Færsluflokkur: Evrópumál
Það má kalla allt kosningasvik sem stjórnmálaflokkur gerir andstætt þeirri stefnu sem hann kynnir í kosningabaráttu. Skilin eru ekki skýr. T.d. það að VG skuli hafa starfað með NATÓ, leiðtogi þeirra var virkur í starfi þess og ekki var sett sem skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi að Ísland gengi úr NATÓ. Nema þeir hafi ekkert meint með þessari stefnu en það eru svik við kjósendur flokksins sem bjuggust við öðru. Hvar er flokkurinn í dag? Kosningasvikin voru bara of mörg og augljós fyrir kjósendurna að kyngja.
En hvernig á að taka á 360 gráðu stefnu Viðreisnar og Samfylkingunnar í ESB málinu? Var ekki á dagskrá en núna á dagskrá. Að koma með skoðanakönnun (þjóðaratkvæði er þetta kallað) um hvort Íslendingar eigi að sækja um. Það er jú á stefnuskrá flokkanna að fara inn í ESB. Eru þetta svik?
Það er erfitt að finna rétta hugtakið til að skilgreina þetta, kannski "hálf svik"? Man ekki betur en að leiðtogarnir hafi sagt að það sé ekki á stefnuskránni að sækja um en nú er það undirbúið. Heimsýn kallar þetta ESB suð sem mun aldrei stoppa.
Athyglisvert að í skoðanakönnun er meirihluti Íslendinga á móti inngöngu. Og margir vilja þjóðaratkvæði bara til að losna við málið og suðið, enda ESB - liðið eins og lítið barn sem suðar í foreldri þar til það fær það sem það vill fá.
Evrópumál | 5.1.2025 | 17:27 (breytt kl. 18:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðildarsinnar benda á EES samningurinn frá 1994 hafi sagt að skýr regla hafi verið sett í samninginn um framkvæmd EES-reglna.
Einn bloggari deildi með bloggritara eftirfarandi hluta úr samningnum og þar segir:
"Stök grein
Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda
EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum."
Gott og vel, en af hverju hefur þetta ekki bara verið innleitt allan þennan tíma? Alþingi afgreiðir hvort sem er aragrúa EES reglugerðir á hverju ári.
Jú, vísir menn benda á að slík innleiðing sé stjórnarskrábrot. Breytingin er stutt og laggóð. Hún er eftirfarandi:
Evrópumál | 29.12.2024 | 14:18 (breytt kl. 14:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um daginn fjallaði bloggritari um örlög örþjóðar Hawaii. Þar beinlínis frömdu Bandaríkjamenn valdarán 1896 (líkt og þeir gerðu í Kúbu og Filipseyjum á svipuðum tíma) en með varanlegum áhrifum en í síðarnefndu ríkjum. Frumbyggjarnir eru orðnir 10% íbúa, hluti af Bandaríkjunum, reyna þeir þó með veikum hætti að viðhalda andstöðu með "andspyrnuhreyfingu".
Allar þessar þjóðir eru eyþjóðir. Eyjaskeggjar hafa meiri sjálfsmynd en meginlands íbúar, þar sem landamæri flakka reglulega um svæði, stundum eru íbúarnir undir þessa ríkis eða stórveldis, en aðra stundina ekki.
Það vakti athygli bloggritara lofgerð í grein á Vísir um örlög annarra íbúa, en það er Lúxemborgara. Greinahöfundur greinir stoltur frá að það sé búið að skipta um þjóð í landinu.
Greinahöfundur segir að "Af okkur 660 þúsund íbúum Lúxemborgar eru heimamenn (það er að segja Lúxembúrgískir ríkisborgarar) einungis um 53% íbúanna. Af þessum 53% eru raunar 21% fæddir annarsstaðar svo orginal Lúxarar eru því einungis um 40% íbúa Stórhertogadæmisins." Sjá slóð: Smáríkið sem skipti um þjóð
En hann bendir ekki á eitt atriði sem kann að valda því að ekki er mikil óánægja meðal "frumbyggja" Lúxemborgar, en það er góðærið sem hefur ríkt stöðugt frá seinni heimsstyrjöld. Á meðan allt leikur í lyndi, eru allir ánægðir.
En Lúxemborg er ekki eiginlegt ríki þar sem menningin og tungumálið sameinar fólkið. Lúxemborg hefur í aldanna rás tilheyrt ýmsum konungs- og keisaradæmum, var upphaflega virki en íbúarnir eru vanir að vera undir stjórn annarra. Í dag er það stórhertogadæmi.
Í landinu er töluð lúxemborgska, franska og þýska. Stærsta þjóðarbrotið er Portúgalar. Hlutfall erlendra ríkisborgara hefur aukist jafnt og þétt í gegnum tíðina, úr 26,3% árið 1981 í 47,4% árið 2023. Á heildina litið hefur þetta hlutfall hins vegar farið örlítið lækkandi frá árinu 2018 (47,9%) vegna áhrifa öflunar lúxemborgarborgara frá 2009 lögum um tvöfalt ríkisfang.
En Lúxemborgarar hafa þó þjóðarvitund. Lúxemborgarar voru, líkt og Austurríkismenn, í sögulegu samhengi taldir vera svæðisbundinn undirhópur þjóðarbrotar Þjóðverja og litu á sig sem slíka fram að hruni þýska sambandsins. Lúxemborg varð sjálfstætt, en var áfram í persónusambandi við Holland, eftir undirritun Lundúnasáttmálans árið 1839. Einkabandalagið reyndist skammlíft þar sem það var tvíhliða og í vinsemd leyst upp árið 1890.
Lagalega eru allir ríkisborgarar Stórhertogadæmisins Lúxemborgar taldir vera Lúxemborgarar samkvæmt lögum í Lúxemborg, þó að sérstakt germönsk þjóðernisleg auðkenning sé viðhöfð og kynnt.
Þótt Lúxemborg sé talið vera "fjölmenningaríki" er það nokkuð einsleit í grunninum. Íbúar Evrópusambandsins, þar með Lúxemborgarar, eru Evrópubúar sem deila sömu gildi og menningu almennt séð. Það breytir litlu þó að Frakki eða Þjóðverji flytji til Lúxemborgar, hann upplifir sömu menningu og heimamenn, nema kannski tungumálið og svæðisbundna menningu.
Hér er vitnað í rannsókn um viðhorf Lúxemborgara gagnvart fjölmenningu, sjá slóð: Attitudes towards multiculturalism in Luxembourg: Measurement invariance and factor structure of the Multicultural Ideology Scale
Fyrri rannsóknir í Lúxemborg benda til þess að stuðningur sé við fjölmenningu að einhverju leyti til (Murdock, 2016). Bæði innfæddir og útlendingar kunna að meta kosti þess að búa í fjölmenningarlegu samfélagi, en þeir eru ósammála um ræktunarvalkosti í opinberu lífi og einkalífi, eins og raunin er í öðrum Evrópulöndum (t.d. Arends-Tóth og Van de Vijver, 2003).
Almennt séð mátu borgarar úr farandfjölskyldum fjölmenningu jákvæðara en innfæddir (Murdock, 2016).
Meginreglan innleiðingarbil (Yogeeswaran & Dasgupta, 2014) hefur einnig komið fram fyrir innfædda í Lúxemborg: Hugmyndin um fjölmenningu er studd, en nokkur ágreiningur er um framkvæmdina í framkvæmd. Innfæddir lýstu tregari viðhorfum til aðlögunar og samfélagsþátttöku innflytjenda (Murdock & Ferring, 2016).
Nánar tiltekið lýstu innfæddir nokkrum ágreiningi við stefnu varðandi kosningarétt og atvinnutækifæri fyrir minnihlutahópa. Þessi skoðun var einnig studd í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 2015. Meirihluti lúxemborgara greiddi atkvæði gegn því að veita erlendum ríkisborgurum atkvæðisrétt.
Hvað segir þetta okkur? Jú, meira segja í veikum þjóðríkjunum, ríki sem er á gatnamótum menningu og tungu, reyna menn að halda í auðkenni sín, líka Lúxemborgarar.
Hver er tilgangurinn með skrifum greinarhöfundar? Að við Íslendingar eigum að vera ánægðir með að verða minnihlutahópur í framtíðinni? Af því að Lúxemborgarar "sætti" við svo kallaða "fjölmenningu"og vera minnihlutahópur í eigin landi?
