðan þá hefur eftirspurn aukist, sennilega um 1 TWst eða meira. 

P.S. Hefur einhver annar en ég bent á þennan möguleika að reisa kjarnorkuver? Hef hvergi séð skrif um þennan möguleika. Ég hef séð hugmyndir um sjávaröldu raforkuframleiðslu og sjávarstraumaorkuver í Breiðafirði....

 


Loftslaghræðsni íslenskra stjórnvalda eða symbólismi?

Þessi hugsun sækir á hugann þegar maður hlustar á málflutning íslenskra stjórnvalda. Það hefur nefnilega aldrei komið skýrt fram hver hugsun íslenskra stjórnvalda í þessum málum er. Jú, við vitum að þau vilja minnka útblástur gróðurhúsaloft tegunda eða stöðva. Það er gott og blessað ef vísindin segja að gróðurhúsategundir séu hættulegar mannkyninu og lífríki jarðar.

En það eru enn uppi deilur vísindamanna hvort gróðurhúsategundirnar séu hættulegar eður ei. Ég hef persónulega ekki hugmynd hvor armurinn er sá rétti og ætla ég mér ekki að blanda mér í deilur sem ég hef ekki fulla vitneskju um.

En ég get gagnrýnt íslensk stjórnvöld og málflutning þeirra og sett Ísland í samhengi og samanburð við önnur lönd sem spúa gróðurhúsategundir út í loftið, til góðs eða ills.

Talað er um CO2 sé hættulegast lofttegundin sem sé losuð út í andrúmsloftið (margar aðrar eru hættulegar en eru svo í litlu mæli að það skiptir engu máli, svo sem óson sem komið hefur verið böndum á).

Berum saman Ísland og Kína sem er mesti mengunarvaldur jarðar.

Kína: 10,71 milljarðar tonna (Bandaríkin 4535.30. og Indland — 2411.73).

Ísland: 1,64 milljóna tonna.

Eins og sjá má, er stjarnfræðilegur munur á losun koltvísýring á milli landanna og það skiptir máli í stóra samhenginu.

Það er ef til vill ósanngjarnt að bera saman örríkið Ísland við fjölmennasta ríki heims - Kína og mest iðnvæddasta ríki heims - Bandaríkin en þarna liggur hundurinn grafinn.

Þessi ríki heims eru mestu mengunarvaldar heims og það skiptir máli HVAÐ ÞAU GERA. Ekki hið litla Ísland. Jú, við getum verið táknræn og gert táknræna hluti, hjálpað til við vísindarannsóknir og deilt hugviti okkar til ríkja heims hvernig eigi að beisla koltvísýringinn í loftinu. Verið fyrirmynd annarra ríkja.

Ef íslensk stjórnvöld vilja raunverulega leggja lóðir á vogaskálarnar og "bjarga" heiminum, þá ættu þau að beita þessi þrjú stórríki pólitískum þrýstingi! Jafnvel "viðskiptaþvingunum", hahaha, það væri saga til næsta bæjar ef það gerðist. En skilaboðin gætu verið: "Hættið að eyðileggja móður jörð."

En verum raunsæ, Ísland er örríki sem hefur nánast engin áhrif í heiminum. Íslenskir ráðamenn vaða í villu og svima um að orð þeirra skipti máli og tekið sé mark á þeim. Það getur ekki verið meira fjarri sanni.

Við getum hins vegar verið fyrirmynd (erum það að vissu leyti nú þegar) annarra þjóða en íslensk stjórnvöld ættu ef til vill að hætta að herja á Íslendinga með mengunarsköttum (sem fara beint í ríkisskuldahítina og er eiginlega bara refsing en ekki lausn), í landi þar sem meir en 90% orkugjafanna eru grænir, og fara í útrás og skamma mengunarsóðanna. Ég myndi hins vegar ekki veðja krónu á að það muni gerast nokkurn tímann.