Evrópumál | 6.3.2024 | 12:52 (breytt kl. 21:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég horfði á þátt um daginn sem ber heitið "How Europe stole the world". Titillinn er mjög gildishlaðinn og beinlínis rangur. Og í raun er titill minn líka rangur, því að það var ekki sameinuð Evrópa sem sigraði heiminn, heldur einstök ríki innan Evrópu. Ísland hefur t.a.m. aldrei verið nýlenduríki. Það er ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld sem Evrópa tókst að sameinast, ekki með stríði, heldur samvinnu.
Þessi sameinaða Evrópa undir merkjum EFTA og ESB hefur reynst vera friðsöm en á sama tíma verið að grafa undir sjálfa sig menningarlega vegna pólitíska stefnu sinnar. Það er önnur saga og samtímasaga.
En það er staðreynd að þegar þjóðríkin tóku að myndast í Evrópu á árnýöld, fór vegur Evrópu í heild sinni að vaxa. Engin ein meginskýring er á velgengni Evrópubúa, en benda má á legu Evrópu sem er lítil álfa en með langar strandlengjur og hafnir (sbr. vesturströnd Afríku sem hefur fáar náttúrulegar hafnir).
Þegar austurhluti Miðjarðarhafs lokaðist vegna uppgangs Ottomana veldisins, urðu Evrópumenn að finna nýjar leiðir inn á Asíu markaðinn og þar kom landkönnuðaleiðangranir til sögu og menn eins og Ferdinand Magellan, James Cook og Kristófer Kólumbus birtust á sjónarsviðið og opnuðu heiminn fyrir Evrópu.
En það krefst mikillar tækniþekkingu til að leggja í úthafið og sú tækni kom fyrst fram með víkingunum en áttavitinn og aðrar tækninýjungar hjálpuðu einnig til við útrás Evrópubúa. Tækninýjungar, ekki bara á siglingasviðinu, heldur almenn þekking sem skapaðist með stofnun háskóla í Evrópu og Endureisnin með endurnýjaða þekkingu fornaldar, ýtti Evrópumenn af stað í vegferð sem ekki sér fyrir endann á.
Segja má að krossferðirnar hafi komið Evrópumenn á bragðið og verið ein ástæða fyrir útrás þeirra og ásókn í krydd og góðvöru sem var að finna í Miðausturlöndum sem á móti tengdust Asíu. Og þegar Ottomannar lokuðu leiðinni....
Það er ekki hægt að fullyrða að samsæri hafi verið í gangi um að Evrópumenn sigruðu heiminn, enda gerðu þeir það ekki, heldur einstaka þjóðir, svo sem stórveldin Frakkland, Holland og Bretland. Það er engin tilviljun að eftir að Bretlandseyjar voru sameinaðar 1707, hafi Bretar lagt í útrás og stofnað heimsveldi. Aðrar þjóðir, eins og Danir reyndu sig líka á heimsviðinu.
Eins og ég sagði, þá er fullyrðingi um að Evrópa hafi sigrað heiminn ofureinföldun á sögulegum atburðum. Réttara er að segja að evrópsk stórveldi hafi gegnt mikilvægu hlutverki á tímum landkönnunar, landnáms og heimsvaldastefnu sem átti sér stað frá 15. til 20. öld. Á þessu tímabili stofnuðu Evrópuþjóðir nýlendur og höfðu áhrif yfir stóra hluta heimsins.
Hér eru nokkrir lykilþættir sem áttu þátt í alþjóðlegri útrás Evrópu:
Tækniframfarir: Evrópa upplifði ýmsar tækniframfarir á endurreisnartímanum og uppgötvunaröld, svo sem bætta siglingatækni, skipasmíði, kortagerð og vopnagerð. Þessar framfarir, þar á meðal þróun áttavitans og stjörnufræði, gerðu evrópskum landkönnuðum kleift að fara inn á óþekkt svæði.
Efnahagsþættir: Evrópa var á hagvaxtarskeiði og leitaði nýrra viðskiptaleiða til að komast framhjá einokuninni sem múslimskir og ítalskir kaupmenn stofnuðu. Þráin eftir aðgangi að verðmætum varningi, svo sem kryddi, silki og góðmálmum, hvatti landkönnuði til að leita nýrra sjóleiða til Asíu.
Nýlendustefna og verslunarstefna: Evrópuþjóðir sóttust eftir nýlendufyrirtækjum sem leið til að tryggja auðlindir, koma á fót viðskiptastöðvum og búa til fangamarkaði fyrir framleiðsluvörur sínar. Þeir stofnuðu nýlendur í Ameríku, Afríku, Asíu og Kyrrahafi, sem gerði þeim kleift að nýta náttúruauðlindir, eignast auð og koma á efnahagslegum yfirráðum.
Herveldi: Evrópuþjóðir höfðu þróað ógnvekjandi herafla, þar á meðal vel þjálfaða her, háþróaða flota og yfirburða skotgetu. Þessir hernaðarlegir kostir hjálpuðu þeim að ná yfirráðum yfir frumbyggjum, standa gegn samkeppnisríkjum Evrópu og verja nýlendur sínar.
Landfræðilegir þættir: Nálægð Evrópu við Atlantshafið og hagstæðir vindar þess leyfðu greiðari aðgang að Ameríku. Tilvist siglingaára og náttúrulegra hafna auðveldaði enn frekar könnun, viðskipti og landnám.
Pólitísk samkeppni: Evrópuþjóðir kepptu í harðri samkeppni um auð, auðlindir og landhelgi. Þessi samkeppni leiddi til stofnunar nýlendna sem leið til að auka áhrif, sýna völd og ná forskoti á samkeppnisþjóðir.
Hér hafa verið taldar upp sex meginástæður fyrir velgegni Evrópumanna á heimssviðinu. Svo mikil hefur velgengni verið að á tímapunkti réðu Evrópumenn og afkomendur þeirra yfir 85% af landsvæði heimssins. Evrópsk menning byggð á grískri heimspeki og kristnidóm hefur enn fram á daginn í dag tröllriðið heiminn. Evrópsk tækni, tungmál, stjórnmálakerfi og ótal margt annað mótar enn nánast allar þjóðir í dag.
Sterk menning eins og sjá má í Japan, hefur orðið fyrir gífurlegum miklum áhrifum frá vestrænni menningu. Þar með er ekki sagt að Japanir eða aðrar þjóðir hafi ekki tekist að varðveita eigin menningu, en hún er eins og hellenisminn, samblanda af vestrænni og austrænni menningu.
Vinstri sinnaðir fræðimenn, undir áhrifum ný-marxismans, hafa keppst við að níða niður afrek Evrópumanna og bent sérstaklega á Afríku sem orrustuvöll þar sem heimamenn hafa legið á vellinum.
En er það satt? Hófst þrælaverslun í Afríku með tilkomu Evrópumanna til Afríku? Nei, það er ekki satt. Arabískir kaupmenn höfðu margar aldir áður staðið í þrælaverslun í Afríku og sú saga er jafnvel ljótari en ameríska þrælaverslunin sem evrópskir kaupmenn stóðu fyrir.
Afríkumenn sunnan Sahara voru mestmegnið sjálfir ættbálkamenn og stunduðu þá aðferð að fara í smástríð, hertaka fanga og setja í þrældóm. Norður-Afríkumenn rændu Evrópufólk, alla leið til Færeyja og Íslands og seldu í þrældóm í Barbaríið, sumir segja allt að ein milljón manna.
Enn er mansal í gangi í heiminum, án þátttöku Evrópumanna og sjá má í þrældóm lágstétta Indlands o.s.frv.
Evrópskt landnám Afríku hafði bæði jákvæð og neikvæð áhrif. Hér eru nokkur hugsanleg ávinningur sem Evrópubúar færðu til Afríku á nýlendutímanum:
Innviðaþróun álfurnar stórbættist en jafnvel enn í dag eru innviðir Afríku af skornum skammti sbr áform að leggja lestarlínu frá Vestur-Afríku til Austur-Afríku. Evrópskt stórveldi lögðu í innviðaverkefni eins og vegi, járnbrautir, hafnir og lögðu símalínur í Afríku. Þessi þróun miðar að því að auðvelda vinnslu og útflutning auðlinda, en hún hafði einnig nokkur jákvæð áhrif með tilliti til bættra samgangna og samgangna innan ákveðinna svæða. Svo má benda á besta lestakerfi heims í Indlandi sem Bretar komu á, á 19. öld.
Menntun og heilbrigðisþjónusta hefur stórbatnað og enn eru Evrópumenn með þróunaraðstoð sína að hjálpa Afríkumönnum. Evrópskir nýlenduherrar innleiddu formlegt menntakerfi og stofnuðu skóla og háskóla í Afríku. Þó að menntun hafi fyrst og fremst verið hönnuð til að þjóna hagsmunum nýlenduherranna, gaf það fáum Afríkubúum tækifæri til að öðlast læsi og þekkingu og þetta fólk varð leiðtogum nýstofnaðra ríkja eftir nýlendutíma Evrópu í Afríku. Að sama skapi kynntu Evrópubúar nútíma heilbrigðiskerfi sem leiddi til eftirlits með ákveðnum sjúkdómum og endurbóta á heilsugæslustöðvum.
Talandi um tækniframfarir í Evrópu sem smituðust til annarra heimsálfa. Evrópskir nýlenduherrar kynntu nýja tækni til Afríku, þar á meðal nútíma búskapartækni, vélar og iðnaðarinnviði. Þessar framfarir miðuðu að því að auka framleiðni og efnahagslega framleiðslu, þó að þær hafi oft gagnast nýlenduherrunum meira en heimamönnum á meðan þeir voru en gagnast enn fyrir þá síðarnefndu.
Aðgangur að alþjóðlegum mörkuðum opnaðist. Evrópskt yfirráð yfir afrískum svæðum gaf tækifæri fyrir afrískar auðlindir, svo sem steinefni, landbúnaðarvörur og hráefni, til að versla á heimsmarkaði. Þessi auknu viðskipti og útsetning fyrir alþjóðlegum mörkuðum hafði tilhneigingu til að skila efnahagslegum ávinningi, þó að hagnaðurinn hafi venjulega verið dreginn út af evrópskum fyrirtækjum og gagnaðist ekki Afríkubúum beint. Nú sækja Kínverjar í að leysa Evrópu af á þessu sviði og hafa fjárfest mikið í innviðaverkefni í álfunni, grafið eftir góðmálmum og sumir segja að þeir séu hálfgerðist nýlenduherrar sjálfir í framkomu sína gagnvart heimafólki.
Réttarkerfi og stjórnarhættir er byggt á evróskum grunni. Evrópskir nýlenduherrar kynntu vestræn réttarkerfi og stjórnkerfi fyrir Afríku. Þótt þessi kerfi þjónuðu oft hagsmunum nýlenduherranna og viðvarandi arðráni komu þau einnig með nokkra þætti nútímastjórnar, eins og réttarríki og skrifræði, sem lagði grunninn að réttarkerfum eftir nýlendutímann.
Allt er þetta arfur evróskrar stjórnar í Afríku og heimamenn byggja á. Þeir hafa ekki kosið að fara í fyrra stjórnarfar og menningarhætti, heldur reynt að þróa sig áfram í nútímaheiminum. Þegar afdankaðir fræðimenn hrópa og segja að ástandið í dag sé nýlenduveldunum að kenna, þá er nokkuð langt aðsótt. Flest Afríkuríkin hafa verið frjáls ríki í meira en hálfa öld, eða svipaðan tíma og Ísland; þau búa yfir gífurlegum náttúruauðlindum (olíu, sjaldgæfum málmum, landbúnaðarvörum o.s.frv.). Örlög Afríkumanna er í þeirra eigin höndum.
En saga Evrópumanna í Afríku er þrátt fyrir ofangreind orð mín engin hallejúja saga. Mikil grimmd Belgíukonungs í Kóngó er ljótur blettur í mannkynssögunni svo eitthvað sé nefnt og grimmd Spánverja og Portúgala í nýja heiminum hryllileg. Og nýlenduherrarnir notuðu reglustiku til að afmarka lönd án tillits til þjóðernis og menningu. Þetta hefur leitt til viðvarandi stríðsástands í Afríku allar götur síðan.
Framtíð Afríku verður björt þegar innviðirnir eru komnir í lag, ættbálkamenningin horfin en hún er á undanhaldi, og menntun kvenna eykst. Margir góðir hlutir eru þegar að gerast.
Hvernig sagan þróast er ótrúlegt sjónarsvið. Erfitt og eiginlega ómögulegt er að dæma fyrri tíða fólk eftir nútíma stöðlum. Sagan þróast í smáskrefum og oft vita menn ekki hvað næsta skref hefur í för með sér. Ef til vill eru við nútímamennirnir að gera eitthvað neikvætt sem ekki er séð fyrir í dag. Eða jákvætt sem er gott fyrir mannkynið.....það á eftir að koma í ljós.....
Evrópumál | 9.7.2023 | 14:54 (breytt kl. 15:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mér sýnist viðbrögð flestra við þessar fréttir af hálfgerðum sambandsslitum við Rússland vera vonbrigði. Enda er um stórt skref að ræða. Í ljósi sögunnar virðist það vera mistök. Viðbrögð rússneskra yfirvalda verða auðljós, þau hefna sín með einhverjum hætti.
Þeir hörðustu, stríðshaukarnir, sem enn eru fastir í hugarheimi kalda stríðsins, líta enn á Rússa sem óvini og fagna lokun á samræðum/diplómatsíu. Og þeir vara við njósnastarfsemi rússneska sendiráðsins. Eru það einhverjar fréttir???
Öll stórveldi (ég skrifaði grein um það hér á blogginu) stunda njósnir, líka bandamenn eins og Bandaríkjamenn. Frægt var þegar í ljós kom að Kaninn njósnaði um Angelu Merkel og fóru þýðversku í fýlu um stund vegna þess.
Allir njósna um alla, Kínverjar, Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Rússar og nú hafa Indverjar bæst í hópinn sem geta njósnað um íslenskt samfélag. Verstar eru iðnaðarnjósnir og hernaðarnjósnir, en "saklausastar" eru þær sem fylgjast með stjórnmálum.
Einn bloggarinn hér setur frumhlaup utanríkisráðherra í samhengi við að fellt var niður áframhaldandi tollfrjálsan innflutning á kjúklingakjöti til Íslands frá Úkraníu. Hún hafi orðið að sýnast hörð og röksöm í starfi þess vegna. Það getur vel verið.
En gallinn við starfsfólk utanríkisráðuneytisins, sem er allt hið vænasta fólk, er að það er að meirihluta samsett af lögfræðingum. Hvað ætli séu margir starfandi sagnfræðingar þar innan dyra? Fáir eða engir. Ef einhver þar hefði smá þekkingu á sögu og hefði veitt ráðherra, sem kom inn um hringhurð og fer út um hana aftur eftir fjögurra ára viðveru, smá kennslu í sögu, þá hefði ef til vill mátt koma í veg fyrir þessi mistök.
Kíkjum aðeins á sögu diplómatískra samskipta Sovétríkjanna/Rússlands við Ísland síðan 1943.
Diplómatísk samskipti Íslands við Rússland síðan 1943
Diplómatísk tengsl Íslands og Rússlands (áður Sovétríkjanna) hafa verið til staðar síðan 1943. Hér er yfirlit yfir diplómatísk samskipti landanna tveggja á mismunandi tímabilum:
Seinni heimsstyrjöldin: Í maí 1940 var Ísland hernumið af breskum hersveitum sem stefnumótandi ráðstöfun til að koma í veg fyrir hugsanlega þýska innrás. Árið 1943 var komið á diplómatískum samskiptum Íslands og Sovétríkjanna (USSR), sem voru bandamenn Breta í seinni heimsstyrjöldinni. Sovétríkin viðurkenndu sjálfstæði Íslands og löndin héldu uppi diplómatískum samskiptum í stríðinu.
Tímabil kalda stríðsins: Eftir seinni heimsstyrjöldina varð Ísland stofnaðili að NATO árið 1949, á meðan Sovétríkin komu fram sem keppinautur vestræna bandalagsins. Á tímum kalda stríðsins hélt Ísland nánu bandalagi við Bandaríkin vegna hernaðarlegrar veru þeirra í landinu, sem fól í sér stofnun Keflavíkurflugvallar og uppsetningu herstöðvar þar 1951. Þetta ástand skapaði spennu milli Íslands og Sovétríkjanna. Ísland hélt sig hins vegar til hlés þrátt fyrir innrás Sovétríkjanna í Ungverjalands og Tekkóslóvakíu.
Eftir kalda stríðið: Með upplausn Sovétríkjanna árið 1991 héldu diplómatísk samskipti Íslands og Rússlands áfram. Hins vegar hefur sambandið almennt verið takmarkað hvað varðar pólitíska þátttöku og efnahagslega samvinnu.
Efnahagssamvinna: Undanfarin ár hafa verið nokkur efnahagsskipti milli Íslands og Rússlands. Íslensk fyrirtæki hafa komið að atvinnugreinum eins og sjávarútvegi, endurnýjanlegri orku og ferðaþjónustu í Rússlandi. Að auki hafa verið nokkur tvíhliða viðskipti milli landanna tveggja, þó í tiltölulega litlum mæli.
Diplómatísk samskipti Íslands við Rússland á tímum þorskastríðanna
Í þorskastríðunum milli Íslands og Bretlands á fimmta og áttunda áratugnum spiluðu diplómatísk tengsl Íslands og Rússlands (Sovétríkjanna á þeim tíma) inn í, en þau voru ekki aðalþáttur í átökunum. Hér er yfirlit:
Fyrsta þorskastríðið (1958-1961): Á þessu tímabili áttu Ísland og Bretland í deilum um veiðiheimildir á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Sovétríkin studdu afstöðu Íslands til málsins. Sovétríkin, ásamt öðrum austantjaldsríkjum, veittu Íslandi efnahagslega og diplómatíska aðstoð með því að kaupa íslenskan fisk og bjóða fram pólitískan stuðning á alþjóðlegum vettvangi. Samt sem áður var þátttaka Sovétríkjanna ekki afgerandi þáttur í átökunum.
Annað þorskastríð (1972-1973): Sömuleiðis lýstu Sovétríkin á þessu tímabili yfir stuðningi við afstöðu Íslands til fiskveiðiréttinda. Sovétríkin sendu fiskiskip á Íslandsmið og undirrituðu samninga við Ísland um sameiginlegar veiðar. Þetta þótti sýna samstöðu með Íslandi gegn fiskveiðum Bretlands. Hins vegar hafði þátttaka Sovétríkjanna ekki marktæk áhrif á niðurstöðu átakanna.
Þótt Sovétríkin hafi lýst yfir stuðningi við Ísland í þorskastríðunum er mikilvægt að hafa í huga að helstu deilur og samningaviðræður fóru fyrst og fremst fram milli Íslands og Bretlands. Þátttaka Sovétríkjanna var hluti af víðtækara geopólitísku samhengi kalda stríðsins, þar sem aðlögun og stuðningur byggðist oft á pólitískum sjónarmiðum frekar en beinni þátttöku í átökunum.
Af þessu yfirliti má sjá að ef til vill var stuðningur Sovétmanna sjálfhverfur og hluti af stóru myndinni í heimspólitíkinni, en samt sem áður, á meðan "bandamenn" eins og Bretar og Þjóðverjar stóðu á móti okkur og stunduðu fiskþjófnað á Íslandsmiðum, og Bandaríkjamenn sátu á hliðarlínunni, aðgerðalitlir, komu aðrir(svo kallaðir óvinir) okkur til aðstoðar.
Getur einhver sent sögubók í utanríkisráðuneytið handa utanríkisráðherra að lesa eða útbúið skýrslu?
Lokaorð
Með þessum pistli er ég langt í frá að lýsa yfir stuðningi við innrás Rússa í Úkraníu. Ég tel að innrásin hafi verið klúður sem fer í sögubækurnar sem slíkt. Stríðið er ein alsherjar mistök.
Eins og ég benti á í annarri blogg grein, þá hefur Pútín ef til vill tekist að stoppa upp í gatið á landamærunum við Úkraníu en hann bjó til um leið aðra víglínu sem liggur við landamæri Finnlands og Svíþjóðar ef þau ganga í NATÓ. Ef litið er þannig á málið, hefur Pútín tapað stríðinu nú þegar. En sjáum til, enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér....
Og hér á persónulegum nótum: Fólk sem hefur ekki upplifað stríð, veit ekki hvað það er að tala um. Ég er hernaðarsagnfræðingur og ég hef fengið djúpa tilfinningu hvað stríð er hræðilegt í gegnum rannsóknir mínar í áratugi, þó að ég hafi ekki upplifað það sjálfur á eigin skinni.
Fólk deyr í styrjöldum og þetta er ekki skák eins og sumir halda, heldur dauðans alvara. Það er sársauki og angist þegar skriðdreki springur í loft upp, það er fólk innan í honum sem særist eða deyr.
Það er engin tilviljun að við höfum upplifað friðartíma í 80 ár. Um leið og síðasti hermaður seinni heimsstyrjaldarinnar dó gleymdum við hryllingnum og munum endurtaka mistökin aftur.
Ég sá í annað sinn myndina stríðsmyndina Come and See í síðustu viku. Þar má sjá hryllinginn í stríðinu frá sjónarhóli ungs manns. Hann var með skelfingarsvip á andlitinu alla myndina.
Hér er stiklan: Come and see
Ég vil frið í gegnum styrk, ekki veikleika, það er gert með góðum landvörnum, hernaðarbandalagi og íslenskum her, þar eð það verða alltaf slæmir leikarar á alþjóðavettvangi og við alltaf í hættu.
Utanríkisráðherra og ríkisstjórn okkar ættu að huga að eigin garði, áður en vaðið er í garð annarra og þykjast hafa lausnir.
Evrópumál | 10.6.2023 | 17:25 (breytt 11.6.2023 kl. 16:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þeir sem hafa lesið blogg mín hér, vita sem er að ég er algjörlega á móti stríðinu í Úkraníu og tel að ef réttur forseti hafi setið við völdin í Bandaríkjunum, hefði þetta stríð aldrei átt sér stað. En það er önnur saga.
En stefna íslenskra stjórnvalda í þessu máli kemur mér algjörlega á óvart. Það að litla Ísland, sem þykist vera boðberi friðar, skuli taka afstöðu með öðrum deiluaðila, í máli sem kemur Íslandi einungis óbeint við, er fyrir neðan allar hellur. Hefur utanríkisráðherra okkar yfirhöfuð nokkuð lesið mannkynssöguna?
Gleymum aldrei þeirri staðreynd, að um leið og diplómatsían, tal ríkja sín á milli, líkur, taka stríðsátökin við. Stríð er bara framhald á stjórnmálastefnu með annarri leið sagði Carl von Clausewitz um stríðsátök og stjórnmál. Það er að segja, ef menn gefast upp á að tala saman, þá er farið í stríðsátök og það er ekki hætt fyrir en annar aðilinn er örmagna og gefst upp.
Skýrasta dæmið um þetta er aðdragandinn að fyrri heimsstyrjöldinni. Það stríð var eitt mesta bjánastríð sögunnar, farið í stríðsátök á vægast satt hæpnum forsendum; Sært stolt stórvelda, þau vildu prófa ný vopn, stríðið átti að klárast fyrir jól, bandalagsflækja o.s.frv.
Það er hægt að afstýra stríð með diplómatsíu, stilla til friðar með diplómatsíu og koma á frið með diplómatsíu. En til þess þurfa ríki að tala saman. Það er ekki gert með því að loka á diplómataleiðina, heldur því andstæða, halda dyrunum opnum (sbr. landhelgisdeilurnar við Breta en við lokuðum sendiráði okkar á tímabili sem gerði ekkert gott).
Nú eru Íslendingar ekki beinir þátttakendur í stríðsátökunum (fyrir utan fjáraustur til Úkraníu). Það væri því tilvalið, sem friðelskandi þjóð, að vera friðarstillar, koma á frið! Utanríkisráðherra hlotið friðarverðlaun Nóbels fyrir milligöngu fyrir frið. Nei, Ísland er stórveldi, ekki örríki, og þarf því ekki að gæta að stöðu sinni í samfélagi þjóðanna auk þess að vera herlaust og upp á náð og miskunn annarra bandalagsþjóða um varnir. Er þá ekki betra að vera ósýnileg og sitja á hliðarlínunni?
Gleymum því ekki að öll stríð ljúka á endanum og ríki sem berjast á banaspjótum einn daginn, munu taka upp þráðinn annan daginn. Það gerðu Bandaríkin við Norður-Víetnam o.s.frv.
Jafnvel Þýskaland, með 26 milljónir manndrápa á baki sér í seinni heimsstyrjöldinni í Sovétríkjunum og hryllilegustu glæpi sögunnar í farteskinu gagnvart gyðingum, hafa getað leitað sátta við Sovétríkin/Rússland og Ísrael eftir stríðið. Rússland og Úkranía munu eiga í samskiptum í framtíðinni, hjá því verður ekki komist. Samskiptasaga Rússlands og Úkraníu ná árþúsund aftur i tímann og eru flókin og erfið úrlausnar. Innrásin birtist ekki úr lausu lofti.
Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að taka upp þráðinn á ný eftir þessi átök? Er það viturlegt að troða illsakir við stórveldi eins og Rússland? Erum við búin að gleyma viðskiptabann okkar á Rússland með fiskafurðir sem Rússar svöruðu með eigið viðskiptabann á Ísland?
Rússland sem stóð með okkur gegn Bretum í landhelgisdeilunum og við höfum alltaf átt góð samskipti við (líka við harðstjórn Stalíns). Hvað hangir á spýtunni? Utanríkisráðherrann er greinilega enginn stjórnvitringur né friðarstillir. Er ekki betra að hugsa um morgundaginn?
Lærdómurinn sem við getum dregið af mannkynssögunni er að mannskepnan gerir sömu mistökin aftur og aftur. BL
Loka sendiráðinu í Moskvu og vilja rússneska sendiherrann burt
Evrópumál | 9.6.2023 | 22:20 (breytt 11.6.2023 kl. 16:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spenna eykst á milli Serba og albanskra stjórnvalda í Kosovo, í suðausturhluta Evrópu, í tengslum við deilur um númeraplötur bíla.
Óttast er að ofbeldi á milli Serba og Albana geti blossað upp aftur, 23 árum eftir Kosovo-stríðið. Hér koma nokkrar staðreyndir áður en pælt er í stöðunni:
Hvar er Kósovó og hverjir búa þar?
Kosovo er lítið landlukt land á Balkanskaga og á landamæri að Albaníu, Norður Makedóníu, Svartfjallalandi og Serbíu.
Margir Serbar telja landsvæðið fæðingarstað þjóðar sinnar.
En af þeim 1,8 milljónum sem búa í Kósovó eru 92% Albanir og aðeins 6% Serbar. Restin eru Bosníakar, Góranar, Tyrkir og Rómafólk (sígunar er gamla heitið).
Hvernig fékk Kosóvó sjálfstæði?
Eftir upplausn Júgóslavíu á tíunda áratug síðustu aldar leitaði Kósovó - hérað í fyrrnefnda landinu - eftir eigin sjálfstjórn og sjálfstæði.
Serbía brást við með aðgerðum gegn albönskum þjóðernissinna sem óskuðu eftir sjálfstæði. Þessu lauk árið 1999, með sprengjuherferð NATO gegn Serbíu, milli mars og júní en ráðist var á innviði Serbíu.
Serbneskar hersveitir drógu sig frá Kósovó - en fyrir marga Kosóvó-Albana og Kosóvó-Serba hefur deilan aldrei verið leyst.
Kósovó-herinn undir forystu NATO (KFor) hefur enn aðsetur í Kósovó, með núverandi styrkleika upp á 3.762 manns.
Árið 2008 lýsti Kósovó einhliða yfir sjálfstæði
Alls viðurkenna nú 99 af 193 löndum Sameinuðu þjóðanna sjálfstæði Kósovó, þar á meðal Bandaríkin, Bretland og 22 af 27 ESB-ríkjum.
En Rússland og Kína, sem gera það ekki, hafa hindrað aðild Kósovó að SÞ. Og Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur heitið því að Serbía myndi aldrei viðurkenna Kósovó sem sjálfstætt land.
Hvorki Kósovó né Serbía eru í ESB en Serbía hefur verið umsóknarríki ESB síðan 2012. Kosovo gaf til kynna að það myndi vilja sækja um aðildi fyrir árslok 2022.
Deilur um bílnúmeraplötur
Samskipti milli minnihlutahóps Serba og stjórnar Kosóvó hafa verið stirð allar götur síðan. Stjórnvöld í Kósovó vildu láta þá sem eru í meirihluta þjóðernissvæða Serba skipta út serbneskum bílnúmerum sínum fyrir númeraplötur frá Kósovó.
Um 50.000 manns á þessum slóðum neituðu að nota Kósovó númeraplötur þar sem þeir viðurkenna ekki sjálfstæði Kósovó.
Á sumrin lokuðu þjóðernis-Serbar í norðurhluta Kósovó, sem liggur að Serbíu, vegi og sumir karlmenn skutu skotum í mótmælaskyni. Afleiðingin var að stjórnvöld í Kósovó frestuðu innleiðingu nýju reglnanna. ESB hafði milligöngu um samkomulag milli tveggja aðila, sem draga á úr spennunni.
Samkvæmt samningnum mun Kósovó falla frá áætlun sinni um að sekta handhafa serbneskra númeraplötur og Serbía mun hætta að gefa út skráningar með upphafsstöfum bæja í Kósovó.
Frekari óeirðir urðu hins vegar vegna handtöku fyrrverandi serbneskra lögreglumanns 10. desember í norðurhluta Kósovó. Lögreglan á staðnum skiptist á skotum við óþekkta hópa. Þetta er staðan í dag. Rússar eru gamalgrónir bandamenn Serba og þeir síðarnefndu hafa neitað að setja viðskiptaþvinganir á Rússland í kjölfar innrásar þess í Úkranínu. Rússland gæti blandast í deilurnar og jafnvel tekið þátt í stríði ef það brýst út.
Óábyrgur stuðningur Íslands við sjálfstæði héraðsins Kosóvó?
Það kemur ekki á óvart að taglnýtingar á Alþingi Íslands hafa viðurkennt sjálfstæði Kósovó samkvæmt því sem kemur fram á vefsíðu Stjórnarráðsins. Íslendingar hafa ekki stundað sjálfstæða utanríkisstefnu síðan í þorskastríðunum enda varðaði það beint hagsmuni Íslands og þegar Eistrasaltsríkin sóttu eftir sjálfstæði (að frumkvæði eins manns, Jóns Baldvins Hannibalssonar).
Annars hafa íslenskir stjórnmálamenn fylgt í blindni fordæmi annarra Vestur-Evrópuríkja í öllum meginmálum og jafnvel þegar það er gegn hagsmunum Íslands eins og frægt var í Icesave málinu en snillingarnir á Alþingi ætluðu á sínum tíma að viðurkenna ítröstu kröfur Breta (alltaf eru þeir að níðast á smáþjóðinni Ísland) og annarra þjóða. Beittu meira segja hryðjuverkalög gegn Íslandi. Íslenska þjóðin þurfti að rísa á afturfæturnar og fá forseta Íslands í lið með sér til að stöðva þann ófögnuð.
Af hverju gæti stuðningur Alþingis við kröfum Kósovómanna verið óábyrgur? Jú, eins og ég hef komið inn á hér á blogginu, eru landamæri Evrópuríkja eins og bútasaumur, með síbreytilegum landamærum. Landabréfakort duga ekki lengur en í mesta lagi 50 ár. Margar Evrópuþjóðir eru óánægðar með sín landamæri og jafnvel innan ríkjanna, vilja mörg héruð fá sjálfstæði. Dæmi, Baskahéraðið, Katalónía, Belgía er tvískipt de factó, Írland er skipt í tvennt o.s.frv.
Það er búið að opna box Pandóru með stríðinu í Úkranínu og enginn veit hvað kemur upp úr því. Íslendingar ættu að stíga varðlega til jarðar, sérstaklega þegar þeir vita ekki hvað það er að eiga landamæri við önnur ríki. Myndum við sætta okkur við að Vestmannaeyjar yrðu ekki lengur hluti af Íslandi? Ekki langsótt, því að Danakonungur leit lengi vel á eyjarnar sem persónulega eign og talaði um Ísland og Vestmannaeyjar eins og tvær aðskyldar eyjar.
"Rétt eftir 1400 komust Vestmannaeyjar í einkaeign Noregskonungs og síðar Danakonungs þegar Noregur fór undir Danmörku. Í skýrslu Hannesar Pálmasonar hirðstjóra frá árinu 1425 segir meðal annars: Við Ísland liggur eyja nokkur nefnd Vestmannaey. Hún lýtur með sérlegum rétti beint undir Noregskonung, svo að hann er þar algjörlega alráður. Eyjarnar voru sérstakt lén og ríktu þar jafnvel önnur lög en á Íslandi. Vestmannaeyjar voru í konungseign út allar miðaldir til ársins 1874 og voru þær alla tíð stærsta tekjulind krúnunnar," segir á vef Heimaslóðar.
Ég held að Íslendingar ættu að minnsta kosti að sitja hjá í erfiðum landamæradeilum Evrópuríkja, við höfum engar forsendur né skilning á þessu deilum. Hættum að vera taglnýtingar annarra þjóða og stundum sjálfstæða utanríkisstefnu, eða erum við ekki sjálfstæð þjóð?
Evrópumál | 22.12.2022 | 13:49 (breytt kl. 14:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Rússland hóf átök í Úkraníu 2014 í svo kölluðu staðgengilsstríði í Donbass héruðum, ákváðu NATÓ-ríkin sameiginlega að hvert aðildarríki auki framlög sín til varnarmála sem samsvarar 2% af vergri þjóðarframleiðslu.
Á leiðtogafundi NATO Í Wales árið 2014 skuldbundu leiðtogar allra aðildarríkja sig til þess að láta 2 prósent af vergri landsframleiðslu renna til varnarmála innan áratugs og var skuldbindingin undirrituð á fundinum samkvæmt fréttum.
Í frétt Kjarnans 2019 af málinu segir að 2 prósent af vergri landsframleiðslu á Íslandi eru rétt rúmlega 56 milljarðar króna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2019 eru tæplega 2,2 milljarðar eyrnamerktir varnarmálum. Gerir það ekki 0,039% af 56 milljörðum sem eru 2% af vergri þjóðarframleiðslu það árið? Verg þjóðarframleiðsla fyrir árið 2019 var 2.965.617 milljónir. Þannig að framlög Íslands til varnarmála það árið var 0,00074% !!!
Svo segir "Framlög Íslands til varnarmála árið 2019 eru 2.185 milljónir króna miðað við 1.592 milljónir króna árið 2017." Er þetta ekki dropi í hafi?
Aftur til meginlands Evrópu. Enn drógu Evrópuþjóðirnar lappirnar og héldu flestar þjóðarnar sig við 1% markið. Til valda komst hinn óútreiknalegi Donald Trump í Bandaríkjunum. Í heimsókn sinni til Evrópu, þar sem hann hitti framkvæmdarstjóra NATÓ meðal annars, húðskammaði hann Evrópuþjóðirnar fyrir slóðaskap. Frú Evrópa sármóðgaðist og vönduðu evrópskir fjölmiðlar honum ekki kveðjurnar. En svo kom í ljós að karlinn hafði rétt fyrir sér í þessum efnum eins og mörgum öðrum, Evrópa var í raun varnarlaus og ekki tilbúin í alvöru Evrópustríð er Úkraníustríðið hófst í marsmánuði.
Þetta hafa leiðtogar NATÓ eflaust viðurkennt í hljóði og rætt málið sín á milli án þess að mikið beri á. Svo kom litla barnið og benti á að keisarinn væri nakinn en Sanna Marin, forsætisráðherra Finna, sagði í gær að Evrópa væri ekki nógu öflug til að geta mætt innrás Rússa í Úkraínu og að álfan hefði þurft að reiða sig á stuðning Bandaríkjanna. Þetta kemur fram hjá mbl.is - sjá slóð: Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna
Þar segir: "Árið 2020 fór u.þ.b. 3,7% landsframleiðslu Bandaríkjanna til varnarmála, en á sama tíma voru framlög Evrópulandanna í NATO og Kanada í málaflokkinn að jafnaði 1,77% af landsframleiðslu." Hver eru framlög Íslands til varnarmála fyrir árið 2022? Einhver sem hefur töluna á reiðum höndum?
En snúum okkur að heildarstefnu Íslands í þjóðaröryggismálum landsins: Á vef Stjórnarráðs Íslands segir: "Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er það leiðarljós sem starfað er eftir í varnar- og öryggismálum. Þar kemur fram að grundvallarforsenda stefnunnar sé staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem hvorki hafi burði né vilja til að ráða yfir her og tryggi öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana."
Hafi ekki ,,burði né vilja til að ráða yfir her"? Það er alveg ljós að það er enginn vilji meðal íslenskra ráðamanna til að koma upp íslenskum her og áfram eigi að reiða sig á Evrópu sem hækju og Evrópa reiðir sig á Bandaríkin sem hækju...það ganga allar Evrópuþjóðirnar með hækjur!
En ég er ekki sammála því að hér sé ekki hægt að koma upp íslenskan her eða varnarsveitir. Í grein minni hér á undan um Agnar Kofoed Hanssen minntist ég á að bandarískir hershöfðingjar höfðu áhuga á að Íslendingar kæmi sér upp varnarsveitir og leituðu þeir til Agnars en hann naut gríðarlegra virðinga hjá þeim.
Fyrir þá sem lásu ekki grein mína um Agnar, segir eftirfarandi um þessar umleitanir: "Hélt hann góðum tengslum við Bandaríkin næstu árin eftir stríð sem leiddi meðal annars til þess að Charles Bonesteel, bandarískur hershöfðingi fór þess á við hann 1948 eða ´49, að hann hjálpaði til við stofnun íslenskt heimavarnarliðs og hann tæki við stjórn þess. Svar Agnars var á þá leið að enda þótt stjórnarskrá Íslands geri án nokkurs vafa ráð fyrir íslenskum landvörnum, þá væri vonlaust að fá samstöðu í Alþingi Íslendinga um nauðsynlega löggjöf í þessu skyni og við það sat þótt hann sjálfur væri þess fylgjandi."
Það er því pólitískt viljaleysi eða hræðsla við að ríða á vaðið sem veldur því að íslenskir ráðamenn forðast að ræða um stofnun íslensks hers eins og heita kartöflu. Allir hræddir við kúgun háværs minnihluta vinstri afla á Íslandi sem ráðast á allar slíkar hugmyndir með stuðningi vinstri sinnaðra fjölmiðla með ofstopa.
En varnarmál eru ekki mál hægri manna, heldur allra Íslendinga. Vinstri sinnaðir flokkar eins og Viðreisn og Samfylkingin hafa verið beggja vegna borðs í þessum málum. Nú vantar bara leiðtoga á Alþingi Íslendinga.
Hinc censeo Islandiam proprium exercitum constituere.
Evrópumál | 3.12.2022 | 10:57 (breytt 5.1.2023 kl. 17:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tveir þingmenn hafa farið fram á sviðið og rætt hinn vanrækta málflokk sem eru varnarmál Íslands. Jú, það urðu umræður í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraníu en svo slökknaði á þeim. Baldur Þórhallson fræðimaður var þar fremstur í flokki.
Byrjum á Njáli: "Njáll Trausti Friðbersson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti í dag fyrir tillögu til þingsályktunar um rannsóknasetur öryggis- og varnarmála á Alþingi," segir í frétt mbl.is.
Hinn þingmaður er Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar. Í greininni: "Ræða þarf fasta viðveru hersveita" segir: "Í síðastliðnu viku átti sér stað umræða um aukið alþjóðlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Var frummælandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Í máli sínu lagði hún áherslu á aukið samstarf Íslands við ríki NATO vegna breyttrar heimsmyndar í kjölfar Úkraínustríðsins, aukið framlag Íslands til sameiginlegra verkefna NATO og að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna taki skýrt á ógnum er tengjast netöryggismálum. Eins lagði hún áherslu á aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu."
Hvaðan kemur þessi heráhugi Katrínar? Hann kemur í raun ekkert við varnarmál eða öryggi Íslands, heldur er hún hér að reisa enn eina undirstöðu súlu fyrir inngöngu Íslands í ESB. Af því að Evrópusambandið hefur áhuga að efla varnir sínar, þá geysist Viðreisn fram á sviðið og segir hið sama og mynda þarna tengingu við sambandið. En það hefur hingað til verið andvana hugmynd að reisa Evrópuher, NATÓ hefur einmitt sýnt með aðgerðum sínum í Úkraníu, að það er enginn annar valkostur.
Hugmynd Njáls er hins vegar athyglisverðri og er af sömu rótum og mínar hugmyndir en ég skrifaði grein í Morgunblaðinu 2005, sjá slóð hér að neðan en ég var fyrstur Íslendinga sem lagði til stofnunar Varnarmálastofnunar Íslands. Þar legg ég til eins og Njáll að Varnarmálastofnun sæi um rannsóknir, þær yrðu hluti starfa stofnuninnar. Ég sagði:
"Hér er varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki sé tímabært að koma á fót sérstakri varnamálastofnun. Fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna, James I. Gadsden, kom með þessa hugmynd áður en hann lét af embætti og er hún athyglisverð.
Slík stofnun myndi tvímælalaust styrkja stöðu okkar innan NATÓ sem og samskiptin við bandalagið. Hún yrði skipuð hæfum sérfræðingum og gæti skapað fræðilegar umræður og staðið fyrir ráðstefnuhaldi og leiðtogafundum. Hún sæi um stefnumótun og framkvæmd ýmissa mála sem snerta beint varnarmál landsins en einnig mál sem gerast á alþjóðavettvangi. Hér má nefna að slík stofnun, sem gæti verið innan vébanda utanríkisráðuneytisins, væri mikill styrkur ef Íslendingar gengu í öryggisráð SÞ.
Ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir að Íslendingar hefðu dregist inn í klúðrið kringum Íraksstríðið ef stjórnmálamennirnir hefðu fengið viturleg ráð. Önnur verksvið hennar gætu t.d. verið landvarnaræfingar, s.s. Samvörður og Norður-víkingur, almennar almannavarnir, verkefni tengd leyniþjónustustarfsemi, samstarf við friðargæsluna auk fræðilegra rannsókna og ótal annarra verkefna."
En illu heillin lögðu vinstri menn af ófyrirhyggju sinni niður stofnunina. Eins og stríð og þekking á þeim mundi bara hætta. Úkraníu stríðið hefur sýnt fram á annað.
En ég vil frekar að Varnarmálastofnun verði endurreist og rannsóknarvinnan unnin innan vébanda hennar. En Njáll á þakkir skilið fyrir að vekja mál á þessu.
Exercitum Islandicum constituendum censeo.
Evrópumál | 20.11.2022 | 15:17 (breytt kl. 16:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef Guð hefði byggt fjöll í austurhluta Úkraínu, þá hefði hið mikla flatlendi sem er Evrópu sléttan ekki verið svo aðlaðandi landsvæði fyrir innrásarheri sem hafa ráðist þaðan ítrekað inn í Rússland í gegnum tíðina. Eins og staðan er núna telur Pútín, eins og rússneskir leiðtogar á undan honum, að hann eigi ekki annarra kosta völ en að minnsta kosti að reyna að stjórna flatlendinu í vestri frá Rússlandi.
Svo er það með landslag um allan heim - yfirborðsleg einkenni þeirra fanga stjórnmálaleiðtoga, takmarka val þeirra og svigrúm til athafna. Þessar landafræðireglur eru sérstaklega skýrar í Rússlandi, þar sem erfitt er að verja völd og þar sem leiðtogar um aldir hafa bætt það upp með því að þrýsta ríkið út á við.
Vestrænir leiðtogar virðast eiga erfitt með að skilja hvatir Pútíns, sérstaklega þegar kemur að aðgerðum hans í Úkraínu og Sýrlandi;
Núverandi leiðtoga Rússlands hefur verið lýst með orðum sem kalla fram fræga athugun Winstons Churchills árið 1939 að Rússland sé gáta vafin leyndardómi inni í ráðgátu".
En það er gagnlegt að skoða hernaðaríhlutun Pútíns erlendis í samhengi við langvarandi tilraunir rússneskra leiðtoga til að takast á við landafræðina. Hvað ef hvatir Pútíns eru ekki svo dularfullar eftir allt saman? Hvað ef maður getur lesið þær skýrt á korti? Kíkjum á landakortið.
Rússland er stærsta land heims miðað við landmassa, sem nær yfir Evrópu og Asíu og nær yfir skóga, sléttur, vötn, ár, frosnar steppur og fjöll, steðja vandamálin að. jafnt á landi sem sjó ef litið er á varnarmál Rússland (réttara sagt varnarvandamál Rússlands).
Á undanförnum 500 árum hefur nokkrum sinnum verið ráðist inn í Rússland frá vestri. Pólverjar komust yfir Evrópu sléttuna 1605, síðan Svíar undir stjórn Karls XII 1707, Frakkar undir Napóleon 1812 og Þjóðverjar - tvisvar, í báðum heimsstyrjöldunum, 1914 og 1941. Í Póllandi er sléttan aðeins 300 mílur á breidd - frá Eystrasalti í norðri til Karpatafjöll í suðri - en eftir það teygir það sig í um 2.000 mílna breidd nálægt rússnesku landamærunum og þaðan býður það upp á flata leið bina leið til Moskvu.
Þannig eru endurteknar tilraunir Rússa til að hernema Pólland í gegnum tíðina skiljanlegar; landið táknar tiltölulega þröngan gang sem Rússar gætu keyrt herlið sitt inn í til að hindra framrás óvina í átt að eigin landamærum, sem er miklu erfiðara að verjast, þar sem landið er breiðist frá landamærunum. Líkja má þessu við trekt.
Evrópska sléttan
Á hinn bóginn hefur víðáttur Rússlands einnig verndað landið; Þegar her nálgast Moskvu hefur hann þegar ósjálfbærar langar birgðalínur, sem verður sífellt erfiðara að vernda þar sem þær ná yfir rússneskt yfirráðasvæði. Napóleon gerði þessi mistök árið 1812 og Hitler endurtók þau árið 1941.
Snemma í sögu Rússlands var landið óverjanlegt. Þar voru engin fjöll, engar eyðimerkur og fáar ár sem stöðvuðu innrásarheri
Jafn hernaðarlega mikilvægur - og jafn mikilvægur fyrir útreikninga leiðtoga Rússlands í gegnum tíðina - hefur verið hinn sögulegur skortur landsins á eigin hlývatnshöfn með beinan aðgang að höfunum í kring allt árið um kring.
Margar af höfnum landsins á norðurslóðum frjósa í nokkra mánuði á hverju ári. Vladivostok, stærsta rússneska höfnin við Kyrrahafið, er afgirt af Japanshafi, sem er undir yfirráðum Japana.
Þetta stöðvar ekki bara flæði viðskipta inn og út úr Rússlandi; það kemur hins vegar í veg fyrir að rússneski flotinn starfi sem sjóveldi, þar sem hann hefur ekki aðgang að mikilvægustu sjóleiðum heimsins allt árið um kring.
* * *
Rússland sem hugtak nær aftur til níundu aldar og nær yfir lauslegt samband austur slavneskra ættbálka þekktur sem Kænugarðs Rússa, sem höfðu aðsetur í Kænugarði og öðrum bæjum meðfram Dnieper ánni, í því sem nú er Úkraína.
Mongólar, sem stækkuðu heimsveldi sitt, réðust stöðugt á svæðið úr suðri og austri, og yfirbuguðu það að lokum á 13. öld.
Rússar, sem voru nýbyrjaðir sem veldi, fluttu sig síðan til norðausturs í og við Moskvuborg. Þetta snemmbúna Rússland, þekkt sem Stórfurstadæmið Moskvu, var óverjanlegt. Þar voru engin fjöll, engar eyðimerkur og fáar ár til varnar.
Inn í dæmið kemur Ívar hinn grimmi, fyrsti rússneski keisarinn. Hann setti í framkvæmd hugmyndina um sókn sem vörn - að treysta stöðu sína heima og færa sig síðan út á við. Rússland hafði hafið hóflega útrás undir stjórn afa Ívans, en Ívan hraðaði henni eftir að hann komst til valda á 16. öld. Hann náði yfirráðasvæði sínu austur að Úralfjöllum, suður að Kaspíahafi og norður í átt að heimskautsbaugnum. En honum mistókst að tryggja ríkinu hafnir við Eistrasalt, sem Pétur mikli náð tveimur öldum síðar.
Rússar fengu aðgang að Kaspíahafinu og síðar Svartahafinu og nýttu sér þannig Kákasusfjöllin sem hindrun að hluta á milli sín og Mongóla. Ívan byggði herstöð í Tsjetsjníu til að fæla frá sérhverjum árásarher, hvort sem það eru mongólska gullhjörðin, Ottómanaveldið eða Persar.
Nú höfðu Rússar varnarsvæði að hluta til og bakland - einhvern stað til að falla aftur til ef um innrás yrði að ræða. Enginn gat ráðast á þá af krafti frá Norður-Íshafi, né barist yfir Úralfjöllum til að komast að þeim. Land þeirra var að verða það sem nú er þekkt sem Rússland og til að ráðast inn í það frá suðri eða suðaustri þyrftirðu að hafa risastóran her og mjög langar birgðalínur og innrásaarherinn þyrfti að berjast framhjá varnarstöðum.
Á meðan rússnesk stjórnvöld halda yfirráðum yfir Kænugarði myndi varnarsvæði Rússlands haldast ósnortið og standa vörð um Evrópusléttuna
Á 18. öld stækkaði Rússland, undir stjórn Péturs mikla sem stofnaði rússneska heimsveldið árið 1721 og síðan undir forystu Katrín mikla keisaraynja, þandist heimsveldið í vestur, þeir hertóku Úkraínu og náðu það til Karpatafjöllanna. Það tók yfir megnið af því sem við þekkjum nú sem Litháen, Lettland og Eistland sem það gat varið gegn árásum frá Eystrasalti. Nú var orðinn til risastór hringur í kringum Moskvu; Séð frá norðurslóðum, kom það niður í gegnum Eystrasaltssvæðið, þvert yfir Úkraínu, til Karpata, Svartahafs, Kákasus og Kaspíahafsins og sveiflaðist aftur til Úralfjalla, sem náði upp að heimskautsbaugnum.
Í lok síðari heimsstyrjaldarinnar árið 1945 hertóku Rússar landsvæði sem það lagði undir sig frá Þýskalandi í Mið- og Austur-Evrópu, sum þeirra urðu síðan hluti af Sovétríkjunum, þar sem það fór að líkjast gamla rússneska heimsveldinu stórum.
Að þessu sinni voru það þó ekki Mongólar sem stóðu við hliðin; eftir 1949 var það NATO. Fall Sovétríkjanna árið 1991 olli því að rússneskt landsvæði minnkaði á ný, þar sem landamæri Evrópuríkjanna enduðu við Eistland, Lettland, Hvíta-Rússland, Úkraínu, Georgíu og Aserbaídsjan, á meðan læddist NATÓ stöðugt nær eftir því sem það sameinaði fleiri lönd í Austur-Evrópu undir sína forystu.
Breytt landamæri Rússlands
Tvö af helstu hugðarefnum Rússa - varnarleysi þeirra á landi og skortur á aðgangi að heitvatnshöfnum - komu saman í Úkraínu árið 2014. Svo lengi sem rússnesk stjórnvöld héldu völdum í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, gætu Rússar treyst því að varnarsvæði þess myndi haldast ósnortið og gætt Evrópu sléttunnar. Jafnvel hlutlaus Úkraína, sem myndi lofa að ganga ekki í Evrópusambandið eða NATO og myndi standa við leigusamninginn sem Rússar hefðu á heitvatnshöfninni í Sevastopol á Krímskaga, væri ásættanleg í augum Kremlverja.
En þegar mótmælin í Úkraínu felldu ríkisstjórn Viktors Janúkóvítsj, sem er hliðholl Rússlandi, og ný og vestrænari ríkisstjórn komst til valda, hafði Pútín ákveðið val. Hann hefði getað virt landhelgi Úkraínu eða hann hefði getað gert það sem rússneskir leiðtogar hafa gert um aldir með þeim slæmu landfræðilegu kortum sem þeir höfðu í höndum sínum. Hann valdi sína eigin tegund af árás sem vörn, innlimaði Krímskaga til að tryggja aðgang Rússa að einu almennilegu heitvatnshöfninni og færði sig til Úkraníu að koma í veg fyrir að NATO læðist enn nær landamærum Rússlands.
Úkraníska stuðpúðasvæðið og Sýrland
Hvað ef hvatir Pútíns eru ekki svo dularfullar eftir allt saman? Hvað ef maður getur lesið þær skýrt á korti?
Sömu landfræðilegar áhyggjur eru sýnilegar núna í afskiptum Rússa af Sýrlandi fyrir hönd bandamanns Pútíns, Bashar al-Assad. Rússar eru með flotastöð í hafnarborginni Tartus á Miðjarðarhafsströnd Sýrlands. Ef Assad fellur gætu nýir ráðamenn í Sýrlandi rekið þá út. Pútín telur greinilega að hættan á að mæta NATO-ríkjum á öðru landfræðilegu sviði sé þess virði.
Síðastliðið árþúsund hefur Rússland stöðugt stækkað, það hefur mætt takmörkunum ríkisútþennslu sinni í ósigrum en staðfest landamæri sín með varnarsigrum gegn innrásaherjum. Bestu sigranir voru gegn herjum Napóleons 1812 og Hitlers 1941, þar sem tilvera ríkisins var undirlögð. Verstu ósigrar Rússlands voru árásastríð gegn nágrannaríki sín, Póland 1920, Finnland 1940 og nú að því virðist Úkraníu 2022 (á eftir að koma í ljós hvort að friðarsamningar sem gerðir verða, eru hagstæðir eða ekki).
Rússar hafa enn ekki lokið sig af við Úkraínu, né Sýrland. Frá Stórfurstadæminu Moskvu undir stjórn Ívars grimma, í gegnum Pétur mikla, Stalín og nú Pútín, hefur hver rússneskur leiðtogi staðið frammi fyrir sömu vandamálunum. Það skiptir ekki máli hvort hugmyndafræði þeirra sem stjórna og hvaða titil þeir bera, keisara, kommúnista eða vildar kapítalismi - eftir sem áður frjósa hafnirnar og Evrópusléttan er enn flöt og opin.
Helstu heimildir: Söguþekking mín og Tim Marshall, Prisoners of Geography: Ten Maps That Explain Everything About the World.
Evrópumál | 2.11.2022 | 10:12 (breytt kl. 11:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
"Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993 (bókun 35).
Frá utanríkisráðherra.
1. gr.
4. gr. laganna orðast svo:
Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi."
Svo kemur greinagerð með þessu frumvarpi sem verður ekki farið í hér. Til þess að bókun 35 verði lögleg, verður að breyta stjórnarskránni. Það eru engin önnur lög sem toppa íslensk lög á Íslandi og Alþingi eitt (ásamt forseta) hefur rétt á að innleiða lög á Íslandi. Þess vegna þarf það að stimpla allar reglugerðir sem koma frá EES. Einhverjar reglugerðir sem búríkratar í Brussel setja saman, geta því ekki orðið rétthærri en íslensk lög, þangað til að Alþingismenn breyta íslensku lögunum í samræmi við reglugerðina sem á að innleiða.
Nú, ef við erum "skyldug" til að innleiða bókun 35, þá er eins gott að við göngum úr EES samstarfinu. Ekki eru Svisslendingar í EES en þeir eru með okkur í EFTA. Það er alveg nóg fyrir okkur Íslendinga að vera í EFTA sem hefur verið frábært í að gera tugir fríverslunarsamninga við allan heiminn! Eitthvað sem við höfum ekki ef við erum í ESB.
Og svo má spyrja á móti, hversu margar reglugerðir hefur ESB innleitt frá Íslandi? Engar? Er þetta bara einstefna? Valdboð að ofan?