 

 

 

 

 


Eþíópía gróðursetti 350 milljón tré á 12 tímum - Getur Ísland gert svipað?

landgraedslan-01Í júlí 2019 tilkynntu eþíópískir embættismenn að yfir 350 milljónir trjáa hefðu verið gróðursettar í Eþíópíu á 12 klukkustunda tímabili, sem gæti slegið met Indlands um 50 milljónir trjáa gróðursett á einum degi, sem hafði staðið síðan 2016, segir í frétt BBC.

Embættismenn báru ábyrgð á því að telja fjölda trjáa sem sjálfboðaliðar voru að gróðursetja, en meira en 23 milljónir Eþíópíubúa tóku þátt. Sumum opinberum skrifstofum var lokað til að leyfa opinberum starfsmönnum að taka þátt. Þar að auki voru það ekki bara embættismenn og sjálfboðaliðar sem stóðu í röðum til að gróðursetja þessi tré. Embættismenn og einkafyrirtæki gengu til liðs við niðursetningu trjáplantna, auk starfsmanna og fulltrúa frá Sameinuðu þjóðunum, Afríkusambandinu og diplómatískum hersveitum (heimild Interesting Enginering).

Af hverju er ekki hægt að fara sömu leið á Íslandi? Þetta samsvarar að þessar 23 milljónir manna að meðaltali plantað 14 plöntur á mann. Þetta er 1-2 klst vinna á mann. Eþíópía er þróunarríki og ætti ekki að hafa efni á þessu en vegna þess að vinna var unnin í sjálfboðavinnu, var bara að ræða efniskostnað og umsýslukostnaður.

Víðsvegar um heim er verið að vinna kraftaverk í landheimt, s.s. í Norður-Kína og frægur er gróðurkraginn sem á að liggja meðfram Sahara eyðimörk og búa til lífbelti.

Við Nessand og Hafnarsand á Landgræðsla ríkisins stórt landsvæði sem illa gengur að rækta vegna fjárskort.

Sveitarfélagið Ölfus ætlar sjálft að græða upp svæði á Hafnarsandi en ekki hef ég orðið var við stórátak þar en aðeins tvö hundruð þúsund trjáplöntur gróðursettar. 

Mér skilst, samkvæmt vef Skógræktarinnar í frétt frá 2013 að "þegar best lét, á árinu 2007, voru gróðursettar yfir 6 milljónir plantna á einu ári. Nú hafa þessi afköst dregist verulega saman vegna niðurskurðar á fjárlögum íslenska ríkisins og allt stefnir í að árleg gróðursetning á þessu ári verði aðeins um 3,5 milljónir plantna. Í skógunum sem ræktaðir hafa verið síðastliðin 114 ár standa nú um 56 milljónir gróðursettra trjáa á 37.900 ha lands. Að auki er að finna í þessum skógum um 12 milljónir af sjálfsáðum trjáplöntum, aðallega íslenskt birki. Þannig tekur náttúran sjálf virkan þátt í skóggræðslunni."

Hvernig væri að fara í þjóðarátak,sem ég held að Íslendingar myndu glaðir taka þátt í, úthluta þeim ókeypis trjáplöntur til gróðursetningar. Þetta væri gert viðsvegar um landið en hér í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, væri einnig að hægt að nýta land Landgræðslunnar í sveitarfélaginu Ölfus. Stutt er að fara og tilvalinn sunnudagsbíltúr fyrir Jón og Gunnu.

Okkur vantar verndara, einhvern sem kemur svona máli áfram. Vigdís Finnbogadóttir var einmitt slíkur stuðningsmaður og það sem stendur eftir af hendar forsetaferli er skógrækt og vernd íslenskrar tungu. Ég hef ekki orðið var við að núverandi forseti sé verndari íslensku tungu eða lands. Hvað eru annar áhersluefni hans? Þetta er tilvalin verkefni fyrir forseta Íslands. 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband